Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 5
Sex sovéskar í Regnboganum Sovéska sendiráðið í Reykjavík er ólatt við að sýna okkur kvikmyndir sínar að austan. Sovésk kvikmynda- vika í borginni hefur verið árlegur viðburður í rúman áratug og næst- komandi laugardag verður ellefta festivalið sett í Regnboganum við Hverfisgötu. Á hátíðinni verða sýndar sex um margt ólíkar myndir, nema að því leyti að allar eru þær nýjar og hafa hlotið almennt lof gagnrýnenda. Fyrst er til að taka kvikmyndina ,,Anna Pavlova" sem fjallar um þessa heimsfrægu rússnesku baller- ínu sem lést 1931, aðeins fimmtug að aldri. Þetta verk leikstjórans Emil Lotianu mun vera miklu víð- tækara en rammi hefðbundinnar ævisögu. Sjálfur segir leikstjórinn: „Anna Pavlova er hetja. Örlög hennar eru lík sögu um mannlegt hugrekki. Hetjulund í listinni er mér að skapi.“ Síðastliðið haust fékk þessi kvikmynd ein af aðalverð- laununum á kvikmyndahátíðinni í Oxford. Kvikmyndin ,,Vassa“ er gerð eftir sígildu leikriti Gorkís, „Vassa Zheleznova". Leikstjóri myndar- innar, Gleb Panfilov, á að baki margt ágætra og sumt frábærra Úr „Stríðssögu". verka þar sem hann brýtur kven- ímyndina til mergjar, og er myndin „Vassa“ þar engin undantekning. ,,Vassa“ er kvikmynd tekin með glæsibrag, sígild og þaulhugsuð samsetning," segir gagnrýnandi franska blaðsins „Coutien de Paris". Eldar Rjazanov gerir kvikmynd upp úr öðru sígildu rússnesku bók- menntaverki, „Án heimanmundar" eftir Alexej Ostrovskí, einn mesta leikritahöfund Rússa á nítjándu öld. Rjazanov nefnir þessa mynd sína „Grimmilegur mansöngur" og ef tekið er mið af þema verksins, sam- spili góðs og ills, ástar og kulda, ómældrar gleði og hörmulegra ör- laga, þá er það heiti réttnefni. Kvikmyndin „Óskastundin", sem er eftir einn elsta leikstjóra Sovét- ríkjanna, Júlí Raizman, gerist á okk- ar dögum. Þar eru á ferðinni vanda- Atriði úr „Óskastundin". mál sem persónur samtímans takast á við. Konuna í aðalhlutverki mynd- arinnar ættu íslendingar að þekkja úr titilhlutverki myndarinnar „Moskva trúir ekki tárum“, en aðal- karlhlutverkið er i höndum Anatólí Papanov, sem með réttu má segja að sé meða! eftirlætisleikara sov- éskra áhorfenda um þessar mundir. „Stríðssaga" er saga úr síðari heimsstyrjöldinni, gerð af Pjotr Todorovskí, en þráður frásagnar- innar nær fram á sjötta áratuginn. Nafn kvikmyndarinnar „Snúið „Grimmilegur mansöngur". heim úr geimnum" segir allt um efni þeirrar myndar. Hún fjallar um geiminn, þó ekki um neitt stjörnu- stríð eða verur utan úr geimnum eins og Vesturlandabúa væri von og vísa, heldur eru söguhetjurnar venjulegir geimfarar sem vinna mánuðum saman fyrir ofan jarðar- tetrið, svo sem við fáum að heyra í fréttum annarslagið. Þetta eru þær sex kvikmyndir sem eru á hátíðinni að þessu sinni. Hún byrjar sem fyrr segir á laugar- dag, og lýkur annan föstudag. r§:BlJNAÐARBÁNKl Vfy ÍSLANDS Heiðraði viðskiptavinur. Nýja bókin okkar heitir á einföldu íslenzku máli SPARIBÓK með séwöxhm Hún á að fullnægja þörfum þeirra, sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Þetta er bók sem hentar þeim, sem ætla að spara til langs tíma, en vilja þó hafa aðgang að fé sínu fyrirvaralaust. Þessi bók gefur hærri ávöxtun því lengur sem innstæðan er óhreyfð eða allt að 28?ó á ári. í bókina er skráð innstæða og vextir, hér þarf ekki stofnskírteini eða vfirlit. Hún kemur samt ekki í stað gömlu góðu almennu sparisjóðs- bókarinnar, en sameinar ýmsa kosti hennar annars vegar og bundinna reikninga hins vegar. Þetta er einfalt kerfi og vel skiljanlegt og þarfnast ekki upphrópana. Verið velkomin í afgreiðslustaði bankans til að kynna ykkur þessa nýju sparibók og aðrar sparnaðarleiðir Búnaðarbankans. Við teljum, að bankinn geti nú sinnt hinum margvíslegu þörfum viðskiptamanna með beztu ávöxtun sparifjár. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS < 2 Nýr þáttur hvern fimmtudag HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.