Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Jóhanna Sveinsdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Halldór Halldórsson og Edda Andrésdóttir Útlit: Elín Edda Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Innheimta: Garðar Jensson Afgreiösla: Ásdís Bragadóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavlk, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Góður standard Efnameira fólk sem tekið er að reskjast hefur tekið sig sam- an og stofnað hlutafélag sem nefnist Breiðablik um byggingu glæsilegs fjölbýlishúss. Helgarpósturinn skýrir frá þessari nýjung I byggingarmál- um þjóðarinnar I ítarlegri grein í þessu tölublaði. í sambýli þessara eldri heldri borgara er að finna 34 íbúðir sem hver og ein er 130 fermetrar að stærð. Þarna verður einnig fjölbreytt þjónusta í sameigninni. Það nýstárlega við þessa sameign er, að íbúarnir greiða hana fullkomlega án nokkurra styrkja eða fyrirgreiðslu frá hinu opinbera. HP upplýsir I dag, að greiðslubyrði íbúanna sé um 80 þúsund krónur á mán- uði auk þess sem þeir munu greiða fyrir alla þjónustu I sam- eigninni í framtíðinni þannig að hún standi undir sér fjárhags- lega. íbúðirnar verða fokheldar I sumar og er áætlað að allur hópurinn sem að byggingunni stendur, flytji inn fyrir árslok 1986. Þetta byggingareinkafyr- irtæki hefur farið hljótt. Leyndin var slík að þegar HP hringdi í einstaklinga þá sem að íbúðun- um standa, neituðu allir sem einn að láta hafa neitt eftir sér undir nafni. En hópurinn er ekki nafnlaus. HP birtir lista yfir 29 nöfn sem að Breiðabliki standa og verða þetta fyrstu íbúar ellihallar einkaframtaksins. Það liggur í augum uppi, að ekki getur hvaða ellilífeyrisþegi sem er eytt ævikvöldinu á þann hátt sem umræddur hópur mun gera. Hér er um að ræða sam- fylkingu hinna ríkustu, „að fólk njóti efri áranna eins og fólk hefur notið lífsins hingað til. Meiningin er að lifa áfram í góð- um standard," eins og einn við- mælenda HP kemst að orði í blaðinu í dag. Breiðablik verður fyrsta íbúðarhúsið á islandi sem sækir fyrirmynd sína til íbúðarhótela Bandaríkjanna hvað íburð og þjónustu snertir. Gamla fólkið á skilið að- hlynningu, þjónustu, mann- sæmandi húsnæði og góða að- stöðu í ellinni. En það skýtur skökku við, að lítill hópur fjár- sterkra aðila rjúfi sig gjörsam- lega frá samneyslunni og reisi einkahöll fyrir eigið fé syðst í Kringlunni í Reykjavík. Þetta fólk er rjóminn af verðbólgu- kynslóðinni, sem fékk húsnæði sitt á gjafakjörum og hefur komið fjármunum sínum vel fyrir. Á sama tíma berjast hús- byggjendur í dag við verð- tryggð lán og svikula loforða- pólitík ráðamanna. Hvað verð- ur um þá og þeirra börn? Eða allan þann fjölda eldri þorgara sem hvorki hefur bolmagn til að stofna einkafyrirtæki um ævikvöldið né nýtur skilnings eða fyrirgreiðslu hins opinbera. Það fólk hefur aldrei, né mun sennilega nokkurn tíma „lifa í góðum standard". BRÍF TIL RITSTJORNAR Fréttafalsanir leiðréttar Ingólfur, skelfing þykir mér leiðinlegt að þið HP-menn skulið hafa gert ykkur seka um grófar falsanir í viðtali Sig- mundar Ernis við Ámunda Ámundason í seinustu viku. Stað- reyndirnar tala samt sínu máli, og segja ljóta sögu: I seinustu viku auglýstuð þið þrá- faldlega í útvarpi viðtal við „fram- kvæmdastjóra" Alþýðuflokksins. í inngangi viðtalsins kynnir Sig- mundur Ernir Rúnarsson Ámunda sem „framkvæmdastjóra" Alþýðu- flokksins — og það í tvígang. í texta viðtalsins er Ámunda lagt í munn alls 6 sinnum, að hann gang- ist