Helgarpósturinn - 21.02.1985, Side 6

Helgarpósturinn - 21.02.1985, Side 6
INNLEND YFIRSÝN Kl. 18.00 sl. sunnudag hófu um 4000 undir- og yfirmenn á fiskiskipunum verkfail eftir ár- angurslausa samningafundi við útgerðar- menn undanfarna daga. Verkfallið nær til 31 aðildarfélaga innan Sjómannasambands ís- lands og 10 innan Farmanna- og fiskimanna- sambandsins. Samninganefndir þessara fé- laga skoruðu á skipstjóra og áhafnir fiski- skipa síðdegis á þriðjudag að hætta veiðum og sigla samstundis í höfn vegna meintra brota útgerða á samningsákvæðum um veið- ar í verkfalli. Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur kvað mörg brot- anna stafa af því að sömu mennirnir væru oft bæði útgerðarmenn og skipstjórar og það skapaði óhjákvæmilega spennu. Sumum slíkra skipstjóra hefði tekist að þjarka mann- skapnum út. Gylfi Harðarson hjá Sjómannafélaginu Jötni í Vestmannaeyjum sagði að sér væri ekki kunnugt um mörg eiginleg verkfalis- brot í Eyjum. Langflest skip og bátar væru komin í höfn. „En á því er þó a.m.k. ein leið undantekning," sagði Gylfi í samtali við HP. „Það er netabáturinn Suðurey VE. Þar er á ferðinni maður sem ekki er útgerðarmaður og er því að brjóta verkfall á sjálfum sér.“ Guðjón Kristjánsson formaður FFSÍ heldur því fram að útvegsmenn hafi brotið samn- inga og fengið menn til að sigla með því að bjóða þeim ýmis fríðindi í staðinn og sagði í samtali við HP að honum bærust brátt sönn- unargögn þar að lútandi. „Að ásaka útgerðarmenn um verkfallsbrot er hugtakaruglingur," sagði Kristján Ragn- arsson framkvæmdastjóri LIU í samtali við HP. „Það eru ekki útgerðarmenn sem eru í verkfalli og því fær það ekki staðist að þeir brjóti það. Enda setja sjómenn ásökun þessa fram sem órökstudda fullyrðingu. Svo virðist sem sumir þeirra sjálfra séu að brjóta verk- fallið og á því getum við engan veginn borið ábyrgð.“ Jafnframt sagði Kristján að sér væri ails- endis ókunnugt um að útgerðarfélög hefðu fengið sjómenn til að sigla með því að bjóða þeim fríðindi, en hann vissi hins vegar til þess að sumir skipstjórar hefðu eindregið óskað eftir því við undirmenn sína að sigla og að í sumum tilfellum hefði verið látið und- an óskum þeirra. Sjómenn í allsherjarverkfall Um kröfur sjómanna hafði Guðmundur Hallvarðsson formaður SR eftirfarandi að segja: „Kröfurnar eru tvíþættar, annars veg- ar þær sem SÍ setur fram og hins vegar þær frá FFSÍ. En í raun eru félögin á sama báti, þannig að kröfur þeirra faila mjög saman. Fyrst má tiltaka lífeyris- og tryggingamál. Síðan berjumst við náttúrulega fyrir kaup- tryggingu eins og önnur stéttarfélög. í þeim umræðum hefur lítið þokast, þrátt fyrir það að við höfum stigið þrjú skref niður á við til útgerðarmanna og lækkað kröfur okkar verulega, en þeir hafa einungis stigið eitt skref upp á við tii okkar. Við þetta situr. En stærsta kröfumálið er,“ sagði Guðmund- ur ennfremur, „að við viljum fá kostnaðar- hlutdeiidina svokölluðu út. í þeim efnum má segja að ákvæði kjarasamninga og lög um skiptaprósentu stangist á. í kjarasamningum er kveðið á um hvernig beri að skipta afla á milli sjómanna og útgerðar, en hins vegar kveður löggjafinn á um kerfi framhjá skipt- um til handa útgerðinni varðandi olíukostn- að og annan rekstrarkostnað. Þetta