Alþýðublaðið - 08.04.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.04.1927, Blaðsíða 2
2 ALRÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLABIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9V2—lO'/a árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindállsa. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (i sama húsi, sömu símar). i Hnsfsdals" hneyk sl ið. Útibúin gugna. — Á að bera verkamenn út? „Mgbl.“ er tvent í einu í gær- dag, bæði hreykið og í vandræð- «im, í vandræðum vegna pess, að búðum var lokað í Hnífsdal af völdum útibúanna á fsafirði, pg hreykið af því, að bakaríið í þorpinu var opið. Hreyknin er hins vegar greinilegur vottur þess, að þaö sér.hvaða afglapastrik það er, sem útibúin hafa gert með búðarlokuninni. Og það eru fleiri, sem hafa séð það, nefnilega úti- búin sjálf. Þau eru nú gugnuð á búðarlokuninni; hún stóð ekki nema tvo daga, föstudag og laug- ardag. Þá sló samvizkan, eða eitt- hvað annað, útibússtjórana, og á mánudaginn voru búðir opnar aft- ur. Þeir heyktust og gugnuðu af því, að allir héykjast og gugna, sem beita ofbeldi gegn rétti al- þýðunnar; — það er reiði forsjón- arinnar yfir þeim. Um þennan tveggja daga tíma var og beita verkamanna lokuð inni og hún ekki alh'ní, þó gengið væri eftir. En yfirgangu inn við eignir veika- manna gekk lerigra en það, því maður, sem á í vélarbát og Irgg- ur inn fisk sinn hjá Valdimar Þorvarðssyni, gat ekki fengið út sinn hlut. Frásögn Alþbl. er því í öllum atriðum hárrétt og skvald- ur „Mgbl.“ ekki annað en játn- ing á því, greypt inn í barna- lega tilburði til að dylja sannleik- ann. Sóknarprestur þeirra ísfirðinga, séra Sigurgeir, sem hefir það aukastarf með höndum að vera gæzlustjóri i útibúi Landsbank- ans þar, var á þriðjudaginn stadd- jur í Hnífsdal. Fór hann þess þá á leit við samninganefnd verka- lýð íélags Hnífsdælinga, að hún kæmi með sáttaboð; hins vegar voru það ekki verkamenn, sem föluðust eftir milligöngu prests- ins, eins og „Mgbl.“ segir ósatt. Bauð nefndin að ganga að því, að karlakaup væri í ahnennri dag- vinnu 85 og í eftirvinnu, nætur- og helgidaga-vinnu 120 aurar, en í skipavinnu 130 aurar; kvenna- jkaup skyldi í almennri vinnu v&ra 60 aurar, en í annari tímavinnu 80 aurar; fiskvinna skyldi greiðast með 140 aurum skippund máls- fiskjar, en annar fiskur með 110 aurum Þetta tilboð samþykti fjöl- mennur íundur sama kvöldið, en atvinnurekendur tóku nú þann upp að vilja ekki semja við fé- lagið, sem allir verkfærir menn og konur eru í, og mættu fáir þeirra á sáttafundi hjá presti. Það ber því að sama brunni, að það er ékki kaupdeila af hálfu at- vinnurekenda, heldur tilraun til að grípa fyrir kverkar verkalýðs- félagsins. Af hendi verkamanna er þetta aftur á móti hrein kaup- deila, þó að hins vegar hafi kom- ið til greina við samningana ýms önnur deilumál, sem hún er þó ekki sprottin af. Enn er ógetið um nýjasta hnykk atvinnurekenda. Atvinnurekendur höta að bera verkafólk út úr þeim húsum, sem þeir eíga, auk þess, sem verkbann er á fiski- róðrum og fiskkaup eru stöðvuð. — Börn og gamalmenni á