Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 24
Þ orsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins bankar og. bankar upp á, en er ekki hleypt inn í ríkisstjórnina. Það versta fyrir Þorstein er að það eru ráðherrar flokksins sem hann er þó formaður fyrir sem neita að víkja fyrir hon- um. Þeir hlusta ekki á hann. Þetta hefur alvarlega veikt stöðu Þor- steins í flokknum og hann hefur aldrei staðið þar jafn höllum fæti, síðan hann tók við formennskunni fyrir rúmu ári. Öll umræðan um hugsanlega þátttöku Þorsteins í stjórninni hefur komið honum í sjálfheldu sem ekki eru horfur á að hann komist úr í bráð. Þingmenn telja nú margir hverjir að sterkasti leikur hans nú væri að krefjast á ný leynilegrar atkvæðagreiðslu í þing- flokknum um ráðherralista flokks- ins. . . orðin enn annarlegri síðustu dag- ana fyrir það að formaðurinn sem hann leysti af, Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra, hefur á afger- andi hátt tekið við því hlutverki sem Þorsteinn gegndi í samskiptum stjórnarflokkanna um stærri mál, sbr. þær efnahagsráðstafanir sem Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra boðar í stefnuræðu sinni í kvöld og menn hafa beðið með óþreyju. Þannig er Geir í raun kominn í „formannslíki" og leikur nú gamla hlutverkið sitt: Að sætta hin ýmsu öfl í flokknum og hylja misbrestina sem enn Iiggja þvers og kruss um flókkinn. Á meðan ér> Þorsteinn sagður að- sópslítill í þinginu, ræður hans kraft- 24 HELGARPÓSTURINN litlar og ekki að sjá að þar fari for- maður stærsta stjórnmálaflokks landsins. Svo langt er þessi þróun gengin, að sjálfstæðismenn telja nær fullvíst að Geir Hallgrímsson sé alls ekki á leið út úr pólitík á næst- unni en stefni þess í stað markvisst að því að endurheimta glatað þing- sæti sitt... B röltið 1 Sjálfstæðisflokknum hefur valdið framsóknarmönnum ómældu hugarangri. Þær raddir magnast dag frá degi í flokknum sem vilja hætta stjórnarsamstarf- inu, fyrst ekki hefur tekist að fá Þor- stein inn og mynda þá „sterku vinnustjórn" sem upphaflega var stefnt að. Þolinmæði gagnvart Al- bert Guömundssyni, fjármálaráð- herra er svotil brostin meðal fram- sóknarmanna, og þó Steingrímur Hermannsson passi sig á því að setja ofan í við þennan samráðherra sinn opinberlega — kalli hann bara „visst problem" — þá vandar hann honum ekki kveðjurnar í einkasam- tölum. Fjárlagavinnan hefur gengið hægt og illa undir stjórn Alberts og embættismenn hafa verið að því komnir að missa þolinmæðina líka. Síðasta sóló Alberts er sagt felast í því að láta reikna út skattalækkun upp á einn milljarð til viðbótar fyrir stórfyrirtæki og vini í verslunar- stétt. . . Bakaríið KRINGLAN Starmýri 2 Opnunartími: 8-6 virka daga kl. 8-4 laugardaga kl 9 - 4 sunnudaga Skólavörðustíg 2 kl. 8 - 6 virka daga kl. 9-4 um helgar Aldrei meira úrval af brauði — 15 nýjar tegundir 30% ódýrari en annarsstaðar

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.