Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 11
YFIRHEYRSLA nafn: Níels Árni Lund fæðingardagur-. 1. júlí 1950 heimili: Vesturvangur 23, Hafnarfirði staða: Æskulýðsfulltrúi ríkisins og forstöðumaður Kvikmyndaeftirlitsins mánaðarlaun: 35000 heimilishagir: Kvæntur Kristjönu Benediktsdóttur, 2 börn bifreið-. Toyota Corolla, árgerð 1980 Vona að við komumst heil heilsu úr þessu eftir Ómar Friðriksson myndir Jim Smort Alþingi samþykkti fyrir tœpum tveimur árum lög um bann vid ofbeldiskvikmyndum þar sem sérstaklega er sóst eftir ad sýna bvers kyns misþyrmingar á mönnum og dýrum eöa hrottalegar drápsaöferdir. Kvikmyndaeftirliti ríkisins var faliö aö skoöa og meta allar kvik- myndir sem hingaö berast til sýningar í vídeó eöa bíó og úrskuröa um hvort landanum sé heimilt aö berja þœr augum vegna ofbeldisinnihalds. Framkvœmdin kom svo í Ijós sl. mánu- dagþegar lögreglumenn um allt land lögöu hald á hundruö vídeóspóla á myndbandaleigum landsins. Níels Árni Lund, forstööumaöur Kvikmyndaeftirlitsins, situr í Helgarpóstsyfir- heyrslu um þessi mál í dag. — Alþingi fól Kvikmyndaeftirlitinu aö meta sýningarhæfni kvikmynda og banna ofbeldismyndir á l'slandi. Hvernig skýriröu hlutverk ykkar eftir þessa lagasetningu? „Lögin komu ekki til framkvæmda fyrr en 1984. Þá hófum við að skoða myndbönd en stóra breytingin frá því sem áður var felst í því að þó við höldum áfram að skoða kvik- myndir í bíóhúsunum er það aðeins lítill hluti af okkar verksviði núna. Með gildistöku þessara laga um bann við ofbeldiskvikmynd- um er okkur falið að skoða hvert myndband sem berst til landsins og meta innan hvaða aldurs sé æskilegt að myndin sé sýnd og auk þess að meta hvort einhverjar myndir teljast ofbeldismyndir eða ekki.“ — Nú hafiö þiö látiö til skarar skríöa og gert mikiö magn upptœkt. Hvaö er nœsta skrefiö? „Næsta skref er að fara á allar myndbanda- leigurnar og merkja spólurnar eftir þessum lista sem við höfum tekið saman. Ef þær eru á skrá hjá okkur setjum við samsvarandi miða á þær en ef þær eru það ekki þá tökum við þær með okkur og metum þær og bæt- um titlinum inn í skrána. Undanfarið höfum við tekið eina og eina leigu fyrir til að safna titlum og rekist þar stöku sinnum á ofbeldis- myndir en okkur hefur ekki fundist réttlátt að gera upptæka ofbeidismynd á einni leigu á sama tíma og hún er í gangi á fleiri mynd- bandaleigum sem við vitum ekki um. Því var gripið til þess ráðs að gefa út lista yfir ofbeld- ismyndir sem gerðar yrðu upptækar með samræmdum aðgerðum á öllu landinu." — Hafiö þiö þá ekki gert upptœkar myndir fyrr en núna? „Jú, við höfum stoppað myndir, bæði myndir sem eru í framleiðslu og líka myndir sem búið hefur verið að framleiða vegna þess að of seint hefur verið haft samband við okkur og eins höfum við vísað myndum í burtu. Mest áhersla hefur þó verið lögð á að safna myndum til skoðunar." — Hafiö þiö stöövaö myndir sem taka hef- ur átt til sýningar í kvikmyndahúsunum? „Við stöðvuðum eina mynd sem var með gamlan dóm frá eftirlitinu og var komin til sýningar. Annað kvikmyndahús kom með spólu af myndinni Friday the 13th Part III til okkar og spurði hvort við vildum hleypa henni í gegn en við ákváðum strax að það kæmi ekki til greina og forstöðumenn húss- ins brugðust mjög vel við þeim úrskurði." — Hvernig er aöstaöa ykkar til aö sinna eftirlitinu? „Hún er ákaflega