gaddinn miskunnarlaust, — það er her- óp kúgaranna. Bak við alt þetta standa úti- bússtjórarnir, eins og auglýsing kaupmanna, viðurkenning Sigur- jóns Jónssonar og gaspur „Morg- unblaðsins“ sannar. Oíibússtjór- arnir halda ef til vill, að af því að hægt er að ruklca inn skuldir með styrk fógetaTéttarins, þá sé hægt að ná rétti alþýðunnar af henni með hjá'p hú næðisley I; og harð- lokaðra búða. En það tekst ekki. LandslssnScaútilsú á ¥esf- mannaeyjmti. Þingmenn Alþýðuflokksins, Héðinn Valdimarsson og Jón Baldvinsson, flytja þingsályktun- aríillögu í sameinuðu þ'ngi um, að alþingi skori á stjórnina að hlútast til um það við stjórn Landsbankans, að hann setji upp 'útibú í Vestmannaeyjum eigi síð- ar en um næstu áramót. S&gir svo í greinargsrðinni: „íslandsbanki heíir útibú í Vpst- mannaeyjum, en Landsbanki ís- lands heíir, þrátt fyrir almennar óskir Vestmannaeyinga, ekki enn komið þar upp útibúi. Þetta er til mikils óhagræðis fyrir þá eyj- arskegg a, sem hafa aðalviðskifti sin við Landsbankann, en hins vegar er svo mikil viðskiftavelta í þeasum kaupstað, að nægilcgt verkefni ætti að vera fyrir útibú frá Landsbankanum.“ Weðri deild. Hún félst í gær við eina um- ræðu um írv. um varnir gegn sýkj ingu nytjajurta á breytingar, er e I ha ði gert á þvi; en gær voru þess e ni , að lögin yrðu ský- laus, en ekki heimildarlög, og að garðyrkju tjóri og aðrir, er starfa að rækíun landsins og hafa að einhverju leyti Iaun af almannafé, séu skyldir til að aðstoða ráðu- neyíið við framkvæmd laganna. Þar með varð frv. að lögum. — Jón Kjart. reyndi að skera upp herör til að fella frv. um br. á berklavarnalögunum, en fékk að (eins 8 í Iið með sér og var frv. afgreitt til e. d. og sömuleiðis sala Sauðár og hvalveiðafrv. Veðfrv. var vísað til 3. umr., vegasam- þyktafrv. Þórarins (sjá blaðið í gær!) til 2. umr. nefndarlaust og sölu Hests í Ögurþingum og af- réttarlands á Mosfellsheiði til 2. umr. og allshmd. Síðan var lengi dags Tætt um fjárkláðamálið og 2. umr. um útrýmingarböðun síð- an frestað á ný. Gert er ráð fyrir, að 3. umr. fjárlaganna hefjist á morgun. Efri sleiM. Þar voru fjögur mál til umr. Frv. um brt. á skipun presta- fcalla var afgr. til n. d., frv. um löggilding verzlxmarstaða fór til 2. umr. og brt. á lögum um fiski- mat var vísað til 2. umr. og sjávarútvn. Um fyrirspurnina um yfirsildarmatsmannsrtarlíð á Aust- urlandi urðu nokkrar umr., og lýsti ráðh. (M. G.) yfir því, að það hefði verið lagt riiður af sparn- aðarástæðum, en myndi verða endurreist jafnskjótt og það svar- aði kostnaði. ítialdið á ísafirði ætlar að svífta menn kosn- íngarrétti. Það hefir undanfarin 10 ár ver- ið siður bæjarstjórnarinnar á Isa- firði að ábyrgjast lán fyrir ýmsa þá menn, sem líklegt var að myndu þurfa að þiggja af sveit, og hafa þeir með því móti komist hjá þessu, en bærinn engu á tap- að. Það þarf ekki að sökum að spyrja, að þeir menn, sem slíkra lána þurfa við, muni vera fleiri úr Alþýðuflokknum en öðrum flokkum. Því var það og, að í- 'haldið í bæjarstjórn Isaf jarðar tók sig til um daginn og vildi svifta 20 menn kosningarrétti, er