Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 8
sonar hjá Isienska járnblendifélag- inu, Tómas Árnason seðlabanka- stjóri, fyrrverandi þingmaður og bróðir Vilhjálms Árnasonar sem áð- ur var nefndur, Árni Gestsson for- stjóri hjá Globus, Kristján Sveinsson byggingarmeistari, Þorvaldur Gud- mundsson í Síld og fiski og jafn- framt eigandi Hótels Holts og fleiri fyrirtækja, Erlendur Einarsson for- stjóri Sambandsins, Gunnlaugur Pétursson borgarritari, Páll Asgeir Tryggvason sendiherra í Osló, Þórd- ur Gunnarsson umboðsmaður á Akureyri, Gunnar Ásgeirsson hjá samnefndu . fyrirtæki og bróðir Ebenesers Ásgeirssonar sem fyrr var getið. Og Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra, fyrrverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins og einn helsti eigandi fyrirtækja á borð við Ræsi hf., Skeljung hf. og H.Ben hf. Þessi upptalning á væntanlegum íbúum Breiðabliks gefur okkur alls tuttugu og níu nöfn, sem lesendur hafa væntanlega séð áður á prenti, enda eru þetta eins og fyrr segir menn sem standa í framlínu ís- lenskra viðskipta, að minnsta kosti flestir. En þetta segir okkur líka að fimm íbúðum í ellisambýlinu er enn óráðstafað og er þeim vistarverum hér með komið á framfæri. Eins og fyrr greindi heltust nokkrir úr lest- inni sem upprunaiega ætluðu að vera með í þessu samfloti á ævi- kveldi og má þar helstan nefna Halldór H. Jónsson stjórnarfor- mann Flugleiða, Eimskips, ísals og fleiri stórfyrirtækja. „Valinn hópur manna" Spyrja má í framhaldi af ujpptaln- ingunni og áður en nánar verður vikið að innviðum ellisambýlisins í Kringlunni, hvað það hafi verið sem fékk þetta fólk til að leggjast á eitt um byggingu hússins. Eins og fyrr segir var þetta upprunalega kjarni kunningja sem sótti fundinn hérna um árið, menn sem höfðu kynnst vegna starfa sinna að viðskiptum og peningamálum. Hugmyndin um bygginguna fór ekki hátt fyrstu árin og reyndar hefur þessari ráðagerð verið haldið á lágu nótunum allt til þessa dags. Reyndar fannst blaða- manni skrítið að tala við nokkra að- ila úr þessum hópi að því leyti að enginn vildi láta hafa neitt eftir sér undir nafni. „Þessi hugmynd hef- ur verið á kreiki innan valins hóps manna á svipuðum aldri, eða um og yfir sextugt, og kannski er það helst, sem þetta fólk hefur átt sameigin- legt, að það hefur verið að undirbúa sig að flytja úr stórum íbúðum sín- um, oftast einbýlishúsum með stór- um görðum. Þegar það hefur heyrt af þessari hugmynd hefur því litist vel á hana, ef ekki vegna þess hversu haganlegt þetta hús verður, þá vegna þess að það sér fram á sambýli við marga félaga sína úr lífs- starfinu." Þetta sagði einn stjórnar- manna í Breiðabliki við blaðamann HP. Þetta „haganlega hús" er að rísa við Efstaleiti, vestan útvarpshússins nýja. Bústaðavegurinn liggur beint fyrir neðan það, ásamt Borgarspítal- anum í seilingarfjarlægð. Arkitektar hússins voru þeir Ingi- m'undur Sveinsson og Garöar Hall- dórsson, en bygging hússins og allar framkvæmdir við það hafa verið boðnar út. „Við höfum verið ein- staklega heppin með þessi útboð," segir sami maður og vitnað var í hér að framan, og blaðamaður sagði í framhaldi af því að hér væru enda engir aukvisar í bísness sem stýrðu 8 HELGARPÓSTURINN fjármagninu. „Þar hittirðu naglann á höfuðið," var svarið. Innviðir ellisamfélagsins Ellisambýlið Breiðablik verður líkast til fokhelt um mitt næsta sum- ar. Fullbyggt verður það þrjátíu