Helgarpósturinn - 15.08.1985, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 15.08.1985, Qupperneq 3
FRÁ! brot að ræða, a.m.k. er hér um gróflega mismunun að ræða. Það eru hátt í 400 milljónir sem sjóður- inn hefur til ráðstöfunar á þessu ári og við sækjum um rúmt 1% af því sem er til úthlutunar og við höfum allan tímann þurft að borga stofnlánasjóðsgjöld, framleiðslu- gjöld og búnaðarfélagsgjöld, og við höfum meira að segja greitt fé- lagsgjöld til Sláturfélags Suður- lands og lífeyrissjóðs bænda. Núna höfum við rekið eigin til- raunastöð í á fimmta ár án stuðn- ings hins opinbera en það er lág- markskrafa að stofnanir landbún- aðarins, stofnlánadeildin og þeir sem eru í trúnaðarstöðum fyrir þjóðfélagið, bregði ekki fæti fyrir slíka starfsemi. Við höfum sorg- legt dæmi úr laxeldinu, sbr. Laxa- lón, og manni finnst að stofnlána- deildin ætti að sinna þeim skyld- um sem henni ber samkvæmt lög- um. Ný skilyrði Dóttir mín María og sambýlis- maður hennar, Halldór Óttarsson, forstöðumaður tilraunabúsins, hafa rekið Austurkot með miklum myndarbrag s.l. 2 Vi ár og nú kór- ónar stofnlánadeildin allt með nýrri reglu, sem er gefin út einum mánuði eftir að ég fæ síðustu synj- un. Samkvæmt henni hefur land- búnaðarráðuneytið sett inn ný skilyrði um að viðkomandi lántaki I eftir Jóhönnu Þórhallsdóttur mynd Jim Smart I stundi landbúnað og hafi fulla bú- setu á viðkomandi jörð. Þess ber að geta í þessu tilviki að tilrauna- búið í Austurkoti er að sjálfsögðu sá sem situr jörðina og mætti segja að tilraunabúið hafi á sama hátt rétt til stofnlána og íslandslax í Grindavík og ekki er mér kunnugt um að sú krafa fylgi stofnlánum til fiskeldis að forstjóri Sambandsins þurfi að flytjast búferlum á svæði Islandslax í Grindavík." — Hvaö hafiö þid marga naut- gripi? „Við vorum með yfir 300 naut- gripi sem gefur 200 sláturgripi á ári miðað við 18 mánaða eldi en höfum orðið að skera niður vegna fjárskorts og erum núna með 200 nautgripi." — Hverja telur þú raunverulega ástœðu þess að þér hefur veriö hafnaö hvaö eftir annaö? „Það er ótrúlegt og langsótt at- riði að stofnlánadeild landbúnað- arins vinni hreinlega gegn hags- munum bænda og möguleikum á aukinni framleiðslu gæðavöru, sem er kannski eina leiðin til þess að hinn hefðbundni landbúnaður geti lifað áfram. Hér er markvisst unnið gegn einstaklingum sem vilja reyna að bæta framleiðsluna, hvort sem hún er á frumstigi, í vinnslu eða á sölustigi. Mismunun Til að standa í skilum hefur jörð- in ásamt búrekstri verið sett í sölu. Fjárfestingar taka það Iangan tíma að skila arði að það er óraunhæft að ætla að borga fjárfestingar nema með broti úr rekstri hverju sinni. Við höfum ennfremur lent í tveimur heyskaðasumrum þar sem fóðurgildi heyja var lélegt og það hefur haft áhrif á framlegð bú- stofnsins. Léleg hey höfum við þurft að bæta með kjarnfóðri og þurft að greiða fóðurbætisskatt að fullu, en ekki notið endurgreiðslna þar sem úthlutað búmark tekur aðeins til 25% stofns og rekstrar- kostnaðar. Það má einnig segja að þar séu líka brotin lög að nokkru leyti, þar sem lög um búmark kveða svo á að taka skuli tillit til fjárfestingar og rekstrarkostnaðar. Það er nauðsynlegt að forstöðu- menn landbúnaðarmáia geri sér grein fyrir því að