Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 7
í liúsinu verða góðar íbúðir fyrir þrjátíu og fjögur hjón. Sum þeirra sem í fyrstu ýttu þessu framtaki úr vör eru nú fallin frá, en önnur hafa komíð í staðinn. Þessi hreyfing á væntanlegum íbúuin í þessu nýstárlega og flotta elliheimili, breytir því ekki að þar koma til með að búa langflestir þeirra sem nú tilheyra framvarðarsveitinni í íslenskum viðskiptum og valda- geira. Húsnæðismál aldraðra hafa tekið stakkaskiptum á síðustu árum að því er varðar fyrirkomulag á þeim vistarverum sem gömlu fólki er gef- inn kostur á að dvelja í um ævi- kveldið. Við vitum hvernig þessu var háttað á áratugum áður, þegar stóru fjölskyldurnar voru enn við lýði, en þá dvöldu að jafnaði þrír eða fjórir liðir sömu ættar á heimil- inu og aldrei kom til greina að vísa gamla fólkinu í önnur hús en af kom- enda þess. Síðan komu elliheimilin til sögunnar með litlum eins eða tveggja manna herbergjum sem dvalarstað elstu kynslóðarinnar, þá litlar íbúðir reistar við hlið stóru elli- heimilanna þar sem hjón gátu og geta búið við sama öryggi og þjón- ustu og boðið er upp á inni á elli- heimilunum sjálfum. Loks var það fyrir fáum árum að hinar svoköll- uðu þjónustuíbúðir aldraðra komu til sögunnar, þar sem gamla elli- heimilishugmyndin var víkkuð út úr litlu herbergiskytrunum við gang- ana löngu í svolítið rúmgóðar íbúðir í einskonar vernduðu fjölbýl- ishúsi. Einkaframtakið og eignaraðild Þrátt fyrir þessa þróun í húsnæð- ismálum aldraðra hefur það ekki breyst, að bygging þessara vistar- vera hefur í einu og öllu verið greidd af hinu opinbera og síðan áfram ver- ið í eigu þess. Ýmis teikn eru á lofti um breytingar að þessu leyti. Fyrst má þar til nefna þá nýjung Seltjarn- arnesbæjar, sem fram kom fyrir tveimur árum, að byggja rúmgóðar þjónustuíbúðir fyrir elstu þegna sína og gefa þeim síðan kost á að kaupa þær fullbúnar. Og eiga þar til yfir lyki, en ekki bara leigja, eins og fram að þessu hafði verið eini kostur aldraðra í þessum efnum. Hinsvegar býður Seltjarnarnesbær fólki alla þjónustu og sama öryggi og það á við að búa á elliheimilum, algjör- lega ókeypis. Þetta síðasta atriði ásamt eignaraðildinni er nú einnig að breytast. Og þar erum við aftur komin að félagsskapnum sem greint var frá í formála hér að framan, Breiðabliki. í því tilviki hefur ríflega miðaldra fólk sem telja má til efnameiri borg- ara, tekið sig saman og stofnað hlutafélag um byggingu glæsilegs fjölbýlishúss þar sem verður að finna rúmbestu íbúðir sem fram til þessa hafa verið reistar gagngert til að verja í ellinni. Þessi hópur hefur grisjast, en var upprunalega, og er að nokkru leyti enn, saman settur af nokkrum góðum kunningjum úr efsta þrepi viðskiptalífsins á íslandi. Þann tíma sem liðinn er frá því að hugmyndin um Breiðablik varð til, hafa hver hjón innan hópsins lagt til hliðar fasta upphæð mánaðarlega og hún síðan farið í allan undirbún- ing og byggingu þessa ellisambýlís þeirra. í fyrstu nam upphæðin sex þúsund krónum á mánuði, að því er einn innan hópsins upplýsir blaða- mann HP, en síðan hefur þessi upp- hæð aukist eftir því sem fram- HER RIS • • ELLIHOLL HINNA RÍKU! • Margir f jársterkustu og valdamestu menn landsins hafa stofnað hlutafélag um byggingu stórhýsis þar sem þeir munu búa saman sín efri ár. • Þetta glæsilegasta og íburðarmesta þjónustuheimili aldr- aðra á íslandi til þessa greiða þeir úr eigin vasa án allra opin- berra styrkja. • Húsið verður tæplega tíu þúsund fermetrar, heill heimur út af fyrir sig hvað varðar alla þjónustu, með 34 130m2 íbúðum. eftir Sigmund Erni Rúnarsson — myndir Jim Smart Fyrir um það t»il tíu árum komu margir helstu og best stæðu við- skiptajöfrar á höfuðborgarsvæðinu saman á fund á heimili eins þeirra. Það væri i sjálfu sér ekki í frásögur færandi ef fundarefnið hefði ekki verið að þessir menn voru þarna að leggja drög að undirbúningi