Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN eftir Sigmund Erni Rúnarsson Islendingar búa við eitthvert svartasta og lengsta skammdegi sem nokkur þjóð á þess- ari jarðarkringlu má þola. Þessvegna lyftir maður brún- unum þónokkuð þegar inn á borð berst til manns geysilega unnin könnun á gildismati mörlandans, þar sem helsta niðurstaðan er sú að engin Evrópuþjóð telji sig jafn ham- ingjusama og íslendingar! Þessi könnun er unnin af ráðgjafarfyrir- tækinu Hagvangi í Reykjavík undir hand- leiðslu sérfróðra manna í félagsvísindum og er hún liður í alþjóðlegri könnun sem hrund- ið var af stað árið 1978 af European Values Systems Study Group sem starfar í Amster- dam. Úrtaksstærðin var 1000 manns eldri en 18 ára. Markmið þessarar könnunar var að afla haldgóðrar vitneskju um gildismat þjóða, meðai annars viðhorf þeirra til sjálfra sín, náunga sinna, trúar, atvinnu, fjölskyldu- lífs, þjóðfélags, siðferðisþátta og lífstilgangs. Með könnuninni hér heima, sem gerð var fyrr á þessu ári, fæst samanburður á gildis- mati íslendinga við um það bil tuttugu og fimm aðrar þjóðir, þar á meðal Norðurlanda- búa og flestar Evrópuþjóðir. Þessi könnun hefur þegar verið gerð í tuttugu og sjö lönd- um og samhæfing niðurstöðu frá hinum ýmsu löndum verður í höndum fram- kvæmdastjóra Gallups í London. Óhætt er að segja að íslenska útkoman eigi eftir að vekja mikla athygli á þjöðinni sem býr hér norður í Ballarhafi, enda skera íslendingar sig úr á svo mörgum sviðum, ef marka má niðurstöðurnar, að auðvelt er að sjá fyrir sér útlendinga ímynda sér ísland sem eitthvert undraland eftir lestur heildar- úrslitanna á gildismati þjóða. Það hlýtur að vera forvitnilegt að kynnast þjóð sem virðist vera sáttari við lífið en flestar aðrar þjóðir heims. En lítum frekar á helstu niðurstöð- ur.., Einungis Danir telja sig vera ánægðari með lífið þessa dagana en Islendingar. Þegar spurt er hinsvegar hversu ánægðir menn bú- ist við að vera með lífið eftir fimm ár, lenda íslendingar í efsta sæti. Þessi rosalegu lukkulegheit landans virðast vera bundin við andlega sviðið, því þegar komið er yfir á það veraldlega, til dæmis hvað varðar fjár- hagslega afkomu, er allt annað upp á ten- ERLEND YFIRSÝ í fyrstu viku þessa mánaðar kusu tvær Ameríkuþjóðir sér forseta og þing. Sunnu- daginn 4. nóvember gengu Nicaraguabúar að kjörborði í fyrsta skipti síðan uppreisn undir forustu Sandinista steypti nær hálfrar aldar harðstjórn Somoza-ættarinnar. Þriðju- daginn 6. nóvember leitaði Ronald Reagan í annað skipti eftir stuðningi landa sinna til að gegna forsetaembætti Bandaríkjanna. Hvorar tveggja kosningar fóru eins og við var búist. Reagan vann frægan sigur á Walt- er Mondale, og Daniel Ortega, foringi bylt- ingarstjórnarinnar í Nicaragua, var kjörinn forseti með tveim þriðju atkvæða. Ekki var vika liðin frá kosningaúrslitum, þegar stjórn- irnar í Managua og Washington voru komn- ar harðar í hár saman en nokkru sinni fyrr. Sumir af æðstu valdhöfum Bandaríkjanna töluðu hástöfum um beinar, bandarískar hernaðaraðgerðir gegn Nicaragua, og stjórn Sandinista setti her sinn í viðbragðsstöðu og bað þjóðina að vera viðbúna bandarískri árás. Strax og byltingarstjórnin í