Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Elín Edda Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthiasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Innheimta: Garðar Jensson Afgreiðsla: Ásdfs Bragadóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sfmi 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Auðveldasta fjáröflunarleiðin I dag fjallar Helgarpósturinn um ávísanafals, sem hefur auk- ist stórlega á síðustu mánuð- um. Á hverjum degi berast margar kærur vegna þessa. Eins og dæmin sanna er ótrú- legt hvað virðist gjaldgengt í verslunum. Nú er svo komið að þetta er auðveldasta leiðin í þjóðfélag- inu til að komast yfir peninga. Svo auðveld, að börn allt niður í níu ára aldur selja í búðum ávísanir sem þau hafa útfyllt sjálf, eðlilega á barnalegan hátt. Stærsti hópur þeirra sem fást við ávísanafals eru ungling- ar. Þegar harðna fer á dalnum, grípa þeir til þess sem auðveld- ast er. HP gerði sjálfur tilraun í þessa átt; farið var í verslanir með tvær ávísanir sem voru falsaðar í bak og fyrir, en reynd- ust vel gjaldgengar eigi að síð- ur. Að vísu var beðið um fram- sal, en það var falsað snarlega — og skilríki sem ekki fyrir- fundust. Það hindraði þó ekki sölu þessara ávísana. Andvaraleysið virðist algjört. Afgreiðslufólk forðast undan- tekningalítið að biðja fólk um persónuskilríki. Ástæðan? Jú, viðskiptavinir móðgast gjarn- an, þegar farið er fram á slíkt. Krafa um framvísun skilríkja er sama og vantraust. Aðhald bankanna virðist laust í reipunum í þessum efn- um. Þess munu jafnvel dæmi, að fólk hafi opnað reikning og fengið afhent ávísanahefti á fölskum skilríkjum — jafnvel án skilríkja. Engan er hægt að kalla til ábyrgðar. Sá sem kaupir fals- aða ávísun situr einn eftir með skaðann. Ávísanafalsarinn fær sinn dóm í fyllingu tímans, en upphæðina sleppur hann oft- ast við að greiða. Ljóst er að þessu verður að þreyta. Ein leiðin er sú að menn dragi skilríkin upp úr pússi sínu, og sýni þau í hvert sinn sem þeir selja ávísun. Önnur leið, og eflaust heillavænlegri, er sú að bankarnir herði reglur um opn- un reikninga og útgáfu ávísana- hefta. Til dæmis á þann hátt, að útgefin verði sérstök skírteini með hverju ávísanahefti, sem nauðsynlegt er að sýna þegar viðskipti af þessu tagi eiga sér stað. Bankarnir gangist jafnvel í ábyrgð fyrir ákveðinni fjárupp- hæð. En eins og ástandið er í dag, eru ávísanaviðskipti nánast til athlægis. Að líkindum má leita langt til að finna annað eins. Ávísun getur tæplega talist góður og gildur gjaldmiðill á ís- landi. BREF TIL RITSTJORNAR í hefndarhug, eða mannréttindi fótum troðin? Hr. ritstjóri. Vegna þess að Helgarpósturinn hefur enn einu sinni reynt að ráðast með rógi og níði að Ferðaskrifstof- unni Utsýn og forstjóra hennar, finn ég mig knúinn til að biðja blað yðar að birta eftirfarandi um uppsögn Ingibjargar Guðmundsdóttur, einn af forsvarsmönnum „Flokks manns- ins“, sem hefur nú hætt störfum hjá Útsýn. Ferðaskrifstofan Útsýn hefur nú starfað í 30 ár og átt því láni að fagna að hafa hæfu og vönduðu starfsfólki á að skipa. Það er ekki of- mælt, að eftirsótt hafi verið að vinna í nafni fyrirtækisins og jafnan margir um hvert starf sem losnaði eða þegar aukning varð vegna vax- andi viðskipta. Þeir nálgast þúsund- ið sem unnið hafa hjá fyrirtækinu einhverntíma á þessum 30 árum, sumir í 10—20 ár. í svo stórum hópi er eðlilegt að einhverntíma komi upp skoðanamunur og jafnvel að starfsmenn sæti ákúrum fyrir eitt- hvað sem aflaga fór. Það heyrir þó til algerra undantekninga. Hafi vinnu- máti starfsfólks ekki hentað fyrir- tækinu, hefur viðkomandi verið sagt upp með löglegu