Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 18
SKÁK Ævintýri í Eyjum Það er mikið ævintýri að koma til Vestmannaeyja að haustlagi í fögru veðri. Var það ekki gamli meistari Johnson sem sagði þegar hann var að stríða Skotum, að það besta sem þeir ættu væri útsýnið til Eng- lands? Útsýnið af Helgafelli til meginlandsins í björtu veðri er stórkostleg sýn, svo mikilfengleg að þótt Vestmannaeyjar ættu ekki annað til að bera væru þær þó með fegurri stöðum á Islandi. En 'umhverfið heima fyrir er líka stórbrotið og fagurt, og sú saga sem blasir við ferðamanninum ógleymanleg: Annars vegar ham- farir náttúrunnar sem naumast eiga sinn líka nærri byggðu bóli, hins vegar hetjuieg barátta mannsins sem sigrar erfiðleika sem í fljótu bragði virðast óvinn- andi — og færir sér þá að lokum í nyt, lætur heitt hraunið hita upp bæinn. Fróðlegt er líka að ganga um bæinn með snjöllum leiðsögu- manni og sjá atvinnusöguna renna framhjá eins og myndir á tjaldi. Og svo var ég heppinn þessa helgi sem ég dvaldi í Eyjum: Eg hitti gamlan nemanda sem ók ekki aðeins með mig um nýja hraunið þvert og endilangt, held- ur einnig til fjarlægari staða, svo að ég komst á veðrastaðinn fræga, Stórhöfða, sem maður heyrir daglega um í útvarpi — en þá var reyndar logn að kalla og þokuslæðingur. En þetta var allt einn útúrdúr, ég skrapp ekki til Eyja til þess að skoða náttúrufegurð og kynnast glefsum úr sögu Eyjanna, heldur til að fylgjast með helgarskákmót- inu sem þar fór fram um síðustu helgi. Þetta var í annað sinn að helgarskákmót var haldið í Eyjum og þetta var 26. helgarmótið í röð- inni, þótt ótrúlegt kunni að virð- ast. I þetta sinn voru keppendur 44, flestir þeirra komnir frá Reykja- vík. Þátttaka Vestmanneyinga sjálfra var líklega aðeins minni en ella, því að þessa dagana átti skák- in skæðan keppinaut í síldinni. Allir sem vettlingi gátu valdið voru að vinna í síldinni og vinnslu-' ilmurinn fyllti plássið. Á helgarmótum nú eru tvær fyrstu umferðirnar eins konar upphitunarumferðir og þar fá ný- liðarnir og hinir slakari tækifæri til að tefla við meistarana. En síð- an hefst alvaran, þá tefla þeir sam- an sem jafnir eru að vinningum eða því sem næst og þá er um- hugsunartíminn lengdur. Þarna voru margir snjöllustu skákmenn landsins komnir til leiks, stofninn er sá sami frá móti til móts, menn hafa sýnilega gaman af að tefla á þessum mótum og koma aftur og aftur ef þeir einu sinni komast á bragðið. Helgi Ólafsson hefur oftast sigr- að á þessum mótum, og þegar maður horfir á hann tefla finnst manni auðvelt að skilja velgengni hans. Hann teflir hratt og örugg- lega, rembist ekki um of við að ná miklu út úr taflinu en lætur sér nægja lítinn ávinning og vinnur úr honum með mjög fínni tækni. Það er erfitt að berjast við hann, and- stæðingurinn kemst oft í tíma- þröng um það er lýkur og leikur þá stundum af sér. , I þetta sinn tókst Ásgeiri Þór Árnasyni að ná Helga á loka- sprettinum. Árangur efstu manna varð þessi: 1.