Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 4
IÞROTTIR eftir Ingóíf Hannesson „Mikið djö. . . eru þeir góðir! Að afloknum landsleikjunum þremur íhandknattleik gegn Júgó- slövum í síðustu viku brann ein spurning öðrum fremur á vörum íþróttaáhugamanna: Hvers vegna nær þetta landslið svo góðum ár- angri sem raun ber vitni? í íþrótta- pistli HP í dag er leitað svara við þessari spurningu og jafnframt fjallað stuttlega um sögu hand- knattleiks hér á landi. Handknattleikur er upprunninn í Þýskalandi um aldamótin síðustu og var þá einvörðungu leikið utan- húss á stórum velli. Nokkru seinna hófu Danir að leika íþrótt sem þeir kölluðu hándball og svipaði þeirri íþrótt mjög til handboltans sem við þekkjum í dag. Undir lok fyrri heimsstyrjaldar mótuðu tveir Þjóðverjar leikreglur fyrir hand- knattleik og þar með má segja að íþróttin hafi verið komin í fastar skorður. Lengi vel var handknatt- leikur aðeins leikinn innanhúss hjá Norðurlandabúum, en æ fleiri þjóðir fylgdu í kjölfarið og nú er svo komið að leikurinn er einkum þekktur sem innanhússíþrótt. Talið er að handknattleikur hafi borist hingað til lands um og eftir 1920, en heimildir em um kapp- leiki frá árinu 1925. Islandsmeist- aramót innanhúss hófst árið 1940 og 17 árum seinna, árið 1957, var Handknattleikssamband íslands lands. En staðreyndin er hins veg- ar sú, að kastljós fjölmiðlanna beinist nær eingöngu að liðum í fyrstu deild karla og landsliðinu í karlaflokki. Auðvitað er það vegna þess að þessir aðilar standa í keppni við erlend lið og þegar ár- angurinn er með slíkum ágætum og í vetur halda engin bönd fjöl- miðlamönnum. Einnig má til sanns vegar færa, að meistara- flokkar og landslið séu sú upp- skera sem sáð hefur verið til. Þá hefur sýnt sig að góður árangur meistaraflokka einstakra félaga og landsliða hefur gert það að verkum að mun fleiri laðast að íþróttinni en ella. Þetta er eins- konar gagnverkandi kerfi. Það sem tíundað er hér að fram- an er þó engan veginn nægilegt til þess að svara spurningunni sem varpað var fram í upphafi pistils- ins: Hvernig stendur á þessum góða árangri? Ef til vill nægir að nefna nokkur lykilorð: Góð undir- staöa, aldur, áhugi, samheldni, einstaklingar, þjálfun og stubning- ur. Lítum nánar á þessi lykilorð. Nánast allir leikmennirnir í karla- landsliöinu hafa fengið markvissa þjálfun í handknattleik frá unga aldri. Obbinn af þeim kemur frá þremur félögum, FH, Víkingi og Val, en öll eru þessi félög þekkt fyrir að leggja rækt við yngri svæði, sem afmarkast af Reykja- vík og Hafnarfirði. Þeir hafa leikið mikið saman og hvorir gegn öðr- um með sínum félögum og áhuga- málin eru í mörgum tilfellum svip- uð. Islenskur handknattleikur hefur í mörg ár getað stært sig af því að eiga snjalla einstaklinga. Nægir að nefna Karl Jóhannsson, Sigríði Sigurðardóttur, Gunnlaug Hjálm- arsson, Axel Axelsson, Ólaf H. Jónsson, Hjalta Einarsson, Geir Hallsteinsson, Ólaf Benediktsson og þannig mætti lengi telja. Þann- ig er þessu einnig farið með Iands- liðsmennina í dag; þeir gefa gömlu hetjunum okkar ekkert eftir. En árangur næst ekki ein- vörðungu með snjöllum einstakl- ingum, þeir verða að leika eins og ein heild, eins og lið. Þannig er þessu farið hjá landsliðinu nú og það er einum manni öðrum frem- ur að þakka, Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfara. Hann hefur sýnt og sannað, að hann er í