Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 2
FREJTAPpSTUR Kjaradeila kennara og ríkisins Framhaldsskólakennarar innan Hins íslenska kennara- félags hafa lagt launakröfur sínar fyrir samningamenn rík- isins. Lægstu laun ættu samkvæmt þeim að hækka úr rúm- um 20 þúsund krónum í 37 þúsund krónur, en hæstu laun að hækka úr 29 þúsund krónum í rúm 50 þúsund. Tals- menn fjármálaráðuneytisins segjast ekki geta byrjað við- ræður við HÍK á þessum forsendum. Bf ekki semst fyrir 1. mars er útlit fyrir að kennarar gangi úr sínum störfum, en ráðherra menntamála telur þeim það ekki heimilt að lögum. Verkfall sjómanna hafið, SSO skip stöðvast Verkfall sjómanna hófst síðastliðinn sunnudag og er það þegar farið að hafa veruleg áhrif. Alls munu um 550 skip stöðvast og um 4000 sjómenn leggja niður vinnu. Litið hef- ur miðað í samkomulagsátt á fundum deiluaðila með ríkis- sáttasemjara í vikunni, en um það bil 8000 krónur ber á milli deiluaðila í beinum launahækkunum, auk þess sem önnur atriði eru óleyst. Nokkuð hefur borið á því það sem af er verkfalli að útgerðarmenn hafi ekki hlýtt verkfallsboði og haldið skipum sínum úti á veiðum. Rassía hjá öllum myndbandaleigum landsins Lögreglan í landinu fór herferð inn á allar myndbanda- leigur í landinu á mánudag. Þetta var samstillt átak að beiðni Kvikmyndaeftirlitsins, sem vildi með þessu móti hafa upp á þeim ólöglegu ofbeldismyndum sem verið hafa á markaðinum til þessa. Alls hafði löggan um 300 ólögleg myndbönd upp úr krafsinu, en hún kom nær öllum mynd- bandaleigueigendum í opna skjöldu. Öryggismálanefnd getur út ritgerð um herstöðina Gunnar Gunnarsson, starfsmaður Öryggismálanefndar, sendi frá sér all ítarlega ritgerð í vikunni um f ramtíðaráætl- anir og framkvæmdir við herstöðina á Miðnesheiði. í riV gerðinni kemst Gunnar meðal annars að þeirri niðurstöðu að fyrirhugaðar ratsjárstöðvar á Vestfjörðum og Norðaust- urlandi geti ekki orðið skotmörk í stríði, til þess séu þær of veigalitlar. Auk þess bendir hann á að með eflingu stjórn- stöðvarinnar í Keflavík sé ekki á nokkurn hátt verið að und- irbúa hugsanlega staðsetningu kjarnavopna hérlendis. Pyr- irsjáanlegar framkvæmdir í hernaðaruppbyggingu lands- ins, fyrir utan uppsetningu ratsjárstöðvanna, munu kosta 284,4 milljónir dollara, að því er Gunnar telur í ritgerð sinni. Útvarpslagafrumvarpið nýja að komast á legg Samkomulag stjórnarflokkanna um afgreiðslu nýja út- varpslagafrumvarpsins liggur nú fyrir með nokkrum breytingartillögum, þeim helstum að elnkastöðvum verði ókleift að fjármagna reksturinn með beinum auglýsingum. Talað er um mikla eflingu Ríkisútvarpsins á meðan frjáls- um stöðvum er sniðinn afar þröngur stakkur í sinni fyrir- huguðu starfsemi. Örvænting meðal Suðurnesjafólks Rúmlega sjö hundruð manns á Suðurnesjum, mest kon- ur, eru nú orðin atvinnulaus, einkum og sér í lagi vegna fiskiskipa sem horfið hafa úr plássunum á þessu svæði, annaðhvort vegna sölu eða gjaldþrots. Mikil örvænting er meðal fólks í þessum landshluta vegna bágs atvinnu- ástands. Sýnt þykir að ekki verður bætt úr þessu ástandi á næstunni nema með róttækum aðgerðum, eins og til dæmis því að sigla með afla frá öðrum löndunarhöfnum í vinnslu suður, þar sem svo margir kvótar frá Suðurnesjum hafa flust til annarra landshluta. Fréttapunktar: • Pulltrúar ASÍ og VSÍ eru byrjaðir að ræðast við til að und- irbúa næstu samninga á hausti komanda. • Málverk Jóhannesar S. Kjarvals, Útsýn yfir Þingvelli í átt að Súlum.' var slegið á 650 þúsund íslenskar krónur á uppboði í Köben í síðustu viku. • Bent Larsen stórmeiscari Dana hefur nú tekið afgerandi forystu á afmælismóti Skáksambands íslands sem staðið hefur yfir á Loftleiðahótelinu frá síðustu viku. Margeir Pét- ursson kemur næstur að stigum. • Rannsóknarlögreglan lagði hald á blöndunartæki Bjór- samlags Ámunnar í síðustu viku að beiðni rikissaksóknara, en kannað verður lögmæti þessarar starfsemi sem byggist á því að samlagsfólk getur fengið bjórlíki á allstórum tönkum með sér heim gegn greiðslu. • Talsverðar umræður hafa staðið um sameiningu ríkis- bankanna þriggja í einn banka. Ljóst er að langt er í ákvarð- anir i þessu efni. • Kvennalistinn hefur hafnað viðræðum þeim sem Alþýðu- bandalagið óskaði eftir við hann um hugsanlega samvinnu. • Fyrsti snjórinn á þessu ári féll á reykvíska hausa i næst- liðinni viku, en einmuna veðurblíða hefur verið um allt land síðustu vikur. Nú, snjórinn a tarna fór fljótt. • Milljónatjón varð af eldi í Brekkubæjarskóla á Akranesi