þús- und rúmmetrar að stærð, eða í fer- metrum talið tæplega níu þúsund og fimm hundruð. Það verður fjög- urra hæða og hver íbúð verður hundrað bg þrjátíu fermetrar að "stærð, en þar að auki verða að minnsta kosti tvær minni íbúðir (utan þessara 34) sem lúta að þjón- ustunní. Rúmgóð bílageymsla verð- ur undir húsinu þar sem ráðgert er að verði þvottastöð fyrir bílaeigend- ur. Ríflega helmingur hússins verð- ur notaður undir sameign íbúanna, en innkoman í sjálfar íbúðirnar þannig úr garði gerð að útidyr þeirra vísa fram í yfirbyggðan svalagang sem tengir íbúðir á hverri hæð. Hver þessara ganga, sem tengjast síðan alls þremur lyftum í húsinu, verður einskonar garðhús eða göngugata, þar sem lögð verður áhersla á alls kyns blómarækt samkvæmt hugmyndum arkitekt- anna. Hverja íbúð í þessu sambýli inn- réttar fólk að sjálfsögðu eftir eigin smekk, en meðal þess sem verður í sameigninni, helmingi hússins, er matstofa þar sem boðið verður upp , á heita rétti allan daginn, smávöru- verslun, rúmgóð setustofa, hobbý- herbergi með bókasafnskrók og vídeókrók. Þá verður í kjallara húss- ins fullkominn æfingarsalur með allskyns íþróttatækjum, stór sauna- böð með hvíldarherbergjum, bað- aðstaða með sérstöku nuddher- bergi, sólarlampastofa, auk þess sem ráðgert er að byggja sundlaug með fáeinum heitum nuddpottum í garðinum seinna meir. I húsinu verður einnig aðstaða fyrir þjónustu á borð við hárgreiðslu og klippingu, fót- og handsnyrtingu. Loks má geta sérstaks herbergis fyrir læknisþjón- ustu, en önnur litla íbúðin sem áður var getið er hugsuð fyrir hjúkrunar- konu sem þar myndi búa qg þjóna íbúum allan sólarhringinn. í læknis- herberginu er jafnvel stefnt að því að hægt verði að annast tannlækn- ingar. Þessi sameiginlega þjónusta fyrir íbúa Breiðabliks verður greidd af íbúum án allra styrkja frá hinu opin- bera og er vonast til þess að hún geti staðið undir sér fjárhagslega. Ekki er ráðgert að til dæmis sjúkraþjálf- ar, hárgreiðslufólk og aðrir sem koma við sögu þessarar fjölbreyttu þjónustu verði í fullu starfi í húsinu, heldur verði kallaðir til starfa á ákveðnum tímum. Enn er ónefnd hin litla íbúðin í húsinu, en þar mun húsvörður búa og á hann jafnframt að annast öryggisvörslu við húsið og líkast til yfirstjórn ræstinga fyrir allt húsið, þar á meðal í sjálfum íbúðunum, en ræstingarnar verða boðnar út eins og flest önnur þjónusta sem fram á að fara innan veggja Breiðabliks í framtíðinni. Aðeins fyrir þá efnameiri Þeir aðstandendur hússins sem blaðamaður ræddi við, leyndu því ekki að aðeins efnameira fólk gæti staðið í framkvæmdum sem þess- um, en einn þeirra bætti við: „Þetta er spurning um að njóta efri áranna á sama hátt og fólk hefur notið lífs- ins hingað til. Það ætti að gera miklu meira af þessu. Þetta er stór- sniðugt. Meiningin er að lifa áfram í góðum standard, ég segi það hreint út." Annar sagði: „Við viljum bjarga okkur sjálf og borga það verð sem okkur finnst sanngjarnt og okkur er Þessir menn ætla meöal annarra að verja ellinni saman undir sama þaki: Geir Hallgrlmsson, utanrlkisráöherra Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Coldwater I USA Höskuldur Ölafsson, bankastjóri Verslunarbankans Jónas Haralz, bankastjóri Landsbankans Þorvaldur Guðmundsson I Síld og fiski Tómas Árnason, seðlabankastjóri í næsta húsi aftan við Breiðablik stendur þetta hús, Gimli, svo til full- búið, en að því stendur hópur