Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 9
F ullvíst er talið, að Sigríður Árnadóttir, lausráðinn fréttamað- ur á Útvarpinu, verði fastráðin við stofnunina, en á dögunum voru aug- lýstar stöður tveggja fréttamanna við Útvarpið, annars vegar starf fast- ráðins fréttamanns og hins vegar starf lausráðins fréttamanns. Þá þykir Ólafur E. Friðriksson blaða- maður á DV líklegur í lausráðnu stöðuna. Þá hefur HP heyrt, að Páll Benediktsson líffræðingur og kennari þyki hafa komið allvel út úr prófi því, sem umsækjendur urðu að gangast undir og raunar einnig Birna Þórðardóttir skrifstofumað- ur, sem sótt hefur oftar um frétta- mannsstarf hjá Útvarpinu en nokk- ur annar. Alls sóttu 11 um stöðurnar en að loknum fyrri hluta prófsins voru sex eftir. Þeir voru auk framan- greindra Sigurður Helgason (Sæ- mundssonar og bróðir Helga E. Helgasonar hjá Sjónvarpinu) og Úlfur Björnsson kennari. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem umsækjendur um fréttamannsstarf hjá ríkinu eru settir í próf með mark- vissum hætti og var þetta gert að ósk nýráðins útvarpsstjóra, Markúsar Arnar Antonssonar. Umsjón með prófinu höfðu Mar- grét Indriðadóttir fréttastjóri, Kári Jónasson varafréttastjóri og Arni Böðvarsson málfarsráðu- nautur Útyarpsins. Prófið skiptist í tvo hluta. í þeim fyrri voru umsækj- endur látnir „þýða" fréttatilkynn- ingu yfir á mannamál og þýða er- lend fréttaskeyti. Síðan var vinsaó úr. Þeir sem eftir stóðu voru látnir taka tvö viðtöl og ganga frá þeim, annars vegar við einhvern starfs- manna útvarpsins (um þá var dreg- ið) og hins vegar voru umsækjendur látnir taka viðtal við einhvern að eigin vali. Þetta nýmæli útvarpsstjóra þykir vera til mikillar fyrirmyndar. Hins vegar geta starfsmenn Útvarpsins ekki annað en brosað að því, að Sigríður Árnadóttir, starfandi frétta- maður við Útvarpið, skuli þurfa að fara í próf í því sem hún hefur þegið laun fyrir í fjölmarga mánuði. Þar að auki hefur hún sannað hæfileika sína sem fréttamaður hvað eftir annað. En reglur eru víst reglur, þegar búið er að setja þær... O g áfram með Útvarpið. Á fréttastofunni stefnir í að verði al- gjörlega íþróttafréttamannslaust. Bæði Hermann Gunnarsson og Ragnar Örn Pétursson, sem unn- ið hefur í afleysingum þar, hafa sagt störfum sínum lausum. Þó mun Her- mann verða áfram viðloðandi Út- varpið við dagskrárgerð, einkum skemmtiefni. Starf Hermanns hefur verið aug- lýst og heyrum við að tveir menn muni sækja um það. Það eru Samúel Örn Erlingsson íþrótta- fréttamaður NT og enginn annar en Bjarni Felixson íþróttafrétta- stjarna Sjónvarpsins. Að vísu fylgdi sögunni, að Bjarni væri að hugsa málið og væri ekki búinn að gera upp hug sinn endanlega. Hins vegar þykir honum það heillandi að fara á Utvarpið, því miðað við starf Bjarna á Sjónvarpinu mun útvarpsstarf Alfheimumó — Reykjavík sími: 687-455 ¦ VORRULJ.UR Tnauta 2 LAMBA 3 PIZZ.U _4 RÆKJU ¦ FISKUR Jdjupsteikíur KARFI. 