Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 17
KVIKMYNDIR Bœkur/buxur, pottar/pils Bíóhöllin: Yentl. Bandarísk, árgerd 1983. Leikstjórn og framleiösla: Barbra Strei- sand. Handrit: Jack Rosenthal og Barbra Strei- sand, byggt á bók Isaac Bashevis Singer, Yentl, The Yeshiva Boy. Söngyar/textar: Michael Legrand/Alan & Marilyn Bergman. AöaUeikarar: Barbra Streisand, Mandy Patinkin, Amy Irving. Saga Nóbelshafans Isaac Bashevis Singer um gyðingastúlkuna Yentl er einföld, gríp- andi, geðþekk. Það er kvikmynd Börbru Streisand um sama efni líka, en við bætist, væmin, ofgerð. Væmin að því leyti að Barbra leggur of mikla áherslu á tilfinningaþunga efnisins, sem það að sönnu býður upp á, en öllu má ofgera. Það gerir Barbra, með því að gera hugarvíl einstakra persóna atburðarásinni yfirsterkara. Ofgerð að því leyti að Barbra skeytir inn ástríðufullum velgjusöngvum milli atriða. Sjálfsagt má hafa yndi af einstök- um, en þeir eru í myndinni óþörf viðbót sem hægir aðeins á framvindunni og gerir hana smjaðurslega. Ofgerð líka að því leyti að Barbra vinnur sum atriði myndarinnar um of, ofkeyrir þeim með allskyns aukaatriðum, í stað þess að leyfa þeim að líða áfram í lát- leysi sínu og einfaldleika, sem er galdur bók- arinnar. Þegar horft er framhjá þessu er kvikmynd- eftir Sigmund Erni Rúnarsson in góð. Búningar og sviðsmynd eru hnökra- laus, nánast snilld, og eins stýring kvik- myndavélar. Þetta ásamt góðum leik, eink- anlega Mandy Patinkin í hlutverki Avidg- dors, dregur fram mjög trúverðugan tíðar- anda í gyðingasamfélagi síðustu aldamóta, þegar stelpur eins og Yentl áttu ekki að kunna að lesa, hvað þá að hafa áhuga á því. I þá daga fór það saman bækur/buxur, pott- ar/pils, en þetta ku eitthvað hafa riðlast síð- SIGILD TONLIST Nýútsprungin blóm...... Starfsemi Tónlistarfélagsins hefur verið með miklum ágætum það sem af er vetri og hefur þetta gamla og virðulega félag eigin- lega kastað ellibelgnum hvað varðar efnis- val. Undanfarin ár hefur mörgum þótt starf- semi þess heldur einhæf og miðast nær ein- göngu við píanó og ljóðatónleika. í vetur virðist hinsvegar ætla að verða meiri fjöl- breytni og er skemmst að minnast ágætra kvartetttónleika (Berwaldkvartettinn) og tónleika Ensemble 13 frá Þýskalandi með nýrri (20. aldar) músík í fyrirrúmi. Þriðju tónleikarnir voru hinsvegar ekta ljóðatónleikar og verður ekki neitað að fjöldi áheyrenda (Austurbæjarbíó troðfullt) sann- ar að slíkt nýtur mikilla vinsælda. Þarna var komin ung sópransöngkona frá Finnlandi, Margareta Haverinen, með Collin Hansen frá Bandaríkjunum sem píanóleikara, og þó maður þekkti hvorki haus né sporð á þeim fyrir, þá var maður fullur eftirvæntingar vegna auglýstrar efnisskrár. Hún var sér- kennileg fyrir það að á henni var ekkert af því sem venjulegast er á ljóðatónleikum, enginn Schubert eða Schumann, hvorki Brahms né Hugo Wolf, heldur Mozart, Fauré, Liszt og Rachmaninov. Sumsé ekki þýskur „lieder" nema að hálfu leyti og varla það. Og mikið byrjaði þetta fallega með Mozart: Ridente la calma og þremur lögum öðrum. Þetta var hreinn og tær og algjörlega tilgerðarlaus Mozartsöngur, klassískur. Sama má segja um sex lög eftir Gabriel Fauré, þennan franska snilling meðalhófs- ins, eða er það kannski ekki rétta orðið? Mér finnst alltaf að Fauré sigli svo eðlilega á milli skers og báru tilfinningaseminnar og það gerir ekki síst hvað hann er erfiður. En Haverinen kunni líka á þessu tökin; í söng hennar var engu