Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 12
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Jóhanna Sveinsdóttir, Ómar Friðriks- son og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Útlit: Björgvin Ölafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Steen Johansson Markaðsmál, sölustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson og Sigþór Hákonarson Innheimta: Garðar Jensson. Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir Lausasöluverð kr. 35 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Umbrot til vinstri Á seinustu árum hafa átt sér stað mikil umbrot í íslenska flokkakerf- inu, sér í lagi á vinstri kantinum. Al- þýðubandalagið er þar stærst flokka og þó svo að fylgishlutur þess hjá kjósendum hafi ekki breyst svo miklu nemi hefur það engu að síður gengið í gegnum töluverðar breytingar. Skipulag þess er lýðræðislegra, áherslur í stefnumálum eru breyttar. Alþýðuflokkurinn efldist geysi- lega í kosningum árið 1978 en frá þeim tíma hefur hann stöðugt misst fylgi, alveg án tillits til þess hvort hann er þátttakandi í sam- steypustjórnum eða í stjórnarand- stöðu. Tilkomu Bandalags jafnað- armanna má beinlínis rekja til klofn- ings í Alþýðuflokknum, þó meira efamál sé hvort kjósendur þess hefðu ella kosið Alþýðuflokkinn. Kvennaframboðin í sveitarstjórnar- kosningunum seinustu og til Al þingis hafa svo mest komið við kaunin á A-flokkunum tveimur, einna helst þó Alþýðubandalaginu. Fyrir örfáum mánuðum spratt svo enn nýtt stjórnmálaafl upp og nefnist Flokkur mannsins. Þar standa Samhygðarfélagar að baki og segja þeir félagatölu flokksins komna í 3000. Þeim hefur verið lítill gaumur gefinn í umræðunni en það gæti þó reynst mönnum dýr- keypt spaug að vanmeta hugsan- legan kraft þessa Samhygðarfólks. Á sama hátt og Bandalag jafnað- armanna byggir Flokkur mannsins á kerfisandúð. Reynslan bæði hér á landi og annarstaðar sýnir þó að flokkar sem leggja megináherslu á að ráðast gegn því sem þeir kalla kerfi geta gert verulegan usla í kjós- endahópnum í einum kosningum. Undanfarið hefur umræða um samráð og jafnvel sameiningu fé- lagshyggjufólks orðið stöðugt meira áberandi. HP beinir sjónum að þessum umbrotum í dag og þar kemur fram að mönnum hefur sjaldan verið eins mikið kappsmál að gleyma gömlum ágreiningsmál- um sem valdið hafa klofningi vinstrisinnaðs fólks og oft eiga ræt- ur í persónulegum væringum for- ystumanna. Enn blasir þó öng- þveitið við á þessum vettvangi flokka en á móti gnæfir öflug sam- stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks sem tekið hefur upp hag- fraeðikenningar mónetarista, járn- harða og kalda markaðshyggju sem tekur auðgildið fram yfir manngildið, hvað svo sem einstak- ir framsóknarmenn segja, sem trúðu á hið gagnstæða. Nokkrir framsóknarmenn hafa því gengið til liðs við fólk af vinstri kantinum í málfundafélögum og til umræðna um hverníg efla megi veg félags- hyggjunnar og auka tiltrú á góðu, gömlu samvinnuhugsjónina. BRÉF TIL RITSTJÖRNAR Siguröi A. Magnússyni enn svaraö Það fór sem mig varði í svari mínu til Sigurðar A. Magnússonar í Helgarpóstinum 4. okt. si., að illt væri að eggja óbilgjar.ian, því að í nýrri grein sinni í blaðinu 8. nóv- ember snýr hann ýmist út úr orð- um mínum eða endurtekur stað- lausar fullyrðingar fyrri greinar sinnar. Þegar ég líkti Sigurði við Knút prest, er „reið jafnan með vopn, því að hann var ódæll og embætt- islaus", var ég ekki að finna hon- um embættisleysið til foráttu eða hreykja mér yfir hann, heldur átti ég við það, að við, sem embættum gegnum og ábyrgðina berum, sækjum ekki mál á hendur fjár- veitingarvaldinu