Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 8
sig sjálft niður," sagði Árni í blaða- grein fyrir skömmu. Slík umskipti eru þó ekki fyrirsjáanleg í svo afger- andi mynd, en samstaðan birtist þó með ýmsum hætti um einstök mál og vegna sameiginlegrar andstöðu flestra sem hlut eiga að máli við stefnu ríkisstjórnarinnar. Sighvatur Björgvinsson, flokksbróðir Árna, hefur haldið uppi eitilharðri gagn- rýni á launastefnu stjórnarinnar. Menn minnast og gjarna á það sem dæmi um vænlegt stjórnarand- stöðusamstarf er þeir Sighvatur og Ólafur Ragnar komu samtímis inn á þing í fyrra sem varaþingmenn og lögðu fram róttækt frumvarp um breytingu á lausaskuldum launa- fólks í löng lán, sem réttlættist af þeirri aðgerð stjórnarinnar að breyta lausaskuldum bænda í föst lán. Ólafur Ragnar hefur stundum verið talinn einn helsti áhrifamaður þess að Alþýðubandalagið færði sig nær miðju stjórnmálanna án þess þó að missa sjónar á sósíalískum stefnumiðum sínum. Hann hefur þó verið lítt áberandi upp á síðkastið en hefur þó haft ríkuleg áhrif á þróunina síðustu ár, m.a. átt stóran hlut í þeirri skipulagsbreytingu sem gerð var á flokknum á landsfund- inum fyrir réttu ári. Þá voru gerðar ýmsar veigamiklar breytingar á innviðum flokksins, s.s. þannig að skapaður var vettvangur fyrir fólk sem vill einbeita sér að einstökum málum sem því eru hugleikin. Gefst mönnum jafnvel kostur á að starfa þar án þess að ganga formlega til liðs við flokkinn. Þó svo flokkurinn sé stærstur stjórnarandstöðuflokkanna hefur vegur hans ekki aukist á síðari árum og kvennaframboðin komið hvað harðast niður á honum. Til að auka veg kvenna hefur verið stofnuð kvennafylking í flokknum og er að hefja störf og skipuleggja sig. Hefur HP það eftir áreiðanlegum heimild- um að þær séu mjög óánægðar með hve hlutur kvenna sé fyrir borð bor- inn í flokknum. Þær fáu konur sem eru í forystustöðum falli í skugga karlaveldisins og sé sjaldan hleypt fram sem talsmönnum flokksins. Eins hafi kvennalistakonur og kvennaframboðs brugðist mun fyrr við ýmsum stjórnvaldsaðgerðum sem komi hart niður á konum. Munu þær hafa haldið uppi harðri gagnrýni undanfarið og krafist þess að eina kvenþingmanninum yrði hleypt oftar að sem málsvara flokksins, og að önnur áhrif kvenna yrðu aukin. Formaðurinn er sagður gera sitt besta til að gera öllum til hæfis en á þó nóg með verkalýðs- arminn og með að halda við tengsl- unum við verkalýðshreyfinguna. Miðstjórnarkjör á flokksráðsþing- inu um daginn ásamt því að Guðrúnu Helgadóttur er nú oftar hampað á þingi, s.s. við vantraustsumræðuna, er talið sýna aukinn kraft kvenna- fylkingarinnar. Að sögn framkvæmdastjóra flokksins, Einars Karls Haralds- sonar, hafa skipulagsbreytingarnar fyrir ári leyst ýmsan innanflokks- vanda og þó svo að engin samtök utan flokksins hafi komið til sam- starfs sé reynslan af þessu „opna kerfi" nokkuð góð þó stutt sé liðið frá breytingunum. Einar Karl segist vera orðinn svo- lítið leiður á að heyra það stöðugt að Alþýðubandalagið sé að reyna að gleypa þær hreyfingar sem ná- lægt því standa. Það sýni óþarfa minnimáttarkomplex, og er ljóst að hann hefur fyrst og fremst kvenna- framboðin í huga. Hann segir að flokksmenn leggi áherslu á að um margar leiðir sé að velja við að byggja upp samstætt afl félags- hyggjufólks. Hann bendir líka á það, að þó svo Fylkingin hafi ákveð- ið