ofgert, öllu haldið innan eðlilegra marka sjálfrar tónlistarinnar, en án þess að ljúfsár undirtónninn (sem alltaf er hjá Fauré) færi forgörðum. Píanóleikarinn studdi hana í þessu með einkennilega hömd- um en þó spennandi leik og mátti svo sann- arlega heyra hvað Fauré hefur rutt brautina fyrir Debussy. Þetta er sama ættin. Eftir hlé var meira um germansk-slavn- eska tilfinningasemi. Kling leise, mein Lied, In Liebeslust ofl. eftir Liszt gefur hvergi eftir þekktari ,,lieder“ stórmeistaranna og raunar furðulegt hvað maður heyrir sönglög hans sjaldan. Eitt af því sem ég hlakkaði mest til að heyra á síðustu listahátíð var einmitt Liszt með Christu Ludwig, en þá þurfti hún endi- lega að kvefast. En Margareta Haverinen bætti þau vonbrigði heldur betur. Ung rödd eftir Leif Þórarinsson hennar, með örlítið meyjarlegum skjálfta á miðsviðinu, hljómaði einsog ástin sjálf væri vöknuð á ný, fersk og ótimbruð. Þarna hefði Hansen mátt gefa svoldið meira í, fannst sumum, rétt einsog Liszt sé bara ungverskar rapsódíur, sem hann er raunar fjær því að vera en flestir aðrir. Vel á minnst: Er ekki kominn tími til að flytja eftir hann eitthvað af stóru verkunum, t.d. Faust-sinfóníuna? Það var líka sjaldgæft að heyra lög eftir Rachmaninov, sem Haverinen söng á frum- málinu (enda rússnesk í aðra ættina) og sýndu bæði hún og píanóleikarinn að það eru sannarlega til bjartar hliðar á þessu ann- ars djúp-melankólíska tónskáldi, sem oftast merkti sig dauðanum í upphafi hverrar tón- smíðar og skildi þá helst ekki við mann fyrr en í gröfinni. Voru þetta kannski nýút- sprungin blóm á leiðinu? ROKK Slappað af - Frankie Goes to Hollywood — Welcome to the Pleasure Dome. Það er víst óhætt að segja að ekki hefur verið beðið með jafnmikilli eftirvæntingu eftir neinu þetta árið og nýju og jafnframt fyrstu breiðskífu Frankie Goes to Holly- wood. Það er raunar undarlegt til þess að vita, að í byrjun þessa árs vissi nánast enginn hverjir eða hvað Frankie Goes to Hollywood væri, en í dag eru þeir án efa skærustu stjörnúr Breta. Relax var síðast þegar ég vissi í fjórða sæti yfir mest seldu smáskífur í Bretlandi frá upphafi og Two Tribes var þá í ellefta sæti á sama lista. Raunar hef ég ekki enn fyllilega skilið þetta æði í Bretanum, en samt sem áður eru þessi lög líklega í hópi þess besta, sem hefur verið að finna á vinsældalistum þetta árið. Það sem mér þykir einkum einkennandi fyrir FGTH, og raunar allt sem komið hefur frá hljómplötufyrirtækinu ZTT (Zang Tuum Tung), er hin frábæra pródúsjón sem er á plötum þeirra. Maðurinn að baki þessum ótrúlega ZTT-hljómi er Trevor Horn, sem jafnframt er einn af aðaleigendum fyrirtæk- isins. Horn hefur getið sér gott orð á síðustu árum fyrir upptökustjórn sína á plötum fyrir hljómsveitir eins og ABC, Yes, Dollar o.fl. og hvert sem álit manna er á tónlist þeirra, þá hefur Horn þar í raun og veru verið að gera góða hluti. Annað sem stuðlað hefur að velgengni ZTT er að áróðurinn sem fyrirtækið beitir þykir í sérflokki og víst hefur hann vakið at- hygli og þar með sannað gildi sitt. Maðurinn að baki áróðrinum er Paul Morley, sem áður starfaði sem blaðamaður hjá NME. Þeir Horn og Morley hittust fyrst fyrir tveimur eða þremur árum, þegar hinn síðarnefndi tók viðtal við Horn. Morley þótti með nei- kvæðustu blaðamönnum ensku popppress- unnar en jafnframt einn sá besti og útreiðin sem Horn fékk hjá honum var sannast sagna hrikaleg. Þrátt fyrir það sá Horn að þarna var maður sem hægt