með herhlaupi eða hávaða á almannafæri, held- ur höfum þar annan hátt á. Þau mál vinnast sjaldan í einni atrennu né gerast hlutirnir í snar- hasti, þótt hinum embættislausa finnist að svo eigi það að vera eða geti verið. Þótt smíði Þjóðarbók- hlöðu, t.a.m., sækist seint, væri hún naumast komin á þann rek- spöl sem raun ber vitni, ef yfir því máli hefði ekki stöðugt verið vak- að og það sótt af nokkru afli. Um skatt þann, er várð Sigurði tilefni fyrir greinar hans, er það að segja, að Landsbókasafn og Há- skólabókasafn eru undanþegin honum, svo að greinarhöfundur þurfti ekki að vorkenna þeim hann. Skatturinn er auðvitað jafn- vondur fyrir því og full ástæða til að mótmæla honum, en það var hægt að gera án þess að nota hann sem átyllu til árásar á Landsbóka- safn og þá sem þar vinna. Sann- leikurinn er sá, að vandlæting Sig- urðar A. Magnússonar vegna þessa skatts og ónógra fjárveit- inga til safnanna er meira höfð að yfirvarpi, aðalatriðið er að þjóna lund sinni og koma höggi á Lands- bókasafn og starfsmenn þess í trausti þess, að alltaf loði eitthvað við. í fyrri grein sinni hélt Sigurður því fram, að megnið af bókakosti Landsbókasafns væri óskipulagt og óskrásett, en í síðari greininni dregur hann í land og talar um „að megnið af þeim bókum, sem geymdar eru í kössum í kjallara, á háalofti og í geymslum úti í bæ, sé óskipulagt og óskrásett". Hið sanna er, að nær allar bækur, sem geymdar eru í kjallara og á efstu hæð Safnahússins (þar sem Þjóð- minjasafnið var áður), standa í hillum, og hið sama er að segja um þær bækur, sem geymdar eru í tveimur aðalgeymslum utan safns, Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu og húsi Sambandsins við Geirsgötu. Þessar bækur allar eru á skrá og aðgengilegar, bækur t.d. sóttar í geymslurnar utan safns daglega, ef á þarf að halda. En Sigurður A. Magnússon vill ekki hafa þetta svo, heldur telur mönnum trú um, að þarna sé allt í ólestri. Til þess að fylgja því enn frekar eftir dregur hann dæmi af sjálfum sér og segir, að af 35 bók- um sínum frumsömdum og þýdd- um séu einungis 14 í spjaldskrá safnsins. Sannleikurinn er hins vegar sá, að af þessum 35 bókum vantar einungis tvær í spjaldskrár Lands- bókasafns, en að auki eru í skrán- um tuttugu færslur á nafni Sigurð- ar umfram það, sem hann tíundar í riti sínu Jakobsglímunni. í efnisskrá blaða og tímarita, er unnið hefur verið að lengi í Lands- bókasafni, en ekki er vegna liðs- skorts jafnítarleg og æskilegt vaéri, eru þó um tvö hundruð spjöld á nafni Sigurðar. I greinargerð Sigurðar um þau verk, sem til eru eða ekki til í safn- inu eftir nóbelsskáld, fer hann á köflum stórlega rangt með, þegar hann segir t.a.m., að í safninu sé ekkert verk á frönsku eftir Camus og skáld eins og Georges Bernan- os komist ekki á blað. Hið rétta er’, að í spjaldskrá safnsins eru talin 7 verk á frönsku eftir Camus og 9 verk á frönsku eftir Bernanos. Þótt vissulega vanti mikið á, að aflað hafi verið svo skipulega sem æskilegt væri verka sumra nób- elsskáldanna, sýna dæmin, sem hér er drepið á — að ég ekki minn- ist á verk Sigurðar sjálfs — að hon- um gengur ekki sannleiksást til, þegar hann fjallar um málefni Landsbókasafnsins. Að ætla sér að leiðrétta rangfærslur hans er í rauninni vonlaust verk, því að Sig- urður A. Magnússon er eins og selshöfuðið á Fróðá forðum, geng- ur upp við hvert högg. Finnbogi Gudmundsson landsbókavöröur Jón Baldvin ofí BJ Ég vil gjarnan fá að koma að leiðréttingu við síðustu Nærmynd HP. í annars ágætri Nærmynd verður blaðamanni það á að taka „Mann sem er kunnugur stjórn- málum síðustu ára“ alvarlega. Því miður er þessi