við því að vera nýráðinn „fram- kvæmdastjóri" Alþýðuflokksins. í hvert einasta skipti er um að ræða hreina og klára fölsun blaða- mannsins. Staðreyndirnar eru þessar: (1) í símtali við undirritaðan (kl. 23:10 þriðjudagskvöld) segist blaðamaður HP hafa fengið upphringingu frá meðlimi framkvæmdastjórnar Alþýðu- flokksins, sem vildi _ „leka“ þeirri frétt, að Ámundi Ámundason hefði verið „ráð- inn framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins í stað Kristínar Guð- mundsdóttur". Blaðamaður segir það hafa verið kveikjuna að viðtalinu. (2) Miðvikudagskvöld 13. feb. hringir blaðamaður í Ámunda, þar sem hann er staddur á fundi í Glaðheimum, Vogum á Vatns- leysuströnd, og spyr ÁÁ hvort rétt sé, að hann sé orðinn fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokks- ins. { vitna viðurvist svarar ÁÁ að það sé rangt. Starf fram- kvæmdastjóra hafi verið lagt niður, en hann hafi verið ráð- inn útbreiðslustjóri. Þar með var það leiðrétt. (3) Undirritaður hefur nú hlustað á segulbandsupptöku af viðtal- inu (einnig í vitna viðurvist). Upptakan leiðir óvefengjan- lega í ljós, að alls staðar, þar sem orðið „framkvæmda- stjóri" kemur fyrir í hinum birta texta viðtalsins, hefur það verið falsað. Á segulbandsupp- tökunni er talað um „út- breiðslustjóra", „ráðningu", „starf“, „embætti" o.s.frv. Orð- ið „framkvæmdastjóri" heyrist ekki af vörum ÁÁ allt viðtalið á enda. í öllum tilvikum er það blaðamaðurinn sem setur orð- ið „framkvæmdastjóri" í stað annarra orða, og falsar þar með viðtalið út í gegn. Þar með er blaðamaðurinn að leggja ÁÁ orð í munn, en ekki að hafa eftir honum, sem við- tal, tekið á segulband, snýst um. (3) Viðleitni blaðamannsins til að koma höggi á viðmælanda sinn, sýna hann í spaugilegu ljósi, er ljós af fleiri dæmum. Þegar ÁÁ talar (á segulband- inu) um aðsókn á „öllum okkar fundum" breytist það í: „hjá okkur Jóni". Þegar ÁÁ segir „við“ (við alþýðuflokksmenn, eins og ljóst er af samhenginu) breytist það í „við Jón“. Þegar ÁÁ segir: „Okkur vantar bara tíma“ — skýtur blm. Jóni inn í, og virðist ekki kunna að fall- beygja algengasta mannsnafn á íslandi. Annað er eftir þessu. Blaðamað- urinn bætir inn í á nokkrum stöðum hvers kyns kauðsku (sem ekki heyr- ist á segulbandsupptökunni) til þess að koma höggi á viðmælanda sinn. Hann sleppir hins vegar skárstu pörtunum úr viðtalinu — og er það trúlega gert í Ijósi „fréttamats" blaðamanns eða ritstjórnar. Fórnarlamb þessarar „frétta- mennsku" sá ekki viðtalið fyrr en í blaðinu fullprentuðu kl. 16:00 síð- degis á fimmtudag. Þá var skaðinn skeður — ef fórnarlambið skirrðist, við að gera þá kröfu, að upplagi blaðsins yrði fleygt, sem þó hefði verið verðugt eins og með hverja aðra skemmda vöru. í inngangsorðum blaðamannsins tekst honum að koma fyrir þreföld- um ósannindum í tveimur setning- um. Mega lesendur Helgarpóstsins hafa það sem sannara reynist: Það er þetta: (1) Framkvæmdastjórn Alþýðu- flokksins samþykkti sunnu- daginn 10. feb. (ekki á þriðju- dag) að ráða ÁÁ sem út- breiðslufulltrúa — ekki fram- kvæmdastjóra. Samningurinn er til 5 mánaða til reynslu, og sama gildir um öll þau störf sem ráðið var í. Helstu verk- efni hans eru: Undirbúningur og skipulagning funda, stjórn á happdrætti og öflun auglýs- inga fyrir svokölluð „þema- blöð“. (2) ÁÁ tekur ekki við starfi Krist- ínar Guðmundsdóttur. Skv. samþykkt framkvæmdastjórn- ar var það lagt niður. (3) KG var ekki „sparkað úremb- ættinu af nýjum formanni flokksins, JBH“ (orð blm. HP). í