að ganga að hluta til í Alþýðu- bandalagið þá sé það ekki á grund- velli skipulagsbreytinganna. Hann segir alþýðubandalagsfólk gjarna vilja fá fleiri inn í flokkinn en hitt sé mikilvægara að margar leiðir standi til boða og menn þurfi að sameinast um það. Fámennt var á fundi félagshyggjufólks á Hótel Borg en þar mátti þó sjá fólk úr öllum flokkum, nema stjórnarflokkunum, ásamt „flokksleysingjum" og „flokkaflækingum". í hliðarsal á Hótel Borg sátu þessir kunnu menn af hægri vængnum meðan félagshyggjufólkið ræddi sln mál. Þeir „komust ekki hjá því" að heyra málflutninginn, en brostu dauflega þegar spurt var hvort þeir ætluðu ekki að kíkja inn og taka þátt í fundinum. Einar Karl er einn þeirra sem stóðu að fundinum á Hótel Borg. Hann kvaðst vera þarna sem ein- staklingur og hið sama mætti segja um aðra. Engin skipulögð samtök flokka komi þarna nálægt. Herinn ekki úrslita- atriði Upphafið að þessum umræðum félagshyggjufólks má rekja til haustsins ’83. Þá fór fólk úr ýmsum stjórnarandstöðuflokkum að koma saman óformlega til skrafs og ráða- gerða. Smám saman stækkaði hóp- urinn og eru taldar þarna helstu sprautur Svanur Kristjánsson pró- fessor og Margrét Björnsdóttir, bæði alþýðubandalagsmenn sem ekki hafa verið mjög áberandi í helstu áhrifastöðum flokksins, Stefán Ólafsson frá Bandalagi jafn- aðarmanna, Árni Gunnarsson frá Alþýðuflokki og raunar fleiri krat- ar, s.s. Guðríður Þorsteinsdóttir og Bjarni P. Magnússon, og Guðrún Jónsdóttir frá Kvennaframboðinu, svo nokkrir séu nefndir. Þau leggja áherslu á að þau komi ekki saman sem fulltrúar flokka og þeirra fyrsta verk var að halda ráðstefnu í Gerðubergi sl. vor. Þar var rætt um þær ógnir sem steðjuðu að velferð- arríkinu af hendi Sjálfstæðisflokks- ins og að því er þau töldu vera „yfir- þyrmandi valdi fyrirtækjanna í landinu". Þau lýstu því yfir að þarna væri enginn samruni milli flokka á ferðinni heldur kæmi fólk saman til að ræða málefni og „læra hvert af öðru. Kynnast og ýta úr vegi for- dómum fortíðarinnar. Ráðstefnan á Hótel Borg var beint framhald þessa. Svanur Kristjáns- son segir HP að hann hafi fundið nú að þeir sem þarna komu saman væru miklu ákveðnari í þessu en áður. Enn ítrekuðu menn að hér væri ekki um upphaf að samruna þessara afla að ræða en þó var áberandi að sú hugsun var mörgum mælandanum ekki fjarri. Margrét Björnsdóttir taldi að afstaða í utanríkismálum þyrfti ekki að vera sá þröskuldur sem áður var. Þau sem að þessu stæðu væru sammála um fleira en sundraði þeim. Ekki væri lengur ágreiningur um afstöðuna til Sov- étríkjanna þó gera þyrfti upp þau mál er vörðuðu ágreining um mögulega hættu á árás að austan. Af Alþýðubandalagsins hálfu væri það nú aðeins lítill minnihluti sem vildi gera ágreining um NATO og her að úrslitaatriði í pólitísku sam- starfi. „Fólk hefur sett þessi mál í nýtt og víðara samhengi," sagði Margrét og taldi sig hafa fundið það af samstarfi við fólk úr öðrum flokk- um í friðarhreyfingunni. Ergo: Þessi mál ættu ekki að þurfa að koma í veg fyrir samstöðu eða sameiningu. Fyrir vináttu sakir Þó ekki sé fjölmenni á bak við þá hreyfingu sem þarna virðist vera að skapast er sýnilegt að hópurinn er taktískt mjög vel skipaður. Fáir toppmenn flokkanna eru sjáanlegir en áhrifamenn úr þeim öllum. Tals- mennirnir bera það algerlega af sér að nokkrum hafi verið boðið. Hóp- urinn hafi vafið