viljum við láta afnema úr lögum." Kristján Ragnarsson benti á að um framan- greint atriði hefði LÍÚ ekki samningsrétt. Um það yrðu félög sjómanna að eiga við stjórn- völd. í upphafi samningaviðræðna hefði LÍÚ aftur á móti boðið sjómönnum 20% grunn- kaupshækkun sem væri þó alltént 10% um- fram það sem verið hefur á almennum mark- aði undanfarið. Varðandi tryggingamálin, eða maka- og barnalífeyrismál, sem enn væru óútkljáð, sagði Kristján að viðsemjend- ur þeirra einblíndu um of á þá greiðslu sem greiðist við fráfall, en horfðu fram hjá mán- aðarlegum lífeyrisgreiðslum sem fjölskyldur hins látna fengju næsta átta árin. Þær bætur væru t.d. tvöfalt hærri en bætur frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Nokkrir þeirra sjómanna sem HP hafði samband við létu í ljós óánægju með frétta- flutning fjölmiðla af kjaradeilu þeirra. Gylfi Harðarson í Vestmannaeyjum vildi ítreka eftirfarandi: „Fréttamönnum, einkum hjá Sjónvarpi, hættir til að greina mjög óljóst frá gangi mála. Þeir eru gjarnir á að tala um heildartölur og prósentur í kröfugerðum okkar og slíta þær úr öllu samhengi. T.d. nefndu þeir aðeins þá prósentuhækkun sem við viljum fá á kauptryggingunni, en tóku ekki fram að við gerum ráð fyrir að hækkun- in komi í áföngum á tveggja ára tímabili. Svona fréttaflutningur getur orðið til þess að sverta okkur í augum almennings, fá fólk til að halda að við séum ósveigjanlegar heimtu- frekjur." Líta má á áskorun samninganefnda SÍ og FFSÍ sem eins konar liðskönnun. „Við verð- um að finna að sjómenn standi heilir og óskiptir að baki okkar sem setjum fram kröf- ur fyrir þeirra hönd,“ sagði Guðjón Kristjáns- son. Og svo virðist sem forsvarsmönnum sjó- manna hafi orðið að ósk sinni. „Nú sýnist mér að horfi í eitt allsherjarverkfall," sagði Guðmundur Hallvarðsson. „Austfjarða- og Vestfjarðaflotinn er að koma í höfn og sjó- menn fyrir norðan og vestan fylgja óðum í kjölfarið." Áhrif verkfalisins eru þegar orðin víðtæk. Fari sem horfir blasir við hráefnisskortur í fiskiðnaði út um allt land, lokun frystihúsa og gífurlegt atvinnuleysi. Þannig hefur fisk- iðjuverið á Sauðárkróki verið lokað síðan á fimmtudag og vinnsla hefur einnig stöðvast á Neskaupstað og víðar. Á sumum stöðum hefur þegar verið gripið til uppsagna kaup- tryggingar hjá fiskvinnslufólki og í dag er von á skriðu uppsagna vegna hráefnisskorts. Ymsar fiskafurðir er þegar farið að vanta á Bandaríkjamarkað. Astandið er því orðið mjög uggvænlegt. Hvorugur deiluaðilinn telur lausn í sjón- máli. Því beinast böndin að stjórnvöldum. Ef til vill reynist nauðsynlegt að þau „höggvi á gordíonshnút sem virðist hlaupinn á samn- ingaumræðurnar," eins og einn viðmælandi blaðsins orðaði það. Til eru þeir í hópi samn- inganefnda sjómanna sem telja, að ríkis- stjórninni beri að koma til móts við sjómenn með skattaívilnunum, verði hún ófáanleg til að breyta lögunum um skiptaprósentuna. Á vegum stjórnvalda er reyndar starfandi nefnd sem fjallar um sjóðakerfi sjávarútvegs- ins, m.a. hina umdeiidu skiptaprósentu, og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra er vongóður um að hún skili af sér á þessu ári. Hins vegar segir ráðherra að engin áform séu uppi innan stjórnarinnar um að grípa beint inn í deilu sjómanna og