slík lán höfðu þegið, þó að lánin hefðu ekki fal'ið á bæinn. Auð- vitað hindruðu Alþýðuflokksmenn þetta, en söm var gerð íhaldsins. San||aof liinsað til lands. Nýlega hefir Vigfús Sigurðsson, Grænlandsfari, sem nú er búsett- ur hér í Keykjavík, sent alþingi erindi, þar sem hanri skýrir frá því, að sxðan hann ferðaðist um Grænlandsóbyggðir, 1912—13, og kyntist dýraríki og staðháttum landsins, haíi hann þrásinnis hugsað um það, að æskilegt væri, að Islenrlingar g:rðu út skip til veiöi.'anga til austurstrandar Grænlands, og þá eiikum í þ; im tilgangi að ná lifandi sauðnauta- (moskusnauta-)kólíum og flytja hingað til lands. Myndi þetta harðíenga dýr þrífast vel hér á. landi sjólfala og geta orðið til góðra nytja þar, sem vel hagar til. Muni Danir alls ekki amast við slíkri veiðiför. Kveðst Vigfús vera að gangast fyrir félagsstofnun til þess að koma slíkum leiðangrif í framkvæmd og jafnframt til að koma upp sauðnautahjörðum hér á landi, en tilraunin muni verða erfið, nema ríkið rétti félaginu styrktarhönd. Fer hann fram á, að þingið heimíli stjórninni að veita íslenzku félagi 15 þúsund kr. styrk í þessum tilgangi með þeim skilyrðum, að það selji síðar sauðnaut fyrir ákveðið verð, og gangi andvirðið til að endurgreiða styrkinn. Segir hann, að þeir, er starfi með sér að því, að koma þessum fyrirætlunum í fram- kvæmd, séu samhuga sér um að fara í leiðangur þenna á komanda sumri, ef þingið verður við til- mælunum. Tvær félagssampyktir. Á fundi Jafnaðarmannafélagsins (gamla) 6. þ. m. voru samþyktar eftir farandi ályktanir. HnífsdalshneyksHð. „Jafnaðarmannafélagið skorar á stjórn Alþýðuflokksins að gera þá kröfu, að útbússtjórum banka- útibúanna á Isaíirði, þeim Magn- úsi Sch. Thorsteinsson og Sigur- jóni Jónssyni, verði tafarlaust vik- ið úr stöðunum sem útibússtjór- um, þar sem þeir hafa reynt að nota aðstöðu sína til þess, að skaða verkalýðinn í þeim óvið- komandi má’i, sem er kaupdeil- pn í Tdnífsdal.“ Landhelgismál. „ Jaf naðarmannafélagið lýsir yf ir, að það álítur þann mann vera óhæfan til þess að vera skip- stjóra á strancivarnarskipi, sem ekki hiklaust tekur jafnt íslenzk sem útlend skip, sem eru við botnvörpuveiðar í landhelgi, og skorar félagið á landsstjórnina að sjá sóma landsins í því, að víkja slíkum skipstjóra úr stöðunni. Jafnframt vill félagið benda á, 1) að svikarinn Alberti, sem eitt sinn var dómsmálaráðherra Dana, en stal íír ýmsum sjóðum 14 milljónum króna, heimtaði sann- anir af fulltrúum verkamanna í danska þinginu, er þeir bóru á hann, að ekki gæti alt verið með feldu um fjármál hans, og þóttist hann ætla að koma fram ábyrgð gegn .sögumönnum þeirra, og 2) að engar sannanir var hægt. aö koma með gegn Alberti, fyrr en hann sjálfur gaf sig lögregl- unni á vald, tveim árum síðar.“ Uppreisíiimi á Mlantíseyiim i Inðlandshali er enn ekki lokið. Fyrir skemstu urðu skærur með uppreistar- mönnum og stjórnarliði á Suma- tra, og féllu 16 uppreistarmanna, en 800 voru gerðir fangar. Tekn- ar voru 430 byssur, 535 skamm- byssur og 175 sprengikúlur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.