Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 10
SEGIST STUNDUM VERA * HALLA LINKERIHELGARPÖSTSVIÐTALI Hún talar íslensku einsog hún var töluð um 1950, gamaldags hvers- dagsmál laust við slettur undanfarinna þrjátíu ára. Lagleg Tjóshærð kona klædd á ameríska vísu. Tvítuq kynntist hún amerískum kvik- myndagerðarmanni sem hér var staddur að gera mynd um land og þjóð, Hal Linker, sem hafði þá ævintýralegu atvinnu að ferðast um neiminn og búa til heimildarmyndir. Hann nam á brott með sér stúlkuna Höllu sem aldrei hafði komið út fyrir landsteinana oa þau settust að í sólinni í Kaliforníu. Nú eru þau varla teljandi á annarri hendi löndin sem Halla Linker hefur ekki dvalið í. Hún segist hafa verið svo mikið barn þegar hún giftist að hún hélt að það væri húsmóðurskylda að ferðast með barn á handleggnum hvert sem var á hnettinum. Þau Halla og Hal urðu fyrirtæki áður en varði, ferðuðust öll sumur og gerðu kvikmyndir saman, ásamt því að stiórna vinsælum sjónvarpsþáttum í 1 8 ár. Halla varð frægt analit í Bandaríkjunum og henni opnuðust allar eftirsóttustu leiðir ungrar stúlku, en Hal vildi hafa sína fyrir sig. Enda ekkert skrýtið, hún var dugnaðarforkur. Þegar eyðimerkurferðirnar urðu langdregn- ar söng hún Guttavísur fyrir drenginn og sagði honum að þegar þau væru búin að gera mynd í skrýtnu landi fengju þau að koma neim, til Islands. Ég er fædd á Klapparstíg í Reykjavík en átti ef)ir Si fði Ha|idórsdóttur mynd Jim Smart heima tnnt Laugarnesi. Pabbi minn var stýri- maður á Kveldúlfi, svo fór hann á togara í Hafn- arfirði og við fluttumst þangað, en mér finnst ég ekki vera Hafnfirðingur raunverulega, einsog mér finnst ég ekki vera Ameríkani. Ég var alltaf mest fyrir Reykjavík, útskrifaðist frá Menntaskólanum 1950. Ég ætlaði í Háskólann um haustið. En um sumarið hitti ég manninn minn, hann var hér að gera heimildarmynd um Island, ég held það sé fyrsta íslandsmyndin sem gerð var í lit. Hann sótti sitt mál fast, tók ekki annað í mál en ég kæmi með honum til Ameríku og þar giftum við okkur í október. Það er svo einkennilegt — stundum hittir maður fólk og það er einsog maður hafi hitt það áður, það er einsog eitthvað eigi að vera svona eða svona. Foreldrum mínum leist vel á mann- inn; mér þótti sjálfsagt að fara út með honum. Hann bjó í Kaliforníu, ég hafði aldrei komið til útianda áður og ég man hvað ég var skúffuð yfir Hollywood, mér fannst það svo grár og rytju- legur bær. Nú, ég varð strax ólétt, sonur minn fæddist 10 '/2 mánuði eftir að ég gifti mig. Ég var svo ung og fannst sjálfsagt að verða eiginkona og móðir og ég fór strax að ferðast með Hal, lærði að taka myndir og alltaf tókum við strákinn með okkur. Ég fór með hann kringum hnöttinn áður en hann varð eins árs. Til allra Austurlanda, ind- lands og Pakistan, — ég var svo mikill græningi þegar ég hugsa um það núna. Þá voru engar kól- erusprautur eða neitt þessháttar, — ég þurfti alltaf að vera með hann í fanginu, gat aldrei sett hann niður í öllum þessum óþrifum; varð að passa að hann setti ekki uppí sig fingurna einsog lítil börn gera.