um helgina, og hefur 18 ára Skagamaður verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna grunsemda um að hann hafi valdið brunanum. • Halldór Laxness hefur gefið nýstofnuðu myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns alla heiðurspeninga sem honum hafa hlotnast um dagana, meðal annars Nóbelspen- inginn sinn. • Samtök Grikklandsvina verða stofnuð um helgina. • Banaslys varð á Grindavíkurvegi um siðustu helgi, þegar sextán ára stúlka lenti i bilveltu ásamt tveimur vinkonum sinum, en þær sluppu að mestu ómeiddar úr slysinu. • Tveir bræður, fjögurra og átta ára gamlir, fórust í eldsvoða sem varð í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags. 2 HELGARPÓSTURINN HERRANÖTT með „They Shoot Horses, Don't They" Atvinnuleikhús- in urðu undir í samkeppninni! ★„Skólinn sjálfur er nú orðinn hálfgert aukaatriði," sagði Balthasar Kormákur, formaður Herranætur Menntaskólans í Reykjavík, en nú fer að styttast í frumsýningu á því fræga verki „They Shoot Horses, Don't They" eða Náðarskotið, eins og verkið heitir í uppfærslu Herra- nætur. „Það er ofsa góð stemmning í hópnum og æft upp á hvern dag. Guðni er bara hress yfir þessu, að minnsta kosti núna, sennilega vegna þess að við gáfum honum svo góða afmæl- isgjöf í síðustu viku, þegar hann varð sextugur," sagði Balthasar Kormákur. Sýningar verða í Broadway og frumsýning verður 7. mars næstkomandi. Formaður Herranætur upp- lýsti okkur um það, að bæði Iðnó, Alþýðuleikhúsið og Nem- endaleikhúsið hefðu reynt að fá verkið til sýningar og hann héldi að Iðnó hefði reynt sl. tvö árin. „En við þrjóskuðumst við og vorum svo heppin að fá sýningarréttinn," sagði Kormák- ur. Höfundur leikgerðar er Ray Herman en höfundur verksins er Horace McCoy. Leikstjóri er Viðar Eggerts- son, en Karl Ágúst Úlfsson þýddi. I aðalhlutverkum eru Hilmar Jónsson í hlutverki dansstjórans Rocky Gravo, Hall- dóra Björnsdóttir leikur Gloriu Beatty (Jane Fonda lék hana í kvikmyndagerð verksins, sem margir hafa eflaust séð bæði í kvikmyndahúsum og í sjón- varpi) og dansfélagann leikur Sæmundur Norðfjörð. Alls taka um 40 manns þátt í sýningunni og eru þá með taldir 10 hljóð- færaleikarar, en í verkinu eru sungin nokkur lög. Jóhann Morávek útsetti tónlistina. Ingibjörg Stefánsdóttir, full- trúi AT-hóps Herranætur (AT=al- mannatengsl) sagði (samtali við HP, að æfingar hefðu staðið frá áramótum og hópurinn væri bjartsýnn á að vel tækist til. „Við vonumst til að gera betur en í fyrra," sögðu þau Balthasar Kormákur og Ingibjörg, en þá urðu sýningar alls 12. „Þá þótti Guðna rektor nóg komið." Viðar Eggertsson leikstjóri var bjartsýnn á góða sýningu og sagði að leikmyndin, sem væri sjálfur skemmtistaðurinn Broadway, hentaði þessari sýn- ingu einkar vel. „Þetta er lík- lega dýrasta leikmynd sem gerð hefur verið," sagði Viðar Eggertsson.# Krítarkortasýki ★ Jæja elskurnar, þá er komið að gjalddögum þeirra sem greiddu jólainnkaup sín með krítarkortum eftir átjánda dag desemþermánaðar í fyrra. Líkast til hafa margir eytt um efni fram og sjá nú fram á erfiða tíma í fjármálunum og enn aðrir eru alveg bit á því hvað þeir hafa látið stjórnast af þessum varhugaverðu plastplöt- um. Og orðið bókstaflega ofur- seldir þeim. En þeirra er vonin... í Bandaríkjunum (þið vitið, westurfrá) hefur nú um nokkurt skeið verið rekið meðferðar- heimili fyrir þá ólánsömu ein- staklinga sem hafa fengið inn- kaupaæði af því að versla með krítarkort, eða geta ekki á ann- an hátt haldið aftur af sér með þessar plastplötur upp á vas- ann. Þessi meðferð þykir hafa gefið góðan árangur og læknað margan veikgeðja korthafa. Hún stendur alla jafna yfir í viku- tíma, nema menn séu þess verr haldnir, og hefst meðferðin á því að leiðbeinandinn biður hina kortsjúku að taka kortin sín upp og klippa þau síðan í tætlur með þar til gerðum skærum. Að því búnu hefst sjálft leiðbeiningarstarfið sem mest gengur út á það að sýna mönnum hvernig þeir eigi að geta notað kortin sín í hófi, stjórnað þeim í stað þess að láta stjórnast af þeim. Þessi meðferðarstofnun í Bandaríkjunum er enn það ung að árum að ekki er vitað um hlutfall útskrifaðra sem fallið hafa eftir námskeiðið, en sem fyrr greinir hafa menn þar vesturfrá á tilfinningunni að góður árangur hafi orðið. íslenskum kortasjúklingum er hér með bent á þessa meðferð- arstofnun í Bandaríkjunum og geta þeir leitað til Menningar- stofnunar Bandaríkjanna á Neshaga í Reykjavík eftir frekari upplýsingum.^

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.