Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTAPÓSTUR I „Náttúruverndarmenn“ á íslandi í vikunni komu tvö skip „náttúruverndarmanna" til lands- ins. Kanadíska skipið Sea Shepherd hélt áleiöis til Færeyja í gærdag eftir að stjórnvöld höfðu gengist í því að útvega áhöfninni nauðsynlegar vistir. Þar í landi hyggjast þeir herja á færeyska hvalveiðimenn. Grænfriðungaskipið Sirí- us er enn í Reykjavíkurhöfn og hefur áhöfn þess reynt að kynna íslendingum málstað sinn við litlar undirtektir. Flugleiðahlutabréfin Á föstudaginn var undirritaður kaupsamningur um sölu á eignarhlut ríkisins í Flugleiðum og var það stjórn Flugleiða sem keypti hlutinn, en tilboð hennar var þremur milljónum króna hærra en tilhoð Birkis Baldvinssonar. Birkir hefur lýst þvi yfir að tilboð Flugleiða sé afrit af tilboði sínu. Stefán Benediktsson, þingmaður Bandalags jafnaðarmanna, hyggst fara f ram á skipan þingnefndar til að rannsaka málið þegar Alþingi kemur saman i haust og vekur það athygli fólks að f jármálaráðherra sniðgengur Alþingi algerlega þeg- ar hann ákveður að selja eigur almennings. Höfðaði mál gegn borginni 1977 datt stúlka úr rólu og braut í sér tvær framtennur í efri góm en laskaði sex tennur í neðri góm. Hún fór þá þegar á slysadeild Borgarspítalans þar sem gert var að sárum henn- ar og henni ráðlagt að leita til tannlæknis daginn eftir. Þá var orðið of seint að reyna ígræðslu tannanna. Sjö árum eftir slysið höfðaði stúlkan mál á hendur borgarsjóði, fékk hún sér dæmdar 4.975 krónur ásamt vöxtum vegna tannlækna- kostnaðar, 30 þúsund krónur i miskabætur og á rétt á tann- viðgerðum síðar á ævinni ef þörf krefur, á kostnað borgar- sjóðs. Ólafsfjörður 150 manns eru á atvinnuleysisskrá og vitað er til þess að 20—30 manns bætast við á næstu dögum. Þetta hefur afger- andi áhrif í 1.100 manna byggðarlagi. Olía úti fyrir Norðurlandi? Orkustofnun stendur fyrir mælingum á setlagaþykkt milli Eyjafjarðar og Skjálfanda en talið er hugsanlegt að olíu sé að finna á þeim slóðum vegna margra kilómetra þykkra setlaga þar. Hagvirki Stærsta verktakafyrirtæki landsins, Hagvirki, mun á næstu mánuðum segja upp 300 manns. Ástæðan er verk- efnaskortur hjá fyrirtækinu. Þegar hefur verkstjórum, tæknifræðingum og verkfræðingum fyrirtækisins, alls 27 manns, verið sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. Jónsmálið Enn flytja stigin þrjú úr opnunarleik íslandsmótsins, milli K.R. og Þróttar í 1. deild, búferlum. Dómstóll K.R.R. hefur úrskurðað að K.R. skuli tapa stigunum þremur á ný til Þróttar. Þróttur telst þvi á ný sigurvegari, 3—0, en leikurinn endaði 4—3 fyrir K.R. Fram hefur nú 26 stig, ÍA hefur 23 stig, Valur og Þór hafa 22 stig en K.R. er í fimmta sæti með 21 stig. • Verkfall iðnaðarmanna í Áburðarverksmiðjunni hefur staðið yfir síðan á laugardag. Trésmiðir Áburðaverksmiðj- unnar hafa boðað samúðarverkfall frá og með 17. ágúst. • Foreldrasamtök dagheimila hafa lýst yfir vantrausti á Davíð borgarstjóra eftir að hann lét eftir sér hafa að hann ætlaði að búa til millistétt milli fóstra og ófaglærðra með fólki sem hefði verið á námskeiðum, og töldu foreldrasam- tökin að það ætti að ganga af fóstrustéttinni dauðri. • Eigandi fyrirtækisins Vara vísaði öryggisverði úr starfi. Starfsmenn sýndu öryggisverðinum samstöðu með þvi að ganga út og verkamannafélagið Dagsbrún telur uppsögnina gjörsamlega ólöglega. • íslensku smábátarnir eru komnir langt fram úr kvótanum sem var í ársbyrjun ákveðinn 10.000 lestir en aukinn í 12.500 lestir seinni hluta vetrar. Þessum mörkum náðu smábátarnir í júní en hafa þó haldið áfram veiðum án þess að til aðgerða hafi komið af hálfu yfirvalda. Bendir allt til þess að þorskaflinn fari upp í 25—30.000 lestir fyrir áramót. • Allt útlit er fyrir að einungis sex manns muni búa í Flatey næsta ár og þarf víst ekki að taka fram að nú vantar fólk í skelina og nóg er af húsnæði í Flatey. • Samningar tókust í kjaradeilu heilsugæslulækna og rík- isvaldsins. Heilsugæslulæknar, sem