utan á sig fyrir vin- áttu sakir; maður þekki mann o.s.frv. Það var þó engan framsóknar- mann að sjá meðal fundarmanna. NT brást harðlega við þessari ráð- stefnu í leiðara eftir helgina og sagði hana einfaldlega hafa snúist upp í stjórnarandstöðuáróður. Mistökin fælust í því að hafa ekki reynt að fá eitt elsta og öflugasta afl íslenskra félagshyggjumanna, Framsóknar- flokkinn, til liðs við sig. í samtali við HP segir Haukur Ingibergsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, að þeim hafi ekki verið boðið þó svo að flokkur- inn hafi ætíð verið í forystu félags- hyggjuafla í þjóðlífinu. Þarna hafi greinilega verið á ferð sjálfskipaður hópur andstæðinga ríkisstjórnar- innar sem noti félagshyggjuna sem yfirvarp. Framsóknarflokkurinn vildi taka þátt í svona umræðum ef þær væru stundaðar í alvöru en þetta hafi þó ekki komið honum neitt á óvart. „Við erum öllu vön í áróðursstríði Alþýðubandalagsins," sagði hann. Svanur Kristjánsson svarar því til, að enginn hafi ætlað að útiloka ann- an. Engum hafi sérstaklega verið boðið á ráðstefnuna og svo hafi framsóknarmaður starfað með þessum hópi. Það sé Bolli Héðins- son hagfræðingur, og þó hann hafi ekki komið á þennan fund þá segð- ist hann ætla að starfa með hópnum af krafti áfram og verður m.a. óformlega þátttakandi í störfum þeirrar samráðsnefndar sem skipuð var á fundinum. Sú nefnd, sem skipuð var með lófataki eftir tillögu Svans á fund- inum, inniheldur: Svan og Margréti Björnsdóttur, Guðmund Árna Stef- ánsson ritstjóra Alþýðublaðsins, Jón Sæmund Sigurjónsson alþýðu- flokksmann, Snjólaugu Stefánsdótt- ur frá Kvennaframboðinu og Krist- ínu Ástgeirsdóttur kvennalista- konu. Einnig er Stefán Ólafsson í nefndinni, en hann er í Bandalagi jafnaðarmanna. Hvað tekur svo við? Er að skapast mikilvægt pólitískt afl? Guðmundur Árni var mjög opinskár í umræð- unum. Hann sagði tíma vera kom- inn til að slíðra sverðin í slag félags- hyggjuflokkanna. Sameina yrði kraftinn, en hvað verður um for- ingjana? spurði hann. Samkomulag foringja væri ekki alltaf til góðs og hann lagði áherslu á það eins og fleiri að skapa yrði trausta og fölskvalausa samvipnu á grunn- inum. — Þau forðast að nefna sam- runa beint. Þetta sé samráð grasrót- arinnar. í samtali við HP segir Guðmundur Árni að á næstunni verði stofnað málfundafélag og næsta skref sé að koma útvarpsmálinu af stað. Það var einkennandi í umræðum manna að bæta yrði áróðursstöðu félagshyggjufólks og kæmi rekstur útvarps þar helst til greina þegar losað verður um hömlur varðandi slíkt á þingi. Tortryggni Svanur segir meginverkefnin á næstunni snúast um útvarpsmál, sveitarstjórnamál og efnahagsmál þar sem menn reyndu að útfæra nánar hvað átt væri við með „kerfisbreytingu". Einnig væri að þróast valkostur í utanríkismálum sem myndi einangra Sjálfstæðis- flokkinn. Þetta félagshyggjufólk kemur flest úr flokkunum en segist þó ætla að ná til óflokksbundinna. HP hefur einnig haft það upp úr nokkrum þeirra að sveitarstjórnakosningar eftir eitt og hálft ár væru þegar nokkuð ræddar þó ekkert haldfast væri þar að finna ennþá. • Framsóknarmenn eru meó stjórnarand- stæóingum í málfundafélagi samvinnu- manna. • „Allir reyna aó láta sem vió séum ekki til,“ segja Samhygóarmeólimir. • Útvarpsrekstur á döfinni. ,,Gæti oróið fyrr en síóar“. 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.