Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 15
LISTAPOSTURINN GÓÐA NÓTT, MAMMA — leikrit um sjálfsvíg á Litla sviðinu: „Ekki síst fyrir þá sem eftir lifa“ * ségir leikstjórinn Lárus Ymir Óskarsson. Lárus Ýmir leikstýrir Guðbjörgu Þorbjarnar- dóttur í GÓÐA NÓTT, MAMMA. „Leikritid fjallar um sjálfsvíg, mál sem flestir hafa leitt hugann aö sem félagslegu og sálrœnu fyrirbœri, þótt umrœöan komi sjaldnast upp á yfirborðid. íverkinu er skyggnst inn í hugarheim manneskju sem hyggst svipta sig lífi og varpað Ijósi á líðan hennar, “ segir Lárus Ýmir Oskars- son sem leikstýrir bandaríska verð- launaleikritinu GÓDA NÓTT, MAMMA eftir Marsha Norman. Frumsýning á verkinu verður nk. sunnudag á Litla sviðinu í Þjóðleik- húsinu. Aðeins tvö hlutverk eru í leiknum og eru þau í höndum þeirra Krist- bjargar Kjeld og Guðbjargar Þor- bjarnardóttur. Olga Guðrún Árna- dóttir annaðist þýðinguna, Þor- björg Höskuldsdóttir gerir leik- mynd og búninga og ljósameistari er Kristinn Daníelsson. GÓÐA NÓTT, MAMMA (’night Mother) var frumsýnt á Broadway á síðasta ári og hlaut Marsha Norman hin eftirsóttu Pulitzer-verðlaun fyrir verkið. Norman hefur samið nokk- ur leikrit og einkennast þau einkum af gömlum hörmum og duldum ótta persónanna sem dreginn er fram í sviðsljósið þar sem fortíðin er gerð upp og lífið verður óumflýjanlegt. I umræddu verki segir frá Jessie, miðaldra konu (Kristbjörg Kjeld) sem lifir fábreyttu lífi ásamt móður sinni (Guðbjörg Þorbjarnardóttir). Grundvallarspurning leiksins er: Er lífið þess virði að lifa því? Móðirin lætur hverjum degi nægja sína þján- ingu en Jessie lítur svo á að lífið verði að hafa eitthvað meira upp á að bjóða svo hægt sé að lifa því. Kvöldið sem leikurinn fer fram lýsir Jessie því yfir að hún ætli að svipta sig lífi. Það sem eftir er kvöldsins glíma þær mæðgur um líf Jessiar. „Þetta leikrit er ekki síst skrifað fyrir þá sem eftir lifa,“ segir Lárus Ymir. „Aðstandendur þeirra sem fremja sjálfsmorð spyrja iðulega sjálfa sig spurninga sem: Hvers vegna? Var manneskjan svona óhamingjusöm? Hefði ég getað gert eitthvað?" Varðandi vinnsluna á sýningunni segir Lárus: „Verkið var lengi í vinnslu, til dæmis skall á verkfall sem seinkaði frumsýningunni. Ann- ars er þetta mjög erfitt leikrit fyrir leikara. í tvo tíma samfellt standa tvær leikkonur uppi á sviði og fara með textann. Þær Kristbjörg og Guðbjörg eru stórkostlegir lista- menn og meðal bestu leikara okkar þjóðar. Samvinnan við þær hefur verið mjög ánægjuleg," segir Lárus Ýmir Óskarsson íeikstjóri. -IM KVIKMYNDIR * I skugga bókar A USTURBÆJARBIÓ: GARP. Bandarísk. Árgerð 1983. Leikstjóri: George Roy Hill. Handrit: John Irving. Aðalhlutverk: Robert Williams, Mary Beth Hurt o.fl. Ein mesta metsölubók seinni ára í Banda- ríkjunum og víðar er skáldsagan The World According to Garp (Heimsmynd Garps) sem rithöfundurinn John Irving skrifaði fyrir u.þ.b. tíu árum. Irving varð heimsfrægur á skömmum tíma og sendi nokkrum árum síð- ar frá sér aðra bók, Hotel New Hampshire, sem einnig hefur verið kvikmynduð. Bókin um Garp er einhver hlægilegasta en jafn- framt sorglegasta bók sem undirritaður hef- ur lesið. Hún segir frá 68-manninum Garp sem hefur metnað að gerast rithöfundur, flyst ungur til Vínar, þaðan aftur til Banda- ríkjanna, giftist æskuvinkonunni og eignast eftir Ingólf Margeirsson fjölskyldu. Móðir hans sem er skólahjúkrun- arkona og hefur eignast Garp með deyjandi flugmanni úr síðari heimsstyrjöldinni (það tekur of langan tíma að útskýra þennan þráð) verður eiginlega óvart metsöluhöf- undur og fyrirmynd feminista. Garp gengur hins vegar skrykkjótt á rithöfundarferlinum. Inn í þessa angurværu en kolgeggjuðu fjöl- skyldusögu blandar Irving lúmskri íróníu á 68-kynslóðina, bandarískt þjóðfélag og lífið í heild. Myndin nær hins vegar litlum tökum á efni bókarinnar; senurnar verða eins og síður rifnar út úr skáldverkinu hér og þar og hin innri tilfinning bókarinnar fer að mestu