Managua boð- aði að hún myndi leita eftir umboði frá þjóð- inni í kosningum, lýsti Bandaríkjastjórn yfir að hún myndi ekkert mark á þeim taka. Með miklum eftirgangsmunum kom bandaríska leyniþjónustan því til leiðar, að þau samtök stjórnarandstæðinga í Nicaragua sem kunn- ust eru utan landsins, Lýðræðissamræmir, ákvað að hundsa kosningarnar. Foringi Lýð- ræðissamræmis, Arturo José Cruz, var áður sendiherra stjórnar Sandinista í Washing- ton, en sagði af sér 1981 og dvelur þar í borg. En fulltrúum stjórnmálaflokka frá Vestur- Evrópu, sem Sandinistar buðu til Nicaragua til að fylgjast með kosningunum, ber saman um að viðleitni CIA til að gera kosningarnar ómarktækar hafi ekki borið árangur. Marx- lenínsk flokksbrot, sem keppa við Sandinista frá vinstri, fengu að vísu harkalega útreið, en tveir hægri sinnaðir flokkar, íhaldsmenn og Frjálslyndir, skiptu með sér þriðjungi greiddraog gildra atkvæða. í einu sveitahér- aði, Contales, náðu þeir tveim efstu sætum en Sandinistar urðu að láta sér nægja hið þriðja. Mestu máli skipti þó, að kosninga- þátttaka var mikil, 82 af hundraði. Daniel Ortega hlaut því stuðning um það bil tvöfalt stærri hluta kosningabærra landa sinna en Það helst í hendur hjá Islendingum; uiljinn að berjast og vissan aö þurfa þess ekkil * Ja, þessir Islendingar. ingnum. Norðurlandaþjóðir lenda þar í hópi hinna ánægðari, en íslendingar meðal þeirra óánægðustu, og fylgja um það ítölum, Frökkum og Spánverjum. Þegar hugað er að fjölskyldulífi skera Is- lendingar sig enn greinilega úr um það, að þeim finnst langflestum í lagi að konur eign- ist börn, þó þær óski ekki eftir því að bindast karlmanni neinum varanlegum böndum, einsog segir í niðurstöðunum. Hér er átt við það að íslendingar eru hlynntir lausaleik. Þá er enn greinilegra að íslendingar telja kynlíf mikilvægara en hinar þjóðirnar tuttugu og sjö, en hvort það stafar af miklum kulda hér- lendis og þar af leiðandi meiri þörf fyrir nær- veru til að halda á sér hita en sunnar á hnett- inum, er ósagt látið, enda ekki um það spurt í könnuninni. Þrátt fyrir velvild sína í garð lausamennsku í barnatilbúningi, felja íslend- ingar síður en svo að hjónabandið sé úrelt stofnun; hvergi eru fleiri sem afneita þeirri staðhæfingu en hér á landi. Engin þjóðanna nefnir börn jafn oft sem hvata að farsælu hjónabandi, enda telja íslendingar barn- margar fjölskyldur æskilegar, miðað við aðrar þjóðir, og eru þrjú börn óskastærðin, þó svo vísitöluparið hafi ekki getað fram- kvæmt þessa hugsjón sína, en meðalbarna- fjöldi á Islandi á foreldra er nú rúm tvö börn. Kannski stafar þetta af því hvað land- inn er fúll út í kjörin sín og treystir sér því ekki til að leggja í óskastærðina, en ef hins- vegar er gætt að því hvað íslendingar ætla sér að vera happý eftir fimm ár, en þá ætla þeir sér að vera ánægðastir allra, má búast við að barnsfæðingum fari ört fjölgandi hér- lendis. Því meiri sæla, því fleiri börn, því far- sælla hjónaband! íslendingar segjast vera mjög trúhneigðir og svipar með það til kaþólskra þjóða Evr- ópu og Bandaríkjanna. Þeir segjast í ríkum mæli sækja huggun og styrk í trúna, en líkast til þá í heimahúsum, því samkvæmt könnun- inni er kirkjusókn