“ EF ÞÚ FERÐ ÞETTA ALLT... „Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér einsog ég hafi verið fyrsti hippinn. Hal var mánuðum saman að gera þessa mynd um Pakistan. Loks- ins enduðum við hér heima með David litla, þá var hann 9 mánaða. En allan þennan tíma var einsog veifað fyrir framan mig gulrót: ,,Ef þú ferð þetta allt, þá kemstu til íslands." Alltaf eftir það stoppuðum við hérna ef við áttum leið um Evrópu. Hal var ógurlega duglegur að kynna sig og vera í sviðsljósinu. Strax eftir að ég flutti til Ameriku, fór ég að koma fram með honum í sjónvarpinu, í spjallþáttum þar sem fólk gat val- ið sér efni að tala um og svara úr, svo fékk það peninga fyrir hvert rétt svar. I fyrsta skipti sem ég kom fram, var Groucho Marx í þættinum. Heimildarmyndirnar sem við gerðum víðsveg- ar um heiminn voru ekki sjónvarpsefni; þær voru gerðar fyrir National Geography og fleira í þeim dúr; 2 V2 tíma myndir sem voru sýndar í stórum sölum og fluttir með þeim hefðbundnir fyrirlestrar. Maðurinn minn talaði meðan á sýn- ingu stóð, — þetta varð að vera lifandi upp- færsla einsog í leikhúsi. Þarna fór ég líka að koma fram með honum í íslenskum búningi. Svo fengum við tækifæri til þess að koma fram með eigin þátt í sjónvarpi, fyrst var þetta 13 vikna samningur sem lengdist og endaði eftir 18 ár! í þrettán ár hét þessi þáttur okkar „Undur veraldar" en svo breyttum við fyrirkomulagi hans aöeins og kölluðum hann „Þrjú vegabréf". I þessum þáttum komum við fram sem fjöl- skylda á ferðalagi. En svo fór allt að verða miklu hraðara og umsvifameira; það varð meiri og meiri pressa. Við tókum allar myndir sjálf, stóðum við það að hafa sjálf upplifað allt sem við sýndum. í 18 ár, 39 vikur af hverju einasta þeirra, urðum við að vera með nýtt efni. Við gerðum yfir 600 myndir allstaðar að úr heimin- um og alltaf var strákurinn með okkur. Það er ekkert agalega gaman að vera alltaf að ferðast með barn. Keyra í bíl dag eftir dag, — ég varð að vera bæði móðir hans og leikfélagi. A þess- um ferðalögum kenndi ég honum að syngja ís- Ienskar vísur, við sungum allt sem ég kunni. Við David erum trúnaðarvinir, samband okkar er mjög náið einsog hjá systur og bróður. Ég kenndi honum íslensku, talaði við hann og söng fyrir hann; ég var einhvernveginn alein með hann. Mér tókst að láta hann tala bæði tungu- málin jöfnum höndum; hann talaði ensku við pabba sinn, íslensku við mig. Við tölum aldrei annað en íslensku saman, líka í síma. Nú hefur hann aldrei verið á Islandi, ekki eitt sumar eins- og svo mörg börn sem búa í útlöndum. Hann hefur ekki verið hér nema viku og viku annað- hvort ár. En hann er óskaplega íslenskur í sér; hann er meiri Islendingur en Ameríkani, sem er alveg makalaust. Það héldu allir að við værum svo rík af því að við vorum alltaf að ferðast. En við áttum erfitt uppdráttar, urðum að komast uppúr botnlaus- um skuldum. Það var annaðhvort að duga eða drepast og við urðum að ferðast. Fyrst bjuggum við í einu herbergi, svo tveim svefnherbergjum og stofu; það var ekki fyrr en 1957 að við feng- um okkur fyrst hús. Hal hafði farið í George- town háskólann í Washington og var þar í utan- ríkisfræðum, hann ætlaði í utanríkisþjónustuna. — Hann var eldri en ég. í seinni heimsstyrjöld- inni var hann í sjóhernum en svo vildi hann ekki fara í frekari ríkisþjónustu og fór á námskeið í kvikmyndagerð." Hvernig var svo tekið ungri, íslenskri stúlku, sem allt í einu var orðin sjónvarpsstjarna? „Mér var alltaf óskaplega vel tekið, ég þótti nýstárleg og Ameríkanar eru svo mikið fyrir það. Þetta var á þeim tíma þegar Ingrid Berg- man hafði lent í miklu skandalmáli með Rosse- lini, en þá kom fólk til mín og sagði: „Þarna er