Helgarpósturinn - 21.02.1985, Síða 3

Helgarpósturinn - 21.02.1985, Síða 3
» Löggulík! I ★ Nokkrar vangaveltur hafa l staðið yfir um það síðustu daga I hvaða nafngift hæfi þeim hraðahindrunum sem yfirvöld | hafa komið fyrir á götuköflum * víðs vegar um borgina og þá | einkum í grennd við barna- og unglingaskóla. í síðasta Helgar- | pósti var þess meðal annars * getið að orðanefnd verkfræð- | inga hefði gert tillögu um orðið ' þúst eða götuþúst, en fleiri hugmyndir hafa einnig verið uppi að undanförnu hvað þetta varðar, svo sem orðin alda og þúfa og einn spaugari kom með orðið blindhæð um dag- inn og annar tilnefndi brjóst. En hvað sem þessar hraða- hindranir eiga eftir að heita í framtíðinni, þá er víst að þær eru ekki íslensk uppfinning. Þær hafa lengi hægt á ferðum bílstjóra í stórborgum erlendis, I meðal annars í London. Þar gengur þetta þarfa fyrirbrigði ' undir nafninu „a dead police- man" hjá gárungunum og lát- um við lesendum eftir að . ímynda sér hver ástæðan sé fyrir þeirri nafngift, en bendum á íslenska þýðingu á heitinu: Löggulík! ' Já, fleiri en Islendingar eru | meinfyndnir.. .☆ I Sálrænar flensur ★ „Hörmung er að sjá ykkur", varð Huldu Hákonardóttur sjúkraþjálfa á Landspftalanum að orði þegar hún barði augum ritstjórn HP á síðasta MAS- fundi (Mutual Admiration Society). Orð að sönnu, því rit- stjórn blaðsins hefur ekki farið varhluta af flensu, kvefi og almennu útmánaðasleni því sem hrjáir þessa vinnusömu þjóð. „t>að er eitthvað búið að vera að grasséra í mér lengi," stundi Halígrímur Thorsteinsson ná- fölur. „Ég bara þori ekki að fara í rannsókn, hræddur um að verða leiguþý læknanna. En þetta er orðið þannig að þegar ég fer út í sjoppu á þriðju- dögum og miðvikudögum, þegar vinnsla blaðsins er í uppsveiflu, hrekkur fólk í kút við að sjá mig." Hulda hélt stuttan fyrirlestur fyrir ritstjórn um streitu og flensur eða „samspil líkamlegs og andlegs varnarkerfis". „Fólk hlustar því miður sjaldnast á líkamann þegar hann gefur okkur viðvörunarmerki um að nú höfum við ofgert okkur, varnirnar séu að bresta," sagði hún. „Það stafar ma af því að í svona litlu þjóðfélagi eins og okkar er dyggð að vinna. Ætli þjóðfélagið myndi ekki fara allt úr skorðum ef fólk tæki veru- legt tillit til heilsu sjálfs sín? Mér sýnist a.m.k. að Helgar- pósturinn myndi hætta að koma út." „Maður má ekki láta eftir sér að verða hysterískur" greip Ing- ólfur Margeirsson inn í. „Ef maður er eitthvað slappur og aumur á maður að gera vel við sig, t.d. fá sér sundsprett og fara út að borða." „Já, oft eru orsakir líkam- legra kvilla eins og flensu fyrst og fremst sálrænar" sagði Hulda og batt trefilinn fastar að hálsi Hallgríms og strauk honum um ennið. „Fólki finnst oft að aðrir sýni því ekki nóga samúð og skilning, það vill fá meiri athygli. Þess vegna er það oft þrautalendingin að leggjast (rúmið til að öðlast slíkt í ríkara mæli. Vertu bara veikur, vinur," sagði hún og klappaði honum undur- blítt á kinnina. „Ja, fussum svei," rumdi í rit- stjóranum. „Nú er ég farinn í sund."