væri að nota sem áróð- ursmeistara og eins og í svo mörgu öðru af krafti hafði hann rétt fyrir sér. En snúum okkur þá að Frankie Goes to Hollywood og Welcome to the Pleasure Dome, sem er tveggja platna albúm. Það væri kannski ekki rétt að segja að ég hafi beðið manna spenntastur eftir plötum þessum, en þó var ekki laust við svolitla eft- irvæntingu og ég verð að segja eins og er, að ég hef síður en svo orðið fyrir vonbrigðum. Það má segja að fyrsta hliðin sé eitt sam- hangandi verk, þar sem titillag platnanna tekur yfir nær alla hliðina. Hér er um að ræða ágætlega útfært lag. Það eru í því mikil kaflaskipti, þannig að þó að það sé langt, þá er það ekki leiðinlegt. Þess má geta að Steve Howe, fyrrum gítarleikari Yes, leikur á Relax er til í sjö útgáfum. Frankie á leið til Hollywood. kassagítar í lagi þessu, en vonandi er það þó ekki merki þess að langlokuverk eins og Yes gerðu stundum komist í tísku aftur. (Eg er ekki á móti Yes, en reynið bara að hiusta á Tales From Topographic Ocean.) Á annarri hliðinni verður fyrst fyrir hið víðfræga Relax en þeir hafa víst sent það frá sér í að minnsta kosti sjö útgáfum og hver þeirra það er sem hér um ræðir veit ég ekki. Því verður ekki neitað að þetta er hressilegt lag, en sjálfur hef ég samt meira gaman af Two Tribes, með sinni stríðsádeilu, en það er að finna á sömu hlið. Þessi lög eru svo tengd með gömlu lagi, sem Edwin Star flutti á sínum tíma (ca. Víetnam) og heitir það War. eftir Gunnlaug Sigfú&son Það eru fleiri gömul lög, sem félagarnir í FGTH taka fyrir á plötum þessum, því á þriðju hliðinni er að finna þrjú slík. Fyrst er það gamalt lag Gerry & The Pacemakers, Ferry Cross the Mersey. Raunar er þetta bara bútur úr laginu, en það er í heild á B- hlið litlu Relax-plötunnar og finnst mér því vera gerð góð skil þar. Næst á eftir Ferry er Springsteen-lagið Born to Run, sem sannar- lega er eitt af betri lögum hans. FGTH gera því góð skil en fara þó aldrei langt frá upp- runalegu útgáfunni. Þriðja lagið er svo eftir Burt Bacharah, en það var flutt hér í eina tið af söngkonunni Dionne Warwick. Do You Know the Way to San Jose heitir það og er það dæmigert Bacharah-lag, sætt, fallegt og ekki fyrir minn smekk. Síðustu tvö lög þriðju hliðarinnar eru svo frumsamin FGTH-lög. Það fyrra heitir Wish the Lads Were Here, sem minnir vissulega á nafn á plötu Pink Floyd, Wish You Were Here. En hlustið svo bara á lagið á eftir því og berið saman við það sem Pink Floyd voru að gera á fyrrnefndri plötu, mínus fullnæg- ingarstunurnar að vísu. Síðasta hliðin er svo öll frumsamin, fjögur lög, sem öll venjast mjög vel. Þó ég sé hrifn- astur af The Only Star in Heaven er Black Night White Light einnig gott og The Power of Love er fallegt og farið vel með lagið. Helsti styrkur FGTH er krafturinn í tónlist- inni og Trevor Horn á heiðurinn af því hversu vel hann kemst til skila. Ég er ekki vanur að fjalla um upptökur á plötum nema þá mér þyki þær mjög slæmar, en í þessu til- felli er alls ekki hægt að líta fram hjá því að hljómurinn á Welcome to the Pleasure Dome er í einu orði sagt frábær. Þá má ekki gleyma umbúðum platnanna, sem eru glæsilegar og þar er að finna tölu- vert af skemmtilegu lesefni, sem eflaust hef- ur að mestu hrotið úr penna Paul Morleys. Þetta er sem sé á heildina litið ákaflega vegleg útgáfa og Welcome to the Pleasure Dome uppfyllir allar mínar væntingar til FGTH og vel það. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.