Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 12
HP HELGARPÓSTURINN Rítstjóri: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaöamenn: Jóhanna Sveinsdóttir, Ómar Friðriks- son og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Steen Johansson Markaðsmál, sölustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson og Sigþór Hákonarson Innheimta: Garðar Jensson. Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir Lausasöluverð kr. 35 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Gengisfall og örvænting Að afloknum kjarasamning- um hafa ráðamenn og sérfræð- ingar í efnahagsmálum verið tregir til að meta hugsanleg verðbólguáhrif þeirra launa- hækkana sem náðust eftir erf- iða baráttu launafólks til að bæta kjör sín. Flestir töldu þó að afleiðingarnar hlytu að verða aukin verðbólga enda er það í samræmi við þær hug- myndir þessara manna, að or- saka verðbólgu sé að leita í kauphækkunum á launamark- aðnum. Það er þó ekki fyrr en í kjölfar gengisfellingarinnar sl. þriðjudag sem spádómar eru settir fram um vaxandi verð- bólgu í náinni framtíð. Það er því út frá ákvörðunum í gengis- málum sem reikningar eru gerðir um þróun verðlagsmála á næstunni, en ekki prósentu- hækkunum launa. Þetta segir þó nokkuð um raunverulegar orsakir og afleiðingar í efna- hagslífinu. Allir hafa viðurkennt að al- mennar launahækkanir hljóti að þýða aukinn rekstrarkostn- að fyrir fyrirtækin, þau verða jú að greiða umsamin laun, en það eru bara ekki uppi sömu skoðanir hjá mönnum um hvernig þeim vanda skyldi mætt. Það virtist enginn vilji vera hjá ráðamönnum þjóðar- innar að verja þann kaupmátt sem samið var um, enda viður- kenndi forsætisráðherra það í sjónvarpsviðtali nýlega að aldrei hefði staðið til að stjórnin gæfi slíkt loforð nema til handa hinum lægst launuðu. Þess í stað er nú gripið til stórfelldrar gengisfellingar til að bæta stöðu útflutningsatvinnuveg- anna vegna hækkunar launa. Á næstunni má svo búast við hækkunum á ýmsum vöruteg- undum. Verðbólgan geisar á ný. Helgarpósturinn hafði sam- band við nokkurn hóp launþega úr ýmsum starfsstéttum til að kanna hug þeirra og álit nú þegar stjórnvöld hafa gripið til þeirrar einu aðgerðar vegna kjarasamninganna, sem þeim hugkvæmist: Stórfelldrar gengislækkunar. Það er nær undantekningarlaust viðkvæði hjá fólki að það er felmtri sleg- ið. Eftir þær fórnir sem færðar voru hafa allir ávinningar verið þurrkaðir út. Gera stjórnvöld þessa lands sér það ekki Ijóst að á bak við kauphækkanirnar standa tugþúsundir launa- manna? í lýðræðislandi ber stjórnvöldum að fylgja vilja fólks. Megni þau það ekki, ber þeim að segja af sér. J. w stjóri" norðan heiða, gerði sér ferð til höfuðborgarinnar um daginn. Tilgangur fararinnar var sá að fá forstöðumenn Ríkisútvarpsins til að fallast á hugmyndir Jónasar um að RÚVAK hæfi staðbundnar út- varpssendingar, nú þegar nýja út- varpshúsið á Akureyri hefur verið tekið í notkun. Tillögur Jónasar munu hafa verið að RÚVAK fengi sérstakan sendi til að útvarpa staðbundið tvo klukku- tíma á dag, einn klukkutíma fyrir hádegi og einn tíma eftir hádegi; að RÚVAK yrði semsagt alvöru „lókal útvarpsstöð". Samkvæmt tillögum Jónasar, sem hann lagði reyndar fram fyrir ári, átti stöðin að útvarpa staðbundnum upplýsingum og frétt- um sem ekki snertu aðra en Norð- lendinga og gert var ráð fyrir að auglýsingar staeðu strauminn af kostnaðinum. Útsendingar áttu að hefjast 10. desember — rúmu ári eft- ir að Rás 2 tók til starfa. Hugmyndir Jonasar eru sagðar njóta töluverðs stuðnings innan útvarpsins; meðal annars mun Guðmundur Jóns- son, framkvæmdastjóri útvarps hafa lýst sig fylgjandi þeim. En Andrés Björnsson útvarps- stjóri sagði nei. Yfirvofandi breyt- ing á útvarpslögunum og