útgerðar- ERLEND YFIRSÝN Kasparoff var heitt í hamsi, þegar hann las yfir hausamótunum á Campomanes. Sovétmenn og Campomanes troða skákina í svadið Svo margt er fréttnæmt í skákheimi um þessar mundir, jafnt hérlendis sem erlendis, að ráðist er í að slá eign þessa þáttar á ögn af því, í þeirri von að það takist án þess að troða Guðmundi Arnlaugssyni um tær. Það því fremur, sem nýskeðir atburðir í heims- meistaraeinvíginu í Moskvu benda langt út fyrir ramma skákíþróttarinnar sjálfrar, vekja spurningar um stöðu hverskonar afreks- íþrótta einstaklinga í veröld sem þrúguð er af auglýsingamennsku og stjórnmálaríg, þar sem einstaklingarnir sem keppa eru gerðir að leiksoppum annarlegra hagsmuna. Vert er að rifja upp atburðarásina, þegar Filippseyingurinn alræmdi, Florencio Campomanes, kórónaði feril sinn í skák- heimi með því að beita forsetavaldi í Alþjóða skáksambandinu til að slíta í miðju kafi ein- vígi Anatoli Karpoffs heimsmeistara og Garí Kasparoffs áskoranda um heimsmeistara- tignina í skák. Hér verða atvik rakin eftir frá- sögn fréttaritara Associated Press í Moskvu. A miðvikudag í síðustu viku áttu keppend- ur að tefla 49. skákina í einvígi sem hófst 10. september í fyrra. Framan af gekk heims- meistaranum allt í haginn, í nóvember var hann kominn með fimm af þeim sex vinning- um sem þarf til sigurs. En síðan var tefld 21 skák í striklotu, án þess Karpoff næði vinn- ingi, meðan áskorandinn vann þrjár skákir. I upphafi fyrri viku gekk sá orðrómur með- al skákáhugamanna í Moskvu, að aðstoðar- menn Karpoffs í einvíginu hefðu komið þeirri málaieitun til liðsmanna Kasparoffs, að einvíginu yrði hætt og efnt til nýs í sept- ember í haust. Þegar beiðninni var hafnað, birtist Campomanes og tilkynnti á sitt ein- dæmi frestun á 49. skákinni, en lét fylgja að hún yrði tefld á föstudag. En á föstudag var ekki sest að tafli, heldur efndi Campomanes til fréttafundar, sem varð allur hinn einkenniiegasti. Filippseyingurinn í forsetasæti FIDE lýsti yfir, að einvíginu væri slitið, vegna þess að keppendur báðir væru uppgefnir. Nýtt einvígi yrði hafið í septem- ber og keppnisreglur þar ákveðnar á FIDE- þingi í ágúst. Slit viðureignarinnar í Moskvu og tímasetning nýs einvígis komu heim og saman við þá beiðni, sem fullyrt er að iiðs- menn Karpoffs hafi áður verið búnir að bera fram við Kasparoff. Haft er fyrir satt meðal skákmanna í Moskvu, að á fimmtudag, daginn fyrir frétta- fundinn, hafi Campomanes gert sér ferð í bækistöð Kasparoffs og aðstoðarmanna hans og haft meðferðis bréf frá Skáksam- bandi Sovétríkjanna um að heilsa Karpoffs væri brostin og því yrði að hætta við einvíg- ið. í upphafi fréttafundarins kunngerði stjórn- andi hans, sem óljóst er hvort var á snærum Campomanesar eða Skáksambands Sovét- ríkjanna, að hvorugur keppenda í einvíginu yrði þar viðstaddur. Þetta reyndist blekking, eins og fleira hjá fundarboðendum. Kaspar- off kom með sína sveit og tók sér sæti aftar- lega í fundarsalnum. Þegar fréttamenn höfðu látið uppi grun- semdir um að Campomanes væri að hygla Karpoff, miklum vini sínum, með því að stöðva einvígið, iét heimsmeistarinn einnig sjá sig og krafðist þess að fá orðið. Varð það til þess að Compamanes komst hjá að svara spurningu á þá leið, hvort Karpoff væri