Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 2
FRÉTTAPÖSTUR Gengið fellt. Ríkisstjórnin samþykkti sl. mánudag að fella meðalgengi is- lensku krónunnar um 12% miðað við skráö gengi á föstudag. í til- kynningu Seðlabankans segir að meginástæða þessa sé hin mikla hækkun launakostnaðar að undanförnu. Farið var að gæta ört vax- andi eftirspurnar eftir gjaldeyri og annarrar spákaupmennsku svo ekki var talið unnt að halda uppi eðiilegum gjaldeyrisviðskiptum að óbreyttu gengi. Hörð viðbrögð við gengisfalli. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og samtaka launafólks hafa brugðist hart við gengisfellingunni. Hefur miðstjórn ASÍ for- I dæmt málflutning þann sem forsvarsmenn gengisfellingarinnar * hafa haldið uppi til rökstuðnings henni og formaður BSRB segir ■ hana vera óhæfuverk. Þingmenn stjórnarandstöðunnar héldu og uppi harðorðri gagnrýni á fundi sameinaðs þings á þriðjudag. Áhrif gengisfellingarinnar. Á aðalfundi LÍÚ sem hófst í gær kom fram í máli Kristjáns Ragn- arssonar formanns að gengisfellingin væri ekki nægileg til að hafa áhrif á rekstrarstöðu útgerðarinnar. í fljótu bragði áætlar Kristján að skuldir hækki um 800 til 1000 milljónir vegna gengisfellingar- innar. Meðal annarra áhrifa hennar hefur verið talið að skuldir Hitaveitu Borgarfjarðar og Akraness hækki um 160 milljónir. Að mati hagfræðings VSÍ má búast við að verðbólga fari yfir 40% á næstu mánuðum en fari siöan aftur lækkandi. Ný forysta Alþýðuflokks. Á flokksþingi Alþýðuflokksins um seinustu helgi var Jón Bald- vin Hannibalsson kjörinn formaður í stað Kjartans Jóhannssonar og hlaut hann 142 atkvæði en Kjartan 92. Jóhanna Sigurðardóttir var kjörin' vara.formaður flokksins. Fangar brjótast út. Mikil leit var gerð sl. mánudag að fjórum strokuföngum af betrun- arheimilinu Kvíabryggju. Fljótlega gaf einn þeirra sig þó fram við lögregluna i Reykjavík og voru hinir handsamaðir skömmu síðar. Loðnan veiðist vel. Mikil loðnuveiði hefur verið undanfarið fyrir austan land. Jakob Jakobsson fiskifræöingur segir ástæðuna sennilega vera þá að loðnan hafi vaxið vel í sumar vegna óvenjulegra aðstæðna í sjónum og sé því fyrr á ferðinni en venja er á þessum árstíma. Uppsagnir kennara. • NT hefur gert könnun á því hve margir kennarar við grunnskóla Reykjavíkur ætla að senda inn uppsagnarbréf. 70% þeirra sem af- I stöðu tóku í könnuninni hafa ákveðið að senda inn uppsagnarbréf • fyrir 25. nóv. Flokksráðsfundur Alþýðubandalags. Um seinustu helgi var flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins haldinn og var m.a. kjörið í miðstjórn flokksins. Komust konur þar i meirihluta eftir kjörið. Meiri þorskafli. Á aðalfundi LÍÚ kynnti Halldór Ásgrímsson hugmyndir um að leyfður hámarksafli á þorski á næsta ári yrði 260 þús. lestir. Það er verulega meira magn en Hafrannsóknastofnun hefur mælt með. Eldur i togara. Á þriðjudagskvöld kviknaði í togaranum Gídeón VE 104 þar sem hann var staddur 6 sjómílur vestur af Portland. Mannbjörg varð, en skipið er míkið skemmt og viðgerð talin vara a.m.k. 6 mánuði. Kynferðisafbrot að aukast? Um helgina voru tvær nauðganir kærðar til Rannsóknarlögreglu ríkisins og tilraun var gerð til hinnar þriðju en þeirri ungu stúlku sem fyrir henni varð tókst að komast undan árásarmanninum. Fréttamolar. • Bandalag jafnaðarmanna greiddi atkvæðl með álsamningnum á Alþingi í vikunni. • Borgarráð hefur mælt með lóðum i Vatnsmýrinni, í Öskjuhlíö og í Laugardal, sem koma til greina fyrir bygglngu nýs tónlistarhúss í Reykjavík. • Herra Pétur Sigurgeirsson biskup og kona hans, frú Sólveig Ás- geirsdóttir, hafa verið boðin til Póllands. Um sama leyti mun Hjálp- arstofnun kirkjunnar dreifa um 20 tonnum af síld i landinu. • Forsætisráðherra hefur skýrt frá hugmynd um að breyta Fram- kvæmdastofnun og gera hana að þróunarstofnun. • Ráðstefnur hafa staðið nú í vikunni um fjármál og hlutverk sveitarfélaga í atvinnulífinu. Þar hefur m.a. komið fram að hagur sveitarfélaga hefur vænkast nokkuð á þessu ári. • Bankamenn undirrituðu kjarasamning á mánudagskvöld upp á 24% launahækkun. • Félag starfsfólks í veitingahúsum hefur fellt nýgerða kjara- samninga. • Kvenréttindafélag íslands hefur skipt um skoðun á málum er varða skattlagningu hjóna. I íþróttir. * íslenska karlasveitin er nú komin í eitt af efstu sætunum á , Ólympíuskákmótinu. FH er í fyrsta sætl i 1. deild íslandsmótsins í handknattleik. ( Andlát. Haraldur Á. Slgurðsson leikari er látinn. Haraldur varð 82 ára I gamall. 2 HELGARPÓSTURINN Borgin vakin til lífs ★ Gamla góða Borgar- stemmningin verður vakin til lífs í vetur. Orator, félag laga- nema við Háskóla Islands, hefur gert samning við eig- endur hótelsins um samvinnu um dansleikjahald frá síðustu helgi allt fram til fyrsta apríl á næsta ári. Þetta framtak laganemanna er ætlað til fjáröflunar Norræna laga- nemamótsins, sem næst fellur í hlut Islendinga að halda, en mótið hefur verið fastur liður í starfi norrænna laganema allar götur síðan 1918. Forráðamenn Orators segja HP að líkast til eigi þessar skemmtanir eftir að höfða mest til háskólafólks og annarra á framhaldsskólastigi, rétt eins og var þegar Borgin var upp á sitt besta fyrir fáeinum miss- erum. Þeir benda ennfremur á að undirtektir annarra deilda í Hi og nemenda ýmissa sér- skóla borgarinnar séu afar góðar við þessu framtaki og sé orðið nokkuð Ijóst að allir ætli að leggja sitt af mörkum við að gera Borgina að þeim sjarmör sem hún var í skemmtanalífinu. Orator leigir Borgina á föstu- dags- og laugardagskvöldum og verður miðaverð bundið við rúllugjald. Diskótekið Dísa hefur verið fengið til að annast tónlistarflutning, þið vitið; lög eins og Lóla og aðra ópusa hússins. . .☆ FULL VERÐ- TRYGGING SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS • FYRIRHAFNARLAUS • ÁN ALLRAR ÁHÆTTU •8%FASTIRVEXTIR •RÍKULEG ÁVÖXTUN Með spariskírteinum í 3. flokki 1984 sem nú eru til sölu býður Ríkissjóður betri ávöxtun en flestir aðrir á markaðinum. KYNNIÐ YKKUR VEL KJÖR SPARISKÍRTEINA , RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS t

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.