Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 16
FREE STYLE FORMSKUM lOreal ílAL 33a. \ - _ * Já - nýja lagningarskúmið SKÚMí hánð? ,rd LORÉAC og hárgreiðslan verður leikur einn. 'í&ttí LAUGAVEGI 21 REYKJAVlK, SlMI 14256 Tilvalið til fermingargjafa Mikið úrval af plakötum, póstkortum, eftirprentunum og smellejrömmum. NÝ SENDING AF GALLERY PLAKÖTUM Tökum á mótipóstkröfupöntunum milli kl. 10 og 13. SÝNINGAR Árbæjarsafn er opið samkvæmt samkomulagi eins og verið hefur. Upplýsingar eru veittar í síma 84412. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 i Ásgrímssafni er skólasýning á myndum Ásgríms Jónssonar sem lýsa lífi og starfi til sveita. Nánari upplýsingar í síma 621550. Safnið er opið almenningi á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13.30—16. Sýningin stendur til loka apríl. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Um þessar mundir heldur Ása ólafsdóttir sýn ingu á myndvefnaði og „collage" í Gallerí Borg. Sýningin stendur til 1. apríl og er opin virka daga frá 12—18 og 14—18 um helgar. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún „Vinnan í list Ásmundar Sveinssonar" heitir sýning í safninu. Þar eru jafnt vinnuteikning- ar og höggmyndir til sýnis og fjalla á einn eða annan hátt um vinnuna. Safnið er opiö daglega frá kl. 10—17. Gallerí Langbrók Amtmannsstíg 1 Sýning á tuskuskúlptúrum eftir Sjón stend- ur framá föstudagskvöld. Laugardaginn 30. mars opnar Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir)1 sýningu sem samanstendur af teikningum á japanskan pappír. Sýningin stendur fram til 14. apríl og verður opin daglega kl. 12—18 og um helgar kl. 14—18. Hafnarborg Strandgötu 34, 2. hæð Um sl. helgi fór af stað sýning systkinanna Jónu Guðvarðardóttur sem sýnir leirlist og Ijósmyndir, og Einars Más. Sýningin stendur til 7. apríl nk. og er opin daglega kl. 14—18. Bókasafn Kópavogs Fannborg 3—5 Dagana 23. mars til 2. apríl stendur yfir bóka-, mynda- og listiðnaðarsýning frá N- Kóreu í Bóksafni Kópavogs. Sýningunni er ætlað að bregða upp mynd af menningu og lifnaðarháttum í landinu. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins kl. 11—21 á virkum dögum og kl. 14—17 á laugardögum til 2. apríl. Kjarvalsstaðir við Miklatún Um 30 félagskonur Textílfélagsins sýna verk sín í Vestursal og gangi á Kjarvalsstöð- um í tilefni 10 ára afmælis félagsins. Á sýn- ingunni er að finna afar fjölskrúðugt úrval textílverka, s.s. vefnað, tauþrykk, prjón og skúlptúra. í Kjarvalssal og austurgangi er yf- irlitssýning á málverkum finnsku myndlist- arkonunnar Doru Jung. Sýningunum lýkur 8. apríl nk. Gallerí islensk list Vesturgötu 17 Einar Þorláksson opnar málverkasýningu sína í gallerfinu á laugardag, 30. mars, kl. 14. Sýningin stendur til 28. apríl og er opin virka daga kl. 9—17 og um helgar kl. 14—18. Listasafn ASÍ Grensásvegi16 Laugardaginn 30. mars verður opnuð í Lista- safni ASÍ sýning á grafíkverkum og teikn- ingum gríska myndlistarmannsins Fassi- anos. Á sýningunni eru 35 grafíkverk og 15 teikningar og eru þær allar til sölu. Sýningin veröur opin alla virka daga kl. 14 — 20 og um helgar kl. 14—22. Sýningunni lýkur sunnu-' daginn 14. apríl. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu Safnið er opiö laugardaga og sunnudaga kl. 13:30—16, sem og garðurinn, sem hefur að geyma afsteypur af höggmyndum lista- | mannsins. Heill heimur útaf fyrir sig! Farið bara, sjáið og sannfærist! Listasafn islands við Suöurgötu I Listasafni íslands stendur nú yfir sýning á vatnslitamyndum Gunnlaugs Scheving sem er hluti af dánargjöf hans til safnsins. Einnig eru til sýnis glermyndir eftir Leif Breiðfjörö og ýmis önnur verk í eigu safnsins. Safnið er opið fjórum sinnum í viku; á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudög- um kl. 13:30—16. Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Á laugardaginn opnar Filip Franksson mál- verkasýningu sína í Ásmundarsal við Freyjp- aötu. Sýningin stendur til 21. apríl nk. og verður opin virka daga kl. 16—22 og um helg- ar kl. 14—16. Listmunahúsið Lækjargötu 2 i Ustmunahúsinu stendur yfir sýning á mál- verkum Sigurðar Þóris. Sýningin er opin þriðjud. til föstud. kl. 10-18 og um helgar kl. 14—18. Lokað mánudaga. Myndlistarskólinn í Reykjavík Tryggvagötu 15 Laugardaginn 30. mars kl. 14—18 fer fram kynning á framhaldsdeildum skólans við Tryggvagötu 15. Mokkakaffi Skólavörðustíg 3b Á Mokkakaffi stendur nú yfir sýning á dúk- ristum sem eru jafnframt myndskreytingar í bók sem nýlega var gefin út í Sviss. Dúkrist- urnar eru eftir þá Helga Þorgils Friðjónsson og Kristin Guðbrand Harðarson. Þetta er síð- asta sýningarhelgi. IMorræna húsiö i Tvær sýningar standa yfir í Norræna húsinu; ‘ grafíksýningin Dönsk grafík er í kjallara og sýningin Kalevalahefð í klæðum og skarti er í anddyri og á bóksafni. Sýningarsalir í kjall- aranum eru opnir kl. 14—19 daglega. Finnska sýningin er opin á venjubundnum opnunartíma Norræna hússins. Nýlistasafniö Vatnsstíg 3b Jafndægur á vori nefnist sýning Bengt Adlers í Nýlistasafninu. Á sýningunni eru bók- og hljóðverk auk teikninga. Sýningin er opin daglega frá kl. 16 — 20. Síðasta sýning- arhelgi. Þjóöminjasafnið við Hringbraut í Bogasal eru til sýnis Ijósmyndir Péturs Brynjólfssonar frá Reykjavík og nágrenni og lýsa athafnalífinu á árunum 1902—1915. Sýningin stendur til loka mánaðarins. Safn- ið er opið á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum kl. 13.30-16. BIOIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg Austurbæjarbíó Lögregluskólinn (Ralice Academy) Bandarísk. Árg. 1984. Aðalhlutverk: Steve Guttenberg, Kim Cattrall. Farsi. Sýnd í sal 1, kl. 5, 7, 9 og 11. Stroker Ace Sýnd í sal 3, kl. 5, 7, 9 og 11. Tarsan apabróðir (Greystoke — The Legend of Tarzan, Lord of the Apes) ★★★ Sýnd í sal 2, kl. 5, 7:30 og 10. Laugarásbíó Conan (The Destroyer) Bandarísk. Árg. 1984. Framleiðendur: Dino DiLaurentiis, Universal. Leikstjóri: Richard Fleischer. Aðalhlutverk: Arnold Schwarzen- egger hinn vöðvastælti og Grace Jones. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Martraðir (Nightmares) Bandarísk. Leikstjóri: Joseph Sargent. Aðalhlutverk: Christina Raines, Emilio Estevez. Hrollari. Sýnd á tilhlýðilegum tíma að áliðnu kvöldi, kl. 11. Tónabíó Safari 3000 Leikstjóri: Harry Hurwitz. Aðalleikarar: David Carradine, Christopher Lee. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bíóhöllin Lögguleikir (The Defective Detective) Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Michel Gerard. Aðalhlutverk: Jerry Lewis, Michel Blanc, Laura Betti, Charlotte Turckheim. Grínmynd að hætti Jerry Lewis. Sýnd í sal 1, kl. 5, 7, 9 og 11. Hot Dog Heitir hundar Sýnd í sal 2, kl. 5, 7, 9 og 11. Hvítir mávar ★★ Splunkuný (slensk kvikmynd með Stuðmannagenginu. Sjá nánar um Hvíta máva í Háskólabíói. Sýnd í sal 3, kl. 5, 7, 9 og 11. Reuben, Reuben ★★ Sýnd í sal 4, kl. 7, 9 og 11. Sagan endalausa The Never Ending Story Ætlar aö ganga endalaust. Sýnd í sal 3, kl. 5. Páskamynd Bíóhallarinnar verður kvikmyndin 2010. Sjá nánar í næsta HP. Stjörnubíó í fylgsnum hjartans (Places in the Heart) Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Robert Benton (Kramer vs Kramer). Aöalhlutverk: Sally Field, Lindsay Crouse og Ed Harris. Sally Field fékk sem kunnugt er Óskarinn fyrir framlag sitt í þessari mynd. Sýnd í A-sal, kl. 5, 7, 9 og 11:10. The Natural ★★ Bandarísk. Árg. 1984. Tónlist: Randy New- man. Kvikmyndataka: Caleb Desvhanel. Handrit: Roger Towne/Phil Dusenberry eftir sögu B. Malamuds. Leikstjóri Barry Levinson (Diner). Aðalhlutverk: Robert Redford, Ro- bert Duvall, Glenn Close, Kim Basinger, Will- ford Brimley o.fl. Sýnd í B-sal kl. 7 og 9:20 The Karate Kid Sýnd í B-sal kl. 4.50. Háskólabíó Hvítir mávar ★ ★ Sýnd kl. 5, 7 og 9. Regnboginn Hótel New Hampshire Bandarísk. Árg. 1983. Eftir metsölubók John Irvings. Leikstjóri. Tony Richardson. Aðalhlutverk. Nastassia Kinski, Judie Fost- er, Beau Bridges. Sýnd kl. 3:05, 5:05, 7:05, 9:05 og 11.05 All of Me Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Carl Reiner, Aðaíhlutverk: Steve Martin, Lily Tomlin, Vic- toria Tennant. Sýnd kl. 7.15, 9.15 og 11.15. Cannonball Run II Sýnd kl. 3.15, 5.15, Ferðin til Indlands (A Passage to India) ★★★ Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd í sal 1, kl. 3, 6.05 og 9.15. Shogun Hér er um sömu sögu að ræða og þá sem sjónvarpið sýnir um þessar mundir. Endursýnd kl. 3.10 og 10. Paris, Texas ★★★★ Sýnd kl. 7. Leikur dauðans Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Nýja Bíó Skuggaráðið (The Star Chamber) Bandarísk. Árg. 1983. Handrit: Roderick Taylor ásamt leikstjóranum Pete Hyms (The Telephone, The Capricorn, The Hunter). Framleiðandi: Frank Yablans. Aðalhlutverk: Michael Douglas, Hal Holbrook o.fl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sýningarhelgi. TÖNLIST Djúpið við Hafnarstræti í kvöld, fimmtudaginn 28. mars, verður djassað í Djúpinu en dagskráin hefst um miðnætti og stendur í þrjú korter. Þar leikur af fingrum fram Kvartett Björns; þeir Skúli Sverrisson bassi, Pétur Grétarsson á tromm- ur, Stefán S. Stefánsson