Helgarpósturinn - 24.01.1985, Blaðsíða 9
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins:
Draumurinn um nýtt
sameiningarafl
jafnaðarmanna ekki
lengur draumur
„Niðurstöður þessarar könn-
unar sýna, að Alþýðuflokkurinn
er helzti sigúrvegarinn, og var nú
kominn tírtiitil," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flökksins.
„Þar að auki bætir Kvennalist-
inn sinn hlut og það kemur á
óvart, að Sjálfstæðisflokkurinn
heldur betur sínum hlut en ég
hefði vænzt.
En það sem ég vil vekja athygli
á er að þessi breyting hjá Alþýðu-
flokknum hefur gerzt á skömmum
tíma. Það eru ekki nema rúmir
tveir mánuðir frá flokksþingi og
umskiptum í Alþýðuflokknum og
á þeim tíma, í oíctóberlok, bentu
skoðanakannanir til þess, að Ál-
þýðuflokkurinn hefði tapað um
helmingi af fylgi sínu frá seinustu
alþingiskoshingum, það væri
svona urti 6%. Þannig virðist, ef
þessar niðurstöður eru traustar, að
flokkurinn hafi tæplega þrefaldað
fylgi sitt og sé í þann veginn að
bæta við sig þremur eða fjórum
þingmönnum.
Það vekur líka athygli mína, að
í Reykjavík nær flokkurinn ekki
landsmeðaltali, sem ég tel að
byggist að verulegu leyti á því, að
við erum ekki byrjaðir okkar bar-
áttu í Reykjavík heldur höfum lagt
megináherzlu á að kynna okkar
mál á landsbyggðinni. í Reykjavík
kemur hins vegar til okkar kasta
innan nokkurra vikna.
Annað sem mér finnst mjög at-
hyglisvert við þessa könnun er
það, að ef við lítum á niðurstöður
Alþýðuflokksins og Bandalags
jafnaðarmanna til samans, þeirra
flokka sem kenna sig við jafnaðar-
stefnu, þá kemur á daginn að þeir
eru þegar komnir með sameigin-
lega 20,7% fylgi um landið og 14
manna þingflokk og reyndar með
tæp 23% í Reykjavík og 25% á
Reykjanesi. Þetta sannar mér það,
að draumurinn um nýtt samein-
ingarafl jafnaðarmanna sem for-
ystuafls og stjórnarforystuflokks
vinstra megin við miðju er ekki
fjarlægur, heldur nokkuð sem
binda má raunhæfar vonir við, ef
menn bregðast við á réttan máta.“
— Er þessi fylgisaukning Al-
þýðuflokksins samkvæmt könn-
uninni minni en þú bjóst við?
„Ég skal nú ekki segja um það,
hún er engan veginn meiri en ég
bjóst við, hvað sem öðru líður."
— Telur þú þessa uppsveiflu
vera hámarkið?
„Þetta er náttúrlega gífurleg
uppsveifla, ef við teljum að rétt
viðmiðun sé staða flokksins eins
og hún var samkvæmt skoðana-
könnunum si. sumar og sl. haust.
Þá er þetta raunveruleg þreföldun
á fylgi. Og í ljósi þess að starfið er
rétt að byrja, þá er mitt mat það,
að þetta sé byrjun."
— Ekki bóla?
„Nei, byrjun en ekki bóla.“
Þá benti Jón Baldvin á, að sam-
kvæmt könnuninni væri Alþýðu-
flokkurinn stærsti stjórnarand-
stöðuflokkurinn og sameinaðir
væru jafnaðarmenn (það er ásamt
Bandalagi jafnaðarmanna) lang-
samlega stærsti stjórnarandstöðu-
flokkurinn, verulega stærri en Al-
þýðubandalagið. „Og ef þetta
væru kosningaúrslit, þá táknaði
þetta stórkostlega breytingu í ís-
lenzkri pólitík."
Jón Baldvin sagði að það kæmi
sér ekkert á óvart að stjórnin væri
komin í minnihluta. Því hefði
hann kynnzt á ferðum sínum um
landið upp á síðkastið. „Mér er t.d.
alveg ljóst, að sums staðar úti á
landi er svo komið, að mínu mati,
að Framsókn liggur við hruni.
Það sem kemur á óvart í þessari
könnun er að Alþýðuflokkurinn er
orðinn forystuflokkur stjórnar-
andstöðunnar," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson.
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra
Þróunin vel
skýranleg
„Það sem vekur fyrst og fremst
athygli mína er að það er ákaflega
stór hluti sem ekki svarar eða er
óviss um afstöðu sína og vitanlega
getur það ráðið mjög miklu um
fylgi flokkanna" sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra.
„Ég er ekkert undrandi yfir því,
að ríkisstjórnin sé, eins og reyndar
kom fram í skoðanakönnun seint
á síðasta ári, í nokkurri lægð, því
við erum í mjög alvarlegri koll-
steypu í efnahagsmálum eftir
ákaflega mikinn og góðan árang-
ur í upphafi stjórnarsamstarfsins
og mín skoðun er sú, að úrslit
muni ráðast á næstu tveimur til
þremur mánuðum: Hvernig
mönnum tekst að rétta þjóðar-
skútuna við að nýju og hvort ríkis-
stjórnin eða stjórnarflokkarnir
láta hendur standa fram úr ermum
í ýmsum mikilvægum málum. Það
held ég að skipti sköpum.
Sjálfur tel ég að það muni hafa
mjög mikil áhrif á þann stóra hóp
sem telur sig óvissan eða vill ekki
svara."
— Þú telur ekki að niðurstaða
svona könnunar setji ótta að öðr-
um hvorum stjórnarflokkanna og
hafi einhver áhrif á samstarfið?
