Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 15
Þorvaldur Kristinsson ræðir um Iff sitt og málefni homma og lesbía í HP-viðtali „Það er rétt. Stundum finnst okkur erfitt að kannast við okkur í listum íslendinga. Oftar en ekki hefur sama persónan birst þar sem morð- ingi, dópisti og hommi. Þó er nærtækara að tala hér um ósýnileika okkar. Hommar og lesbtur eru nánast ekki til í íslenskum skáldskap. Auðvitað eru til hommar sem hafa lýst veru- leika sínum í skáldskapnum en málið er það dul- ið að það lesa varla aðrir úr því en hinir homm- arnir, ef þeir þá geta það. En krafan um að þekkja sjálfan sig, sem þú nefnir, gat af sér margt merkilegt í erlendum bókmenntum á síðasta áratug og varð til þess að hommar skrifuðu beinna um líf sitt en lengi hafði tíðkast. Þessi áhugi beindist líka að skáldskap sem flestum var gleymdur eftir að bókmenntastofnunin hafði pakkað honum í glatkistuna. í þessum efnum hafa amerískir rithöfundar lengi farið á kostum, og svo sem margir aðrir." — Hyggst þú sjálfur skrifa sltkar bókmenntir? ,,Ég er ekki skáld. Skáldskapur er hart og miskunnarlaust hlutskipti og ekkert hobbý þótt það sé ansi útbreidd skoðun á Islandi. Hins veg- ar vil ég miðla skáldskap og í gegnum blað Sam- takanna hef ég reynt að hvetja fólk til að frum- semja og þýða, sjálfur hef ég þýtt lítilræði. Skáld- skapurinn á nefnilega sitt sérstaka mál, í honum er hægt að segja svo margt sem ekki er hægt að miðla til manna í blaðagrein eða í spjalli eins og núna á milli okkar." — Og þú tókst þátt í aö gefa út bók Gudbergs Bergssonar, Hinsegin sögur, fyrir jólin? ,,Já, kannski segir hún okkur meira um veru- leika homma en íslenskar bókmenntir hafa gert hingað til. Guðbergur talar á máli lygisögunnar, furðusagna og ævintýra og ég verð að játa að mér rann til rifja hversu getulausir flestir gagn- rýnendur voru gagnvart henni. Að vera hinsegin, öðruvísi, utangarðs er eins konar samnefnari þessara sagna, held ég. Sum- ar persónurnar njóta þess að eflast við hvern hanasiaginn sem lífsnautnin færir þeim. Aðrar standa ekki undir því að vera hinsegin, leysast upp og láta furðufugla gleypa sig með húð og hári. Svo er þarna fólk eins og Anna leikkona sem stynur undir því að hafa ekki tekist að verða nógu hinsegin í list sinni. Hún hefur aldrei ratað á ögrunina, heldur látið stofnunina éta sig með húð og hári og sætt sig við ríkjandi heims- mynd í listsköpun sinni. Og nú held ég við séum kannski komin að kjarnanum í tilveru hommans, þ.e. hlutskipti ut- angarðsmannsins og hvernig okkur tekst að höndla það. í þessu hlutskipti birtist mesta nið- urlæging hommans og líka mesta reisn hans eða styrkur. Sumir okkar koðna undir því að vera öðruvísi. Þeir gera fordóma samfélagsins að sín- um og sjálfsfyrirlitningin með tilheyrandi trúðs- látum verður hlutur þeirra. En svo tekst öðrum að höndla þann kraft sem utangarðsmaðurinn ræður yfir ef hann er nógu stoltur af sjálfum sér. Þeim tekst að rækta með sér efa á allt sitt samfé- lag og samferðamenn sína og það sem meira er: Þeim tekst kannski að smita aðra af því sama. Og veistu að það er einmitt svona fólk sem ég vil þekkja. Fólkið sem er öðruvísi. Kannski eru það hommar og lesbíur, kannski er þetta heteró- sexúal fólk. En umfram allt fólkið sem býr yfir ögrun og efa gagnvart ríkjandi gildismati og ríkj- andi stofnunum samfélagsins og nýtir þessa eig- inleika til að byggja upp nýtt og betra líf." Loksins kemur að því að Þorvaldur dæsir eftir að hafa talað allan tímann fumlaust í segulband- ið eins og þaulvanur pólitíkus. Er það vegna þess að hann er að norðan? Sem þvoglumæltur Reykvíkingur hef ég alltaf verið með minnimátt- arkennd gagnvart fólki utan af landi, ekki síst Norðlendingum sem eru skýrmæltir og oftar en ekki ótrúlega mælskir. „Ég var býsna feiminn framan af,“ segir Þor- valdur, „en hef yfirstigið margan þröskuldinn við að koma fram opinberlega, ekki síst í Dan- mörku þar sem ég mátti láta mig hafa það að tala með hreim. Og sannfæring mín um málstað minn hefur þroskað með mér vissa eiginleika til að tala og tjá mig. Það felst svo mikill kraftur í hinu lifandi orði. Það hentar mér betur en rit- málið." Þegar ég hef kvatt Þorvald og rölt heim til mín í tunglskininu, finn ég að hann hefur sáð nokkr- um frjókornum efans í huga mér: Skyldi ég vera nógu hinsegin? Skyldi gildismat mitt vera nógu ögrandi...?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.