saxófónn og Björn sem leikur á gítar. Félagsstofnun stúdenta Sunnudaginn 31. mars gengst hljómsveitin First fyrir tónleikum í Félagsstofnun stúd- enta. Efnisskráin er frumsamin af þeim First- drengjum. Mæting klukkan 21. Austurbæjarbíó Þriðjudaginn 2. apríl mun Empire Brass Quintett frá Boston halda tónleika í Austur- bæjarbíói kl. 21. Kvintettinn skipa Rolf Thor- stein Smedvig, trompet, Charles Lewis, trompet, John Ohanian, horn, Scott Hart- man, básúna og James Pilafian, túba. Á efn- isskránni eru verk frá endurreisnar- og barokktímanum, Albinoni og Bach, róman- tísk verk, nútímaverk eftir bandaríska höf- unda og loks svíta úr „West Side Story" eftir læonard Bernstein. Miðar verða seldir í ístóni og bókaverslunum Lárusar Blöndal og Sigfúsar Eymundssonar. Menntaskólinn við Hamrahlíö Tónleikar með Empire Brass Quintett verða haldnir í sal skólans nk. miðvikudagskvöld, 3. apríl. Efnisskráin er sérstaklega sniðin fyr- ir ungt fólk, samanstendur af vinsælli tónlist frá 17. til 20. aldar. Miðar á tónleikana verða til sölu við innganginn. (slenska óperan Gamla Bló Helgarpósturinn minnir aðdáendur og „efa- semdarmenn um listrænt gildi tónsmíða Megasar" við Passíusálma sr. Hallgríms Pét- urssonar, á aö tryggja sér miða (altso) til að komast næst sannleikanum) á hljómleikana um páskahelgina í miðasölu Gamla Bíós á föstudaginn 29. mars kl. 14. VIÐBURÐIR Kjarvalsstaðir viö Miklatún í tilefni afmælissýningar Textílfélagsins á Kjarvalsstöðum verða haldnir tveir fyrirlestr- ar. Sigríöur Halldórsdóttir vefnaðarkennari flytur fyrirlestur sunnudaginn 31. mars, sem hún nefnir Kljásteinavefstaöinn. Miðviku- daginn 3. apríl ræðir Hulda Jósefsdóttir text- ílhönnuður um norræna prjónahefð. Báöir fyrirlestrarnir hefjast kl. 20. Kvennahúsið Hótel V(k Á laugardaginn 30. mars munu nokkrar kon- ur rifja upp atburöina þann 30. mars anno 1949. Ekki er vitað gjörla hverjar þessar huldukonur eru, en gangið úr skugga um það sjálfar: í Kvennahúsinu kl. þrjú e.h. LEIKUST Alþýðuleikhúsið Nýlistasafninu Vatnsstíg 3b Klassapíur verða á fjölunum í Nýlistasafninu um helgina sem hér segir: Á föstudags- og sunnudagskvöld kl. 20:30. Ath! Fáar sýning- ar eru eftir. Kjarvalsstaðir við Miklatún Mánudaginn 1. apríl nk. verða haldnir tón- leikar að Kjarvalsstöðum á vegum Musica Antiqua sem beitir sér fyrir kynningu á gam- alli tónlist. Aðgöngumiöar verða seldir viö innganginn. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Leikfélag Verslunarskóla fslands Versló Sýningar á Rauðhettu eftir Schwartz verða um helgina í nýrri byggingu Verslunarskólans, sem hér segir: Á föstudag, laugardag og sunnudag kl. 20.30. Leikstjóri er Helgi Björnsson. Leikritið, sem var frumsýnt um sföustu helgi, er, að sögn aðstandenda ^ýningarinnar, nýstárleg uppfærsla í rokktónlistarstíl. Mikið líf, mikið fjör! Nýlistarsafnið Vatnsstíg 3b Alþýðuleikhúsið uýnir Klassapiur í Nýlista- safninu í kvöla, íimmtudag og á sunnudag kl. 20:30. Miðapoi itanir eru í sima 14350.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.