Helgarpósturinn - 21.02.1985, Page 19

Helgarpósturinn - 21.02.1985, Page 19
Stutta og laggóða bréfið er dag- sett 13. febrúar, en áður hafði Ljós- myndarafélagið sent nokkrum mönnum bréf, þar sem þeir voru sakaðir um að hafa farið inn á verk- svið félaga í Ljósmyndarafélaginu og þá einkum tekið tízkuljósmyndir og myndir í auglýsingar o.s.frv. Fleiri atriði voru talin til. í þessu bréfi var viðkomandi ljós- myndurum hótað að þeir yrðu kærðir ef þeir létu ekki af iðju sinni. Meðal þeirra sem fengu bréf af þessu tæi voru Kristján Ingi Einars- son, Friðþjófur Helgason, Morgun- blaði, Jim Smart, Helgarpósti, Snorri Snorrason flugmaður og fleiri. Snorri Snorrason sagði í samtali við Helgarpóstinn, að hann gæti ekki sætt sig við hótunarbréf af þessu tæi. „Þess vegna fékk ég Sig- urð Líndal lagaprófessor til þess að kanna málið fyrir mig lagalega og hann skilaði mér síðan mjög ítar- legri greinargerð. Niðurstaða henn- ar er sú, að í mínu tilviki a.m.k. hafi Ljósmyndarafélagið heldur lakan málstað." LISTGREIN EÐA IÐNGREIN í rauninni snýst spurningin um lykilatriðið hvort flokka eigi ljós- myndun sem iðngrein eða listgrein. Inn í þessa spurningu koma svo at- riði eins og þau hvort kaupendur ljósmynda velji sér ljósmyndara eft- ir félagatali Ljósmyndarafélagsins eða eftir því hverja þeir telja hæf- asta og bezta, burtséð frá löggild- ingu Ijósmyndunar sem iðngreinar. „Þessi flokkun á ljósmyndurum er fáránleg," segir Jim Smart ljósmynd- ari Helgarpóstsins. Jim er frá Bret- landi og hann staðhæfir að 80—90% af öllum blaðaljósmyndurum þar séu óskólagengin og raunar megi staðhæfa hið sama um aðra ljósmyndara. „Ljósmyndun er list- grein á Bretlandi og það dytti eng- um í hug að setja ljósmyndun undir sama hatt og múrverk eða pípu- lagnir," segir Jim. Þórir H. Óskarsson, formaður Ljósmyndarafélagsins, segir að að- gerðir félagsins beinist ekki sérstak- lega að blaðaljósmyndurum, heldur miklu fremur að ljósmyndurum sem stofnuðu fyrirtæki en hefðu ekki réttindi. Þó kvað hann viðbrögð eins af dagblöðunum hafa kallað á andsvar, því viðkomandi forsvars- maður blaðs hafi ekki viljað ráða tvo einstaklinga með réttindi en ráðið þess í stað réttindalausan mann. Viðkomandi „ráðandi mað- ur“ mun hafa sagt að hann vildi ekki iðnlærðan ljósmyndara vegna þess að reynslan sýndi að þeir stoppuðu stutt við í vinnu. Önnur skýring sem HP heyrði var sú, að forsvarsmaður biaðsins væri þeirrar skoðunar að þeir iðnlærðu væru einfaldlega lélegri Ijósmynd- arar en sá sem var ráðinn. í blaðaljósmyndarastétt fer ekki mikið fyrir virðingu fyrir því ljós- myndanámi sem fram fer í Iðnskól- anum. Þó taka allir þeir ljósmyndar- ar, sem HP ræddi við, fram að þar væru almennt mjög góðir kennarar, „enda er víst bara einn kennaranna með sveins- og meistararéttindi," eins og einn þeirra orðaði þetta í gamni. Hins vegar mun fara afar lítið fyrir eiginlegu ljósmyndanámi í Iðnskól- anum, sex vikna verklegt nám af einu og hálfu ári í sjálfum skólanum. í tvö og hálft ár eru svo nemarnir hjá meisturum „aðallega við að sópa gólf“. Sá sem átti síðustu at- hugasemdina bætti því við, að sjálf- stæði nemanna væri lítið sem ekk- ert og „við getum ekki fengið neina tilsögn í blaðaljósmyndun, enda þótt formaður Ljósmyndarafélags- ins hafi haldið því fram í útvarpsvið- tali“. Snorri Snorrason, sem lært hefur ljósmyndun af reynslu í áranna rás, er ómyrkur í máli, þegar talið berst að félagi ljósmyndara og námi og kennslu í greininni