Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 20
MIKLU FORNAÐ FYRIR EKKERT? HP KANNAR LÍÐAN FÓLKS OG VIÐBRÖGÐ VIÐ GENGISFELLINGUNNI Á haustmánuðum var þjóðlífið nánast lamað vegna verkfalla og kjaraátaka. Tugþúsundir launamanna fórnuðu ómældum skerfi í von um launabætur í kjarasamningunum. Það var miklu til kostað, en áttu menn von á að umsaminn kaupmáttur yrði varinn af stjórnvöldum? Forsætisráðherra birtist þjóðinni í sjónvarpi og segir blákalt að enginn hafi mátt búast við því að launin yrðu varin, og nú er skollin yfir stórfelld gengisfelling „til að tryggja rekstrarstöðu atvinnuveganna". Búist er við vöruverðshækk- unum um næstu mánaðamót. Hraði verðbólgu- hjólsins er að aukast og fólk fórnar höndum í örvinglun. Var baráttan til einskis háð? Hvernig er launafólki innanbrjósts við þessar aðstæður? HP gerði skyndikönnun á líðaninni. eftir Ómar Friðriksson myndir Jim Smart MARGRÉT ÞÓRÐAR- DÓTTIR, HJÚKRUNARFRÆÐINGUR, LANDSPÍTALANUM ,,Mér líður auðvitað hræðilega illa og finnst þetta raunar allt unnið fyrir gýg. Ég átti allt eins von á þessu. Ástandið er dökkt og ætli verði nokkrar jólagjafir í ár hjá fólki." ÓLAFUR ÞÓRÐARSON, STARFSMAÐUR Á TÓNLISTARDEILD ÚTVARPS ,,Manni líður eins og þeim sem enga seðla á. Maður er reiður, en þetta kom í sjálfu sér ekkert á óvart þegar við völd situr stjórn sem kann engin úrræði önnur en taka allar launahækkanirnar af manni aftur, jafnvel áður en búið er að borga nokkuð út af þeim. Ég var ekki póli- tískur áður en það er búið að gera mig það með þessu. Það á að setja þessa ráðamenn af.“ SÓLEY BRYNJÓLFSDÓTTIR, VARÐSTJÓRI Á SKIPTIBORÐI STJÓRNARRÁÐSSÍMANS „Það er varla hægt að kalla það samninga þegar búið er að taka launahækkanirnar aftur áður en fyrstu laun hafa verið greidd út. Það er einhver brotalöm í þessu kerfi, en mig grunaði strax að svona færi þegar Ijóst varð að ekki fengist verðtrygging.“ SIGRÍÐUR INDRIÐADÓTTIR, KENNARI, KÁRSNESSKÖLA ,,Ég held að almennt vonleysi og svartsýni ríki meðal fólks. Ég er mjög sár og finnst ég hafa verið svikin. Við erum þó engin börn og máttum allt eins búast við þessu en hristum nú bara höfuðið og and- vörpum. Það var ekki einu sinni bú- ið að greiða út þessar launahækk- anir áður en allt var tekið aftur. Það var þó ekki allt unnið fyrir gýg, því samstaðan var slík í baráttunni." ÓLAFUR SIGURÐSSON, FRÉTTAMAÐUR SJÓNVARPS „Þetta breytir engu um mína líð- an, því launin voru ekki það mikil fyrir og svo var þetta nokkuð sem maður bjóst við. Þó kannski heldur hærri gengisfelling en ég vænti." JÖN KRISTJÁNSSON, HÚSVÖRÐUR, Hí „Þetta er fjandi slæmt og mér finnst allt komið í óefni aftur vegna þess að ríkisstjórnin tekur ekki nógu hart á vissum öflum í samfé- laginu." ÓSK JÓNSDÓTTIR, LAGERSTARFSMAÐUR HJÁ NÓA-SÍRÍUS „Lítið var það en minna verður það. Ég get ekki hælt ríkisstjórn- inni.“ HELGI GUNNARSSON, LÖGREGLUÞJÓNN „Þetta er allt komið i sama fai ið aftur, enda fannst mér farið vitlaust að í kjarasamningunum. Ég hefði heldur viljað skattalækkunarleið- ina. Ég bjóst alltaf við gengisfellingu fyrir áramót enda hlaut svo að fara fyrst þessi leið var farin.“ JÓN JÖNSSON, VERKAMAÐUR HJÁ EIMSKIPAFÉLAGI ÍSLANDS „Viðbrögð manna geta ekki orðið nema á einn veg þegar það er búið að taka fyrirfram af manni kaup- hækkunina. Ég get ekki sagt að ég hafi beinlínis átt von á þessu, því manni er aldrei sagt eins og er. Nú horfir heldur verr við en áður og því var verr af stað farið en heima setið. Kjarabaráttan var háð til einskis." SVALA INGVARSDÓTTIR, FÓSTRA, DAGHEIMILINU SUNNUBORG „Ætli fyrstu viðbrögðin við geng- isfellingunni hafi ekki verið þau að það koni í mann baráttuvilji aftur. Ég bjóst allt eins við gengisfellingu en vildi þó ekki trúa því. Kaup- hækkunin var ekki nógu mikil og nú er búið að taka hana alla aftur. 10% kauphækkun á móti 12% gengisfellingu — þetta hlýtur að koma sér mjög illa fyrir marga.“ n Maður er reiður“ „Vonleysi og svartsýni“ „Lítið var það en minna verður það“ Gengisskráning Daggengi -*USA England l*« Kanada ■i MNi Danmörk | Noregur am Sviþjód Finnland | Frakkland H Belgia | Sviss TTOTt Hoiland Þýskaland | Blialia Austurrikí 121 Portúga! ■WMMSpánn # Japan 8 || kland SDR I 8 Belgía i c,bp 1CAD i OKK 1 NOK 1 SfK 1 FIM 1 FRF 1 BEC 1 CHF Kaup miu iKMIKMl qppagaa ixrxaM'i txx'txxa agig'ggaa m,T!tin ttgaE.SE'idt:tirB i EZ3CŒS3 fWFWIB'gs N3DDŒ1 nEppgg iwppng IMUOUÐ pappEB ■:|WH QDEXI3D 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.