móti, enda er sá lýðræðislegi réttur gagnkvæmur. Það er öllum kunnugt, sem vilja vita, að starfsfólk Útsýnar hefur ekki verið valið eftir pólitískum skoðunum, enda hefur fólk úr öllum flokkum unnið fyrir Útsýn og gerir enn, meðan það reynir ekki að mis- nota vinnuaðstöðu sína og vinnu- tíma til að þröngva skoðunum sín- um upp á aðra. Vinnuumsókn fngibjargar Guð- mundsdóttur hafði legið hér lengi óafgreidd ásamt umsóknum margra hæfra karla og kvenna, þegar ég á miðju sl. sumri lét undan þrýstingi kunningja hennar um tímabundið starf. Hún hafði ekki unnið fulla 6 mánuði hjá Útsýn, þegar ég til- kynnti henni uppsögn hinn 17. des. sl. Mánaðar uppsagnarfrestur var þá löglegur. Uppsögnin var ítrekuð skriflega, samkvæmt ósk hennar, mánuði síðar. Lýsti hún við það tækifæri yfir, að hún skyldi koma fram hefndum á mér og fyrirtæki mínu. Þrátt fyrir það, að hún hafi síðan rógborið fyrirtækið í leit sinni að nýju starfi, héft hún áfram óáreitt að vinna í Útsýn, þar til samstarfs- fólk hennar vísaði henni á dyr án minna afskipta daginn eftir að Helg- arpósturinn birti umrætt viðtal við hana. Vegna þess að ég er ekki hefni- gjarn maður, mun ég að svo komnu máli ekki sækja Ingibjörgu til saka fyrir hinar grófu aðdróttanir, per- sónuníð og atvinnuróg, eins og orð hennar í Helgarpóstinum gefa til- efni til, en mælirinn er meira en full- ur. Starfsfólk mitt er þess vef um- komið að svara fyrir sig sjálft, ef það telur ástæðu til. Mér er kunnugt, að þetta er ekki fyrsta starfið, sem Ingi- björgu Guðmundsdóttur er sagt upp. Ég kannast við hana frá fornu fari og hélt að þar færi vönduð hug- sjónamanneskja, þar til ég kynntist afstöðu hennar til Orgelsjóðs Hall- grímskirkju, sem hún vann fyrir hálfan daginn í 14 daga í des. sl. Þá kynntist ég viðhorfum hennar til kristinnar trúar og menningar og tel ekki ástæðu til að rekja það frekar hér. Orgelsjódurinn Nú er 300 ára afmælis tónmeistar- ans Johanns Sebastians Bachs minnst um allan hinn menntaða heim með sérstakri virðingu og há- tíðarhöldum, einnig hér á landi, og hef ég átt nokkurn þátt í því. Svo er ástatt, að ekkert orgel er til í land- inu, né heldur kirkja, sem kemur hinum stórfenglegu orgelverkum hans til skila, þótt við eigum af- bragðsorganista. Það er ósk mín, að landsmenn sameinist um að koma upp orgelinu og láti skoðanir Ingi- bjargar Guðmundsdóttur og and- stöðu hennar við það mikla menn- ingarmálefni sig engu skipta. Al- menningur hefur nokkra dóm- greind til að greina rétt frá röngu og láta hatursfull skrif engin áhrif hafa á skoðanir sínar né afstöðu. Ég óska Ingibjörgu alls góðs í framtiðinni. Vonandi finnur hún starf við sitt hæfi, en þeim hugsjón- um, sem hún telur sig berjast fyrir, er enginn greiði gerður með því að reyna að slæma níðhöggi á þá, sem reyna í verki að koma fram til góðs og vinna að framförum í þjóðfélag- inu. Að lokum skal þess getið, að hvorki Sigfinnur Sigurðsson né aðr- ir þurfa að ganga úr Sjálfstæðis- flokknum vegna þess að ég sé þar fyrir neinum. Ég er óflokksbundinn maður og hef alltaf verið, en aðhyll- ist frjálsa stefnu til sem mestra fram- fara og hagsældar fyrir alla þegna þjóðfélagsins. Forðist hefndarhug og reynið að byggja upp í stað þess að rífa niður. Látið verkin tala en varið ykkur á hinum fölsku ásýndum lýðræðisins, sem hrópa „vei“ og ,,svei“ til að vekja athygli á sjálfum sér, en hafa ekkert jákvætt til málanna að leggja þegar á reynir. Reykjavík 25. mars 1985. Ingólíur Gudbrandsson. Og starfsfólkiö svarar líka Vegna viðtals við fngibjörgu Guð- mundsdóttur í síðasta tbl. Helgar- póstsins, óskar starfsfólk á Ferða- skrifstofu Útsýnar að koma eftirfar- andi