Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 24
Blóðbankinn við Barónsstíg hefur fært út kvíarnar: Tekur við sæði í hjáverkum! „Þessi hugmynd kom upp í kjöl- far ítarlegrar úttektar ráðgjafar- fyrirtækisins Hagvangs á bankan- um, en þar kom meðal annars fram að nýting á húsakynnum hans, tækjum og starfsfólki er mjög sveiflukennd. Spurningin var sú, hvernig átti að nýta dauða tímann, og þá datt svila mínum, sem hefur skúrað hérna í afleys- ingum í vetur, það í hug að snjallt væri að hefja sæðistöku úr ungum Islendingum og koma á erlendan markað, tækin til þess arna væru hér til staðar, svo og sérþjálfað starfsfólk," segir Sigfinnur Draum- land forstöðumaður Blóðbankans aðspurður um forsöguna að þess- ari nýjung í starfsemi stofnunar- innar. ,,Ég bar þetta síðan undir heil- brigðisráðherra og hann tók vel í hugmyndina. I framhaldi af því fór ég við annan mann á námskeið í þessu í Kaupmannahöfn, en Danir hafi lengi staðið einna fremstir þjóða á þessu sviði, og auðgast mjög á," bætti Sigfinnur við. Hann segir starfsemi þessa hafa farið rólega af stað, enda hafi þeir hjá Blóðbankanum ekki talið ástæðu Sigfinnur Draumland ásamt aðstoðarfólki á hinni nýju deild Blóðbankans: „Þetta er með öllu sársaukalaus aðgerð," segir forstöðumaðurinn. Sigfinnur Draumland forstöðumaður: „Aðsókn minni en við bjuggumst við — erum að láta vinna leiknar auglýsingar á rás 2.“ til að halda af stað með einhverj- um bægslagangi sem efalítið hefði haft slæm áhrif á mótun starfsem- innar- hérlendis. „Við sækjumst mestmegnis eftir ungum mönnum á aldrinum frá 24 til 32 ára, sem ekki reykja, drekka í hófi og eru ókvæntir eða ekki í sambúð. Það hafa fáir fengist í þetta ennþá, enda kannski eðli- legt þar sem þetta er svo nýtt fyrir okkur. Við erum nú að fara í nokk- uð veglega kynningarherferð fyr- ir þessu, með til dæmis leiknum auglýsingum á rás 2." Sigfinnur kvaðst ekki vilja fara neitt út í þær aðferðir sem beitt væri við sæðis- tökuna, en vildi hinsvegar taka það skýrt fram að hún væri með öllu sársaukalaus. Sæði tekið úr ungum íslendingum á vegum Blóðbankans mun að mestu verða selt til Vestur-Þýskalands og Aust- urríkis, og kvað Sigfinnur gott verð fást fyrir þessa nýjustu afurð landsmanna, en vildi ekki nefna neinar tölur að svo komnu máli. Þóknun fyrir sæðisgjöf er nú samkvæmt taxta Blóðbankans, 1750 fyrir hvert skipti, þó aldrei fleiri en sex í sömu viku. Páll Pétursson frá Höllustöðum hefur tekið óvænta ákvörðun: 5teingrímur Hermannsson leggur fram tillögu á þingi: I kennslu hjá f\ími Páll Pétursson hefur ákveðið að segja af sér þingstörfum og öðrum trúnaðarstörfum á vegum Fram- sóknarflokksins og snúa sér að kennslu við Málaskólann Mími í Reykjavík. Þetta kunngerði hann á þingflokksfundi Framsóknar- flokksins síðdegis í gær, en gaf hinsvegar enga skýringu á þessari óvæntu ákvörðun sinni. „Nei, ég segi ykkur ekki ástæð- una, fremur en öðrum. Þetta er einkamál rnitt," sagði Páll þegar blaðamaður AB talaði við hann í gærkvöldi. Svo fór þingflokksfor- maðurinn út í aðra sálma: „Kennslan hefur alltaf heillað mig. Það hefur lengi blundað í mér að snúa mér að henni. Ég lét slag standa þegar þeir hjá Mími höfðu samband við mig.“ Aðspurður um hvaða fög hann tæki að sér á vegum málaskólans, sagði Páll að það yrðu einkum Norðurlandamálin; norska, sænska og danska. „Einnig eru nokkrar líkur á því að ég haldi fá- ein námskeið í finnsku og sam- ísku, þó það sé ennþá mjög óákveðið. Já, þetta er mestmegnis fréunburðarkennsla sem felst í því að ég les texta á þessum málum inn á spólur sem nemendur mínir munu síðan hlýða á og læra af.“ Páll er á leiðinni til Uddevalla í Svíþjóð á endurmenntunarnám-- skeið í sænsku, en það mál segist hann alltaf hafa átt „svolítið erfitt með, þó ekki sé það óyfirstíganleg- ur vandi". Göbb verði bönnuð Lagt hefur verið fram stjórnar- frumvarp á Alþingi sem kveður á um að ekki verði lengur leyft að 'gabba þann fyrsta apríl, hvort heldur er einstaklinga, hópa, fyrir- tæki eða stofnanir hins opinbera. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra, en hann sagði meðal annars þegar hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði: „Ég hef ver- ið gabbaður. Ég er ekkert ginn- keyptur fyrir því að það endurtaki sig, hvorki á mánudaginn kemur eða aðra daga ársins. Mér finnast göbb asnaleg og óréttlát." Frumvarp þetta gerir ráð fyrir skýrum sektarákvæðum, sannist gabb á menn, en um það atriði segir í tólftu grein frumvarpsins: „Nú gabbar maður mann og sá gabbaði fattar ekki að hann var gabbaður fyrr en um seinan, enda hafi þá gabbarinn ekki gert þeim gabbaða grein fyrir gabbinu, get- ur hinn gabbaði leitað réttar síns fyrir rétti, þar sem hann hafi beðið tjón af gabbinu. . .“ Steingrímur segist ekki geta lýst því fyrir Aðalblaðinu hvernig hon- um hafi liðið þegar hann fattaði loks að hann hafi verið gabbaður á sínum tíma: „Þetta var ömurleg lífsreynsla fyrir mig ogJ>á ekki síð- ur mína fjölskyldu. Ég vil ekki neinum svo illt að hann verði gabbaður. Þess vegna er þetta frumvarp lagt frarn." Talið er að frumvarpið komi til fyrstu umræðu strax eftir helgi. Nýr greii\aflokkur formanns Alþýðuflokksins hefst í dag: Hægra megin við helvíti Umhverfis- málarád Sjálf- stæöisfé- laganna í Reykjavík vill fullkomna rat- sjarstoö a Arnarhól — „Gæti truflaö mig,“ segir Jóhannes Nordal sem er aö flytja, bls. 2 Aö meðaltali 1,7 tönn skemmd hjá ógiftum tölvu- fræöingum í vinnu hjá hinu opinbera — Sjá niðurstöður rannsóknar Tann- læknafélags Islands, bls. 5. Götóttir smokkar í Garðsapóteki: „Óforsvaran- legt,“ segir formaöur Neytendasam- takanna — Sjá viötal viö verö- andi föður á bls. 11 og leiðara Maður gekk berserksgang á Akureyri í nótt, náðist ekki. Lögreglukórinn á æfingu á sama tíma. — „Sönglinu veröur hætt,“ segir yfir- lögregluþjónn í AB- yfirheyrslu. Siggi Júl. tognaði í sjöunda skiptiö í nára í leiknum viö Ulkern Durendorf um helgina. — „Svoldið pirrandi“ — Sjá allt um íþróttir helgarinnar, bls. 16-20. 24 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.