framkvæmdastjórn Alþýðu- flokksins eiga sæti 11 einstakl- ingar. Tillaga um að leggja starf framkvæmdastjóra niður og um nýjar mannaráðningar og verkaskiptingu starfsmanna var lögð fram af 3ja manna framkvæmdaráði (sem for- maður á ekki sæti í) og sam- þykkt mótatkvæðalaust af framkvæmdastjórn. (2 stjórn- armanna lýstu sérstöðu með bókun.) Þannig er allt á sömu bókina lært hjá blm. Helgarpóstsins. Hann fer rangt með allar staðreyndir, sem máli skipta. Hafi tilgangur Helgarpóstsins verið sá að koma höggi á viðmæl- anda sinn, efna til úlfúðar milli sam- herja, gera lítið úr merkilegu póli- tísku starfi og selja Helgarpóstinn — þá hefur það sýnilega tekist. En það hefur tekist á kostnað heiðarleika í mannlegum samskipt- um og grundvallaratriða í ærlegri blaðamennsku. Það hryggir mig. Ég lifi í þeirri von, Ingólfur, að þú reynist maður til að biðja fórnar- lamb þessarar blaðamennsku afsök- unar, sem og alþýðuflokksfólk, sem Helgarpósturinn fiutti ósannindi ,í stað staðreynda um mannaráðning- ar á vegum flokksins. Reykjavík, 19. feb. Jón Baldvin (fyrrum riddari Hringbordsins). Fórnarlömb Amunda Jón Baldvin (fyrrum riddari Hringborösins)! Spurningin er: Hver er fórnar- lamb hvers? Þú sakar Helgarpóstinn um fréttafalsanir og óheiðarleik. Það eru alvarlegar ásakanir. Og þeim ber vitaskuld að svara. Lítum nánar á ákæruatriðin þín. 1) Það er rétt að við fengum ábendingu frá háttsettum alþýðu- flokksmanni að Ámundi hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins. Að sjálfsögðu fannst okk- ur þetta forvitnileg frétt og höfðum tal af Ámunda Ámundasyni. 2) Það er einnig rétt að Ámundi var staddur á fundi í Glaðheimum, Vogum á Vatnsleysuströnd, þegar HP náði af honum tali. Blaðamaður segir Ámunda hafa sagt að hið nýja starfsheiti hans væri útbreiðslu- stjóri. Þegar blaðamaður spurði Ámunda hvort útbreiðslustjórastarf- ið væri það sama og framkvæmda- stjórastarf, sagði Ámundi að hann ætti erfitt með að tala í símann, vegna þess að það væri mannmargt í kringum hann. Hann samþykkti hins vegar að koma á ritstjórn HP eftir fundinn og láta hafa við sig við- tal. Ámundi Ámundason birtist á rit- stjórn blaðsins eftir miðnætti, þar sem blaðamaður beið eftir honum. Áður en segulbandsupptaka hófst, töiuðu blaðamaður og Ámundi sam- an í ca. 20 mínútur. Eftir segul- bandsupptökuna ræddu þeir enn- fremur saman í u.þ.b. stundarfjórð- ung þar sem ýmis atriði voru punkt- uð niður af hálfu blaðamanns og segulbandsviðtalið fullkomnað. Segulbandsviðtalið er því ekki end- anlegt heimildargagn sem blaða- maður vinnur úr við gerð viðtalsins, heldur studdist hann ennfremur við minnisblöð. Þegar Jón Baldvin hafði samband við mig og bað um að fá að heyra segulbandsupptök- una, leyfði ég það umsvifalaust en með þeim formáia að upptakan væri ekki endanleg heimild. 3) 1 samtölum við blaðamann fyr- ir og eftir segulbandsupptöku sagði Ámundi Ámundason beint og óbeint að hann færi með fram- kvæmdastjórastarf Alþýðuflokks- ins. Á ritstjórn var einnig staddur Halldór Halldórsson blaðamaður og áttu þeir Ámundi tal saman og stað- festir Halldór að hann hafi einnig skilið Ámunda á þann veg að þarna væri nýr framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins á ferðinni. Það er því í góðri trú að blaðamaður HP skrifar út viðtalið við Ámunda Ámunda- son, framkvæmdastjóra Alþýðu- flokksins. Næsta morgun (fimmtu- dag 14. feb.) mætir Ámundi Ámundason aftur á ritstjórn HP í Norður gefur og suður trompar. Norður settur inn á spaða og ann- að hjarta trompað með ásnum. Trompi spilað tvisvar. Suður kast- myndatöku og átti stutt samtal við undirritaðan sem ekki gat túlkað hina nýju stöðu viðmælanda síns á annan veg en að um starfssvið fram- kvæmdastjóra væri að ræða. Hér er því ekki um fölsun að ræða heldur útskrift á þeim orörœöum sem bladamaður átti við Ámunda Amundason. Tveir aðrir starfsmenn blaðsins lögðu einnig sama skilning í tal Ámunda á ritstjórn. 