-2. Ásgeir Þór Árnason og Helgi Ólafsson,6 vinningar. 3.-6. Guðm. Halldórsson og Guðm. Sigurjónsson, Jón L. Árnason og Jón Hálfdanar- son 51/2 vinningur hver. Meðal nýrra þátttakenda á þessu móti var Jón Hálfdanarson, ágætur skákmaður sem ekki hef- ur haft mikil tækifæri til að tefla undanfarið, og tólf ára gamall drengur, Hannes Hlífar Stefáns- son, sem vakið hefur athygli og þykir hið mesta skákmannsefni. Þeir tefldu þessa skák í fjórðu um- ferð: Jón Hálfdanarson Hannes Stefánsson 13 De2 c4 15 Rd2 f5 17 a4 Hae8 19 Hfel g6 21 Hael b5 14 Bc2 Re4 16 f3 Rd6 18 Df2 Hf6 20 He2 Bc6 Svartur hefur fylkt liði sínu til að hamla gegn framsókn kóngspeðs- ins, en lætur nú líklega einhver taktísk færi glepja sig. Eðlilegra var að fara rólega í sakir: a6, b5 og Db7. 22 ab5 Rb5 24 Hbl a5 26 fe4 de4 28 Ra5 Da6 23 Dg3 Db7 25 e4 fe4 27 Rc4 a4 29 Rc6 Rc3 Eitthvað af þessu tagi hefur vak- að fyrir Hannesi. En hér hefur hann misreiknað sig. 01 d4 Rf6 03 Rc3 Bb4 05 e3 Rbd7 07 bc3 b6 09 Bd3 Bb7 11 0-0 c5 02 c4 e6 04 Dc2 d5 06 a3 Bxc3 + 08 cd5 ed5 10 Rf3 0-0 12 Bb2 Dc7 30 Bc3 De2 32 Bb3 Kf8 34 Rd4 og svartur gafst upp. 31 Ba4 Rb6 33 d5 Hf5 Eftir þennan sigur var Jón einn efstur á mótinu, en í næstu umferð tefldi hann við Helga og tapaði. VEÐRIÐ SPILAÞRAUT LAUSN Á KROSSGÁTU Austlæg átt verður ríkjandi um allt land og víðast skýjað. Hiti verður um og yfir frostmark, eða svipað því sem verið hefur, — eða þannig... FJÓRAR SVÍNUR S Á-D-10-9-5-2 H 6-5-4 T Á-G-10 L Á S K-G-8-6-4 H Á-G-10-8 T 6-5-2 L 9 Vestur spilar fjóra spaða. Útspil er laufa kóngur. Framhald á bls. 12 13 s 5 F fí s V B 5 0 K K 1 N S l< 1 P £ T S fí R P T R fí U -Ð fí R R P f) /Tl 6 /< )< fí J? J fí K T S I T u R D Z) R £ N G V Æ R fí fí m fí S fí m U R n m R fí U / 7 i F fí R • 6 R 'fí t> fí m fí 5 T u R R fl s T U N N u R F 1 m /yi i i? U F c? T S fí m fí R 6 fí R ‘fl F R R m fí P R ) /< ö 5 fl • V ♦ fí • 1 R R i N <5 [fí R Ö N V u m L L V t 6 N fí JD ) T fí N 6 ) N N fí R L fí 1< ) £ fí /71 'n T T U 6 N 5 fí u ’fí L E Ð / T> •/) 2> u R E N fí N fí X 0 S T u R fí 6 fl N /V / R N fí R R fí $ 6 fí T / L. L / N 2> / V 1 i-íf’T y® y w m. p MflTT t Snhd flR HljoJ) e/ír/ð sxj'fhr HNVt SÆ' DÝR SPIK VOTT FRflNl Komfl Fúfífl viDHR Qúrfl RuDt/ft NEnNi D/GRft' FyLGTnJ BFTt ÍZ SO/-/G fímBPD U/RF /ll. jÉj < LXKTAK JRfíRK m'oTfí MT |i gK —> ' S 1 i Ö L'flG FÓTU DflNJfíR RÝR£>u R/KKjB —/9 VENJU ST/FUR /V//V/U URfl/RR 1 £6G/ grrfr 5/r>79 BSKRR mrx RfíVRR W/KJRS/ urr\ ÖL'lKIR HND VÖRP HRKTftR SKRIfflt) GflNGOZ l RRKfí „ REimnn. * -r L- KúST BtRG m'fít JRRPflR HRYÍ5UR Z'fíÖR Brrt>ir (r vyR) L£/KN /R. ■ATT 'DTRY6G GREmS] fí/TDsr NiTJuR. SpóR Rot/J) BE/5Kfl t RRflGN RST umLi f DjflRF/ FÁltii ÓHflPp NIANN 5 ARU' /yifíóur? SflFNfl m'RTT uR ■ SflmóT Drop/ VVÆTT UR > TÆPR) ’iLnr 3 SflrflHL. þRÖNG uR ElDS NEVT/ stórr VÆ-Tf) l fíRfíúRill KVöCD TkUlT R£H<1 ■_ úRKom HflS-'fí £ID FJRLL MfiÐUR gelT V i 1 HRÍPI Flutr /NGuR m'fíLrri 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.