okkar afburða slök. Þetta má vera klerkum umhugsunarefni og okkur hinum ástæða til að hugsa: Hversvegna æ fleiri og flottari kirkjur fyrst fólk afgreiðir sig með Guði í heimahúsum? Enn dýpra mega prestar sökkva í þanka sína þegar nánar er hugað að því í hverju hin mikla utankirkju- trúhneigð íslendinga felst, en þar kemur í ljós að trú þeirra er afar fjölbreytileg og um margt á skjön við trúfræði kirkjunnar. Menn virðast trúa með sínu nefi, enda sjálfsagt búnir að gleyma nákvæmlega hvernig á að fara að þessu, þar sem svo langur tími er síð- an þeir létu sjá sig við messugjörð í sókninni sinni. Engin þjóð er jafn trúlaus á persónu- legan Guð og íslendingar, þeir telja frekar einhvern alheimsanda eða lífskraft halda verndarhendi yfir sér. Gamli gráhærði mað- urinn í hásæti Himnaríkis er þannig ekki í náðinni sem slíkur, hinsvegar Himnaríkið sjálft, því íslendingar eru einna pottþéttastir allra þjóða um tilveru Himnaríkis. Hinsvegar afneita þeir spurningunni um hvort þeir fari frekar til Helvítis eða til Himnaríkis eftir hér- vistina einfaldlega með því að afneita tilveru Helvítis og Djöfulsins líka, og er þetta þar með engin spurning lengur. Það fara allir upp, reyndar í fullu fjöri, því íslendingar eru einna trúaðastir þjóða á líf eftir dauðann. Kannski er þarna komin skýringin á því hvað íslendingar skera sig úr um það hvað þeir ætla að vera hamingjusamir í komandi framtíð, einsog áður kom fram, því hvers- vegna ættu menn svosem að vera að vola hérna niðri ef þeirra bíður öruggt Himnaríki og alsæla hvort eð er þarna uppi? Fáar þjóðir segjast stoltari af þjóðerni sínu en íslendingar og kemur það meðal annars fram í varðveislu víkingahugsunarinnar, en viljinn til að berjast fyrir land sitt er mikill á íslandi. Við erum þar í fjórða sæti. Kannski er þetta bara grobb, því síðar kemur fram í könnuninni að íslendingar telja litlar líkur á því að á næstu árum komi til meiriháttar styrjaldar sem land okkar dragist í. Þar erum við líka í fjórða sæti, svo það helst nokkuð í hendur, viljinn að berjast og vissan að þurfa þess ekki. eftir Magnús Torfa Ólafsson Daniel Ortega, nýkjörinn forseti Nicaragua, fékk Shirley Temple Black fyrir fundarstjóra í San Francisco í haust. Taugastríð í Bandaríkjastjórn um stefnu gagnvart Nicaragua Ronald Reagan fékk til að koma á kjörstað í Bandaríkjunum og greiða sér atkvæði. Þingmönnum allra flokka á breska þing- inu, sem fóru til Nicaragua að fylgjast með kosningunum, David Ashby frá íhalds- flokknum, Stuart Holland frá Verkamanna- flokknum og lávörðunum, Chitnis og Kenn- et frá Bandalaginu, bar saman um það við heimkomuna, að kosningarnar hefðu verið leynilegar og frjálsar. Á kosningadaginn í Bandaríkjunum fékk David Martin, fréttamaður hjá sjónvarps- fréttastofunni CBS Evening News, þá vitn- eskju hjá embættismanni Bandaríkjastjórn- ar, sem hann neitar að nafngreina, að talið væri að sovéskt skip hlaðið orrustuflugvél- um af fullkomnustu gerð væri að nálgast höfn í Nicaragua. Næstu viku var þessi fregn, og yfirlýsingar sem af henni spunnust, efst á blaði í heimsfréttum. Með Caspar Weinberg- er landvarnaráðherra í broddi fylkingar, létu embættismenn í ráðuneyti hans og leyniþjónustunni