hér. LOKUÐ STÉTT - FÁRÁNLEGT „Þetta er raunar mjög krítískt mál fyrir Ljósmyndarafélagið, því það er annað í þessu máli sem er svaka- Þessir sex Ijósmyndarar eru aðeins hluti af öllum hópnum, sem starfarsem Ijósmyndarar fyrir blöðin. Alls eru þeir 20-25 talsins. Friðþjófur Helgason Morgunblaðinu Gunnar V. Andrésson Kristján Ingi Einarsson lausamaður (free-lance) Jens Alexandersson Frjálst framtak Jim Smart Helgarpóstinum Bjarnleifur Bjarnleifssor, DV Ljósmyndarar í hár saman! Ljósmyndarafélag íslands hefur sent um þad bil 50 bréf út til blada, tímarita og útgáfufyrir- tækja nú síðustu dagana, þar sem forsvarsmönnum fyrirtækjanna er gerð grein fyrir því, að ljósmyndun sé löggilt iðngrein. Yfir 90% allra ljósmyndara blaðanna eru ekki iðnskólageng- in í Ijósmyndun og eru þar með réttindalaus. I þessum hópi eru margir þekktustu og bestu ljósmyndarar landsins. Fyrstu viðbrögð þeirra eru þau, að Ljósmyndarafélagið sé að segja þeim stríö á hendur. Þessu neitar Þórir H. Óskarsson, formaður félagsins. Aðspurður um ástæðu útsendingar þessa bréfs kvað hann hana vera þá, að gera ljósmyndurum og útgefendum ljóst að samkvæmt lög- um þurfi að hafa tiltekin réttindi sem kveðið væri á um í lögum um iðnfræðslu, reglugerð og iðnaðarlögunum. Hjá embætti ríkissaksóknara liggja nú kærur á hendur tveimur aðiljum vegna þess sem Ljósmyndarafélagið telur ólögmæta starfsemi. Það er Landssamband iðnaðarmanna, sem kærir fyrir hönd félagsins. Bragi Steinarsson hjá saksóknara sagði við HP, að ekki væri búið að taka ákvörðun um hvað yrði gert í málinu. legt. Það er það, að ætli ungur mað- ur á íslandi að læra ljósmyndun þá er mjög erfitt að komast í nám. Það er ekki bara það, að kennslan fari fram einungis annað hvert ár, held- ur verður væntanlegur nemi að komast inn hjá einhverjum faglærð- um ljósmyndara sem nemi og það er víst enginn leikur. Þeir taka ekki all- ir nema og þeir sem gera það taka yfirleitt bara einn hver," segir Snorri. „Strangt til tekið er þetta nám nánast lokað á íslandi. Menn verða að flýja til útlanda og svo verja þeir sig með því, að menn verði kærðir séu þeir eitthvað að fitla við þetta," segir Snorri Snorrason. „Þetta Ljós- myndarafélag, stéttarfélag eða hagsmunafélag atvinnuljósmynd- ara, hefur það í hendi sér hverjir og þá hvort menn geta lært ljósmynd- un á íslandi. Þetta er fáránlegt." Þórir H. Óskarsson, formaður Ljósmyndarafélagsins, sagði við HP, að það væri víða pottur brotinn varðandi ljósmyndun hérlendis og lög og reglur um ljósmyndun sem löggilta iðngrein væru þverbrotin. En hvernig ber að skilja bréf Ljós- myndarafélagsins? Hafa allir þessir 50 aðiljar gerzt brotlegir? Þórir: „Nei, það er nú alveg óþarfi að taka þessu svona. Hins vegar er það alveg ljóst, að iðnlöggjöfin er brotin, það fer ekkert milli mála, einkum í sambandi við auglýsinga- og iðnaðarljósmyndun. Hvað varð- ar blaðaljósmyndara skilst mér að þeir starfi samkvæmt einhverri gamalli undanþágu, sem gefin var út af atvinnumálaráðuneytinu á meðan það var við lýði. Þessi und- anþága náði eingöngu til fréttaljós- myndunar, en nú hafa margir þess- ara manna teygt sig allmiklu lengra en það. Sumir hverjir hafa t.d. tölu- vert tekið auglýsingamyndir að sér og myndir fyrir fyrirtæki. Það eru ýmis dæmi um það,“ sagði Þórir. Einn þessara manna er Kristján Ingi Einarsson, sem hefur verið kærður til saksóknara. Meðal verk- efna sem Kristján Ingi hefur unnið Þórir H. Öskarsson formaður Ljósmyndarafélagsins: „Okkar