óvissu- ástandið í kringum nýja útvarps- frumvarpið er talið hafa ráðið miklu um ákvörðun hins fráfarandi út- varpsstjóra, og eins hitt, að áhuga- fólk um útibú Ríkisútvarpsins í öðr- um landshlutum (á ísafirði, Egils- stöðum og Selfossi) hefur óbeint þrýst á um að RÚV hefjist handa hjá sér. Norðanmenn þurfa því enn um sinn að bíða eftir ekta heimastöð. . . E ■■■ nn er ekki buið að setja nýjan mann yfir Skipadeild Sambands- ins eftir að Alfreð Gíslason var hækkaður í tign hjá SÍS. Búist var við að gengið yrði endanlega frá málinu á stjórnarfundi Sambands- ins á dögunum en svo varð ekki, heldur var skipuð þriggja manna nefnd til að ráða nýjan mann. í nefndinni eru Erlendur Einars- son, Valur Arnþórsson og Axel sjálfur, þannig að þetta er ekki svo lítið mál. Yfirgnæfandi Iíkur eru nú taldar á því að það verði núverandi aðstoðarframkvæmdastjóri skipa- deildarinnar Ómar Jóhannsson, sem hreppi útnefningu þríeykis- ins. . . s ^^■koðanakönnun Gallup- stofnunarinnar og Hagvangs á lífs- skoðunum og gildismati Islendinga þykir einhver vandaðasta, ef ekki best gerða skoðanakönnun á ís- landi frá upphafi, og er rós í hnappa- gat Hagvangs. Greinilegt er að Hag- vangur hefur ekkert til sparað við gerð könnunarinnar, en jafn ljóst þykir að fyrirtækið hefur ekki kost- að hana upp á sitt eindæmi. Kjörin yfirstjórn könnunarinnar þykir gefa vísbendingar um það hvaða aðilar hafa hjálpað til við fjármögnun hennar. 1 yfirstjórninni eiga sæti Erlendur Einarsson, forstjóri SIS, Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, Jónas Haralz, bankastjóri Landsbankans, Víglundur Þor- steinsson, formaður FÍI, Ingi R. Helgason, forstjóri Brunabótafé- lagsins, Pétur Sigurgeirsson, biskup, og þau Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Ester Guðmundsdóttir, formaður Kven- réttindafélags íslands, Guðmundur Magnússon, háskólarektor og Haraldur Ólafsson, lektor. Sam- T,lur þú þiií hala allar þær upp- lýsingar sem þú þarft á að halda til að geta lifað og starfað sem sannur samvinnumaður7 Eða finnst þér stundum eins og verið sé að leyna þig einhverju? Kannaðu málið. Helgarpósturinn leggur hlustir við þvi sem talað er í hálfum hljóð- um. Hann les tíðindin og tiðarand- ann af vörum þjóðarinnar. Helgar- pósturinn vinnur með þér. . . H»__________________ HKLGARPÚSTURIMH ARMULA 36 SlMI • IS11 kvæmt heimildum Helgarpóstsins borgaði Háskóli Islands ekkert í könnuninni, en ætlunin mun samt vera sú, að Háskólinn fái niðurstöð- ur hennar í hendur sem gjöf frá Hagvangi til frekari úrvinnslu.. . M ■ V ■annaraðningamal sjon- varpsins hafa löngum þótt forvitni- leg og þá ekki síður uppsagnirnar þar, sem nú eru farnar að keyra um þverbak, eins og sjónvarpið skýrði sjálft frá í fréttatíma um daginn. Emil Björnsson, deildarstjóri frétta- og fræðsludeildar, tekur þriggja mánaða frí frá störfum inn- an skamms, og getgátur eru uppi um það að hann hyggist ekki snúa aftur úr fríinu. Þess vegna eru menn nú að velta fyrir sér hver taki við yf- irstjórn sjónvarpsfrétta. Nafn Ingva Hrafns Jónssonar, fyrrverandi fréttamanns en nú fjölmiðlaráðgjafa og PR-manns, heyrist nefnt og haft er fyrir satt að vissir aðilar hafi róið í honum að sækja um starfann, t.d. væntanlegur útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson. Þó Ingvi Hrafn hafi alveg jafn mikinn áhuga og hver annar á að sjæna til sjónvarpsfrétt- irnar og færa þær í nútímahorf, þá vefjast launamálin eðlilega fyrir honum; sömu launamál reyndar og fengið hafa annan sterkan kandidat um fréttastjórastöðuna, Guðjón Ein- arsson, til að hugsa sér til hreyfings frá sjónvarpinu. . . A ^^^■ð undanförnu hefur tals- vert borið á því að auglýst séu til sölu einbýlishús á byggingarstigi og telja fróðir menn, að þessar auglýs- ingar séu