bágborin. Við þurfum að fá hæfilegt húsnæði og ekki síður tæki því þau sem við höfum nú eru fengin að láni hjá Fræðslumyndasafni ríkisins. Innflytjendur, framleiðendur og dreifingaraðilar eiga skv. lögum að greiða ákveðið gjald fyrir skoðun hverrar myndar. Það gjald verður líklega tek- ið til endurskoðunar á næstunni því það hef- ur ekki verið gengið mjög stíft eftir því að innheimta það en það mun koma að því að þeir verði rukkaðir um þetta gjald svo sem lög kveða á um. Markmiðið er að Kvik- myndaeftirlitið geti staðið undir sér sjálft." — Þiö hafíö nú skoöaö á fjóröa þúsund myndir og þar afer töluveröur hluti ofbeldis- myndir. Tekur þaö ekkert á taugarnar aö hafa þaÖ fyrir atvinnu aö horfa svona á of- beldismyndir og klám, jafnvel af svœsnasta tagi? „Maður hugsar stundum um það, jú, en það má líka segja að maður hafi sjóast í þessu. Við erum svo náttúrlega undirbúin þegar við förum að horfa á ákveðna ofbeldis- mynd og reynum að láta það ekki hafa mikil sálræn áhrif á okkur. Ég vona a.m.k. að við förum heil heilsu út úr þessu. Það er þó ljóst að mikið af þessum myndum er sálarskemm- andi." — Skiptist þiö á um aö skoöa myndirnar? „Við höfum þá venju að tveir menn skoða hverja mynd en engin ofbeldismynd er þó af- greidd öðru vísi en a.m.k. fjórir hafi séð hana og það hefur aldrei verið ósamkomulag um að banna þær myndir sem úrskurðaðar hafa verið ólöglegar sem ofbeldiskvikmyndir" — Eruö þiö ströng í dómum ykkar? „Ég held að ég geti sagt að við séum ekki ströng. Svo vil ég taka fram að við bönnum ekki einstök atriði í myndum, við metum þær í heiid, metum heildaruppbyggingu myndarinnar og ákveðum svo hvort hún skuli leyfð eða ekki. Ég get nefnt sem dæmi að í þessum myndum er mikið um geðtrufl- anir, börn eru notuð til voðaverka, djöfullinn er látinn ganga aftur í börnum, enginn skils- munur er gerður á lífi og dauða, tré eru látin nauðga konum, afhöggnar hendur kyrkja fólk og svo má lengi telja, því óraunveruleik- inn er allsráðandi. Þessar ofbeldismyndir skiptast í rauninni í nokkra þætti. Dæmi: Brjálaður maður gengur laus og drepur fjölda manns eða þá að hópur manna fremur voðaverk, nauðgar konum, brennir hús og drepur fólk o.s.frv. og annað dæmi eru svo „framtíðarmyndir" svokallaðar þar sem menn deyða fólk eins og dýr og skjóta það sér til skemmtunar. Og enn annað dæmi eru myndir þar sem veirur stækka inni í fólki og tæta það í sundur á ógeðslegasta máta og fleira mætti nefna sem sýnir að það eru ákveðnar tegundir af þessum myndum." — 67 titlar voru teknir úr umferö og blööin greina frá aö alls hafi safnast um 500 spólur á landinu. Bendir ekki þessi fjöldi einmitt til þess aö þaö sé töluverö eftirsókn eftir þess- um myndum? „Mér er ekki kunnugt um hversu margar spólur voru teknar en ég held að það hafi ekki verið mikil eftirsókn eftir þessum mynd- um. Þær myndbandaleigur sem hafa haft samband við okkur segja að það sé mjög lítiii notendahópur sem tekur þessar myndir og kvikmyndahúsaeigendur segja að það sé hætt að framleiða svona myndir, þær gangi ekki lengur í bíó, nú og svo má líka líta á að þó þetta séu 500 spólur þá eru um 150 mynd- bandaleigur í iandinu svo það væru þá ekki nema þrjár myndir á hverja. Hinsvegar er þó töluverður munur á leigunum að þessu leyti. Sumar hafa boðið upp á nokkuð magn af of- beldismyndum á meðan aðrar eru með sára- fáar eða enga