frá sér fara aðvaranir um hver háski bandarískum hagsmunum gæti stafað af vígbúnaði Nicaragua og bollalegg- ingar um hugsanleg viðbrögð af Bandaríkj- anna hálfu. Rætt var um aðgerðir allt frá því að kalla bandaríska sendiherrann í Managua heim og upp í hafnbann bandaríska flotans á Nicaragua eða „skurðlækningaárásir" á herflugvelli Nicaraguamanna. Bæði í Moskvu og Managua var því vísað á bug, að nokkuð væri hæft í að MiG-21 orr- ustuflugvélar eða önnur langdræg vopn væru send frá Sovétríkjunum til Nicaragua. Og þegar sovéska skipið Bakuriani hafði los- að farm sinn í hafnarborginni Corinto, kom í ljós að það hafði flutt herþyrlur en ekki orr- ustuþotur. Bandarískir fréttamenn eru komnir að þeirri niðurstöðu, að uppsteyturinn út af skipsferð þessari frá Svartahafi til Kyrrahafs- strandar Nicaragua sé orrusta í stríði and- stæðra fylkinga í Bandaríkjastjórn um stefn- una gagnvart Nicaragua. Menn í landvarna- ráðuneytinu, leyniþjónustunni og skrifstofu Þjóðaröryggisráðsins, sem vilja að Banda- ríkin stefni markvisst að því að kollvarpa stjórn Sandinista með hverjum þeim ráðum sem til þarf, gripu frétt CBS fegins hendi og prjónuðu við hana eftir mætti til að hafa áhrif á almenningsálitið og vilja þingsins. Á síðasta ári tók þingið fram fyrir hendur stjórnarinnar, og bannaði að CIA héldi áfram að efla skæruliðasveitir með vopnum og fé til að herja á Nicaragua. Við það styrktist staða George Shultz utan- ríkisráðherra, sem í Bandaríkjastjórn er tals- maður pólitískrar og diplómatískrar lausnar á málum Mið-Ameríku. Eftir endurkjör Reagans getur forsetinn ekki öllu iengur skotið því á frest að velja milli þeirra and- stæðu sjónarmiða, sem uppi eru í stjórn hans. Weinberger og Casey, yfirmaður CIA, hugðust nota MiG-21 söguna til að sveigja hann á sitt band. En nú hefur Shultz hafið gagnsókn. Hann neitaði allri vitneskju um áform um hafn- bann eða aðrar hernaðaraðgerðir gegn Nicaragua. Þegar svo kom í ljós, að menn frá landvarnaráðuneytinu og CIA höfðu lekið til fréttamanna leyniþjónustugögnum, sem samkvæmt bandarískum lögum eru ríkis- leyndarmál og landráðaákæru getur varðað að gera uppská, tók Shultz stórt upp í sig og kvað það „yfirvegaða" skoðun sína að fram- inn hefði verið „glæpsamlegur verknaður". í hvassyrtum leiðara í síðustu viku tók New York Times áróðursmenn landvarna- ráðuneytisins og CIA til bæna. Washington Post hefur upplýst, að á fundi Þjóðaröryggis- ráðs Bandaríkjanna 30. október var lagt fram plagg, þar sem höfundar stæra sig af að tekist hafi að „útiloka í raun" að friðaráætl- un Contadoraríkjanna fjögurra, Mexíkó, Panama, Venesúela og Kólumbíu, um lausn mála í Mið-Ameríku, nái fram að ganga. Stjórn Nicaragua féllst á friðaráætlunina, en nú hafa nánustu bandamenn Bandaríkj- anna, Costa Rica, Hondúras og E1 Salvador, borið fram mótbárur og breytingartillögur, sem að dómi Contadoraríkja eru til þess sniðnar að hindra niðurstöðu af friðarum- leitunum um fyrirsjáanlega framtíð. Á fundi Sambands Ameríkuríkja í Brasilíu gengu ut- anríkisráðherrar Kolumbíu og Mexíkó á Shultz og kröfðu hann sagna, hvað fyrir Bandaríkjastjórn vekti í raun og veru. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.