Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 2
FREJTAPOSTUR Kennsla komin í efllilegt horf I Framhaldsskólakennarar sem gengu úr störfum hinn 1. . mars sl. sneru aftur til starfa í skólum í gær. Á fundi kenn- | ara á sunnudagskvöld samþykktu þeir með 210 atkvaeðum gegn 57, að i hréfi Steingríms Hermannssonar forsætisráð- I herra á laugardag fælist sú grundvallartrygging sem gerði ' þeim kleift að snúa aftur til starfa. Bréf Steingríms fjallaði i um túlkun á yfirlýsingu rikisstjórnarinnar frá 12. þ.m.. I Sagði'forsætisráðherra, að yfirlýsinguna hæri að túlka svo að ætlunin sé að tryggja ríkisstarfsmönnum sömu heildar- | kjör og menn hafa við sambærileg störf og ábyrgð á almenn- um markaði, m.a. að dagvinnulaun verði hin sömu. Mennta- I málaráðherra hefur látið hóka að hún muni ekki hera fram * kærur til refsiviðurlaga vegna fjarvista kennara. Framsókn hafnar kosningum í bráð , Á fundi þingflokks og framkvæmdastjórnar Framsóknar- | flokksins sem haldinn var á mánudag var gerð samþykkt til að kveða niður orðróm um stjórnarslit sem skapast hefur I vegna ummæla stjórnarþingmanna undanfarnar vikur. Þar * segir m.a. að kosningar nú myndu augljóslega tefja mjög af- . greiðslu nauðsynlegra mála og jafnvel stefna þeim í hættu. | Því verði lögð áhersla á að Framsóknarflokkurinn standi heill i stjórnarsamstarfinu. Rætt um vísitölubindingu launa 1. júní i Samningaráð Vinnuveitendasamhands íslands sat fyrsta I samráðsfund sinn með fulltrúum stjórnvalda á mánudag. . Var þar m.a. rædd afstaða manna til þess að vísitölubinding ' launa taki gildi á ný 1. júni nk., en þá rennur út gildistími laga frá í maí 1983 um afnám vísitöluhækkunar launa. I Lýstu fulltrúar Vinnuveitendasambandsins sig algjörlega 1 andvíga því. I Hrikalegt atvinnuástand í Hafnarfirði Nú eru hátt á þriðja hundrað manns á atvinnuleysisskrá I í Hafnarfirði, þar af yfir 100 konur sem störfuðu áður í Bæj- arútgerðinni. Öllu starfsfólki BÚH hefur verið sagt upp I störfum og fyrri loforð um að ráða fólkið til starfa hjá ný- * stofnuðu Utgerðarfélagi Hafnfirðinga hafa verið dregin til • haka. Jafnframt hefur forseti hæjarstjórnar lýst þvi yfir að | Útgerðarfélagið taki ekki til starfa næstu mánuðina. Páfi útvelur Þorlák belga verndardýrling íslands Jóhannes Páll II páfi hefur útvalið Þorlák helga verndar- I dýrling íslensku þjóðarinnar hjá Guði. Gerist þetta 785 ár- ■ um eftir að Alþingi lýsti yfir helgi Þorláks á Þingvöllum. Til- skipun þess efnis var gefin út í Vatíkaninu í Rómaborg þann | 14. janúar sl. í postullegu hréfi páfa til Reykjavikurbiskups, Hinriks H. Frehen, i tilefni tilskipunarinnar segir m.a.: I „Hinn heilagi biskup, Þorlákur, frjóvgaði íslensku kirkjuna með orði sannleikans og nærði hana með sakramenti lifsins I og því hafa íslenskir prestar, ásamt hinum trúuðu með þess- • ari þjóð, lengi heiðrað hann með sérstökum hætti og án af- , láts og heiðra hann enn.“ I Landsbankinn tekur fimm milljarfla lán Landshanki íslands hefur náð samningum um heimild til þess að taka að láni allt að fimm milljarða króna erlendis. I Hinir ríkisbankarnir, Útvegsbanki og Búnaðarhanki, 1 munu ganga inn i samninginn. Þessar heimildir verða not- I aðar að þörfum þegar viðskiptahankarnir taka alfarið við » afurða- eða framleiðslulánum atvinnuveganna innan . skamms. Þetta er langstærsti samningur um lántökur er- ) lendis sem um getur hingað til. Þessari stórauknu ábyrgð viðskiptahanka og sparisjóða á útflutningsframleiðslu mun | fylgja grundvallaruppstokkun á samskiptum þeirra við út- * flytjendur og mjög hert eftirlit. . Víkingur sigrar Barcelona Sjálfir Evrópumeistarar bikarhafa í handknattleik, FC | Barcelona, fengu kennslustund í góðum handknattleik á 1 sunnudagskvöldið. Víkingarnir sigruðu 20-13 eftir að hafa i haft yfirburðastöðu í hálfleik 11-4. Allt frá fyrstu til síðustu I minútu leiksins réðu Vikingar gangi leiksins, og hvergi var . veikur hlekkur í leik þeirra. ) Fréttapunktar I • Nú starfa um 1300 heildsölur á landinu með jafnmarga starfsmenn og þá sem eru til sjós. Þessar upplýsingar komu I m.a. fram i ræðu Svavars Gestssonar þegar hann mælti fyrir • þingsályktunartillögu Alþýðubandalagsins um rannsókn á i innflutningsversluninni. • Jón L. Árnason tryggði sér 1. áfanga að stórmeistaratitli og um leið efsta sætið á alþjóðaskákmótinu á Húsavík