komin ný Ingrid Bergman!" En það er nú alltaf svoleiðis í Holly wood. Mér bauðst að verða leik- kona en maðurinn minn vildi það ekki; hann vildi bara hafa mig fyrir sjálfan sig. Maður veit ekki hvað þá hefði orðið, — kannski hafði hann rétt fyrir sér. — En enn þann dag í dag kemur til mín fólk og segir mér að það þekki mig eins- og einhverja „stjörnu"! Þá verð ég ógurlega feimin, mér fannst ég aldrei vera annað en hús- móðir að vinna með manninum sínum: Það vildi þannig til að það var í sjónvarpi! En ég fer alltaf hjá mér þegar fólk segir að ég sé fræg. Ekki að mér finnist nokkurntíma ónæði að fólki — öðru nær; mér hlýnar um hjartaræturnar að vita það að fólk man eftir manni." HEFÐIGETAÐ HUGSAÐ MÉR AÐ VERÐA LEIKKONA „Þegar ég var ung stúlka held ég að ég hafi ekki haft neinn viljastyrk eða kraft til þess að verða nokkuð hér á íslandi. Ég vissi að ég vildi ekki eingöngu verða húsmóðir og eiginkona, en ég held að ég hafi ekki haft þann eiginleika að finn- ast ég verða að gera eitthvað merkilegt. Þegar ég ólst upp á íslandi þá man ég að ég dáðist mjög að fólki sem þorði að bera höfuðið hátt og gerði það sem það ætlaði sér þótt það vekti umtal og þætti skrýtið einsog alltaf var á íslandi í þá daga. Svo giftist ég þessum manni sem hafði kraft og getu til þess að verða frægur; það var hann sem var driffjöðurin. I gegnum hann fékk ég drauma mína uppfyllta. En ég hefði getað hugsað mér að verða leikkona! Auðvitað fannst mér þetta spennandi þegar reynt var að fá mig til þess og það hefði orðið til þess að bæta efnahag okkar. En sjálfsagt hefur það verið fyrir bestu að svo varð ekki. Maðurinn minn tók það ekki í mál og ég hafði svo lítinn metnað. Fyrir 30 árum var hugsunarhátturinn öðruvísi. Núna tæki ég ekki í mál að önnur manneskja segði mér fyrir verk- um.“ Þau unnu saman öll sín hjónabandsár, starfið var sameignin Halla og Hal. „Mínum starfsferli lýkur einsog allt í einu hafi verið skorið á með hníf..." segir Halla. Maður- inn hennar, Hal Linker, lést snögglega fyrir fjór- um árum. „Þetta var mér óvænt áfall. Svona kona sem alltaf var áhangandi manni sínum! Ég þurfti aldrei að taka ákvarðanir sjálf, ég giftist beint úr föðurhúsum manni sem var ógurlega sterkur og „dóminerandi". Mér finnst ég enn alveg ber- skjölduð í lífinu. Það er miklu að venjast. Jú, ég bý í stóru húsi, 400 fermetrum og bý þar alein. Mér finnst ég svo örugg í húsinu, við byggðum það sjálf; partur af sálinni í mér er þar. Eg segi við þig einsog vini mína í Ameríku sem ráð- leggja mér að selja og fá mér minni íbúð þar sem ég er öruggari: Þegar mikil breyting verður á lífi manns, þá finnst mér ekki að eigi að gera aðrar breytingar líka. Ég segist selja húsið þegar stjarnan í Betlehem og vitringarnir þrír vísa mér leiðina!" FJALLDROTTNINGIN Halla hefur verið ræðismaður íslands í Los Angeles í 4 ár. „Að jafnaði eru um 150 íslend- ingar búsettir þar," segir hún. „Ég hef alltaf mætt vel á Islendingasamkomur. En ég legg mig ennþá meira fram núna sem ræðismaður og reyni að stuðla að þvi að fólk komi saman. Þetta hefur verið ógurlega annasamt, því það komu tveir viðburðir sem ekki hafa átt sér stað áður og gerast víst ekki aftur á öldinni; sýningin Scandinavia Today og Ólympíuleikarnir. Ég verð að segja að hlutur minn í Scandinavia To- day varð meiri en ætlast var til vegna þess að sýningin átti aldrei að koma til Los