Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 20
STJÓRNMÁLAM „Menn með ávöl andlit, og augu sem hvorki eru of djúpstæð né út- stæð eru pottþéttir í sjónvarpi. Menn með vingjarnleg andlit. Eg get nefnt dæmi; Þorsteinn Páls- son, Pétur Sigurðsson og Egill Jónsson. Birgir ísleifur er and- stæðan. Hann hefur miklar auga- brúnir og djúpstæð augu, sem gera það að verkum að stöðugt þarf að gæta að réttri lýsingu á andlit hans, þegar hann kemur fram í sjónvarpi." Þessi upphafsorð á maður sem kýs að halda nafni sínu leyndu. Hann hefur unnið við að þjálfa kandídata Sjálfstæðisflokksins fyr- ir kosningar. „Þjálfunin fer fram í kjallara Valhallar, þar sem menn sitja fyrir svörum fyrir framan upptökuvél. Þeir eru spurðir um mál dagsins og málaflokka sem þeir hafa helgað sig; fá „grillun" rétt eins og í töff yfirheyrslu í sjón- varpi. Síðan er upptakan skoðuð og gagnrýnd. Mönnum er ráðlagt að sitja beinir í stólnum, svara skýrt og skilmerkilega og gæta þess að svæfa ekki áhorfendur. Þeim er ráðlagt að horfa á spyrilinn og tala til hans, í stað þess að gjóa augunum út í loftið. Fæstir ráða við að horfa beint í myndavélina — á kjósandann. Það er lögð áhersla á að menn séu eðlilegir, en ekki of alvarlegir. Sumir hlusta ekki á leiðbeining- ar. Þetta eru jú stjórnmálamenn, ánægðir með sig eins og þeir eru. Yngri menn virða fagfólkið sem leiðbeinir, sem er flest fjölmiðla- fólk. Ég man eftir einum sem horfði á prufuupptöku, og varð að orði um málflutning sinn: „Mikið djöfuls endemis bull er þetta!" Svo er það staðreynd að menn fá bestu þjálfunina þegar á hólminn er komið; í sjónvarpinu. En þar fá þeir enga leiðsögn." Enginn hefur fundið töfraformúluna Eru bollaleggingar af þessu tagi fastur liður í kosningaslag stjórn- málamanna? Fleytir glæsileg framganga í sjónvarpi, jafnvel gjafaumbúðir, mönnum í markið? Eða gerir kjósandinn kannski þá kröfu að stjórnmálamaður sé fyrst og fremst málefnalegur? Niður- stöður skoðanakannana sýna að þrír af hverjum tíu kjósendum eru óráðnir. Stjórnmálamenn renna eðlilega hýru auga til þeirra. En hvað ræður skiptingu atkvæða? Hvað þurfa stjórnmálamenn að hafa til að bera, til að ná til þeirra óráðnu? Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra: „Ég hef enga patentlausn á því, enda myndi ég líklega ekki gefa hana upp. Ég held að menn geri upp hug sinn á endanum eftir því hvernig þeim líst á hina ýmsu frambjóðendur bæði málefnalega og sem menn." Gudmundur Einarsson, Banda- lagi jafnaðarmanna: „Pólitík er eins og frönsk matargerðarlist. Það þarf að blanda saman mörgu en í réttum hlutföllum. Það eru engin lausnarorð, engin töframeð- ul. Ekkert eitt sem menn geta gert til að slá í gegn. En sá sem finnur réttu blönduna er býsna vel settur." Þorsteinn Púlsson, Sjálfstæðis- flokki: „Ég held að það skipti máli að flokkur fylgi nokkuð vel eftir sínum stefnumálum, og sé trú- verðugur gagnvart fólkinu í land- inu." Svavar Gestsson, Alþýðubanda- lagi: „Hann á að hafa góða pólitík og góð málefni. Menn eiga ekki að ganga svo langt í pólitískum loft- fimleikum, að þeir ráði fyrir sig umboðsmenn fatafellna, ef þú ert að skírskota til þess. Annars er ekki hægt að svara þessari spurn- ingu til hlítar. Ef svo væri, væri löngu búið að leggja pólitík niður. Hún snýst um það m.a. að finna leiðir til þess að fá fólk til að fallast á sín sjónarmið. Sem betur fer hef- ur enginn fundið þá töfraformúlu endanlega. Ef ég gæti svarað þér, væri ég fyrsti og eini maðurinn í heiminum." Aó veiða sálir eins og prestarnir Veltum þessari spurningu yfir til fjölmiðlamanna. Jónas Kristjáns- son, ritstjóri DV: „Hann þarf að hafa traustvekjandi áhrif og góða þjálfun í að koma fram. Sjónvarpið er mikilvægara til að koma persónum á framfæri en skoðun- um og stefnum. Ég held að slíkur maður megi gjarnan hafa líflegan ræðustíl, örugga framsetningu og eitthvað að segja. Það er mikil- vægt fyrir hann að vera óflekkað- ur af mistökum stjórnvalda, hafa t.d. ekki verið ráðherra. Að geta sannfært fólk um mun á sér og öðrum stjórnmálamönnum; að um einskonar ferskan andblæ sé að ræða." — Dœmi um slíkan mann? „Ég held það sé enginn fullkom- inn á þessu sviði, en mér sýnist á skoðanakönnunum að Jón Hanni- balsson hafi haft einhvern árangur á þessu sviði, síðan hann varð for- maður flokksins." — Eru stjórnmálamenn veiöi- menn? „Já, ég reikna með að þeir séu að veiða sálir eins og prestarnir." Páll