8 DJUPSTEIKT SMÁLÚDUFLÖK • SÓSUR 13 SÆTSÚRSÓSA 14 KARRÝSÓSA [15 ORIENTALSOSA Kr 50 45 50_ 45 Kr. 50 1 60 Kr. ¦ FUGLAR J "K JU KiLÍNG A BIT A R ORIENTAL '_' 6 ALIÁNDARBITAR ___PEK-ING • MEÐLÆTI 9 HVÍT HRÍSGRJÓN ÍÖSTEIKT HRÍSGRJÓN 11 FRANSKAR KARTÖFLUR 12 HRÁSALAT Kr 4ff 85 Kr 30 48 36 28 30 40 25 35 25 35 Allt gos í flöskum á búðarverði. Tilboð dagsins A. Stór lambavorrúlla m/hrfsgrjónum, salati og karrý B. Súrsætt svínakjöt m/hrfsgrjónum og salati C. Steiktur fiskur m/hrfsgrjónum, salati og sósu D. Karrý lambakjöt, „Chow Mein" kr. 135.- kr. 195.- kr. 135.- kr. 185.- Kipptu meö þér Kínamat. KÍNA-ELDHÚSID TEKUR AÐ SÉR VEISLUR FYRJR STÓRA SEM SMAA HÓPA REYNID VIDSKIPTIN sími 687-455 ^ í> vera léttavigt. Þaraðauki myndi Bjarni fá greidda væna summu fyrir hverja lýsingu á kappleik, sérstaka greiðslu fyrir íþróttaþátt o.s.frv. Hjá Sjónvarpinu hefur Bjarni nánast verið á vakt allan sólarhringinn í fjöldamörg ár, meira og minna í beinni útsendingu án sérstakrar umbunar. Níu líf sem stofnuð voru Fjalakett- inum til varnar eða bjargar eftir því hvernig málin þróuðust, fóru þess á leit við eigandann að salurinn yrði rifinn spýtu fyrir spýtu, þannig að e.t.v. mætti raða honum saman upp á nýtt annars staðar. En verktakinn lýsti því yfir að það væri ekki til neins, þetta væri allt saman graut- fúið drasl. Þó ekki fúnara en svo að spýturnar hafa verið reistar upp frá dauðum sem sumarbústaður í Borg- arfirði. Greinilegt að tekist hefur að selja brakið... Þ eir voru heldur seinheppnir stjórarnir á DV um daginn. Þá var efnt til mikillar hátíðar í tilefni af veitingu menningarverðlauna blaðsins, sem ávallt er mikið gert úr á ári hverju. Umsjónarmaður menn- ingarefnis hefur hingað til verið Ólafur Bjarni Guðnason, en hann hefur nýlega sagt upp starfi sínu en við tekið Gisli Kristjánsson sagn- fræðingur. Fyrir afhendinguna var ýmsum menningarfrömuðum boðið í hóf í Þingholti, Hótel Holti. Þar vantaði engan af þessum menn- ingarfrömuðum. Hins vegar vantaði einn mann, nefnilega sjálfan umsjónarmann menningarmála á blaðsíðum DV, nýráðinn sagnfræðinginn Gísla Kristjánsson. . . E lins og menn rekur minni til lét Þorkell Valdimarsson, eigandi Fjalakattarins, rífa sl. sumar þá álmu hússins sem hafði mest menn- ingarsögulegt gildi, þ.e. þá er inni- hélt elsta bíósal landsins, þrátt fyrir áköf mótmæli ýmissa félagasam- taka og einstaklinga, og fékk hann til þess frægan verktaka. Samtökin COROLLA1300 ^rr 1 /Mtí Ný Corolla - ný viðmiðun. Hin nýja Corolla 1300 er hönnuð til að vera fremst meðal jafningja og gæðaflokki ofar en verðið segir til um. Léttbyggð og sparneytin 1,3 lítra, 12ventla vélin er kraftmikil, enda nýjasta framlag Toyota tií betrumbóta — sumir segja byltingar — á bíl vélum. Aksturseiginleikar gerast vart betri. Framhjóladrif og Lflokks fjöðrunar-og stýris búnaður skapa mikinn stöðugleika og rásfestu. Farþega-og farangursrýmið stenst allan samanburð hvað varðar nýtingu, þægindi og hagkvæmni. Þú getur treyst Toyota Corolla-því ánægðum eigendum fjölgar stöðugt um allan heim. TOYOTA Nyby!avegi8 200Kopavogi S. 91-44144 HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.