„Ég sé enga ástæðu til þess. Þótt
það megi ávallt deila um ná-
kvæmni svona skoðanakannana
þá virðist það skipta nokkru máli
hver spyrjandinn er, ef marka má
skoðanakannanir sem voru birtar
á síðasta ári. En mér finnst þróunin
á fylgi stjórnarinnar vera mjög vel
skýranleg."
— Hvað viltu segja um lítið fylgi
Framsóknarflokksins í Reykjavík
og á Reykjanesi?
„Það er náttúriega Ijóst, að í síð-
ustu kosningum töpuðum við
verulegu fylgi í þessum tveimur
kjördæmum og jrað er vitanlega
að mínu mati mjög alvarlegt. Hins
vegar held ég að þessu megi vel
snúa við, ef rétt er að málum stað-
ið, sem verið er að vinna að á okk-
ar vegum og hafa valdið vissum
deilurn á milli dreifbýlis og þétt-
býlis. Ég nefni t.d. landbúnaðar-
málin, sem eru enn í vinnslu. Þau
hafa valdið deilum og raunar
fleira."
Steingrímur Hermannsson
ítrekaði þá afstöðu sína, að „það
er ekki í kortunum" að hann fari
næst fram í Reykjavík en ekki á
Vestfjörðum.
— Lítið fylgi í Reykjavík myndi
ekki fæla þig hvort sem væri?
„Nei, nei, alls ekki þetta. Það
hefur engin áhrif á þetta, ef um
það væri að ræða,“ sagði Stein-
grímur Hermannsson forsætisráð-
herra og formaður Framsóknar-
flokksins.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir alþingismaður Kvennalista
Kvennalistinn heldur
fylgi þrdttfyrir
hatramman áróður
„Það merkilegasta við þessa
skoðanakönnun er að ríkisstjórn-
in skuli hafa fylgi 46% þeirra sem
afstöðu tóku með eða á rnóti,"
sagði Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir, alþingismaður Samtaka um
kvennalista.
„Það sýnir fyrst og fremst að
langlundargeð Islendinga er með
ólíkindum, þar sem það má öllum
vera ljóst að stefna stjórnarinnar í
efnahagsmálum hefur beðið skip-
brot og að hún aðhefst ekkert
þessa stundina til að bæta um bet-
ur.
Einhver spekingur sagði ein-
hvern tímann að sú ríkisstjórn sem
ekkert gerði væri bezta stjórnin
og kannski er það hið jákvæða
sem Islendingar sjá við ríkisstjórn-
ina þessa stundina.
Hvað fylgi flokkanna varðar, þá
er hlutfall þeirra sem eru óá-
kveðnir eða neita að svara það
hátt að tölurnar þar eru síður
marktækar. Ef til vill er athyglis-
verðast við þær tölur, að um þriðj-
ungur landsmanna virðist ekki
hafa gert upp hug sinn hvaða
flokki þeir fylgja að málum og
íhuga sinn gang í þeim efnum. Það
virðist einnig ljóst af þessari könn-
un, að þrátt fyrir þann hatramma
og staðlausa áróður sem að und-
anförnu hefur verið rekinn gegn
Kvennalistanum heldur hann því
fylgi sem hann hafði í síðustu
kosningum og gott betur og það er
mér vitaskuld gleðiefni," sagði Sig-
ríður Dúna Kristmundsdóttir.
Guðmundur Einarsson, formaður þingflokks
Bandalags jafnaðarmanna
„Karlinrí* sprengir
nótina á útmánuðum
Guðmundur Einarsson, for-
maður þingflokks Bandalags jafn-
aðarmanna, sagði að erfitt væri að
draga ályktanir af þessari skoð-
anakönnun. Þessi könnun væri
ein og stök og því erfitt um við-
miðun sem væri nauðsynleg ef
menn ætluðu að leggja mat á
breytingar eða tilhneigingar hjá
kjósendum.
„En mér sýnast breytingar frá
síðustu kosningum vera innan
óvissumarka," sagði Guðmundur.
„Eina stóra breytingin er upp-
sveifla hjá krötum og það er erfitt
að spá fyrir hvað gerist með þá
sveiflu.
Það er svolítið eins með þá
og loðnustofninn, að þeim er ým-
ist spáð því að vera nálægt útdauð-
ir eða þá að þeir séu vaðandi í torf-
um. Og svo hafa sumir sagt að
„karlinn í brúnni" sprengi nótina á
útmánuðum, ég veit ekki um það.
Hvað Bandalag jafnaðarmanna
varðar hins vegar, sýnist mér á
þessari könnun ásamt öðrum sem
hafa verið gerðar í vetur, að við sé-
um komin með nokkuð fast fylgi
sem hefur ekki breytzt neitt veru-
lega að undanförnu og ég er nátt-
úrlega mjög ánægður með það.
Það er á þeim grunni sem við
munum byggja.
Varðandi afstöðuna til ríkis-
stjórnarinnar, þá er augljóst að
það er veruleg stjórnarandstaða
meðal fylgismanna stjórnarflokk-
anna sem slíkra.
Annars vil ég bæta því við um
fylgi flokkanna, að maður hefur
heyrt utan að sér að Steingrímur
Hermannsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, hafi e.t.v. hugsað
sér að fara fram hér í Reykjavík til
þess þá að ná upp einhverri fylgis-
sveiflu fyrir flokkinn, en mér sýn-
ist á þessum lágu tölum Framsókn-
arflokksins í Reykjavík og á
Reykjanesi að það sé verulegt
spursmál hvort hann ætti nokkuð
að gera það. Það sé öruggara fyrir
hann að halda sig á Vestfjarðalist-
anum."
HELGARPÖSTURINN 9