^ Reiknivélar Fyrsta flokks vélar á skrifstofuna á góðu verði Teg. 1015 Teg. 1030 Teg. 1230 Teg. 2000 NON HF. Hverfisgötu 105 S. 26235 kr.: 3.560 kr.: 4.680 kr.: 5.280 kr.: 7.950 Eru allir fullir á þessum uppboðum þínum? Úlfar Þormóðsson „Nei, nei, nei, nei." — En DV sagði í fjórdálka frétt á baksíðu á þriðjudaginn var, að maður vel við skál hafi hækkað prísana á málverkauppboði Gallerf Borgar, og myndir farið á uppsprengdu verði? „Eins og ég sagði við blaðakonu DV, þá vissi ég ekki til þess að umræddur maður hefði verið við skál. Áhrifin af manninum og síboðum hans urðu reyndar þau, aðfólkhættiviðaðbjóða í myndir því hann yfirbauð ávallt ef hann bauð í mynd á annað borð. Þegar allt kemur til alls hefur maðurinn því lækkað prísana en ekki hækkað þá." — Runnu ekki á þig tvær grímur þegar leið á uppboðið? „Jú, sérstaklega þegar ég sá að maðurinn yfirbauð lögmann sinn og síðan sjálfan sig. En fulltrúi uppboðshaldara og ég urðum sammála um að við gætum ekkert gert í málinu." — Þær sögur ganga um bæinn að þarna hafi verið útsendari samkeppnisaðila ykkar á ferðinni? „Ég tel það af og frá." — Hvaða maður var þetta eiginlega? „Ein af skyldum málverkasala og uppboðshaldara er að nefna ekki nöfn viðskiptavina sinna." — En DV stendur við það að rétt hafi veriö eftir þér haft, að maðurinn hafi hækkað prfsana. Þú hafir sagt við blaðið að þú getir ekki neitaö þeirri staðreynd? „Ég sagði þessi orð en í allt öðru samhengi. Það var verið að spyrja um allt annað." — Um hvað? „Blaðakonan stóð í einhverju málaþófi við mig fram og til baka, og spurði loks hvort það væri rétt að einhver maður hafi boðið í margar myndir. Því svaraði ég: Þetta er rétt. Ég get ekki neitað þessu." — Er maðurinn búinn að greiða myndirnar? „Maðurinn hefur haft samband við mig innan tímamarka sem uppboðsskilmálar setja. En hann hefur enn ekki sótt myndir sínar." — Hvenær á hann að vera búinn að ná í þær? „Hann hefði átt að vera búinn að því nú." — Hefur þú trú á að hann nái í myndirnar og borgi fyrir þær? „Nei." — Og hvað ætlarðu að gera þá? „Ég þarf að gera söluskattsyfirvöldum grein fyrir málinu og tek ákvarðanir út frá því." — DV segir ennfremur að greiði maðurinn ekki fyrir málverkin, muni þeir með næsthæstu tilboðin fá að ganga inn f samninginn. Gerist þetta? „Blaðakona DV segir þessi orð. Þetta hef ég aldrei sagt, enda óframkvæmanlegt að láta þá með næsthæstu boðin ganga í samning á þennan hátt. Það vita allir sem þekkja til uppboða." — i athugasemd þinni í DV f gær kallarðu blaðamanninn „ódrukknu blaðakonuna". Fréttin er merkt KÞ, og mun blaðamaðurinn Kristfn Þorsteins- dóttir hafa skrifað þessa umræddu frétt. Hefurðu ein- hverja ástæðu til að ætla aö blaðamaðurinn hafi ekki veriö ódrukkinn? „Nei, nei, en þessi forliður er byggður á hinni ærumeiðandi fyrirsögn DV sem ýjar að drykkjuskap á uppboðinu." — Voru ekki vínveitingar þarna? „Við höfðum fengið vínveitingaleyfi frá lögreglustjóraemb- ættinu í Reykjavík. Þeir sem óskuðu eftir að kaupa áfengi fengu það, enda Hótel Borg vínveitingastaður." — Verða uppboösgestir Gallerfs Borgar látnir blása f blöðrur f framtíðinni? „Nei. Hins vegar mun galleríið þrátt fyrir þennan atburð treysta sínum viðskiptavinum sem hingað til. Enda eiga þeir það skilið." — Allir nema einn? „Rétt". Úlfar Þormóðsson er stjórnarformaður Gallerís Borgar. Sl. sunnudag, 17. feb., var haldið málverkauppboð á vegum gallerísins á Hótel Borg. DV greindi frá því eftir helgi að drukkinn maður hafi boðið f mörg málverk og sprengt upp verð myndanna. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.