Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 17
Asdís Sigurþórsdóttir við verk sitt „17. júní", sem málað er með olíulitum á þrykktan flöt. Smartmynd „EG HEF EROTISKA AFSTOÐU mj TT^CTAJ Cc c Ásdís Sigurþórsdóttir myndlistarkona og JulikJll Vj3 prestsfrú opnar sýningu í Gallerí Borg Úlfar Þormóðsson eigandi Gallerí Borgar við Austurvöll lét þau boð út ganga til ritstjórnar HP að nk. fimmtudag (semsé í dag) færi í hönd æsispennandi opnun: „Erótísk prestmaddama, sko!" Þegar blaða- maður hélt til fundar við listakon- una bjóst hún helst við virðulegri eldri konu sem málaði glötuð tæki- færi æskuáranna með Ijúfsárum trega. En þegar til kastanna kom reyndist „maddaman" þrítug og að vonum ekkert sérlega hrif in af fram- angreindri einkunnagjöf. „Að vísu er maðurinn minn, sr. Flóki Kristinsson, starfandi prestur á Hólmavík," sagði Ásdís Sigurþórs- dóttir en svo nefnist listakonan, — „en auðvitað lít ég fyrst og fremst á mig sem sjálfstæðan listamann. Ég kippi mér ekkert upp við það þótt „erótíska prestmaddaman" falli í góðan jarðveg hjá Úlfari. Vissulega má þó segja að ég hafi erótíska af- stöðu til lífsins. Það er ofur eðlilegt að í verkum konu á besta aldri sé að finna einhverja tegund af kvenlegri erótík. Einstaka fólki finnst sumar myndir mínar djarfar, þótt ég eigi bágt með að skilja það. Svo eru aðrir sem ekki sjá neitt erótískt út úr þeim, það er kannski jafn undar- legt." Við nemum staðar fyrir framan mynd sem Ásdís nefnir Kona með steinhjarta, nakinni konu með fyrir framan sig grátt steinhjarta sem hún hefur stungið ör í gegnum svo úr blæðir. Blaðamaður hefur á orði að stellingu konunnar svipi til þess að hún sé að spila á selló. „Þetta er eiginlega sú mynd sem ég er hvað sáttust við," segir Ásdís. „En þarna sérðu, maður lýkur aldrei fyllilega við mynd. Maður skilur alltaf eftir einhverja lausa enda sem áhorfandinn tekur upp og heldur áfram að vinna úr. Selló, ekki svo fráleitt..." segir hún brosandi. „Annars gengur mér oft illa að vinna út frá nákvæmum skyssum, a.m.k. helmingurinn af því sem end- anlega birtist í myndunum er sprott- inn af ómeðvituðum rótum. Þess vegna hef ég kannski hallað mér meira að olíumálverkinu undanfar- ið. Annars útskrifaðist ég úr grafík- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands. En grafíkin er seinleg, ég er yfirleitt svona tvo mánuði að vinna grafíkmynd. í sumum myndanna á þessari sýningu hef ég farið nokkurs konar milliveg á milli grafíkur og olíumálverks. Þá mála ég yfir þrykktan grafíkflöt með olíulitum og næ þá bæði fram persónulegri lit og misþykkum. Við þetta skapast skemmtilegar andstæður og áhrif myndanna verða líka persónulegri, að ég held." Fjórar myndir sem bera allar heit- ið Ég — þú eru t.d. unnar á þennan hátt. í þeim tjá sumar útlínurnar form kvenmannslíkamans en jafn- framt náttúrunnar. Grunnflöturinn er dimmblár, stjörnubjartur himinn og tungl. „Þarna má greina áhrif umhverf- isins norður á Hólmavík," segir Ásdís. „Þar verður algjört myrkur í skammdeginu sem mér finnst mjög notalegt. Nóttin vekur með mér visst frelsi, þá er líka friður fyrir æp- andi litum. Mér finnst alls ekki rétt að svartir eða mjög dökkir litir þurfi að vekja dauðageig." Asdís hefur búið á Hólmavík ásamt manni sínum og dóttur í nærri tvö ár. „Ég kann afskaplega vel við mig þar," segir hún. „Eg hef fengið betra næði þar til að vinna