Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 6
HP HELGARPÖSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Elin Edda Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Innheimta: Garðar Jensson Afgreiðsla: Guðrún Hásfer Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sfmi 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Stefnulaus tvískinnungur Starfsmenn Orkustofnunar vinna um þessar mundir að verkefni fyrir landmælingar bandaríska hersina Þeir safna gögnum til mælinga á þyngd- arsviðinu yfir íslandi, en þær upplýsingar eru einkar mikil- vægar í herfræðilegu tilliti, og þá fyrst og fremst sem leið- sagnartæki fyrir herskip og her- flugvélar, og síðast en ekki síst fyrir langdrægar og meðal- drægar kjarnorkueldflaugar. Aðdráttarafl jarðar ræður miklu um það, hversu marksækni eld- flauganna er mikil, hversu vel þær hitta skotmarkið. Þessi mál eru til ítarlegrar umfjöllunar í Helgarpóstinum í dag. Þar er velt upp siðfræði- legum spurningum í þessum efnum. Spurningum á borð við þessa: Er siðferðilega rétt að ís- lenskir aðilar stuðli að og jafn- vel framkvæmi sjálfir rannsókn- ir, sem miða að því að mann- drápstæki á borð við kjarnorku- eldflaugar hitti í mark? Islensk stjórnvöld hafa enga stefnu í þessum málum aðra en þá, að ef íslenskir aðilar geta hugsanlega haft gagn af störf- um erlendra rannsóknaraðila hér á landi, þá er heimild til rannsókna veitt. Þannig er það t.a.m. í því dæmi sem hér er vakin athygli á. Orkustofnun hefur í sjálfu sér gagn af þess- um rannsóknum á sviði jarð- hitamála. Ennfremur gat stofn- unin vel þegið aukaverkefni á erfiðum tímum, þegar sam- dráttur í virkjunarmálum hefur að sjálfsögðu valdið verkefna- skorti á Orkustofnun. En hversu þungt vega þessi sjónarmið íslenskra yfirvalda, byggð á þröngum hagsmunum, á móti þeirri staðreynd, að ís- lendingar, að eigin sögn friðar- ins fólk og friðflytjendurnir mestu, eru, með aðild að rann- sóknum af þessu tagi, þátttak- endur í hernaðarbrölti stórveld- anna? Og ekki því veiga- minnsta í þeim efnum; nefni- lega að varða leið gereyðingar- vopna að skotmarkinu. Geta ís- lendingar kinnroðalaust gerst beinir eða óbeinir þátttakendur í þeim hildarleik? Svari hver fyr- ir sig. I þessu máli dugir enginn kattarþvottur, eins og sá að þykjast ekki vita um notagildi ,Bandaríkjamanna af þeim rann- sóknum sem Orkustofnun vinnur nú að. Staðreyndirnar tala sínu máli og umfjöllun Helgarpóstsins í dag sýnir þær og opinberar. Talsmenn Banda- ríkjanna reyna meira að segja ekki að draga fjöður ýfir þær meginstaðreyndir, þótt íslensk- ir embættismenn slái úr og í og reyni að drepa málinu.á dreif. Það er annað hvort eða í grundvallarmálum af þessu tagi: Viljum við gerast virkir þátttakendur í vígbúnaðar- kapphlaupinu, eða viljum við 1 standa utan við þann hildarleik stórveldanna? Það er ekki bæði hægt að halda og sleppa. . BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Fagurgali og staöreyndir 14. júní 1985. Hr. ritstjóri HP. Eg er einn þeirra hluthafa Haf- skips, sem lásu plaggið þeirra árið 1979; „Af hverju er rétt að gerast hluthafi í Hafskip hf.?“ Ég ákvað að kaupa hlutabréf þegar ég las í grein- argerðinni, að þeir lofuðu mér „eigi lakari útkomu en spariskírteini rik- issjóðs." Hluthafafundirnir voru ánægju- legir og alltaf skiluðu Hafskipsmenn gróða nema árið 1980, en það átti sér sínar eðlilegu orsakir einsog þeir skýrðu einkar vel á fundinum þá. Það var mér því algjört reiðarslag þegar HP upplýsti, að Hafskip væri gjaldþrota og ég væri búinn að tapa öllu mínu hlutafé. Og ekki úrskýrðu þeir mikið tapið á aðalfundinum því að þar vildu þeir helst tala um óþverraskapinn í HP. Ég fór því til endurskoðanda í fjöl- skyldunni og bað hann um að út- skýra fyrir mér hversvegna fyrir- tæki, sem næstum alltaf hefði sýnt gróða, væri nú skyndilega eigna- laust og ég þar með búinn að tapa öllu. Þessi velmenntaði endurskoðandi fékk hjá mér ársreikningana og færði mér seinna mynd, sem ég læt hér fylgja með. Hann sagði, að maður ætti alltaf að lesa athugasemdirendurskoðand ans í ársreikningnum, en ekki bara hvort ársreikningurinn sýndi gróða eða tap. Hann sagðist hafa lesið at- hugasemdir númer 1, 8, 6 og 4 árin 1979, 1981, 1982 og 1984 og sam- kvæmt þeim hefði ekki alltaf verið gróði á Hafskip