forgörðum. T.d. vantar alveg kaflann úr Vín- arborg eða hina mögnuðu smásögu Garps í lok bókarinnar. Bíógestir sem ekki hafa lesið bók Irving geta kannski brosað og hlegið að einstökum senum. En góð mynd er þetta ekki. Upppoppað meistaraverk BÍÓHÖLLIN: Metropolis Þýsk 1926. Endurgerð 1983. Myndataka: Karl Freund. Handrit: Fritz Lang og Thea Von Harbou. Leikstjórn: Fritz Lang. Viðbœtt tónlist: Giorgio Moroder. Aðalhlutverk: Rudolf Klein-Rogge, Brigitte Helm o.fl. Hið sígilda meistaraverk Fritz Langs, „Metropolis" (1926), er einn af hápunktum þýska stórveldistímans í kvikmyndagerð þriðja áratugarins. Metropolis segir frá útóp- íunni um tvær borgir; önnur er ofanjarðar (undir miklum áhrifum frá skýjakljúfum New York-borgar) þar sem yfirstéttin græðir mikla peninga og unir glöð við sitt í rúmgóð- um skrifstofum og aldingörðum, hin neðan- jarðar þar sem verkalýðnum er þrælað út við framleiðslutækin. Hin magnaða þögla mynd Langs er ein fjögurra stórmynda hans hvað varðar fjöldaleik og stórkostleg leik- tjöld. Hinar eru Niebelungen (tvær myndir, Siegfried 1924 og Hefnd Krímhildar 1925), Spione (Njósnarinn) 1928 og Die Frau im Mond (Stúlkan í tunglinu) 1929. í Metropolis beitti Lang svonefndri Shuftan-tækni, það er speglatækni sem gat endurvarpað myndum af líkönum upp í risastærðir í leikgerðinni. Leikstjórnin er magnþrungin hvort sem um fjöldasenur er að ræða eða expressíonískan leikstíl aðalleikara. Og þarna er hreyfanleg kvikmyndatökuvél orðin háþróuð og átti síðar eftir að verða fyrirmynd leikstjóra um heim allan, ekki síst hjá Hitchcock. Þetta mikla klassíska verk hefur maður að nafni Moroder keypt og gert popptónlist við; auk þess sett væga liti hér og þar í kópíuna og ennfremur bætt inn í verkið upprunaleg- um teikningum og ljósmyndum úr senum sem Lang ekki notaði í endanlegu gerðina. Þetta er áhugavert að sjá en lýtir heildar- verkið. Moroder hefur gert tónlist við Cat People, Midnight Express, Flashdance og fleiri myndir. Instrúmental tónlist hans við Metropolis sleppur fyrir horn en sungnu lög- in eru ósköp vandræðaleg. Það er góðra gjalda vert að sýna ungum bíógestum meist- araverk kvikmyndasögunnar í poppuðu hljóðgervi en að kalla Metropolis heims- fræga stórmynd gerða af snillingnum Giorgio Moroder og leikstýrða af Fritz Lang eins og í auglýsingu Bíóhallarinnar (ekkert er talað um Lang í prógrammi) er annað hvort óskiljanlegt þekkingarleysi bíóstjór- ans eða/og glæpsamlegur höfundarstuldur ameríska dreifingaraðilans. Tilfinningabönd HÁSKÓLABÍÓ: I blíðu og stríðu (Terms of Endearment). Bandarísk. Árgerð 1983. Handrit, leikstjórn og framleiðsla: James L. Brooks. Myndataka: Andrzej Bartkowiak. Aðalhlutverk: Shirley MacLaine, Debra Winger, Jack Nicholson og fleiri. Hér er á ferðinni fimmföld Óskarsverð- launamynd: Besta kvikmyndin, besti leik- stjórinn, besta leikkonan, besti leikari í auka- hlutverki og besta handritið. Árum saman gekk sjónvarpsframleiðandinn James L. Brooks milli stórlaxa í Hollywood með bók Larry McMurphy „Terms of Endearment” sem hann hafði gert handrit eftir og allir fúlsuðu við hugmyndinni. En Brooks getur „Fyrst og fremst nær- færin og gáskafull at- hugun á mannlegum samskiptum," segir m.a. í umfjöllun Ing- ólfs Margeirssonar um Terms of Endearment. hlegið að þeim í dag; alls fékk myndin ellefu Óskarsútnefningar. Kvikmyndin segir frá mæðgum, Áróru og dótturinni Emmu og hinum sterku tengslum þeirra á milli. Allar aðrar persónur, mennirnir í lífi þeirra og börnin verða að aukapersónum sem snúast um möndul mæðgnanna. Sumar hverjar eru þó óborganlegar eins og fyrrverandi geim- fari (Jack Nicholson) sem hreinlega fer á kostum sem miðaldra drykkjurútur. Þessi mynd er fyrst og fremst nærfærin og gáskafull athugun á mannlegum samskiptum, tengslum fólks og þeim tilfinningavef sem tilveran spinnur um vináttu manneskja. Sem slík er Terms of Endearment snilld og allur leikur sérlega góður. HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.