Angeles. Hlutur okkar var alltof lítill í sýningunni þarna, en ég hóaði öllum íslendingum saman _og við unnum að því að gera okkar hlut meiri. Ég fékk sætar íslenskar stelpur til þess að sýna föt á há- tíð sem haldin var, mest föt úr fataskápnum mínum. Jakob Magnússon, sem hefur verið mér hliðhollur, útvegaði okkur myndir til sýningar á íslenskri barnalist. Okkar bás var einsog bað- stofa. Þar stóðu konurnar og bökuðu kökur! Þetta var svo vinsælt að við ætluðum að endur- taka það í vor, en þá var allur vindur úr fólkinu svo ég fór sjálf af stað í skautbúningnum mínum og las úr íslendingasögunum, kallaði mig „Mountain Queen of Iceland" eða fjalladrottn- ingu íslands. Mér finnst skylda mín að kynna ísland, ég segi stundum að ég sé atvinnuíslend- ingur!" „Halla er búin að vera hér á landi í mánuð. Segist ekki minnast þess áður á þessum árstíma að hafa séð blómstrandi stjúpmæður í görðum, hún er himinlifandi yfir dvöl sinni hérna. „Veistu það, ég kveið hálfpartinn fyrir að koma heim núna. Ég er að koma ein í fyrsta skipti. Tilhlökkunin var s\o mikil og þá getur maður orðið skúffaður. Ég hafði aldrei hugsað mér að ég gæti flutt heim aftur, ég var hér í 20 ár sem barn og skólastúlka, en 34 ár í Ameríku sem fullorðin vinnandi manneskja. Hér biði mín ekki annað en að kaupa mér íbúð og sitja heima og prjóna, — einsog ég geri núna," segir Halla og dregur upp eingirniskjólinn sem hún er að prjóna sér. — „Ég hef aldrei prjónað annað en prufurnar sem maður gerði í barnaskóla." Hún er eins prjónandi íslensk kona með lopa- uppskriftina sína og hægt er að vera. EIN EN ALDREIEINMANA „Ég er með 600 lykkjur á prjóni," segir hún undrandi á sjálfri sér. „Þegar ég er úti þá hef ég nóg að gera, þar sit ég ekki heima, það er alltaf eitthvað að gerast. Ég gæti ekki setið auðum höndum eftir vinnu- samt líf. Ég á það besta úr öllu þessu efni okkar, um 250 þætti sem ég leigi út til ýmissa nota. Ég er algjörlega minn eigin fjárhaldsmaður, for- seti fyrirtækisins, gjaldkeri. Ég geri allt sem þarf að gera en hef umboðsmann. Ég er ógurlega bjartsýn manneskja, — en samt er í mér einhver kólfur einsog í klukku, glöð og bjartsýn öðru- megin en hinumegin er einsog eitthvað nagi mig. Það er „stress" að ganga gegnum miklar breytingar á Iífi sínu og það er erfitt að eiga eng- an að. Þó David sonur minn búi í Bandaríkjun- um þá eru 2000 km á milli okkar. Ég er ein en aldrei einmana. Og þó, — ég verð alltaf ein- mana um júlin, ég hef alltaf orðið það. Saknaði jólanna einsog þau eru hérna heima. Mér finnst þau svo gervileg í Ameríku. Vænst af öllu hef- ur mér þótt um að fá íslenskar bækur í jólagjöf, ég nýt þess að lesa þær og ég á orðið mikið bókasafn." En hún fær ekki jól og jólabækur hérna að þessu sinni. David Linker, sonur hennar, er á förum til Noregs, hann er barnahjartasérfræð- ingur og eftirsóttur visindamaður. Þau mæðgin- in ætla að kveðjast. Hún saknar þess að eiga enga fjölskyldu ná- lægt sér og segir mér þegar við kveðjumst að 2 dögum eftir að Hal Linker dó, hafi íslenskt kvik- myndagerðarfólk komið til hennar og beðið hana að leika hlutverk í mynd. „Þennan dag vissi ég ekki mitt rjúkandi ráð. Ég stóð alein alltí- einu. Sagði já án þess að hugsa mig um og áður en ég vissi af var ét» umkringd ástúðlegum ís- lendingum í Utah. Eg var með mínu fólki, það bjargaði mér.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.