höfðu allir sagt upp störfum, drógu uppsagnir sinar til baka, en grunntónn i kröfugerð þeirra var jöfnuður meðal heilsugæslulæknanna og einnig gagnvart kollegum þeirra. • Á fimmta alheimsþingi alþjóðlegra samtaka lækna gegn kjarnorkuvá var skorað á kjarnorkuveldin að stöðva nú þegar allar tilraunir með kjarnorkuvopn, sem fyrsta skref í stöðvun kjarnorkuvopnakapphlaupsins. Haukur Hjaltason rekur nautabú• lán til stofnlánadeildar BOLAÐ Haukur Hjaltason keypti fyrir fimm árum jörð í Sand- víkurhreppi og hóf rekstur nautgripa. Hann hefur ár eftir ár sótt um lán til stofn- Iánadeildar landbúnaðarins en verid hafnað í öll skiptin. Haukur telur að það sé markvisst verid að vinna gegn einstaklingum sem vilja bæta framleiðslu land- búnaðarins. „Árið 1980 var ég ásamt vini mínum Pétri Sveinbjarnarsyni í umsvifamiklum veitingarekstri. Við vorum með Askana og Veit- ingamanninn og oft kom það fyrir að við gátum hreinlega ekkert nautakjöt fengið. Við ákváðum því að kaupa jörð og hefja ræktun góðra nautgripa. Við keyptum saman Austurkot í Sandvíkur- hreppi en skiptum síðan atvinnu- rekstrinum þannig að ég tók að mér búreksturinn en Pétur veit- ingareksturinn. Það var aldrei vafamál í mínum huga að ég ætti rétt á að fá lán frá stofnlánadeild landbúnaðarins, því lögum sam- kvæmt ber honum skylda til að lána til uppbyggingar í sveitum. Vantar gott nautakjöt Og þar sem vantar hérlendis gott nautakjöt sá ég ekki betur en að með því að ala upp fyrsta flokks gripi væri ég að vinna með bænd- wmmmmmmMMm um en ekki væri um þá þröngsýnu naflaskoðun að ræða að ég væri að taka af þeim markað. Maður varð svolítið var við þá skoðun að við værum að ráðast inn á svið bænda. Framleiðsla landbúnaðar- ins þarf ekki endilega að vera í höndum bænda heldur þarf að vera svigrúm fyrir einstaklinga sem hasla sér völl til framleiðslu- þróunar, framleiðniaukningar og nýjungar til að landbúnaður á fs- landi dragist ekki enn frekar aftur úr framleiðslu nágrannalandanna og staðni. Bændur eru ekki bara með smásölu- og snyrtivörudeild- ir, heldur einnig umsvifamikinn innflutning. Þeir hafa auðvitað fullan rétt á því í frjálsu landi. Og það er ekki mikið um nautgripa- rækt hér, aðeins eitt ríkisrekið nautabú í Gurmarsholti og einhver ræktun á Egilsstöðum. Það sem lá til grundvallar hjá okkur var ákveðin verkaskipting. Bændur sem setja ekki kálfa á setja þá í sláturhús eða selja öðr- um og við höfum s.l. 5 ár keypt kálfa frá nágrannabændum okkar. Vel heppnaður kálfur stendur síst að baki erlendu kjöti og ef bændur ná ekki tökum á nautakjötsfram- leiðslunni mun salan að sjálfsögðu dragast veruiega saman á næsta ári. Það þarf að slátra kálfum á vissan hátt, þeim þarf að blæða vel og hanga uppi í allt að þrjár vikur við réttar aðstæður svo að kjötið verði meyrt, safaríkt og bragðgott. Þegar við keyptum Austurkot var þar hrossaræktunarstöð og jörðin var öll ræktanleg og hent- aði í alla staði vel til nautgripa- ræktunar. Hún er líka stutt frá að- almarkaðssvæðinu og þá þegar var hafist handa um endurbygg- ingu fjóss, haughúskjallara og fóð- urgeymslu. Vélastofninn var end- urnýjaður og vegna kals í túnum (70% vorið 1981) má segja að við höfum ræktað aftur landið sem er tæpir 50 hektarar af túnum og 40 hektarar undir grænfóður." Synjað um lán — Og tókuö þiö ekkiyfir einhver lán þegar þiö keyptuö jöröina? ,,Við tókum við áhvílandi lánum við jarðarkaupin en stofnlán höf- um við aldrei fengið. Fyrst þegar við knúðum á um afgreiðslu stofn- láns var okkur sagt að umsóknin hefði ekki borist á réttum tíma fyr- ir 15. september, árið 1981. Við bættum úr þeim tæknigalla árið eftir og sóttum um helming þess sem við erum lánshæfir um, við vorum búnir að fjármagna það mikið sjálfir og peningar eru dýrir, en okkur var ávallt synjað á þeirri forsendu að stofnlánasjóður hefði ekki nægan pening til að lána okk- ur. Það má líta svo á að samkvæmt lögum stofnlánadeildar sé um lög- 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.