aðeins undanfari þess, sem koma skal. Ástæðan fyrir því að fólk vill selja hálfbyggð einbýl- ishús er einfaldlega sú að fólk er að kikna undan gífurlegri vaxtabyrði, sem leggst á það með æ meiri þunga. í Reykjavík og nágrenni eru hundruð einbýlishúsa í byggingu og ef spá fróðra manna rætist verður „útsala" á hálfköruðum húsum næsta ári... aðinn. Á síðasta ári hækkaði verð á at- vinnuhúsnæði í Reykjavík um 40-50%, en byggingarvísitalan um aðeins 13%. Þetta mun vera í fyrsta skipti í sex ár, sem atvinnuhúsnæði hvers konar hækkar meira en sem nemur hækkun byggingarvísitöl- unnar. Skýringin á þessu er talin benda ótvírætt til talsverðrar þenslu hjá einkafyrirtækjum og þá um leið til góðrar afkomu fyrirtækjanna. . . v ið höfum aður sagt lítillega frá fyrirhugaðri uppfærslu Páls Baldvins Baldvinssonar og Sig- urjóns Sighvatssonar á banda- ríska rokkleiknum „Little Shop of Horrors“. Leikhúsið sitt kalla þeir Hitt leikhúsið. Hér eru fleiri fróð- leiksmolar um sýninguna: Edda Heiðrún Backman, Leifur Hauks- son (lék í Hárinu 1970 og var í Þokkabót m.m.), Gísli Rúnar Jóns- son og Þórhallur (Laddi) Sigurðsson fara með helstu hlutverk. ísraels- maður leikur vaxandi plöntu í sýn- ingunni. Björgvin Halldórsson syng- ur með grískum kór skipuðum Ragnhildi Elfu Arnardóttur, Hörpu Helgadóttur og Sigríði Eyþórs. Björgvin Gíslason, Asgeir Óskars- son, Pétur Hjaltested og Haraldur Þorsteinsson eru í bandinu, sem er þessa dagana að fara í stúdíó með söngvurunum til að búa til plötu með músíkinni úr stykkinu. Og það er Megas sem þýðir söngtextana, Einar Kárason talið. „Little Shop of Horrors" verður frumsýnt í Gamla bíói í byrjun janúar.. . u ■ ■ rapalleg og óskiljanleg mis- tök virðast hafa átt sér stað í ný- byggingu Landsmiðjunnar við Súðarvog. Ekki einasta hefur grunn- ur byggingarinnar orðið fáránlega dýr, kostað tugum milljóna króna meira en áætlað var, heldur hefur líka komið í ljós, að grunnurinn passar engan veginn fyrir vélsmiðju þá sem fyrirtækið hyggst reisa. Eng- inn botnar upp né niður í mistökun- um og þessa dagana er verið að leita að sökudólgi. . . ■ ýr maður hefur verið sett- ur við hlið Sigurdar Skagfjörð Sigurðssonar framkvæmdastjóra Nútímans honum til (að)halds og trausts. Þetta er Jónas Guðmunds- son, hagfræðingur og fyrrum blaðamaður á Tímanum. Hann kemur inn sem „starfsmaður stjórn- ar“. Ekki mun veita af markvissri stjórn hjá NT, eftir útreiðina sem blaðið fékk í verkfalli bókagerðar- manna í haust. Blaðamönnum við NT hefur farið fækkandi því ekki mun hafa verið ráðið fólk í stað Gunnars E. Kvaran og Skafta Jóns- sonar sem hurfu af blaðinu í haust. . . A næstunni verður tekin ákvörðun um hver hreppir nýtt pró- fessorsembætti við Háskóla Islands. Embættið verður að líkindum kennt við nútímaíslensku, en helsta verkefni nýja prófessorsins verður að veita svokallaðri Málstöð for- stöðu, en málstöð þessi verður rek- in á vegum íslenskrar málnefndar, sem getið hefur sér gott orð í mál- farslegum efnum upp á síðkastið. Það er Baldur Jónsson, sem stjórnað hefur málnefndinni af miklum dug og einsog búist var við sótti hann um forstöðumanns/pró- fessorsstarf Málstöðvarinnar nýju. Þá sækir einnig um starfann Eiríkur Rögnvaldsson, sem er stundakennari við Háskóla Islands. Lítill vafi er talinn leika á öðru en því, að Baldur Jónsson fái prófess- orsembættið. Við það losnar embætti Baldurs og líklegur kandídat í það er Krist- ján Árnason, settur prófessor í ís- lensku... LAUSNÁ SPILAÞRAUT A. Mortimer. Svarti kóngurinn er svo aðþrengdur að mikil hætta er á patti, t.a.m. 1. g8D og svartur er patt. 1. Hh8! Kf6 2. g8R mát. Einfalt en eftirminnilegt. Úr tefldu tafli. 1. — Bxc3! 2. Dxc3 Hxb4 og vinnur. 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.