athugasemd á framfæri. Okkur þykir það leitt, að fngibjörg Guðmundsdóttir skuli hafa fundið hjá sér þörf til að opinbera þau vandamál sín í fjölmiðlum, er til urðu, af litlu tilefni, í nokkurra mán- aða starfi hennar hjá Ferðaskrifstof- unni Útsýn. í umræddu viðtali koma fram skoðanir hennar, sem við getum með engu móti tekið undir. Það við- horf tif vinnuveitanda og skortur á sjálfsvirðingu, sem Ingibjörg lætur i skína, teljum við að sé ekki ríkjandi á Ferðaskrifstofunni Útsýn. Það er umfram allt áfit okkar, að ferðaþjón- usta sé vandasamt og ábyrgðar- mikið starf, sem vinna verði með al- úð og eljusemi. Áskoranir og yfirlýsingar hennar, bæði í garð okkar og vinnuveit- anda, eru því bæði ódrengilegar og ómaklegar. Með þökk fyrir birtinguna. Starfsfólk Ferðaskrifstofunnar Útsýnar. f tilefni skrifa Ing- ólfs Guö- brandsson- ar um sam- skipti okkar á Feröa- skrifstof- unni Utsýn í skrifum Ingólfs er því miður mik- ið um rangfærslur og jafnvel tilbún- ing. Öllu tali hans um hefndarhug vísa ég á bug einfaldlega vegna þess að skoðun mín er sú að hefndin sé hvorki hagkvæm né til góðs. Enda hef ég aldrei hótað Ingólfi hefnd. Ástæðan fyrir því að ég hef sagt frá samskiptum okkar Ingólfs varð- andi starf mitt hjá Útsýn er sú að þar voru bæði vinnulöggjöfin og mann- réttindi augljóslega brotin. I mann- réttindum feíst m.a. það að hafa fullt frelsi til að hafa trúar- og stjórnmála- skoðanir án þess að eiga það á hættu að vera mismunað í starfi vegna þeirra. Að brjóta á öðrum er slæmt en að láta brjóta á sér án þess að aðhafast neitt er öllu verra. Það stuðlar að vanlíðan margra og er slæmt for- dæmi. Þess vegna kaus ég að láta frá mér heyra um þetta umrædda mál í stað þess að laumast þegjandi burt. Staðreyndin er nefnilega sú að allt of mikið er um það að brotið sé á fólki og það látið viðgangast. Þess vegna er þetta ekki bara spurning um mann sjálfan heldur kannski miklu fremur um þá sem á eftir koma. Ingólfur segir að samstarfsfólk mitt hafi vísað mér á dyr án hans af- skipta daginn eftir útkomu HP með viðtalinu við mig. Það sem Ingólfur nefnir þarna „samstarfsfólk" mitt eru þrír eða fjórir yfirmenn í fyrir- tækinu, sem ég hef annars átt ágæt samskipti við, en hinir starfsmenn- irnir höfðu ekki hugmynd um þessa ákvörðun enda ekki spurðir álits. Og sú yfirlýsing sem birtist í Morg- unblaðinu í gær og birtist nú í HP í nafni starfsfólks Útsýnar var frá þessum sömu aðilum. Ég veit fyrir víst að langflestir starfsmannanna vildu ekki skrifa undir neina yfiriýs- ingu um umrætt viðtal. Ég þakka Ingólfi góðar óskir mér til handa og ég óska honum hins sama. Ingólfur hefur margt gott gert, sem honum ber að þakka — en þrátt fyrir það er hann ekki hafinn yfir gagnrýni og honum getur rétt eins og hverjum öðrum orðið á mis- tök. Það sýnir miklu meiri mann- dóm að viðurkenna mistök sín og reyna að læra af þeim en hlaupa upp til handa og fóta í bræði og hella úr skálum reiði sinnar ómálefnalega. En samkvæmt minni lífsskoðun hef- ur maðurinn óendanlega mögu- leika til að breytast. Því vil ég endur- taka góðar óskir í garð Ingólfs. Þetta mál milli mín og hans er fyrst og fremst mál launþega og at- vinnurekanda. Launþegar hafa ákveðin réttindi sem menn og þau ber að virða. Þeir eru ekki þrælar sem hægt er að ráðskast með að vild. Það sæmir ekki mönnum að koma illa fram við aðra eða láta troða á sér. Við þurfum að geta talað saman og skipst á skoðunum og leyst ágreiningsmál eins og menn. Að beita fólk órétti vegna pólitískra eða trúarlegra skoðana er aldrei réttlætanlegt. Við búum líka í landi þar sem fullt tjáningarfrelsi ríkir samkvæmt stjórnarskrá. í