að myndum mínum en hér í Reykjavík. Það dugar ekki að vera „efnileg" endalaust. Nú reyni ég að taka af skarið með þessari sýningu." Vinnustofa Ásdísar er á sömu hæð og þvottahúsið. „Þess sér stað í sumum myndanna," segir hún og bendir á myndröð sem hún kallar Rósóttar leiðbeiningar. „Handhægt að grípa í þetta meðan maður er að þvo," segir hún sposk á svip. Og jú, jú, þarna eru á ferðinni óvenju þvottekta fantasíur. Á sýningu Ásdísar Sigurþórsdótt- ur í Gallerí Borg, sem samanstendur af 41 mynd unninni með olíu og blandaðri tækni er líka að finna til- brigði við tyggjó sem hún segir að hafi vakið mikla lukku meðal nem- enda hennar, en Ásdís kennir mynd- mennt við Grunnskóla Hólmavíkur. Svo eru það myndirnar af konum og flugdrekum á fagurbláum himni (í morgunsárið?) sem sumpart gefa í skyn útistandandi ævintýri en sum- part að úti sé ævintýri... J.S ASTAFLÆKJUR ALFA OG MANNA Draumur á Jónsmessunótt eftir Shakespeare i sameiginlegri uppfœrslu LR og LÍ Næstkomandi laugardagskvöld verður frumsýndur á fjölunum í Iðnó gamanleikur Shakespeares - Draumur á Jónsmessunótt. Sýning- in er sérstæð að því leyti að fyrir ut- an tólf leikara LR taka þátt í henni þeir átta nemendur í 4. bekk Leik- listarskóla Islands sem útskrifast þaðan í vor. „Og þeir eru ekki í til uppfyllingar, heldur eru þeir flestir í meiriháttar hlutverkum," segir Stefán Baldursson leikstjóri sýning- arinnar. „Þannig eru elskendapörin tvö leikin af þeim Jakobi Þór Einars- syni, Þresti Leó Gunnarssyni, Rósu Þórsdóttur og Kolbrúnu Ernu Pét- ursdóttur, en bragðarefinn Bokka leikur Þór H. Tulinius." — Er uppfœrsla þín ad öðru leyti sérstök? „Tja, ég veit það nú ekki," svarar Stefán. „Shakespeare er svo mod- erne að ég held að algjör óþarfi sé að poppa hann upp. Fólkið í leikrit- um hans er ótrúlega skylt okkur í allri hugsun og mannsálin er ævin- lega söm við sig, ekki síst þegar ást- in á í hlut eins og er í þessu tilfelli. Draumur á Jónsmessunótt er fyrst og fremst ævintýraleikur sem snýst um ástina og þær flækjur sem af henni geta leitt, um það hversu óút- reiknanleg hún getur verið og hversu stutt er í það að ást snúist upp í hatur og öfugt. Álfadrottning og álfakóngur koma þarna mikið við sögu, ástaflækjurnar hjá þeim eru síður en svo einfaldari en í mannheimum." — Nú taka tuttugu leikarar þátt í sýningunni oft með miklum bœgsla- gangi og látum. Hvernig rúmast þetta á litla suiðinu í gamla Iðnó? „Við sperrumst aðeins til að ná sem mestu rými" segir Stefán Bald- ursson leikstjóri, „og einföld en snjöll leikmynd l tars Reynissonar gerir okkur það úft." Jafnframt ann. Grétar búning- ana í sýningunni, lýsinguna sér Daniel Williamsson um en Jóhann G. Jóhannsson hefur samið tónlist- ina. Sumir söngtextanna eru úr þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar en aðra hefur Karl Ágús Úlfsson samið. Aðrir aðalleikendur en þeir sem að framan greinir eru þau Bríet Héð- insdóttir og Þorsteinn Gunnarsson í hlutverkum álfadrottningar og álfa- kóngs og Gísli Halldórsson sem fer með hlutverk Spóla. Þess má að lokum geta að þriðja og síðasta sýning sem 4. bekkur LÍ setur upp áður en hann útskrifast í vor fjallar líka um ástina og flækjur hennar. En það er spiunkunýtt verk eftir Nínu Björk Arnadóttur, Fugl sem flaug á snúru, sem Hallmar Sig- urðsson mun leikstýra. JS HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.