búið er ekki sett til höfuðs bændum heldur fyrst og fremst til samvinnu við bændur og liður í þeirri þróun að rækta gripi og framleiða kjöt á því svæði sem hentar þeim best og bæta gæði kjötsins sem við höfum náð veru- legum árangri í. Það væri æskilegt að löggjafarvaldið og þingmenn kjördæmisins fylgdust með og gættu þess að ekki væri um mis- mun að ræða við úthlutun stofn- lána til búrekstrar. Þess má geta í lokin að nú í sumar höfum við náð góðum heyjum með miklu fóður- gildi, sem er undirstaða nautgripa- framleiðslu, og erum bjartsýnir á búreksturinn." Árum saman hefur hann sótt um iandbúnaðarins en ávallt verið I Varstu farinn að safna fyrir sektinni? Jónas Kristjánsson „Ég hef aldrei verið sektaður fyrir skrif m(n, svo mér datt ekki í hug að gera neitt í þessu máli Jóns Oddssonar." — Hefur áður verið farið fram á opinbera rannsókn vegna leiðaraskrifa þinna? „Oft hafa orðið hvellir vegna leiðaraskrifa minna, en opin- berar rannsóknir hafa staðfest réttmæti orða minna. Ég hef hreint borð á þessu sviði." — IMú varstu harðorður í garð yfirmanna lögregl- unnar í umræddum leiðara, — hafa þeir nokkuð lagt þig f einelti? „Þeir lögreglumenn sem ég þekki hér á Nesinu eru hinir bestu menn. Slfkir öðlingar mundu aldrei láta sér detta I hug að leggja menn í einelti." — Nú segir Þórður Björnsson rfkissaksóknari í synj- un sinni að leiðarahöfundar eigi að rita um mál af hisp- ursleysi. Gefur það ekki þeim sömu frjálsar hendur? „Nei, leiðarahöfundar hafa ekki frjálsar hendur. Þeir verða alltaf að haga skrifum sínum á þann hátt að þau séu í samræmi við lög. Það hef ég alltaf gert." — Hann segir ennfremur að leiðarinn sé skrifaður „innan marka leyfilegrar bersögli". Þekkir þú þessi mörk? „Ég þekki þessi mörk, enda hef ég aldrei fengið dóm. En það er örugglega hægt að segja allan sannleikann á þann hátt að það varði ekki við lög." — Er ekki svona umstang bara góð auglýsing fyrir blað, þ.e. DV? „í þessu máli kom I Ijós að DV var eina blaðið sem þorði að snerta á sannleikanum. Auðvitað er það góð auglýsing sem blaðalesendur muna eftir." — Er ekki synjun saksóknara rós í hnappagat leiðara- höfunda, þegar tekið er fram aö þeir gegni „mikilvægu hlutverki f nútfmaþjóðfélagi?" „Nei, blaðamenn f starfi frábiðja sér rósir í hnappagatið. Þeir eru bara að sinna skyldustörfum sfnum. Ég sækist ekki eftir Fálkaorðunni út af þessu." — Áttu von á að það veröi framhald á þessu máli? „Mér sýnist þetta vera sálfræðilegt vandamál, og f slfkum til- vikum er aldrei hægt að spá í framhaldið." — Ertu aö semja leiðara núna? „Ég er f frfi núna, og les ekki einu sinni blöðin. Svo var ég að kveðja gest frá Fijieyjum; fæddan Nýsjálending sem var að fara á vit ævintýra á Grænlandi. Ég öfundaði hann." Þórður Björnsson rfkissaksóknari hefur synjað beiðni Jóns Oddssonar hrl., um opinbera rannsókn á leiðaraskrifum Jónasar Kristjánssonar rit- stjóra DV um Skaftamálið svokallaöa, þar sem Jónas sagði ma: „Rotn- unin (lögreglunni kemur að ofan, en ekki frá einstaklingum, sem lenda f mistökum f hita andartaksins. Það er sjálf yfirstjórnin, sem er skyldug til að koma upp aga, svo að ofbeldi minnki og lögreglurfkiö hverfi." Jón- as situr fyrir svörum f HP f dag. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.