Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 23
iiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii VIÐ HEYGARÐSHORNIÐ Við heygarðshorn Alþingis Ég tek undir með hinum sauð- svarta íslenska almúga, sagði Sig- ríður Dúna. Það eru til peningar einhvers staðar í þessu þjóðfélagi. En þeir eru ekki í veski kvenna, þótt þeir ættu að vera þar og hvergi annars staðar. Börnin mín eru þér hjartanlega sammála, tók Guðrún Helgadóttir undir. Hvar á að taka þá peninga? spurði Albert úrræðagóði. Ég veit ekki betur en við höfum verið að leita að peningum ekki bara heima heldur um allan heim. Væri hægt að taka þá upp úr steinunum væri nóg af þeim hér á landi, grjót- hörðum. Hvar eru peningarnir? Það veit ég ekki, svaraði Kristín Kvaran. Ég hef verið í fæðingar- orlofi. Já, getur þjóðin ekki verið bara í óléttuorlofi næstu níu mánuð- ina? spurði Albert úrræðagóði. Það eru kannski lausnirnar þín- ar? spurði Svavar illur í augum. Ég veit ekki til þess að ég hafi enn legið á sæng, svaraði Albert. En þú liggur á peningunum, greip Ragnar Arnalds fram í. Það gerði ég ekki. Heldur hefði ég vilj- að liggja á sæng en peningum. Albert ætlaði að rjúka upp eins og þykkur vindlareykur en Guð- rún gekk fram og sagði: Nei, strákar mínir, ekki rífast. Það er allt of mikið. Þið eruð ekki lengur í Menntó. Hvar fékk Ellert peningana fyrir útvarpsstöðinni sinni? spurði Sig- ríður Dúna og beyglaði rauða munninn frekjulega eins og telpa. Er ekki vani krakkanna að rjúka í foreldrana? spurði Albert. Vilja sumir ekki vera krakkar enda- laust og endaslagið að leita til for- eldranna grenjandi? Ég veit bara það að mín börn fengju ekki að vaða í mig þótt þau vantaði útvarpsstöð, sagði Stein- grímur. Það er engu að síður eng- in lausn í sjálfu sér. Mér þykir lík- legt að lausnin sé hjá sjálfri sér. Lausnirnar eru það einfaldlega en ekki endilega hjá ráðherrunum. Ég segi fyrir mig. . . Nú fékk Steingrímur ekki að segja neitt fyrir sig, Svavar sagði fyrir hann: Hvað þýðir að segja fyrir sig, það verður að segja þjóðinni, að tala fyrir hönd hennar og ávarpa almenning og gera mönnum ljóst að peningarnir eru ekki uppi í Breiðholti tvö. Peningarnir eru þar sem þeir eru skapaðir, sagði Albert. Ég þarf ekkert að vitna í Bordiga, Gur- vitch, Guerin, Bachelard né Sögu vísindanna eftir Crombie. Þetta veit maður heilvita uppi á íslandi. Ég veit, þótt ég hafi ekki brotið til mergjar Politische Psykologie, sem ég þýði Sálfræði stjórnmál- anna eftir Boesch, Bowman, Bracher, Eyferth, Grohs og Hork- heimer, að þetta hjá Birgi Thorla- síus í verkfallinu var bara það þegar litli bróðir fer að rífa sig eftir að vindurinn er horfinn úr eldri bræðrunum. Það er algengt í stjórnmálum: litli bróðir leitar fær- is og rífur sig undan pressunni, sökum bróðurkomplex. Verkfall- ið var skólabókardæmi. Allir sem stóðu við heygarðs- horn Alþingis góndu á Albert, enginn vissi hvaðan honum kom hið pólitíska sálfræðilega innsæi. Enginn við hornið vissi hvaðan á sig stóð veðrið, eins og sagt er. Nafnarunan var svo mikið áfall fyrir Svavar að hann gleymdi öllu sem hann hafði lesið eftir Maurice Brinton um Óskynsemi í stjórn- málum. Guðrún hafði ekki börnin sín til að vitna í, svo hún stóð þarna á stærra gati en hún hafði staðið á, manneskja sem stóð stöðugt á tindinum í Menntó. Ég fæ mér bara sígarettu, sagði hún og sneri sér að Albert sem snýr sig líka út úr öllum vanda með reyk, og hún bætti við: Albert, þú færð þér vindil mér til samlætis. Ég fæ mér aldrei vindil, Guðrún mín, sagði Albert. Ég er alltaf með vindil. Samt veð ég engan vindla- reyk sem ráðherra. Hjörleifur hafði staðið yst til vinstri við heygarðshornið og brosti þögull sínu glæra brosi. Nú opnaði hann munninn og sagði: Gætum við ekki bara bjargað efnahag landsins og þjóðarinnar með því einfalda ráði að grípa til öfugs ráðs við Alúsviss, að láta kísilgúrinn okkar blessaðan bólgna í hafi og á plöggunum? ^ Spurðu Jóhannes peningagúrú að því í Seðlabankanum, svaraði Albert úrræðagóði. Ég þekki hvorki bólgu- né rýrnunarráð í verslun. Og ég ætla með, sagði Sigríður Dúna. Ég kann að spyrja karl- menn svo hvasst að þeir svari sem konur. — Utan Kvennalistans, nóta bene. taka til starfa, Sjón og saga. Svo virðist, sem fyrirtækið telji sjón sögu ríkari, en þó ekki svo