hópi fær- ustu þjálfara í Evrópu. Á því leikur enginn vafi. Þjálfunaraðferðir hans eru sumar hverjar umdeild- ar, en þær hafa skilað ótrúlega góðum árangri. Bogdan þjálfar landsliðsmennina mikið í „teoríu" og „taktík", en hann hefur ekki síður njörvað þessa snjöllu ein- staklinga niður í eina heild. Auk Sjö lykilorð ættu að nægja til þess ad skýra velgengni íslenska karla- landsliðsins í handknattleik: Und- irstaða, aldur, áhugi, samheldni, einstakUngarjr' HflpSWHWifáWl'Ffrá ein- sleikja íslands og Júgó- slavíu í Laugardal8höll í síðustu viku. stofnað. Það sama ár fór fram fyrsta Evrópubikarkeppnin í karlaflokki. Handknattleikur varð keppnisgrein á Olympíuleikunum í Miinchen í Vestur-Þýskalandi ár- ið 1972. Af framansögðu má ráða að handknattleikur er „ung" íþrótta- grein, sem enn er í umtalsverðri mótun. Reyndar er talað um hand- knattleik sem „yngstu" knatt- leikjaíþróttina. Þær hefðir sem skapast hafa í íþróttinni eiga sér ekki ýkja langa sögu, a.m.k. ekki hér á landi. Karlalandsliðið okkar hefur tekið þátt í heimsmeistara- mótum frá árinu 1958 og konur tóku fyrst þátt í Evrópubikar- keppni árið 1966. A þessu ári er talið að um þrjú til fjögur þúsund íþróttamenn æfi handknattleik reglulega. Leikja- fjöldi á íslandsmótinu í ár er um 2500. Þátttökuliðin eru um 150. Starfið í kringum fyrstu deild karla og kvenna og landslið er því ekki nema brot af þeirri starfsemi sem fram fer í einstökum félögum og hjá Handknattleikssambandi ís- flokka, til dæmis með því að ráða til starfa unglingaþjálfara. í öðru lagi minnist ég á aldur. Flestir strákanna í landsliðinu nú eru á aldrinum 22—26 ára, með örfáum undantekningum, og segja má að aldurssamsetning liðsins sé eins góð og á verður kosið. Reyndar ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu að þessi hópur haldi áfram næstu árin og að enn betri árang- ur náist. Áhugi landsliðsstrákanna á handknattleiknum er með ólík- indum. Allir hafa þeir orðið fyrir miklum fjárútlátum vegna íþrótta- iðkunarinnar, beint og óbeint. Þeir hafa hagað vinnu og námi í samræmi við handknattleikinn. Reyndar má benda á að flestir sem komast í hóp afreksmanna í íþrótt- um eru vissar „týpur", ósérhlífnir, eljusamir, setja sér há markmið og skipuleggja sinn tíma vel. Þannig manngerðir laðast oft að íþróttum þegar á unga aldri. í framhaldi af þessu nefni ég samheldni, sem getur átt sér margar orsakir. Allir strákarnir búa á tiltölulega litlu þess er Bogdan þekktur fyrir að ná fram hámarksárangri þegar mest liggur við, bæði hjá liðinu og einstökum leikmönnum. Við minnumst þess hvernig Sigurður Gunnarsson „blómstraði" á Ólympíuleikunum í Los Angeles eftir þokkalega frammistöðu mán- uðina fyrir leikana. Síðasta lykilorðið sem ég nefndi hér að framan var stuðningur. Þar á ég m.a. við þann stuðning sem landsliðið hefur fengið frá hand- boltaáhugamönnum (áhorfend- um), fyrirtækjum og forystumönn- um Handknattleikssambandsins. Sá stuðningur er ómetanlegur. Landsleikirnir gegn Júgóslöv- um í síðustu viku, einkum 7- marka sigurinn í þriðja leiknum, voru einungis staðfesting á því sem skrifað er hér að framan. Síð- ustu orðin í þessari umfjöllun hef- ur áhorfandinn sem vék sér að mér eftir sigur okkar manna í Höllinni og sagði með glampa í augum: „Mikið djöfulli eru þeir góðir." Á dögunum efndu Sam- vinnuferðir til skemmtunar í Há- skólabíói, þar sem fram komu með- al annarra