maður ekki nógu kunnugur stjórnmálum síð- ustu ára eða þá að eitthvað annað liggur að baki þeim upplýsingum sem hann gefur. Vegna síðari tíma er ekki hægt að láta slíku ómótmælt, og vil ég því gjarnan fá endurbirta þá klausu úr Nærmynd sem hefst á „Það er ekki nóg með“ og endar á „óbeint valdur að stofnun BJ“. Það var ekki út af leiðaraskrif- um Alþýðublaðsins sem ritstjórn blaðsins gekk út af blaðinu. Nefnt blað var stoppað af útgáfustjórn blaðsins, en kom út stuttu síðar svo allir gætu séð hvers vegna nefnt blað var stoppað. Hvort sú stöðvun var réttmæt eða ekki dæmi ég ekki um, en það var meirihluti blaðstjórnar sem ákvað að svona yrði gert. Ég veit ekki betur en að Jón Baldvin Hannibalsson hafi staðið með sinni ritstjórn gegn mér og öðrum úr blaðstjórn, og mér finnst í hæsta móti ósanngjarnt það sem fram kemur í nefndri Nærmynd, enda alls ekki rétt. Flokksstjórn Alþýðuflokksins fundaði um þetta mál og ákvað að Jón Baldvin bæri ábyrgð á skrifum blaðsins þar eftir sem þangað til sem skráður rit- stjóri og ábyrgðarmaður blaðsins en ekki aðrir. Virdingarfyllst Jóhannes K. Guömundsson fyrrv. framkv.stj. Alþýðubladsins. Athugasemd blaðamanns Ég þakka þér bréfið, Jóhannes. Það er aðeins eitt sem ég vil taka fram: Þú segir að mér hafi „orðið á“ að taka einn fjölmargra heim- ildarmanna minna „alvarlega". Þessu er til að svara að ansi erfitt væri að vinna Nærmyndir Helgar- póstsins ef blaðamaður tæki ekki viðmælendur sína alvarlega, enda eru þær að öllu leyti byggðar upp á mismunándi skoðunum fólks sem fylgst hefur náið með lífs- hlaupi viðkomandi persónu. Svo var um þennan ákveðna heim- ildarmann minn sem þú tilgreinir, og ég hafði enga ástæðu til að rengja söguskoðun hans á Al- þýðublaðsdeilunni. Með vinsemd Sigmundur Ernir Rúnarsson blaðamaður í"þessi: ,J>að er ekki nóg meðTaö \ Jón Baldvin sé slægur, eins og titt | I er um stjórnmálamenn, heidur er hann óheiöarlegur í þeim leik svo um munar," segir maður kunnug- ur stjórrmálum síðustu ara. I Gleggsta dæmið um þetta er þeg- ar Vilmundur heitinn Gylíason og I félagar gengu út aí ri'stjorn A_ ! hýðublaðsins vegna afskipta ' flokksbrodda í Alþýðuílokknum af ieiðaraskriíum blaðsins. Pa efndu þeir Vilmundur og Jon til frægs fundar á Hótel Sogu ut ai Al-1 þýðublaðsdeilunni i kjolfar yhr- 1 lýsinga Jóns um samstöðu með rit-1 j stjórninni og sjálfstæði hennar Pegar þetta var hafði Vilmund- | ur ritstýrt Alþýðublaðinu á meðan Jón var í fríi. Húsfyllir var á fundinum og , , mikil spenna í loftinu, þar sem bu- I ist var við meiriháttar uppgjori . þessara tveggja manna við for- ' vstu flokksins," segir þessi sami maður „Vilmundur og Jon satu saman við hliðina á ræðupultinu og Vilmundur vissi ekki betur en að þeir Jón Baldvin myndu tala | sömu tungu í samræmi við morg I símtöl, sem þeir höfðu att saman. 4 í upphaíi máls Jóns Baldvins varJ f ekki að heyra annað en hangj stæði með Vilmundi og ntstjorn Alþýðublaðsins, en skyndilega^ sneri Jón blaðinu við og ior aö tala i gegn Vilmundi og félögum. f pess- ari ræðu stakk Jón rýtingi í bak J r og tók afstöðu með ,°S„i gegn Vilmundi. íSað búag' haginn fyrirl ^Vmttrautinrfyrir KÓPURINN 1. DES.-HÁTÍÐ BORÐHALD FRÁ KL. 19.00 TIL KL. 22.00 Skemmtiatriði: Karonsamtökin sýna frá Dömugarðinum. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar sýnir dansatriði. Magnús Ólafsson skemmtir. Hljómsveitin Upplyfting sér um fjörið til kl. 03.00. BORÐAPANTANIR í SÍMA 46244 Dömur og herrar á hátíðinni fá ilmvatnsprufur frá hinu þekkta og virta fyrirtæki í París, Stendahl. Auöbrekka 12 símár 46244 og 73120. 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.