spólu." — Munur milli leiga segiröu, þaö vekur þá spurningu hvort ekki sé nokkuö harkalega gengiö til verks aö senda lögregluna meö skyndilegum hœtti á allar myndbandaleigur landsins. Þessi nýja atvinnugrein hefur legiö undir miklu ámœli undanfariö fyrir grun- semdir um aö þar þrífist svindl og svika- starfsemi afýmsu tagi og menn þá lagt allar leigur aö jöfnu án þess aö hafa kynnt sér hvort þaö eigi viö rök aö styöjast og þannig svert heila atvinnustétt. Myndbandarassia ykkar viröist bera keim af þessu... „Ég er þessu ósammála. Þessi aðgerð er réttlát gagnvart öllum því við höfum lýst því yfir að við teljum að þessar leigur hafi ekki verið að brjóta lög fram að þeim tíma er þeim var birtur listinn yfir ólöglegu mynd- irnar. Ég lít heldur ekki svo á að það séu ein- göngu þjófar og ræningjar í þessari starfs- grein. Það er sjálfsagt misjafn sauður í mörgu fé þarna eins og annarstaðar en það er þó ljóst, og þar er við löggjafann að sakast, að til að setja á stofn myndbandaleigu þarf ekki að skrá fyrirtækið eins og um venjulega verslun væri að ræða, þannig að þetta býður allt upp á vissa tortryggni. Liður f ferð lög- reglunnar á mánudaginn var svo að afla upp- lýsinga um allar leigurnar. Við hefðum t.d. ekki getað sent bannlistann á allar leigur í landinu því við vissum ekki um tilvist þeirra allra." — Hverjir sitja nú í Kvikmyndaeftirlitinu? „Auk mín eru það Auður Eydal kennari, Erling Ólafsson kennari, Guðrún Birgisdóttir fjölmiðlafræðingur, Helga Þórðardóttir fé- lagsráðgjafi og Jón Á. Gissurarson fyrrv. skólastjóri." — Þaö er enginn kvikmyndasérfrœöingur í Kvikmyndaeftirlitinu. Vœri þaö ekki eölilegt? „Það er fjölmiðlafræðingur hér og eins mætti spyrja hvort hér ætti ekki að sitja geð- læknir, fulltrúi úr hópi neytenda o.s.frv. Þessi nefnd er skipuð til 5 ára eftir tilnefningu Barnaverndarráðs en ég get nefnt að það eru margir sem hafa sóst eftir að sitja í nefndinni. Það hafa margir hringt og spurt hvort ekki sé laus staða í nefndinni." — / lögunum segir aö banniö taki ekki til kvikmynda þegar ofbeldiö er taliö eiga rétt á sér vegna upplýsingagildis eöa listrœns gild- is. Hvernig fariö þiö aö því aö greina þarna á milli? Er aldrei álitamál um þaö? „Eflaust er túlkun manna misjöfn á þessu og það hafa oft risið upp deilur um það á liðn- um árum varðandi einstakar myndir. Það hefur þó aðeins í eitt skipti komið fyrir hér að við höfum tekið mynd til umfjöllunar sem álitamál var um hvað þetta varðar og við gáf- um okkar leyfi fyrir að hún yrði sýnd." — Eruö þiö hœf til aö greina í sundur þœr ofbeldismyndir sem skal banna og þœr sem óhœtt er aö sýna fólki? „Það er ekki okkar að svara því. Hinsvegar má spyrja hvort hægt sé að greina þarna á milli. Tiífellið er að við höfum ekki lent í neinum vafa því það er mjög mikill munur á þessum myndum. Annarsvegar eru t.d. myndir með miklum söguþræði, þrilierar, hinsvegar eru svo myndir þar sem söguþráð- urinn er ákaflega einfaldur og það er sérstak- lega sóst eftir því að sýna ofbeldi, misþyrm- ingar og manndráp á mjög nákvæman hátt, það getur verið meginefni myndarinnar. Maður sér eiginlega strax á myndinni hvern- ig hún er.“ — Aö lokum: Horfiröu á vídeó í frístund- um? Eöa gefast kannski engar frístundir frá eftirlitinu? „Jú, það kemur fyrir að ég horfi á vídeó í frístundum."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.