Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 21
ÍÞRÓTTIR íþróttir í fjölmiðlum Raunsönn mynd? í síðasta íþróttapistli fjallaði ég um þá aðila sem mest áhrif hafa á íþróttaiðkun barna og unglinga. Þá ákvað ég að fresta umfjöllun um þátt fjölmiðla í þessu sam- bandi um viku. Hér á eftir ræði ég fyrst og fremst um þá mynd sem fjölmiðlar gefa af íþróttum og íþróttamönnum. Síðan fílósófera ég stuttlega um íþróttaumfjöllun íslenskra fjölmiðla. Samkvæmt könnun sem Skóla- rannsóknadeild og Félagsvisinda- deild gengust fyrir kom fram að 95,9% nemenda í þremur bekkj- um grunnskóla horfa alltaf eða stundum á íþróttir i sjónvarpi. Heldur færri, eða 84%, lesa um íþróttir í dagblöðum, stundum eða alltaf. Samkvæmt þessu er ljóst að börn og unglingar eru sá þjóðfé- lagshópur sem mest fylgist með íþróttaefni í fjölmiðlum. Kannanir erlendis benda í sömu átt. Þá er vitað að þessi hópur verður fyrir meiri áhrifum af „neyslu" íþrótta- efnis en fullorðnir, einkum hvað varðar hugsanir, tilfinningar, skoðanamyndun og gildismat. Einnig má benda á að börn og unglingar eru í stöðugri Ieit að fyr- irmyndum og þá er oft nærtækt að grípa til þeirrar ímyndar sem fjöl- miðlar gefa af íþróttamönnum. í íþróttapistli skömmu eftir ára- mótin minntist ég á rannsókn í Noregi, Vestfold-rannsóknina, þar sem athugaðar voru orsakir þess að börn og unglingar hætta að stunda íþróttir. Þar kom mjög greinilega fram að fjölmiðlar eiga sinn stóra þátt í að börn og ungl- ingar hefja íþróttaþátttöku. Hin „neikvæða mynd“ af íþróttum, sem oft er dregin upp í fjölmiðlum, orsakaði einnig að mjög margir hættu íþróttaiðkun. Meira en helmingur þess hóps var á þeirri skoðun að fjölmiðlar séu um of uppteknir af afreksíþróttum og af- reksíþróttamönnum. En hver er þá þessi svokallaða ,,mynd“ sem fjölmiðlar sýna af íþróttum og íþróttamönnum? Fyrst ber að nefna að umfjöllun um íþróttir samanstendur einkum af nöfnum og úrslitum, einstakl- ingar — árangur. Norskur fræði- maður, Per Pettersen, heldur því fram að hér sé einkum um þrjár manngerðir að ræða: 1) Bar- áttumaðurinn; meinlætasinnuð, úthaldsgóð, kná, hnarreist og ,,gefst-aldrei-upp“ manngerð, sem þjálfar sig meira en flestir aðrir íþróttamenn. Hann er afreksmað- ur, hæverskur og spyr ekki gagn- rýnna spurninga varðandi þjálfun- ina. Þögull og ákveðinn tekur hann á móti þeim kröfum sem leiðtogar, þjálfarar og jafnvel sjálf „þjóðin" gerir til hans. 2) Bó- heminn; óútreiknanlegur, frakkur, sjarmerandi og djarflegur. Hann er óvenjulegur, hress og skemmti- legur og ólíkur flestum öðrum íþróttamönnum. Slíkar mann- gerðir eru í mjög mörgum liðum í flokkaíþróttum. 3) Sá sem tapar: Hann er einatt í öðru eða þriðja sæti, en hefur flesta eiginleika bar- áttumannsins til að bera. Honum er hælt fyrir að kunna að taka ósigri með sæmd. Hann heldur ótrauður áfram og bíður þolin- móður eftir nýju tækifæri til þess að sigra. Eins og sjá má eru þessar þrjár manngerðir með svokallaða karl- mennskueiginleika. Hér komast kvenlegir eiginleikar ekki að. Pettersen heldur því fram að fjöl- miðlar eigi sinn stóra þátt í mis- munun kynjanna á þessu sviði, en um það mál mun ég fjalla nánar síðar. Eg held að hin almenna lýsing hér að framan geti allt eins átt við íslenska fjölmiðla. En það er ekki úr vegi að ígrunda nánar þá mynd sem fjölmiðlar hérlendis gefa af íþróttahreyfingunni. Ég hygg að öllum fjölmiðlum sé það sammerkt að þeirra umfjöllun er að langmestu leyti um afreks- íþróttir eða keppnisiþróttir í karla- fíokki. Reyndar er íþróttagreinum gert mishátt undir höfði og ræður huglægt mat viðkomandi blaða- manna og fréttamanna einatt ferðinni. Viðmiðunin er hvað sé vinsælt, hvað fólk vilji lesa um eða horfa á. Þessu huglæga mati verð- ur- að beita vegna þess að engar marktækar kannanir hafa verið gerðar í þessum efnum. Þá er það sammerkt öllum fjölmiðlum að íþróttir kvenna