4) Blaðamaður leitast hvorki við að koma höggi á Ámunda né sýna hann í spaugilegu ljósi. Hann hefur aðeins meira og minna orðrétt eftir honum. Eftir segulbandsupptökuna spurði blaðamaður Ámunda hverjir þessir „við“ væru, sem hann talaði um gegnum allt viðtalið. „Við Jón,“ svaraði Ámundi. Þarafleiðandi var því eðlilega bætt inn í viðtalið. Blaðamaður sleppir engan veginn skárstu pörtunum úr viðtalinu. Hins vegar hlífir hann Ámunda við ýmsu. Þannig segir t.d. Ámundi orð- rétt á segulbandinu að „Ég er búinn að sanna að ég kann þetta (að auka fylgi Alþýðuflokksins), og get orkað miklu í mínu starfi, og þarafleiðandi rökrétt framhald af því sem er búið að ske, sem er algjörlega mitt verk, að ég fái þetta starf." Þessu sleppti blaðamaður þar eð honum fannst Ámundi gera fulllítið úr hlut Jóns Baldvins í fylgisaukningunni. í framhaldi af þessu skal tekið fram að Ámunda Ámundasyni var boðið að lesa yfir viðtalið í handriti en hann afþakkaði. Hann kom hins vegar í prentsmiðjuna fimmtudag- inn 14. febrúar, er blaðið var íprent- un og lasyfir viðtalið í viðurvist Sig- mundar Ernis Rúnarssonar blaða- manns, sem skrifaði umrœtt viðtal, Hákonar Hákonarsonar, fram- kvœmdastjóra HP og Guðrúnar Hasler, skrifstofumanns HP. Ámundi hafði ekkert við viðtaliö að athuga, né lét frá sér fara neinar at- hugasemdir varðandi viðtalið. Hann og blaðamaður kvöddust með virktum. Það var fyrst um kvöld- matarleytið að meðlimur í fram- kvæmdastjórn Alþýðuflokksins hringdi heirn til undirritaðs og tjáði honum að Ámundi færi alls ekki með starf framkvæmdastjóra flokksins, að einhverjar efasemdir um hið nýja starf Ámunda Ámunda- sonar fóru að skjóta upp kollinum. Ámundi mun með réttu vera út- breiðslufulltrúi (hann kallaði sig út- breiðslustjóra í umræddu símavið- tali við HP) en ekki framkvæmda- stjóri flokksins. Ámundi Ámunda- son hefur hins vegar ekki enn haft samband við ritstjórn blaðsins til að leiðrétta þann misskilning. Hús- bóndi hans, Jón Baldvin Hannibals- son hefur hins vegar beðið um upp- lýsingar í málinu og hef ég af heiðar- leik og velvild látið honum í té öll gögn sem blaðið hefur yfir að ráða. Þannig hefur hann m.a. fengið að hlusta á segulbandsupptökuna að viðtalinu og fengið að hafa með sér vott (Helga Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóra Alþýðublaðsins) við þá hlustun. Að framangreindu samanlögðu, stendur Helgarpósturinn á því föst- um fótum að þær upplýsingar sem Ámundi Ámundason gaf blaðinu í viðtalinu séu rétt túlkaðar af blaða- manni að um framkvæmdastjóra- starfhafi verið að rœða. Vika er nú liðin síðan viðtalið birtist og það er fyrst nú sem formaður Aiþýðu- flokksins telur sér fært að hrekja fréttina. Og þá komum við enn einu einni að fórnarlambinu, Jón Baldvin: Var Ámundi fórnarlamb HP? Eða var Jón Baldvin fórnarlamb Ámunda Ámundasonar? Með kveðju, Ingólfur Margeirsson ritstjóri HP. ar tígli og austur fær slaginn. Út- spil austurs orsakar að suður losn- ar við ás og kóng í tígli. LAUSN Á SPILAÞRAUT 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.