heldur stundum tap, þótt ársreikningurinn sýndi gróða. Hann sagði, að þarna skakkaði ca. 76 milljónum, sem hann sagði að væri í dag ca. 200 milljónir. Ég sé auðvitað núna, að ég hefði betur lesið athugasemdir endurskoðand- ans, og vil benda öðrum á að gera slíkt hið sama, ef þeir kaupa hluta- bréf. Þau eru greinilega varasamari en ég hélt þegar ég las plaggið frá Hafskip hér um árið og lét fagurgal- ann í þeim tæla mig í að reyna að græða með þeim peninga. U mról i ,ér stöðugt slaf. i veitingabransanum. Potturinn og pannan, hinn vinsæli staður í Braut- arholti, hefur nú skipt um eigendur. Úlfar Eysteinsson hefur selt stað- inn Jóhanni Bragasyni, fyrrum kokki á veitingastaðnum Hrafnin- um. Við höfum heyrt að Potturinn og pannan hafi farið á litlar 13 millj- ónir, og eigi þær að greiðast upp á 18 mánuðum. Úlfar hefur hins veg- ar slegið sér saman við Tómas Tóm- asson (Tomma í Tommaborgurum) og hyggjast þeir opna svonefnt Hard Rock Café í nýja Hagkaupshúsinu sem rís nú í nýja miðbænum. Þetta eru þó enginn venjulegur kaffistað- ur heldur hamborgara- og kókstað- ur með tónlistarlegu ívafi í ýktum rokkstíl frá sjötta áratugnum. Hard Rock Café af þessari tegund hafa ris- ið víða, beggja vegna Atlantshafsins, við miklar vinsældir. . . mM M ú er Alþýðubandalagið bú- ið að ákveða landsfund sinn. Verður hann haldinn í haust, þ. 7. nóvem- ber. Sumir munu eflaust kannast við þá dagsetningu, nefnilega sjálfan af- mælisdag rússnesku byltingarinnar. Þetta er eflaust viðeigandi dagur, því margir búast við hallarbyltingu. Er það einkum formaðurinn Svavar Gestsson sem mun þurfa að svara fyrir fallandi gengi flokksins. Eink- um er búist við hörðum skeytum frá kvenfylkingu Alþýðubandalagsins, sem gagnrýnir verkalýðsforystuna og afstöðuleysi Svavars í þeim mál- um. Þá er talið fullvíst að varafor- maðurinn, Vilborg Harðardóttir, segi af sér. Óvíst er þó hvort Svavar verður felldur, því enn vantar hæfan foringja í hans stað. Margir renna auga til Ólafs Ragnars Grímssonar, en hann er sennilega of umdeildur í Alþýðubandalaginu til þess að um hann náist samstaða... Ti dæmis um skuldahalann, sem hefur myndast í „sjávargeir- anum“ undanfarna mánuði og ár má geta þess, að skuldir þær sem hvíla á Sigurfara á Grundarfirði nema um 280 milljónum króna — 90 milljónum hærri fjárhæð en vá- tryggingarupphæð togarans. Okkur er sagt, að dæmið vegna Kolbeins- eyjar sé nokkuð hliðstætt... A Suðurnesjum er ástandið litlu betra, en þar bjarga menn sér þessa dagana með því að senda skipin á markað á Englandi... o g fyrst við erum byrjaðir a „svörtum" fréttum úr sjávarútvegin- um má geta þess að fram hefur kom- ið, að tap Síldarvinnslunnar á Neskaupstað nam 91 milljón króna í fyrra. Síldarvinnslan er undirstöðu- fyrirtæki á Norðfirði og fokið í flest skjól þar í bæ, ef síldarvinnslan er komin í svona klemmu. .. HÖFUM OPNAÐ mDKWURAltf’) I ' VX>y( IXX3 ' IXX3 1979 ■1980^ 19BI ’M 1962>S< 19B3 88 88 | SKV.FRAMKV/BDfíSTJDRN. S SKV. ENDURSKQÐANDA. LAUSN Á SKÁKÞRAUT Crum: 1. Bd4! Nú er komin fram skemmti- leg og einföld leikþröng. 1. - Kxd4 2. Df4 mát. Barnes: Hvorum riddaranum á að leika og hvert? Þetta er sú spurning sem þarf að svara. Eini lykilleikurinn er 1. Rc3-b5! 1. - Hxd5 2. Da7 1. - Hc7 + 2. Rc4 1. - b3 2. Da4 HELGARPÚSTURINN Einkaerindi Þetta heiftar haturs bál held ég teljist efni sorgar. Einkaskóli er einkamál, einkum þegar ríkið borgar. Niðri NYJA BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐ O Gufuþvoum vélar og felgur Q Djúphreinsum sœtin og teppin O Notum eingöngu hid nídsterka Mjallarvaxbón BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐIN V/UMFERÐARMIÐSTÖÐINA - Simi 21845 BIIMEIGA REYKJAVIK: AKUREYRI: BORGARNES: VÍDIGERÐI V-HÚN.: BLÖNDUÓS: SAUDÁRKRÓKUR: SIGLUFJÖRDUR: HÚSAVÍK: EGII.STADIR: VOPNAFJÖRÐUR: SEYDISFJÖRDUR: FÁSKRÚDSFJÖRDUR: HÖFN HORNAFIRDI 9I-318I5/6869I5 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4350/4568 95-5884/5969 96-7I498 96-41940/41594 97-1550 97-3145/3121 97-2312/2204 97-5366/5166 97-8303 interRent FALCON CREST Frábærir framhaldsmyndaþættir 2 nýir þættir koma á hverium fimmtudegi Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins Dreifing: MYNDBÖND HF. Skeifunni 8. Simar 686545 — 687310. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.