Magnússon, þingfréttamað- ur SjónvarpSj segir um töfra- formúluna: „Eg held að hún hafi breyst mikið frá einum tíma til annars. í dag er þetta spurning um pólitískan karisma og rétt val á málefnum. Það gengur vel í fólk að segja kerfinu stríð á hendur, að ráðast á menn og stofnanir sem enginn hefur efast um áður. Dæmi: Tillaga Jóns Baldvins um að reka seðlabankastjóra." Gunnar Kvaran, þingfréttamað- ur Útvarps, tekur í sama streng: „Að tala umbúðalaust virðist falla í góðan jarðveg hjá fólki. Það hef- ur einkennt málflutning Jóns Baldvins, sérstaklega þegar hann ræðst að bákninu. Eg veit ekki hvernig færi ef allir temdu sér þetta. Þá færu menn sjálfsa^t að þrá hitt; heflaðra málfar. I dag finnst fólki Jón Baldvin ferskur." Baugarnir undir augunum — Hverjar eru þá aöferdir hans? „Beinhörð pólitík," svarar Jón Baldvin Hannibalsson. „Aðferðin er að fá fólk til þátttöku." — Og ef þad kemur? „Meginástæðan er ægileg von- brigði sem fólk hefur orðið fyrir með pólitík. Fólk kemur ekki til að horfa á „sjó". Það fer orð af þess- um fundum, þeir eru skemmtileg- ir. Kannski að sumu leyti vegna þess að ég tala ekki upp úr hagtöl- um þó ég sé hagfræðingur. Ég flyt mitt mál á mannamáli." — Kýs fólk persónur? Þig, efþað gefur Alþýöuflokknum atkvœbi sitt? „í svipinn eru áreiðanlega margir sem hugsa sem svo: Fylgj- um þessum náunga. Hann er að segja eitthvað sem skiptir máli." Um þetta segir Gunnar Kvaran fréttamaður: „Það er algengt að fólk kjósi persónur. Stefnuskrár flokkanna eru í mörgum veiga- miklum atriðum líkar og áhersla lögð á svipuð mál. Spurningin er bara, hvað mönnum tekst að búa sér til mikla sérstöðu." Guðmundur Einarsson, BJ, segir aftur á móti: „Ég álít það pólitík til óþurftar að persónugera hana. Það er uggvænlegt að horfa á póli- tík eins og hún er orðin í Banda- ríkjunum. Menn eru löngu hættir að tala um pólitískar stefnur, jafn- vel flokka. Síðustu daga fyrir kosn- ingar hættir fólk að tala um menn en talar um einstaka líkamshluta. Aðalmálið fyrir kosningarnar eftir Eddu Andrósdóttur L núna voru baugarnir undir augun- um á Reagan og Mondale. Það er mjög einfalt þegar pólitík er snúin og mörg sjónarmið á lofti að per- sónugera hana, tala um formenn og foringja en ekki stefnur eða stjórnmálahreyfingar." Pólitískur frami veltur á mínútubroti Amerískar kosningaaðferðir. Eiga þær upp á pallborðið hjá ís- lendingum? Þorsteinn Pálsson: „Ég held að við búum í allt annars konar þjóð- félagi. Þó að fatafellulögmálið gildi í Ameríku, þá er ég ekki viss um að það gildi hér." Eru amerískar aðferðir ólíkar því sem hér gerist? Svavar Gestsson: „Mér skilst það. Okkar pólitík er að minnsta kosti ólík því sem gerist í Banda- ríkjunum og Sovétríkjunum. Við erum ekki ennþá í þessum kinna- litarbransa sem þeir eru í austan hafs og vestan. Eg efast um að ís- lendingar myndu láta bjóða sér slíkar aðfarir. Ég held þeir sjái allt- af í gegnum farðann." Jón Baldvin segir hins vegar: „Það er ekkert ljótt við amerískar aðferðir. Ameríka er stórt þjóðfé- lag, þar sem pólitík fer fram í fjöl- miðlum og kostar mikla peninga. Hér er hægt að vera skítblankur og ná samt árangri í pólitík. Ég á ekki fimmeyring með gati." Um pólitík í fjölmiðlum segir Guðmundur Einarsson: „Ábyrgð fjölmiðla er mjög mikil að því leyti að projektera pólitík út til fólks, þannig að skyggnst sé á bak við hlutina. Pólitískur frami eða mis- tök eiga ekki að vera undir mínútu eða mínútubroti komin í ríkisfjöl- miðium. Það gerist erlendis." Hvað þarf stjórnmálamaður að Ólafur ísleifsson hagfræðingur: Hann verður að hafa tvö atriði á hreinu að minu mati: Að vera reiðubúinn til að standa vörð um borgaralegt þjóðskipulag á islandi. í því felst að hann þarf að fylgja traustri stefnu í öryggis- og varnarmálum. Hitt atriðið er: Frelsi einstaklinga til orðs og æðis. Gunnar Ólafsson háskólanemi: Að hafa talandann á hreinu. Að geta talað um hlutina á skiljanlegan hátt og glæsilegan máta. Sjónvarpið er án efa sterkasti miðillinn hvað þetta snertir. Jón Vilberg Guðjónsson laganemi: Sambland af pöblisitíi, tækifærissinna og karisma. Hann þarf að hafa slagorð og höfða til peningaþarfa fólksins. Á þingi þarf hann að vera baráttumaður minnihlutahópa og þeirra sem eiga undir högg að sækja í stjórnsýslunni. Vilmundur gerði þetta á sínum tíma. í dag sé ég Svavar Gestsson og Jón Baldvin í þessu. 20 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.