iðngrein ekki lokaðri en margar aðrar." Ragnar Axelsson Ijósmyndari á Morgunblaðinu: „Þessir menn gætu ekki kennt blaða- eða fréttaljósmyndun." er ljósmyndun fyrir Iðnaðarbank- ann, Fréttablað iðnaðarins auk fastra verkefna, eins og t.d. mynda- tökur fyrir Alþingi. „MEIRA EN VIÐ HÉLDUM” Þórir sagði, að reynt hefði verið að afflytja mál Ljósmyndarafélags- ins og koma því inn hjá fólki að fé- lagið væri á móti öllum sem bæru framan á sér myndavél. „Það er al- ger misskilningur," sagði Þórir. „Okkur dytti t.d. aldrei í hug að am- ast við þeim sem taka náttúrulífs- myndir." I þessu sambandi er athyglisvert áð minna á dóm Hæstaréttar í máli ákæruvaldsins gegn Hjálmari R. Bárðarsyni, fyrrv. siglingamála- stjóra og ljósmyndara, sem er lands- frægur fyrir gullfallegar ljósmyndir sínar, einkum landslagsmyndir. Dómurinn var kveðinn upp 1955 og Hjálmar sýknaður af kröfum ákæru- valdsins, þar sem hann var sakaður um brot á iðnlöggjöfinni, eins og t.d. Kristján Ingi á vorum tímum. Hlið- stætt mál var höfðað á sama tíma gegn Guðna Þórðarsyni (í Sunnu). Hann var einnig sýknaður. HP spurði Þóri hvort hann liti á ljósmyndun sem listgrein eða iðn- grein. „Þetta er iðngrein hér og hefur ekki verið til umræðu að breyta því. Mitt viðhorf er, að það sé ekki nokk- ur ástæða til að breyta því að svo komnu máli.“ Nú túlka blaðaljósmyndarar þetta bréf ykkar sem hótun. Verður eitt- hvað framhald af ykkar hálfu? „Nei, bréfið er fyrst og fremst hugsað sem áminning um að ljós- myndun sé löggilt iðngrein." „HÁLFVITALEG VINNUBRÖGÐ'' Þá kom fram hjá Þóri, að mennt- un ljósmyndara skipti öllu um inn- göngu í Ljósmyndarafélagið. Það væri ekki nóg að viðkomandi ljós- myndari væri búinn að sanna að hann væri góður ljósmyndari. HP ræddi við Ragnar Axelsson, ljósmyndara á Morgunblaðinu, sem vel að merkja hefur ekki fengið neitt bréf sjálfur. Hann var spurður hvað væri á seyði í stétt ljósmynd- ara. „Ég veit satt að segja ekki hvað er að gerast, því mér þykja þetta held- ur hálfvitaleg vinnubrögð. Maður á ekki til orð, því alls staðar sem ég hef kynnzt þessu og hef rætt við ljósmyndara (ekki neina gervi- karla), þar er ekki verið að rakka niður náungann. Ef einhver er góð- ur, þá er borin virðing fyrir honum. Hér er hins vegar ekkert metið það sem menn eru að gera. Gæði mynda virðast ekki skipta neinu máli. Ljós- myndun er flokkuð hér sem iðn- grein, enda erum við á steinöld í þessum efnum,“ sagði Ragnar. „VÆRU ÓFÆRIR AÐ KENNA BLAÐA- LJÓSMYNDUN'' „Ég er á þeirri skoðun," sagði- Ragnar, „að þessir náungar væru alls ófærir um að kenna blaðaljós- myndun eða fréttaljósmyndun. Þeir geta það ekki. Hins vegar eru þeir miklu klárari á sínu sviði en við, en svið flestra þessara manna er því miður svo þröngt." Því má skjóta hér inn, að í reglu- gerð um iðnfræðslu er löggilt ljós- myndun flokkuð í tvennt: Almenna ljósmyndun og persónuljósmyndun. Stóra spurningin er því hvað „al- menn ljósmyndun" þýðir. Nær það hugtak yfir t.d. neðansjávarljós- myndun eða geimljósmyndun? Ragnar Axelsson tók skýrt fram, að í hópi félaga í Ljósmyndarafélag- inu væru mjög góðir ljósmyndarar, sumir jafnvel í heimsklassa. Hvað um það, upp er kominn ágreiningur á meðal ljósmyndara og HP hefur fregnað að e.t.v. verði stofnað nýtt félag þeirra sem eru ut- an Ljósmyndarafélagsins. Þess má að lokum geta, að aðal- fundur Ljósmyndarafélags íslands er á laugardaginn. Félggið verður 60 ára á næsta ári. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.