Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 29.11.1984, Blaðsíða 24
ÞRIGGJA STJORNU REIKNINGUR ALÞÝÐUBANKANS ER AFGERANDlFYRIR SFARIFJÁREIGENDUR V alur Arnþórsson stjórn- arformaður Sambandsins, verður næsti forstjóri SIS. Helgarpósturinn hefur öruggar heimildir fyrir því að gert hafi verið út um forstjóraskipt- in á stjórnarfundi SIS um miðjan mánuðinn. Stjórnarfundurinn tók tvo og hálfan dag og þar mun hafa tekist óformlegt samkomulag um Val sem eftirmann Erlendar Ein- arssonar, sem lætur af störfum seinni hluta næsta árs... frumvarpið við Ragnhildi Helga- dóttur menntamálaráðherra fyrir hönd framsóknarmanna. Sjálf- stæðismenn eru ekki hræddir við andstöðu framsóknarþing- manna á borð við Pál Péturs- son við frumvarpið. Þeir telja sig eiga vísan stuðning eða hjásetu Bandalags jafnaðarmanna í málinu og að kratar geti líka komið til aðstoðar. Fnginn þingmaður er 1 sagður hrifinn af frumvarpinu og það er kallað hinn mesti laga-bast- arður. Meirihluti þingheims vill bara fá breytinguna í gegn og hugg- ar sig við það að lögin eiga aðeins að gilda í þrjú ár, en þá verða þau endurskoðuð. . . || tvarpslagafrumvarpið kemur væntanlega til annarrar um- ræðu í neðri deild Alþingis á föstu- dag eða mánudag. Sáralitlar breyt- ingar hafa orðið á frumvarpinu í meðförum menntamálanefndar nd. Breytingar hafa einkum verið gerð- ar á orðalagi hér og þar og agnúar sniðnir af. Veigamesta breytingin er 24 HELGARPÓSTURINN M I ú er talið hæpið að útvarps- lagafrumvarpið verði samþykkt sem lög frá Alþingi fyrir jól. Efri deild á eftir að fjalla um frumvarpið og þar er framsóknarmaðurinn Haraldur Ólafsson formaður menntamáladeildar. Sjálfstæðis- menn telja þó ekki að Haraldur setji sig sérstaklega á móti frumvarpinu vegna þess að það var hann, sem gekk til samningaviðræðna um sú, að sveitarstjórnir á þeim svæð- um þar sem stofna skal útvarpsstöð þurfa nú ekki að mæla með veitingu leyfis, eins og upphaflega var gert ráð fyrir í frumvarpinu. Séð var fram á að hægt hefði verið að kom- ast framhjá þessu ákvæði í praxís, með því til dæmis að fá samþykkt útvarpsleyfi á Seltjarnarnesi ef Reykjavík hefði sett sig á móti því. Önnur breyting sem nefndin gerði var að gera ráð fyrir að allir lögaðil- ar og einstaklingar gætu sett upp út- varpsstöð, en ekki aðeins sveitarfé- lög eða sérstök útvarpsfélög, eins og upphaflega var gert ráð fyrir. . . D HlP úvörudeild SÍS varð fyrir stórkostlegu áfalli í síðustu viku þegar bandarísku dráttarvélaverk- smiðjurnar Cays Inc. keyptu upp búvélafyrirtækið International Harvester og David Brown drátt- arvélaverksmiðjurnar. Sambandið hefur séð íslenskum bændum fyrir dráttarvélum og öðrum búvélum frá þessum fyrirtækjum í 55 ár, og þessar vélar hafa verið ein aðalsölu- vara þess allan þennan tíma. Vélar og þjónusta, fyrirtækið sem hefur haft umboð fyrir Cays hér á landi, fær nú einnig umboðin fyrir IH-tæk- in og David Brown dráttarvélarnar, en SIS situr eftir með sárt ennið. Og til að gera málið enn pínlegra fyrir Sambandið, þá er SÍS að bjóða 50 bændum á Smithfield landbúnað- arsýninguna í Englandi í byrjun september, þar sem þeir eiga að skoða sýningu International Har- vester og fara sérstaka skoðunar- ferð í verksmiðjur IH í Englandi. . . Í f það er rétt að grunnurinn að framtíðarstefnu stjórnmálaflokk- anna sé lagður í ungliðahreyfingum þeirra, má gera ráð fyrir að Fram- sóknarflokkurinn fari bráðlega að sjá fram á umtalsvert breytinga- skeið. Ungliðar þess flokks hafa nú hvað eftir annað hreyft við málum sem hafa hingað til verið eins konar bannmál þar á bæ. Það síðasta sem við heyrðum í þá veru er af fyrir- hugaðri þingsályktunartillögu Björns Líndals, hins 28 ára gamla varaþingmanns Framsóknarflokks- ins, en hún gengur þvert á viðtekna stefnu flokksins. Björn ætlar að leggja til að skipuð verði nefnd til að gera tillögur um rýmkun á heimild- um erlendra aðila til þátttöku í ís- lensku atvinnulífi. Hann vill opna nýjar ieiðir fyrir erlent áhættufjár- magn, sem beint yrði inn á brautir nýsköpunar í atvinnulífinu. Unglið- ar Framsóknarflokksins eru sagðir áfjáðir í að sýna að glögg kynslóða- skipti séu framundan í flokknum og að þeir séu jafnvel tilbúnir að skjóta sjálfstæðismönnum ref fyrir rass í málatilbúnaði til að leggja áherslu á þetta. .. ÞETTA ERU AFBRAGÐSKJOR SEN HVORKIAÐRIR BANKAR NÉ RÍKISSJÓÐUR BJÓÐA UPP A Þriggja stjörnu reikningur Alþýðubankans er afgerandi fyrir spariQáreigendur. Við bjóðum einstaklingum, félagasamtökum og sjóðum upp á fulla verðtryggingu og 9% vexti. Og hjá okkur er binditíminn aðeins tvö ár. A Alþýðubankinn býður best! Alþýðubankinn hf.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.