einka- framtaksmanna um eigið elliheimili eins og aðstandendur Breiðabliks. Gimli er þó miklum mun íburðar- minna en húsið Breiðablik verður. Meðal íbúa Gimlis má nefna forstjór- ana Gísla V. Gestsson, Kjartan Hall- dórsson I Brauðbæ, Pálma í Hag- kaupi, Ottó Michaelsen (IBM og Sigurð Jónsson, áður hjá Sjóvá, apót- ekarana Kristján Ziemsen, Svein Magnússon, Birgi Einarsson og Mogens Mogensen, einnig Eystein Jónsson fyrrverandi ráðherra, Ragnar Halldórsson í ISAL, Þórð Kristjánsson byggingarmeistara, Brynhildi Þórarins- dottur, ekkju Jóns toftssonar og Rannveigu Ingimundardóttur, ekkju Sigfúsar í Heklu. Smartmynd. kleift til að fá alla þá þjónustu sem við teljum okkur þarfnast. Sam- neysla í þessum efnum eins og hún hefur tíðkast til þessa er góð og gild, við erum alls ekki að ögrá henni með þessu framtaki okkar. Þetta er bara spurning um frelsi og einka- framtak..." Ellisambýli efnameira fólks er vel þekkt fyrirbrigði í Bandaríkjunum og hefur svo verið um alllangt skeið. Þar hefur þetta fyrirkomulag verið nefnt íbúðarhótel og hafa þau á síð- ustu árum breiðst út til nokkurra landa Vestur-Evrópu, meðal annars hinna Noðurlandanna. Breiðablik verður fyrsta íbúðarhótelið á íslandi sem að öllu leyti sækir fyrirmynd sína til Bandaríkjanna, að minnsta kosti hvað allan íburð snertir og þjónustu. A lóðinni fyrir aftan húsið hefur þó á síðustu árum verið að rísa svip- að ellisambýli og nefnist félagsskap- urinn sem að því stendur Gimli. Það hús er nú svo gott sem fullbúið. Þar eru íbúðir mun minni en í Breiða- bliki, eða um og undir hundrað fer- metrum eins og tíðkast hefur hjá hinu opinbera í byggingu þjónustu- íbúða aldraðra. íburður í Gimli er líka mun minni en í Breiðabliki og þjónustan sem þar er boðin er frá- leitt jafn yfirgripsmikil og ráðgert er að verði í næsta húsi. Góðir nágrannar í næsta húsi Hitt er svo annað mál að inn í Gimli eru nú að flytjast margir álíka þekktir einstaklingar úr viðskipta- og valdageira þjóðfélagsins og væntanlegir íbúar Breiðabliks eru. Þar má nefna apótekarana Kristján Ziemsen, Mogens Mogensen, Svein Magnússon og Birgi Einarsson, ásamt. Ragnari Halldórssyni for- stjóra ísals (sem er að kaupa þessa íbúð fyrir móður sína), Þórð Krist- jánsson byggingarmeistara, Kjartan Halldórsson fyrrverandi forstjóra Brauðborgar; Ottó Michaelsen for- stjóra IBM á Islandi, Eystein Jónsson fyrrverandi ráðherra, Sigurð Jóns- son fyrverandi forstjóra Sjóva, Pálma Jónsson forstjóra Hagkaups, Brynhildi Þórarinsdóttur ekkju Jóns Loftssonar sem stofnaði samnefnt fyrirtæki, Gísla V. Gestsson forstjóra Eggerts Kristjánssonar & Company og Rannveigu Ingimundardóttur ekkju Sigfúsar í Heklu. Þetta nýja einkaframtak í hús- næðismálum fólks sem vill losna úr stórum einbýlishúsum sínum eða góðum hæðum í hverfum borgar- innar og komast í öruggt og eigið skjól til að verja efri árurn sínum, er að sönnu nýstárlegt á íslandi og kannski í hugum margra nokkuð óvænt. Það leiðir hugann að mörg- um atriðum í húsnæðismálum okk- ar íslendinga almennt, meðal ann- ars því að miðað við framansagt eru nú að losna mörg glæsilegustu ein- býlishús höfuðborgarsvæðisins sem jafnframt eru staðsett í eftirsóttum hverfum. Og miðað við lánamark- aðinn í dag verður spennandi að fylgjast með því hverjir geta tryggt sér þær íbúðir, ef einhverjir geta það á þessum verðtryggðu tímum hús- næðisbaslsins.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.