að niðurlotum kominn. Þess varð vart að einn af aðstoðarmönnum Karpoffs fór í síma, að því talið er til að kaila sinn mann á vettvang. Heimsmeistarinn hafði það til málanna að leggja, að lýsa yfir að sér væri ekkert að van- búnaði að halda einvíginu áfram og vildi það fyrir hvern mun. Úr því Karpoff kom á vettvang og fékk að taka til máls, var ekki unnt að neita Kaspar- off um orðið. Hann gerði sér lítið fyrir og rak forseta FIDE margfaldlega á stampinn með nokkrum setningum. Áskorandinn sýndi fram á, að Campomanes hefði marglogið að fréttamönnum um aðdraganda frestunar einvígisins. Ýmist hafði hann sagst ekki hafa náð til keppenda að ræða máiið við þá, eða hann kvaðst hafa talað við Karpoff tuttugu og fimm mínútum fyrir fréttafundinn. Púað var úr salnum á Campomanes, og stuðningsmenn Kasparoffs létu dynja á honum spurningahríð. Orðaskiptum lauk með því, að Kasparoff slengdi því framan í forseta FIDE úr ræðustól, að hann væri að setja á svið sýningu til þess eins að svipta sig tækifæri tii að sigra Karpoff. Campomanes tókst loks að komast afsíðis ásamt keppendum. Að klukkutíma liðnum kom hann aftur fyrir fréttamenn og kvaðst nú hafa þau tíðindi að segja, að Karpoff sam- eftir Magnús Torfa Ólafsson sinnti úrskurði sínum um einvígisslit en Kasparoff myndi „láta sér hann lynda“. Lok þessarar uppákomu urðu, að Kaspar- off staðfesti við fréttamenn, að Karpoff hefði tvívegis óskað eftir að einvíginu yrði slitið. Gerðist það bæði eftir aðra og þriðju sigur- skák áskorandans. Um fréttafundinn og yfir- lýsingu heimsmeistarans þar, á þá leið að sér væri umhugað um að tefla áfram, sagði Kasparoff: „Ekki veit ég, hvort hann talar af einlægni, þegar hann segist nú vilja tefla, en allt minnir þetta mig á vel æfða sýningu, þar sem hver kann sitt hlutverk.” Allt sem síðan hefur gerst rennir stoðum undir grun manna um að stöðvun einvígisins sé samantekin ráð valdahópsins í Skáksam- bandi Sovétríkjanna og verkfæris hennar, forseta FIDE, um að beita brögðum til að koma í veg fyrir ósigur heimsmeistarans. Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna ræður skáksambandinu, eins og öllum öðrum sam- tökum sem leyfð eru þar í landi. Karpoff er í dáiæti hjá flokksforustunni fyrir þægð og auðsveipni, en Kasparoff er eicki jafn leiði- tamur. Campomanes náði forsæti yfir FIDE með tvennu móti, annars vegar bar hann fé á ein- staklinga og samtök, hins vegar snerust Sovétmenn og undirlægjur þeirra í Alþjóða skáksambandinu á sveif með honum til að ná sér niðri á Friðrik Ólafssyni fyrir að hafa stutt Kortsnoj í að ná rétti sínum eftir að hann varð landflótta úr Sovétríkjunum. Ávöxturinn af þessu þokkalega fóst- bræðralagi er nú að koma í ljós. Heims- meistarakeppnin í skák er orðin skrípaleikur. Settar reglur eru að engu hafðar, þegar það hentar Campomanes og Sovétmönnum. Klíkuskapur af pólitískum toga í skáklífi í heimalandi keppendanna í einvíginu ræður ferðinni. Haldi áfram á sömu braut, verður starf skákmanna á aðra öld að því að setja íþrótt sinni skipulagsskorður á heimsmælikvarða að engu gert. Viðleitnin til að menn standi jafnt að vígi, reglan, að snjallasta keppnis- manninum beri sigurinn, eru hundsaðar. u---------1------- 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.