ellinn- ar. Á fundinum voru hugmyndir reifaðar um byggingu glæsilegs háhýsis á góðum staö i bænum með þremur turnspirum upp i loftið. Þar gætu mennirnir varið ævikvöldi sínu i sameiningu, þó þannig að hver þeirra ætti rúmgóða íbúð í húsinu, þar sem hægt væri að loka sig af. Þessum frjálsa félagsskap var gefið nafnið Breiðablik. Þessi hugmynd mannanna er að fæðast um þessar mundir syðst í Kringlunni, nýjum miðbæjarkjarna Reykjavíkur. Að vísu er húsið sem þar er að rísa af grunni í nokkuð annarri mynd en þeir hugsuðu sér upprunalega, ekki háhýsi með turnum, heldur lengja á f jórum hæðum með flötu þaki, en nógu stórt er það samt, ríflega þrjátíu þúsund rúm- metrar. Á þessari Ijósmynd sést ofan á stór- hýsið sem hlutafélagið Breiðablik er að reisa syðst (nýjum miðbæjar- kjarna Reykjavíkur, en að félaginu standa eins og fram kemur (greininni margir frægustu efnamenn landsins. Húsið verður tæplega tíu þúsund fer- metrar fullbúið, aö fullu greitt úr vasa aðstandenda þess sem ætla það sem dvalarstað sinn (ellinni. Smartmynd. kvæmdirnar við sambýlið hafa orð- ið fjárfrekari. Þær nema nú milli sjö- tíu og áttatíu þúsund krónum á hver hjón á mánuði. Áætlað er að allur hópurinn sem að byggingunni stendur verði fluttur inn í íbúðir sín- ar fyrir árslok 1986, en sem fyrr seg- ir verða íbúðirnar þrjátíu og fjórar. Þjónustan á að standa undir sér Þessi nýbreytni í húsnæðismálum aldraðra, sem hlutafélagið Breiða- blik óneitanlega er, er merkileg fyr- ir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta er HP ókunnugt um að vina- hópur hafi áður ráðist í svo stórkost- lega framkvæmd sem húsið verð- ur endanlega. i annan stað hefur það ekki gerst fyrr að fólk sniðgangi samneysluna á þennan hátt, með því að byggja yfir sig ellisambýli einvörðungu fyrir eigin peninga með engum öðrum stuðningi hins opinbera en þeim, að borgin útveg- aði félaginu lóð undir húsið. f þriðja lagi má nefna að hópurinn hefur hug á að láta þá sameiginlegu þjón- ustu sem í Breiðabliki verður fyrir hvern íbúa, standa algjörlega undir sér fjárhagslega, þannig að engir styrkir komi utanfrá. Þetta ellisam- býli verður þannig eins og hvert annað einkafyrirtæki. í fjórða lagi, og það finnst sumum kannski for- vitnilegast, koma til með búa undir þessu sameiginlega þaki syðst í Kringlunni flestir þekktustu við- skipta- og fjársýslumenn landsins. Lítum aðeins á það atriði. HP hef- ur undir höndum lista yfir alla þá sem tryggt hafa sér íbúðir í Breiða- bliki enn sem komið er. Þess má geta að fyrstu fimm mennirnir í upp- talningunni hér á eftir skipa stjórn hlutafélagsins sem að þessu fram- taki stendur, auk þess sem öll nöfnin hér á eftir vísa til þeirra sem skrifað- ir eru fyrir íbúðunum, en það kann að vera orsökin fyrir því að „betri helmingur" viðkomandi hjóna sem íbúðirnar hyggjast gista kemur ekki fram í upptalningunni. íbúar Breiðabliks En í Breiðabliki munu búa: Vil- hjálmur Arnason stjórnarformaður íslenskra aðalverktaka, Sveinn Snorrason hæstaréttarlögmaður, Óttarr Möller fyrrverandi forstjóri Eimskips, Gunnar Þ. Gunnarsson framkvæmdastjóri íslenskra aðal- verktaka, Ebeneser Ásgeirsson for- stjóri Vörumarkaðarins. Og aðrir eru: Höskuldur Ólafsson banka- stjóri Verslunarbankans, Jónas Haralz bankastjóri Landsbankans, systkinin Jón H. Bergs forstjóri og Halla Bergs, Karl Eiríksson forstjóri Bræðranna Ormsson, systkinin Thor Ó. Thors hjá íslenskum aðal- verktökum og Ingibjörg Thors sem síðustu áratugi hefur verið búsett í Bandaríkjunum, Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri hjá Samband- inu, Bjarni Rafnar læknir á Akur- eyri, Sigurdur Njálsson fram- kvæmdastjóri samnefnds fyrir- tækis, Guöjón B Ólafsson forstjóri Coldwater í Bandaríkjunum, Bent Scheving Thorsteinsson fyrrverandi innkaupastjóri Rarik, Guöfinna Ingvarsdóttir ekkja Ásgeirs Magnús- HELGARPÚSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.