í ) fyrradag. • Tvær kirkjur hafa verið teknar i notkun i Breiðholti á sið- | ustu dögum; hluti kirkju Fella- og Hólasóknar á sunnudag • og bráðabirgðakirkja kaþólska safnaðarins í Breiðholti á • mánudag. I • Samningar hafa tekist í kjaradeilu lausráðinna leikara og 'óperusöngvara við atvinnuleikhúsin og hefur verkfalli því sem boðað var til verið frestað um óákveðinn tima eða þar til viðkomandi deildum innan Félags leikara hefur gefist tæki- I færi til að fjalla um samningana. Samningarnir fela m.a. í * sér 21% hækkun sýningarlauna að meðaltali. • • Nýjar tölur frá Þjóðhagsstofnun sýna 12% aukningu út- I flutningsframleiðslu á síðasta ári og 2,5% aukningu þjóðar- framleiðslu. Allar spárnar um samdrátt í fyrra reyndust því I rangar. • Útlán lifeyrissjóða jukust um 80% eða tæpan milljarð í | fyrra. En það sem af er þessu ári hefur dregið mjög úr lán- ' tökum. Nú eru uppi ýmsar breytingar á reglugerðum um I starfsemi lífeyrissjóða. I Andlát ( -Látinn er í Reykjavik Knútur Knudsen veðurfræðingur, 58 ára að aldri. ’ Látinn er í Reykjavík Jón Þorsteinsson iþróttakennari á 87. * aldursári sinu. i Brullaupið á myndbandi Björn H. Hilmarsson og Jens Þor- steinsson til alls Ifklegir að vldeó- taka næsta einstæða atburð í l(fi fólks... Smartmynd ★Björn J. Hilmarsson og Jens Þorsteinsson voru að stofna fyr- irtæki að nafni JB-MYND sf. Það komst á firmaskrá í janúar- lok. Og markmiðið? „Það er að gera öllum kleift að eignast lif- andi mynd af einstæðum at- burðum í lífi sínu á viðráðan- legu verði," bendir Jens á og útskýrir betur: „Segjum að það sé verið að fara að halda brúð- kaup úti í bæ. Aðstandendur þess geta hringt til okkar Bjössa í síma 45507 og beðið annan- hvorn okkar eða báða að mæta á svæðið og taka upp veisluna ogfeða brúðkaupið sjálft á myndband. Síðan vinnum við þetta efni niður í viðráðanlega lengd sem gaman er að eiga í fórum sínum." En það eru ekki aðeins brúð- kaup sem þeir Björn og Jens hyggjast festa á filmu fyrir fólk- ið í framtíðinni. Allt er mögu- legt í þessum efnum. Þegar hafa þeir félagar skotið í ferm- ingarveislum, skírnarveislum, tekið upp heil leikrit áhugaleik- flokka, litið inn á árshátíðir og íþróttaviðburði. Um daginn fékk hestamaður þá til að taka lif- andi myndir af gangi uppá- haldsfáksins síns. Þeir félagar eru brautryðjend- ur á þessu sviði og segja ýmsa byrjunarerfiðleika hafa mætt sér. Svo sem þann hvað landinn sé feiminn við að standa framan við vélarnar. Lið- ið fari hjá sér. Eins vill vera erf- itt að lýsa upp marga þá staði sem þeir þurfa að kvikmynda á. En svona í lokin þetta með verðið: Jens segir að klukku- stundar myndband frá þeim, upplýst, hljóðnumið og eftir- unnið, kosti undir átta þúsund krónum en efni sem hægt sé ★Þessa sögu seljum við dýrar en við keyptum hana, þar sem okkur finnst hún svo snjöll. Fyrir fáum dögum sátu tveir stúdentar að miðdegisverði í mötuneyti Háskólans, annar úr guðfræðideild, hinn úr raunvís- indadeild. Þar kom í spjalli fé- laganna að þeir tóku að velta vöngum yfir lítilli kirkjusókn á íslandi og meintri heiðni land- ans. „Veistu," sagði klerksefnið við þann úr raunvísindadeild- inni, „við í guðfræðinni höfum mjög verið að brjóta heilann um þetta, en enn ekki fundið neina eina haldbæra skýringu. Ég er einna helst kominn á þá skoðun að margar samverkandi ástæður liggi að baki þessu vandamáli," og svo neri hann að skjóta beint og þarfnist lít- illar vinnu þar fyrir utan fáist frá þeim á þetta sex þúsund kall...£ hökuna, svona til að leggja áherslu á mál sitt. „Ég er á öðru máli," sagði sá úr raunvísindunum eftir stund- arþögn, og bætti svo við: „Ég held að það sé bara ein skýring til á þessu..." „Nú?" spurði guðfræðinem- inn og ók sér að vonum mjög í stólnum. ,úá," hélt raunvísindaneminn áfram: „Eruð þið þarna i guð- fræðideildinni ekki alltaf að tönnlast á því að þeir sem guð- irnir elska deyi ungir...?" „Víst er það," svaraði prests- efnið íbyggið. „Og er það ekki margsannað að íslendingar eru langlífastir allra þjóða heims...?" bætti hinn viðl^ HELGARPÚSTURINN Tími til að kenna Ó, Ijúfi tími, sem af himnum sendur, í sæluvímu hlaut ég fulla borgun: í vikur þrjár á kvöldin var ég kenndur og kenndi spúsu minnar sérhvern morgun. Niðri Þeir sem guðirnir elska . . . HARSNYRTISTOFA 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.