verða útundan, þó að um þriðjungur iðkenda íþrótta innan íþróttasambands íslands séu konur. Skýringar á þessu eru nokkuð flóknar og tengjast al- mennum viðhorfum í þessum efn- um. Þá má benda á að allir starf- andi íþróttafréttamenn eru karlar. Það eitt segir sína sögu. Það kann einnig að vera að skilin milli or- saka og afleiðinga séu óglögg. Rætur vandans liggja einnig í íþróttahreyfingunni sjálfri: Sam- kvæmt skýrslum ÍSÍ eru konur um þriðjungur fulltrúa í ráðum og nefndum innan sambandsins og er það í samræmi við fjölda kvenna i íþróttahreyfingunni. En á íþróttaþingum ÍSÍ sitja aðeins örfá- ar konur og engin kona er í fram- kvæmdastjórn sambandsins. Lít- um nánar á þetta síðar. Málfar í íþróttum er sérstakur kapítuli og má vera að það endur- speglist á íþróttasíðum dagblaða. Hér er verið að slægjast eftir orð- færi íþróttamanna og hvernig það skilar sér í dagblöðum: „Ég skor- aði fimm fyrstu mörkin okkar. Var þá tekinn úr umferð," sagði Sigurð- ur eftir leikinn. — „Mér fannst ég ekki geta lagt skóna á hilluna nema með sigri," sagði hinn há- vaxni og gamansami Jónas. . . — „Það er alltaf stórkostlegt að leika hér á Wembley og ekki skemmir það að leika í sigurliði," sagði gamli refurinn Mike Channon hjá Norwich. — „Ég er mjög spenntur fyrir tilboði Southampton og er til- búinn að fara þangað," sagði James Bett. .. — „Ég er alveg orð- laus. Víkingsliðið hefur sjaldan á sínum ferli — og þó að hann sé glæsilegur — leikið svona vel. Það var hreint ólýsanlegt að leika með Víkingsliðinu í dag,“ sagði Guð- mundur fyrirliði Guðmundsson eftir sjö marka sigur Víkings. — „Ég er stoltur af strákunum þó að þeim hafi ekki tekist að vinna ís- landsmeistaratitilinn," sagði Einar Bollason. — „Sigur Njarðvíkinga er nánast kraftaverk, miðað við að þeir misstu fimm menn í haust...“ — „Ég er mjög ánægður með Ossie. Hann kom, skoraði og átti góðan leik. . .“ Það eru afreks- mennir'nir og þjálfarar þeirra sem tjá sig um það hvernig keppnin hafi gengið. Og íþróttafréttamenn- irnir hnykkja á með því að spinna leiklýsingu í kringum nokkur lýs- ingarorð: Frábær leikur — besta félagslið heims — staðan í hálfleik hreint ótrúleg — snjallur varnar- leikur og frábær markvarsla — glæsilegt mark — stórglæsilegur leikur — stórleikur — stórkost- legur. . . Börnin og unglingarnir hrífast af allri þessari spennu og dramatík og það er auðvelt fyrir þau að tileinka sér málfarið, gott eða slæmt. Af þessum orsökum er mikilvægt fyrir íþrótíafréttamenn og íþróttamenn að vanda málfar sitt. Þeirra ábyrgð er mikil. Ég hef sjálfur unnið á tveimur dagblöð- um og þar var oft hroðvirknisleg- ur prófarkalestur á íþróttafréttum, nokkuð sem er furðulegt í ljósi þess sem sagt var hér í upphafi. Ég hygg að þessu sé svipað farið á öðrum dagblöðum. Það er vafalítið hægt að deila endalaust um það hvort sú mynd sem fjölmiðlar draga upp af íþróttahreyfingunni sé eðlileg, raunsönn eða áhugaverð. Það sem skiptir mestu er að vekja áhuga á íþróttum þannig að börn, ungling- ar og fullorðið fólk verði virkir þátttakendur. Það eru til ótalmarg- ar leiðir að þessu markmiði. Kínverska veitingahúsio Laugavegi 28(kjallara) Sími 16513 Sníðahnífur til heimilisnota Brennenstuhl sníðahnífur til margvíslegra nota. Sker efni, pappír, veggfóður o.fl. Tilvalinn fyrir þá sem sauma heima og hönnuði. Nákvæmur og öruggur, jafnvel fyrir börn við föndur. Gengur fyrir rafhlöðu, hægt að skipta um blöð. Útsölustaðir: Reykjavík: Brynja, Voguebúðirnar, Dömu- og herrabúðin, Mína, JL-húsinu. Kópavogur: Vefnaðarvöruverslanirnar Inga og Hom. Hafnarfjörður: Nafnlausa búðin. Veislusalir Veislu- og fundaþjónustan Höfum veislusali fyrir hverskonar samkvœmi og mannfagnadi. Fullkomin þjónusta og veitingar. Vinsamlega pantid tímanlega RISIÐ Veislusalur Hverfísgötu 105 simar: 20024 - 10024 - 29670. HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.