ríkari að sagan megi ekki fljóta með. Eða svoleiðis. Sjón og saga ætlar nefni- lega að gefa út bæði bækur og myndbönd um sama efnið. Þannig er væntanleg bók og myndband frá forlaginu nú fyrir jólin um Hrossin frá Kirkjubæ eftir Hjalta Jón Sveinsson. Sjón og saga ætlar líka að gefa út fyrir jólin barnaþuluna Tíu litlar ljúflingsmeyjar, svar Theo- dóru Thoroddsen við Tíu litlum negrastrákum. Það voru starfs- menn Auglýsingastofunnar og kvikmyndafyrirtækisins Sýn sem stofnuðu og starfa við Sjón og sögu; teiknarar, ljósmyndarar, kvik- myndagerðarmenn, prentarar og textahöfundar. Framkvæmdastjóri er Gísli B. Björnsson. . . s ^^^jálfstæðisfelag Akureyrar hefur ekki verið sérlega starfsamt sl. árið, en á dögunum var haldinn aðalfundur í félaginu og þá var kjör- inn nýr formaður. Sá heitir Einar Tjörvi Elíasson, framkvæmda- stjóri Kröfluvirkjunar, og binda menn vonir við, að hann eigi eftir að efla félagið. Frammistaða for- vera hans, Halidórs Rafnssonar þótti í slakara lagi og var hann því ekki endurkjörinn... A Akureyri er einn maður, sem situr í nefndum á vegum bæjar- ins bæði fyrir hönd Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þetta er Báröur Halldórsson, mennta- skólakennari og fornbókasali. Hann var í fremstu víglínu krata á Akur- eyri og m.a. ritstjóri Alþýðumanns- ins, en söðlaði svo um og sneri sér að Sjálfstæðisflokknum. Vegur hans í Sjálfstæðisflokknum hefur nú vaxið, því fyrir skemmstu var hann kjörinn bæði í fulltrúaráð og kjördæmisráð flokksins í Norð- urlandskjördæmi eystra. . . A J^^^lvarlega þenkjandi banka- stjórar hafa nú sívaxandi áhyggjur af stöðu bankanna, sem er sögð fara dagversnandi. Peningaútstreymið úr bönkunum er sagt yfirgengilegt og þær vonir sem bundnar voru við ákvörðunarfrelsi þeirra í vaxtamál- um hafa ekki ræst sem skyldi. Þar að auki hefur auglýsingakostnaður- inn við vaxtastríðsrekstur bank- anna verið gífurlegur, og síst til þess fallinn að bæta stöðu þeirra. Út- vegsbankinn stendur banka verst, og annar ríkisbanki, Landsbank- inn á einnig í erfiðleikum. Vandi beggja stafar aðallega af skuldbind- ingum þeirra við grátt leikinn sjáv- arútveginn. Þessa dagana eru langir og tíðir fundir haldnir í ríkisbönkun- um til að leita leiðar út úr ógöngun- um. . . H H ■ eimsreisa, tunglgrjót, Benz, silkinærföt, pelsar og sérstak- ur aðstoðarmaður í kauphallarvið- skiptum — allt eru þetta lúxusítem, eins og það heitir á enskunni. Og eins og lesendur vita kannski ætlar Sam-útgáfan að fara að gefa út blað sem á að fjalla um þessa hluti, blað sem verður sérstaklega stílað á hégómleika þessarar peningalausu þjóðar. Blaðið heitir lúxus og því verður hleypt af stokkunum á mik- illi Lúxushátíð í Broadway á mið- vikudagskvöldið kemur. Þetta íburðarmikla veitingahús verður fullt af alls lags munaðarvarningi þetta kvöld, pelsum, skartgripum, dýrum ilmvötnum... Kavíar? Auðvitað verður kavíar, ekta rússneskur kavíar eins og hann kemur af styrjunni. Ritstjóri nýja blaðsins er nú staddur í London að kaupa kavíarinn á lúxusprísum. Lít- il dós af styrjuhrognum er sögð kosta 50 sterlingspund, eða álíka og mánaðardagheimilisgjald einstæðr- ar móður fyrir eitt barn. Tvær dósir, tvö börn, o.s.frv. Ekkert er heldur til sparað í blað- inu sjálfu. Það hefur gylltan haus. í því er fjallað um pelsa og skartgripi (nema hvað), Rolls Royce og talað við Sigurð Sigurjónsson leikara um stjörnukortið hans, en stjörnukortin frá Karnabæ eru nýjasta lúxus-ítem ísiendinga. Blaðið kostar 185 krón- ur og á að koma út minnst fjórum sinnum á ári. . . LAUSNÁ SPILAÞRAUT S K-D-10-9-2 H G-8 T 9-7-5 L D-G-8 s - S Á-6 H A-K-6-5-4 H 7.3.2 T A-K-D T G-10-6-4-2 L A-K-5-4-2 l 7-6-3 S G-8-7-5-4-3 H D-10-9 T 8-3 L 10-9 Vestur trompar kónginn. Lætur ás og kóng í laufi. Liggi laufin ekki tvö og þrjú, er ekki hægt að vinna spilið. Þá koma tígulás, kóngur og drottning. Ef andstæðingarnir trompa, skapast trompinnkoma í blindan. Ef andstæðingarnir vilja ekki trompa, þá lætur vestur ás og kóng í hjarta og síðan kemur lítið lauf í þeirri von að norður eigi ekki hjartadrottninguna. RÍKULEG ÁVQXTUW KYNNIÐ YKKUR VEL KJÖR SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS | RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS f HELGARPÖSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.