Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 21.02.1985, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 21.02.1985, Qupperneq 24
■ Morgunblaðinu í gær, miðviku- dag, birtist vægast sagt ákaflega einkennileg heilsíðuauglýsing frá „nokkrum skattborgurum", þar sem stendur feitletrað yfir síðuna: „Hið opinbera hefur líkt skattgreiðend- um við innbrotsþjófa — Almenning- ur getur ekki annað en svarað því á viðeigandi hátt.“ Auglýsing þessi er andsvar einhverra huldumanna úti í bæ við auglýsingaherferð ríkisins, sem Auglýsingaþjónustan hefur stjórnað og hannað með góðum ár- angri. Þar er athyglinni beint að skattsvikum og fólk hvatt til þess að gera sitt til þess að koma í veg fyrir þau. Helgarpósturinn hefur fyrir því tryggar heimildir, að höfundur aug- lýsingarinnar sé Ólafur Stephen- sen, framkvæmdastjóri Auglýsinga- stofu Ólafs Stephensens. Raunar er allt meginmál auglýsingarinnar birt orðrétt úr erindi, sem Olafur flutti í útvarpi á mánudag undir dagskrár- liðnum „Um daginn og veginn". Að- eins einni setningu hefur verið bætt við. Þá eru jafnframt uppi kenningar um að aðstandendur auglýsingar- innar séu „frjálshyggjustrákarnir" í Sjálfstæðisflokknum, sem þola Al- bert fjármálaráðherra illa, eða hluti af gamla VL-hópnum. Sú spurning vaknar óneitanlega hvort rekja megi aðstandendur auglýsingar- innar inn í innsta kjarna Sjálfstæðis- flokksins, því hún er í nákvæmlega sama anda og skrif Morgunblaðsins um þessa auglýsingaherferð. A Auglýsingaþjónustunni urðu menn að sjálfsögðu hoppandi illir vegna birtingar auglýsingarinnar og telja Ólaf Stephensen hafa gerst brotlegan við siðareglur SÍA, sam- taka auglýsingastofa. Ólafur er for- maður samtakanna. Nú íhugar Aug- lýsingaþjónustan að kæra Ólaf fyrir siðanefnd SIA vegna vísvitandi fals- ana í þessari auglýsingu og að reyna þannig að villa um fyrir lesendum. En hvað svo sem líður brölti and- stæðinga þess, að skattsvik verði upprætt, mun Albert Guðmunds- son vera harðákveðinn í því að halda áfram þessari auglýsingaher- ferð. Birting á svona auglýsingu kostar u.þ.b. 30 þúsund krónur. Hver borg- ar vitum við ekki. .. u ■ ú hefur frumsýningardag- ur Stuðmannamyndarinnar Hvítir mávar verið negldur niður, semsé föstudagurinn 15. mars á Seyðis- firði, en daginn eftir verður svo reykvísk frumsýning í Háskólabíói. Löngu er búið að ganga frá klipp- ingu myndarinnar en nú er unnið hörðum höndum við eftirvinnslu, einkum „greating" sem er geysi- lega flókið mál: Að setja saman í eitt mynd, leikhljóð og músík. Þessari eftirvinnslu seinkaði reyndar nokk- uð þar sem sænskir tæknimenn leystu breska af hólmi fyrir nokkru og Svíarnir eru víst svona 9-5 menn. Aftur á móti varð Bretunum ekki skotaskuld úr því að leggja nótt við dag. .. Gerber -P* barnamatur gæðanna vegna Fimmtíu ára reynsla og 70% markaðshlutfall í USA segir meira en mörg orð um Gerber barnamat- inn. Venjuleg fæða er of bragðmikil eða skortir næringarefni, sem ungbörn þurfa á að halda til að dafna og þroskast eðlilega. Eftir áratuga rannsóknir færustu sérfræðinga hefur Gerber tekist að framleiða, úr bestu hráefn- um, mikið úrvai af auðmeltanlegum og bragð- góðum barnamat, með réttum næringar- efnahlutföllum. Gerber gæðanna vegna það geta 30 milljón mæður staðfest. Einkaumboð <zMvw&riórzci¥ simi 82700 ABOT >Tll f 1 f / \ J J ^ yÍ íl GULLS ÍGILDI í STAÐ BINDINGAR í SKULDABRÉFUM EÐA Á BUNDNUM INNLÁNSREIKNINGUM, GETUM VIÐ BOÐIÐ yp Fulla verðtryggingu auk vaxta. Frjálsa úttekt aí reikningi hvenœr sem er, án þess að áunnir vextir skerðist §Fulla vexti strax írá fyrsta mánuði eítir úttekt - enga bið eítir stighœkkandi vöxtum. ÞAÐ ER ÞETTA SEM VIÐ KOLLUM SKINANDI AVOXTUN, ÖÐRU NAFNI: INNLÁNSREIKNING MEÐ ÁBÓT, ATHUGIÐ AÐ BINDING FJÁR, - Á EINN EÐA ANNAN HÁTT, GETUR REYNST SKAÐLEG Á TÍMUM TÍÐRA VAXTABREYTINGA SPYRÐU EFTIR RAÐGJAFANUM. HONUM MAITU TREYSEA 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.