næsta tölublaði HP mun ég svara einstökum atriðum úr skrifum Ing- ólfs ítarlega. Ingibjörg Gudmundsdóttir. Ingólfi og „starfsfólki“ svaraö Vegna athugasemdar Ingólfs Guð- brandssonar forstjóra vill Helgar- pósturinn taka fram, að viðtalið við Ingibjörgu Guðmundsdóttur var unnið í samræmi við heiðarleg vinnubrögð í blaðamennsku. Leitað var álits stéttarfélags Ingibjargar (og starfsmanna Útsýnar) og leitað eftir áliti hjá forstjóranum. Ekki tókst að ná í hann þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. En nú hefur forstjórinn talað. Svör forstjórans beinast að mestu leyti að gagnrýni Ingibjargar. D. Pirnie: Lausnin er eins konar tvöfalt drottn- ingarbragð. 1. d4 lokar línu svarta biskupsins og ógnar með Kg3 mát. Og nú verða ýmis tilbrigði eftir því hverju svartur svarar: 1. - exd3 í framhjáhlaupi, 2. Db7 1. - cxd3 í framhjáhlaupi, Dxe4 1. - Bxd4 2. Del Hins vegar hlýtur Helgarpóstur- inn að mótmæla þvi, sem Ingólfur segir í upphafi svars síns, þar sem hann segir orðrétt: „.. . Helgarpóst- urinn hefur enn einu sinni reynt að ráðast með rógi og níði að Ferða- skrifstofunni Ötsýn og forstjóra hennar...“ Helgarpósturinn leggur það ekki í vana sinn að rægja eða níða Ingólf Guðbrandsson. Þvert á móti. í við- tali Ingibjargar kom fram málefna- leg gagnrýni. Slíku verða forstjórar að geta tekið. Um athugasemd ,jstarfsfólks“ Útsýnar HP hafði samband við Kristínu Aðalsteinsdóttur vegna þessarar at- hugasemdar, en það var einmitt hún, sem bað um birtingu á henni. Hún var spurð hvort undirskriftin „starfsfólk Ferðaskrifstofunnar Út- sýnar" þýddi, að allir starfsmenn hefðu ritað undir athugasemdina. Hún kvað já við. Helgarpóstinum er kunnugt um, að svo er alls ekki. Á meðan Helgarpóstinum hafa ekki borist undirskriftir allra starfs- manna, lítur blaðið svo á að „at- hugasemd starfsfólks" Ferðaskrif- stofunnar Útsýnar sé ómarktæk. Ritstj. „Bara djók?“ Athugasemdir viö HP-viðtal viö Valgerði Bjarnadóttur í viðtali HP við Valgerði Bjarna- dóttur, varaformann landsnefndar Bandalags jafnaðarmanna, í sein- ustu viku, gætir meinlegs misskiln- ings, sem gæti, ef hann nær að festa rætur, torveldað eðlileg og jákvæð samskipti jafnaðarmanna á mál- efnalegum grundvelli. Þess vegna skiptir máli, að þessi misskilningur verði leiðréttur. Þessi misskilningur varðar afstöðu Alþýðuflokksins til „kerfisins". I viðtalinu segir: „Það t.d. að ætla að reka Jóhann- es Nordal, til hvers væri það? Við í BJ spekúlerum ekki í slíku, heldur segjum: Við ætlum að búa til þannig kerfi að það verði aldrei hægt að gera einn mann jafn valdamikinn og Jóhannes Nordal. Þarna er regin- stefnumunur." Þetta er misskilningur. Hér er um engan stefnumun að ræða. Það er yfirlýst stefna Alþýðu- flokksins að afnema æviráðningu og taka upp þá almennu stjórnsýslu- reglu, að enginn einstaklingur, hversu hæfur sem hann þykir vera, veiti forstöðu sömu ríkisstofnun- inni nema takmarkaðan tíma, t.d. tvö kjörtímabil. Og það sem JBH þótti sérstaklega varhugavert var að Jóhannes Nordal skuli samtímis gegna starfi seðlabankastjóra og stjórnarformanns stærsta fyrirtækis ríkisins, Landsvirkjunar. Auk þess hefur JBH gert rækilega grein fyrir því, hverju honum þykir áfátt í peningamálastjórn. Hann hefur lýst hugmyndum um breyt- ingar á lögum Seðlabankans, sem Ekabson — Terentiev. Svarti frelsinginn er stórhættulegur, og 1. He7 elD 2. Hxel Hxel myndi leiða til tvísýnnar baráttu. En hvítur á snarpari leið: 1. Hd8 hótar Rg6++ og mát. 1. - Hhl +! 2. Kxhl elD+ 3. Kh2 De5+ 4. g3 De2+ 5. Bg2 Dh5+ 5. Kgl Kg8 7. Rg6+ Kf7 8. Hf8 mát. LAUSN Á SPILAÞRAUT 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.