Stjúpsystur, en þær koma fram í hinum svokallaða Þórskab arett. í skemmtiatriði sínu gerðu þær að gamni sínu og grínuðust eitt- hvað með Ingólf keppinaut Guð- brandsson í Útsýn. Ingólfur mun hafa fengið fréttir af þessu og orðið illur og fúll. Svo fór, að hann lét lög- fræðing sinn senda Samvinnuferð- um bréf með tilheyrandi athuga- semdum. HP er ekíri kunnugt um hvort Samvinnuferðum var hótað málsókn... Þ að kom fram í fréttum á dög- unum, að Arnarflug hefði tapað um 50 milljónum króna á síðasta ári. Þetta kom mörgum spánskt fyrir sjónir, einkum þeim sem mundu eft- ir yfirlýsingum sem gefnar voru í upphafi ársins, að fyrirtækið sæi fram á „æðislegt" ár í rekstri. Nú velta menn vöngum yfir því hvernig yfirstjórnin bregðist við og hvort sá sem gerði áætlunina verði látinn fjúka. I alvörufyrirtækjum erlendis og jafnvel hérlendis yrði allt vit- laust... E, linar Tjörvi Elíasson, for- maður Sjálfstæðisfélags Akureyrar, kom svolítið skemmtilega upp um sig og vangaveltur valdhafanna í Valhöll um daginn. Þannig var, að hann sendi fyrir nokkrum dögum bréf til þeirra manna á Akureyri, sem sitja í fulltrúaráði flokksins þar. í bréfinu segir lítið annað en að þess sé vænst að viðkomandi fulltrúa- ráðsmaður verði virkur í starfi flokksins og svo orðaflúr í kringum það. Þar er þó að finna eina setningu, sem stingur svolítið í augun í ljósi yf- irlýsinga forystumanna flokksins: „Eins væntum við þess að þú ljáir okkur lið með virkri þátttöku í kosn- ingabaráttu Sjálfstæðisflokksins, sem í vændum er." Þarna talar Einar Tjörvi þvert of- an í yfirlýsingar forystumanna flokksins, sem þrástagast á því að engar kosningar séu í vændum, eins og margir vilja halda fram. Það sem Valhöll hefur sagt við Einar Tjörva er líkast til það, að hann skyldi vera við öllu búinn, meðal annars kosn- ingum. Skilaboð af þessu tagi verða ekki til af engu og því hljótum við að draga þá ályktun, að dagskipunin sé ættuð úr innsta kjarna Sjálfstæðis- flokksins. Semsagt: Þorsteinn ætl- ar í kosningar að loknum landsfundi I elgarpósturinn skýrði frá því á dögunum, að framsóknarmál- gagnið á Akureyri, Dagur, leitaði logandi ljósum að vönum blaða- mönnum hérna fyrir sunnan. Ætl- unin mun vera að fjölga um eina fimm blaðamenn, þegar Degi verð- ur breytt í dagblað 1. september, ef áætlanir ganga eftir. Nú höfum við heyrt, að Svarfdælingurinn og fréttamaður Útvarpsins Atli Rúnar Halldórsson sé að hugsa um að færa sig norður yfir heiðar, þar sem bróðir hans Jón Baldvin Halldórs- son er fréttamaður DV á svæð- Þ að hefur vakið athygli meðal manna í auglýsingabransanum hve SÍS hefur verið ötult að auglýsa fyr- irtæki sitt í sjónvarpinu eftir að kaffi- hneykslið varð opinbert. Einum nafntoguðum framsóknarmanni, sem ofbauð áróðursherferð SIS í sjónvarpinu þegar hneykslið stóð sem hæst, varð að orði: „Þetta er bara eins og a Kúbu; þegar eitthvað neikvætt gerist þá er bara farið í já- kvæða auglýsingaherferð". .. Ferðaáfangar mega ekki vera of langir - þá þreytast farþegar, sérstaklega börnin. Eftir5til lOmínútnastanságóðum stað er lundin létt. Minriumst þess að reykingar í bílnum geta m.a. orsakað bilveiki. ÍUMFERÐAR J.K PARKET auglýsir: Er parketið orðið ljótt? Pússum upp og lökkum P/VRKET Einnig pússumvið upp og lökkum hverskyns viðargólf. Upplýsingar í síma 78074. Geymið auglýsinguna. 4 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.