Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 12
MATKRÁKAN eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Karrý á la Sara Layton Nú er nýlokið sjónvarpsþáttunum um sveitta Breta að syngja sitt síðasta sem ný- lenduþjóð á Indlandi. Við höfum fengið að horfa á 14 þætti af samlokuáti og búðings og endalausa gindrykkju og tes. Fordómar Breta gagnvart Indverjum koma m.a. fram í því að þeir hundsa algjörlega ævaforna mat- armenningu þeirra. I stað þess að gæða sér á karrýréttum á borð við jhal farzi með pur/'s-kökum, raita ásamt öðru meðlæti bornu fram á thali, pottþéttum réttum sem byggja á mörg þúsund ára gamalli hefð, úða enskir ofurstar í sig ómerkilegum búðingum og fá oftar en ekki steinsmugu af indverska matnum. Það er ég viss um að þær Barbie gamla og Sara Layton voru þær einu sem vissu að karrýrunninn er ekki til. Samt sem áður hvílir vagga karrýmenn- ingarinnar í Indlandi, en til að fyrirbyggja misskilning í eitt skipti fyrir öil, þá er aldrei um að ræða eitt, einstakt karrýkrydd, heldur er t.d. það tilbúna karrýduft sem við kaupum hér í verslunum blanda margra kryddteg- unda, allt að 50. Flestar karrýblöndur eru þó samsettar úr u.þ.b. 15—20 kryddtegundum, stundum færri, einkum ef kryddið er malað í heimahúsum frá degi til dags, eins og Ind- verjar gera. Þær algengustu eru koríander, kúmen, chile- eða cayennepipar, fenugreek, engifer, sinnepsfræ, hvítur og svartur pipar, turmerik, allrahanda, negull, paprika, saffr- an, salvía, múskat, anís og kardímomma. Tilbúnu karrýblöndurnar sem hér fást í staukum eru afskaplega misjafnar að styrk- leika og bragðgæðum og því er alveg tilvalið að blanda sitt eigið karrý. Margir indverskir karrýréttir miðast ein- göngu við grænmeti vegna þess að ýmsir trúflokkar þar um slóðir eru grænmetisætur og þar fyrir utan er kjöt víða af skornum skammti, einkum í suðurhluta landsins. Við þetta bætist að hindúar borða náttúrulega aldrei nautakjöt þar sem kýr eru heilagar í þeirra augum. Mest er borðað af geita- og lambakjöti. . Meginþorri indversku þjöðarinnar býr við fátækt og því samanstanda algengustu karrýréttirnir af kryddsósu sem í eru soðnar nokkrar grænmetistegundir og þetta er svo borðað ásamt vel útiiátnum hrísgrjóna- skammti. En eftir því sem fjárhagurinn rýmkast, þeim mun fjölbreytilegra verður meðlætið. Auk hrísgrjóna er þá borið fram í litlum skálum alls konar góðgæti: Margvís- leg „chutney" og grænmeti og ávextir í sæt- súrum legi; hnetutegundir ýmsar, kókos- mjöl, rúsínur, laukhringir, söxuð harðsoðin egg, söxuð paprika, grasiaukur, steinselja; appelsínubitar, sítrónu eða banana — mögu- leikarnir eru nær óþrjótandi. Þá er algengt að bera fram með karrýrétt- unum einhverja frískandi jógúrtblöndu, raita, annað hvort ferska eða kryddaða, með grænmeti eða ávöxtum út í. Brauð brjóta Indverjar og með karrýinu sínu. Það algengasta er þunnar óhefaðar, kringlóttar kökur úr heilhveiti: Puris. Og þá er ekki eftir neinu að bíða — hér fer á eftir uppskrift að karrýrétti með blönduðu grænmeti, svo og einni raitajógúrtblöndu. Blandad grænmetiskarrý (handa 4) 100 g brúnar linsubaunir (leggist í bleyti sólarhring f. notkun) 2 hvítlauksrif 30 g smjör safi úr einni sítrónu 1 stór laukur 4 tómatar 500 g blandað grænmeti, t.d. gulrætur, kartðflur, blómkál, grænar baunir xh tsk svartur pipar 1 tsk gurkemeje 1 tsk sinnepsfræ 2 lárviðarlauf Vi tsk chilipipar 1 msk dökkt síróp salt 1. Látið vatnið drjúpa af linsubaunun- um og hellið þeim í pott. 2. Hreinsið grænmetið og skerið það í munnbita. Setjið út í pottinn og hell- ið vatni út í þannig að það þeki það sem í pottinum er. 3. Látið suðuna koma upp, minnkið hitann og látið sjóða í u.þ.b. 15 mín. eða þar til allt er orðið meyrt. 4. Á meðan er hýðið fjarlægt af tómöt- unum, kjarnarnir teknir innan úr þeim og tómatarnir saxaðir. 5. Afhýðið lauk og hvítlauk og saxið hvorutveggja smátt. Steytið sinn- epsfræin og myljið lárviðarlaufin. 6. Léttsteikið lauk og hvítlauk upp úr smjörinu á pönnu, bætið kryddun- um saman við og þá sítrónusafa, tómötum og sírópi. Látið malla í 5 mínútur. 7. Látið drjúpa vel af grænmeti og lins- um og setjið saman við kryddsós- una á pönnunni. Ef ykkur sýnist hún of þykk, þynnið hana þá með ögn af vatni eða soði. Bragðbætið að lok- um með salti. Berið réttinn fram sjóðheitan ásamt soðn- um hrísgrjónum og einhverju því meðlæti sem upp var talið hér að framan og e.t.v jóg- úrtblöndunni sem uppskrift er að hér á eftir. Banana-raita 1 tsk smjör 1 Vi tsk kúmenf ræ 'A tsk kardimommufræ Vt tsk steytt kóríander 'A tsk cayennepipar 4 dl stappaðir bananar 4 dl hrein jógúrt Bræðið smjörið á pönnu. Setjið kryddin í mortél og steytið þau gróft — það á ekki að merja þau alveg í sundur — og hrærið þeim saman við smjörið í nokkrar mínútur. Bland- ið þá bönununum saman við með snöggum handtökum. Takið blönduna af hellunni, hrærið jógúrtinni saman við, setjið í skál og kælið vel í ísskáp áður en borið er fram. r mm mrnat rdishta ;wsbmi. IbsnsirMél, . T-yj.WJ.- verð m/T.i Kr. 8i f'rjrj-úiBSBiJzi, 7.000.- hiiin.'si.iX) parÍs-dakar ralliö, sem lauk 22. janúar s.l., er mesta þolraun bifreiöaíþróttanna. Slíkan darraðardans standast aöeins þeir bestu. Að sjálfsögðu sigraði MITSUBISHI pajero með glæsibrag, hlaut 1. og 2. sætið í keppninni. MlTSUBlSHl PAJERO tók þátt í sinni fyrstu keppni á íslandi nýlega og sigraði auðvitað með yfirburðum. Þetta var ísaksturskeppni B.Í.K.R., sem haldin var 27. janúar s.\. m-iz>UZ&'A\ PAJ?iíd h'diíir'dinriicj siaölg sjcj jsL: , annan Keppni: ann hefur sígrað hugi og hjörtu allr; unna að meta bíla með alhlíða kostí. ssrri 6 ara ryðvarnarabyrgð 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.