Helgarpósturinn - 15.08.1985, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 15.08.1985, Qupperneq 4
Frumskógur húsnæðismólanna: „GJALDÞROT BLASIR VIÐ" — segja 27 ára foreldrar þriggja barna, sem hvorki geta selt íbúð sína né haldið henni „Ad öllu óbreyttu verdum viö gjaldþrota,“ sögðu þau hjónin Halla Arnar og Egill Baldursson, 27 ára gömul, húseigendur að Grjótagötu 9, Reykjavík. Annað og seinna uppboð veröur á húseign þeirra í október næst- komandi. Eins og mál standa í dag stefnir allt í að upp- boðið fari fram, húsnæðið verði slegið einhverjum kröfuhafa á spottprís, en eftir standi þrátt fyrir þaö kröfur á aðra milljón. Það þýðir, með öðrum orðum, gjaldþrot. Egill er prentari að iðn. Með meðaltekjur að eigin sögn, en Halla hefur að undanförnu veriö heima- vinnandi. Hefur átt við sjúk- leika að stríða og á stuttum tíma legið í tvígang á spítala af þeim sökum. Börnin eru þrjú: Baldur Þór 3ja, Egill Órn 7 ára og Kristín Þóra 10 ára. En hvernig skyldi standa á því að mál eru komin í slíkt óefni sem að framan var lýst? Hvers vegna vofir gjaldþrot yfir þessari ungu fjölskyldu? „Astæðurnar eru margar og samtvinnaðar," sögðu ungu hjónin. „Staðreyndin er sú, að fyrir rúmum þremur árum var staða okkar ekki svo slæm. Við bjuggum þá og áttum litla 2—3 herbergja íbúð í Hafnarfirði og á henni hvíldu alls ekki óviðráðan- legar skuldir. Það var hins vegar æði þröngt um okkur þarna og við töldum vel gerlegt að stækka örlít- ið við okkur. Það varð því úr að við seldum í Hafnarfirði og keypt- um þriggja herbergja íbúð í Krummahólum í Breiðholti. Þá fór hins vegar að síga á ógæfuhlið- ina.“ Sígur á ógæfuhliðina Til að gera langa sögu stutta, þá ákváðu ungu hjónin að reyna að stemma stigu við skuldaaukning- unni, sem varð vegna háflugs láns- kjaravísitölu á þessum tíma, sem aftur leiddi til þess að skuldbind- ingar þeirra ruku upp úr öllu valdi. Þau seldu því Krummahólaíbúð- ina og minnkuðu við sig. Keyptu húseignina Grjótagötu 9, sem var þá í mjög lélegu ástandi. Kaupverð þeirrar eignar var, haustið 1983, 1140 þúsund krónur. Söluverðið í Krummahólum var 1325 þúsund. Sá er keypti Krummahóla gerði það hins vegar að kröfu, að engar skuldir yrðu skildar eftir; íbúðin yrði veðbandalaus. Og það varð úr. Halla og Egill urðu þannig að greiða upp húsnæðisstjórnarlán, að upphæð 200 þúsund, enda óheimilt að flytja veð á lánum byggingarsjóðs ríkisins. Öðrum lánum var síðan komið á eignir foreldra hjónanna, þ.e. þau voru veðbundin í húseignum þeirra. „Þegar i Grjótagötuna var kom- ið fengum við lán hjá Húsnæðis- stofnun. Einnig urðum við að taka lífeyrissjóðslán bæði tvö, auk ýmissa smálána í bönkum," sagði Halla Arnar. „Og það má eiginlega segja, að við höfum ekki séð til sól- ar frá þessum tíma. Lánin hafa hlaðið utan á sig, húseignin hækk- að miklu minna í verði og síðast en ekki síst hafa Iaun Egils ekki hækkað í neinu samræmi við verðlagsþróun. Og nú standa á okkur öll spjót" heldur Halla áfram. „Við náð- um ekki að standa í skilum með skuldbindingar okkar og dráttar- vextir og innheimtukostnaður hafa hlaðist upp. Og ekki má held- ur gleyma hinni margfrægu láns- kjaravísitölu, sem hefur leitt til margföldunar lánanna. Sem dæmi, þá fékk ég lífeyrissjóðslán árið 1983. Þá var það 150 þúsund, en nú er skuldin komin í 290 þús- und krónur. Egill tók sitt lífeyris- sjóðslán skömmu síðar og það var upphaflega 180 þúsund. Það hefur sömuleiðis margfaldast." Vanskilin upp á hálfa mill- jón Og þannig röktu ungu hjónin, Halla og Egill, þessa raunasögu. Þau reyndu að klóra i bakkann, semja um lánalengingar, borga af lánum þegar peningar voru til, en allt kom fyrir ekki. Skuldabyrðin þyngdist dag frá degi. Og staðan nú er ekki glæsileg: Vanskilin eru upp á 500 þúsund krónur. Heildarskuldirnar eru 2,5 milljónir króna. Húsið í Grjóta- götunni er fullveðsett og sömu sögu er að segja um eignir foreldra þeirra. Staðan er meira að segja svo svört að Halla Arnar og Egill Baldursson fullnægja ekki skilyrð- um Húsnæðisstofnunar ríkisins um lán vegna greiðsluerfiðleika; lán sem íbúðareigendur og hús- eigendur hafa fengið upp á síð- kastið. „Jú, víst var staða okkar nógu óglæsileg til að við þættum lánshæf. Skuldirnar voru nægar, vanskilin næg. En við gátum ekki fengið þetta lán vegna þess ein- faldlega, að engin veð voru fyrir hendi til að tryggja lánið með. Við vorum ekki þau einu sem lentu í þessari klemmu. Mér skilst að 60—70 manns, sem höfðu minnk- að við sig og þarmeð minnkað möguleikana á veðum, hafi lent í sömu klípunni; ekki getað boðið upp á veð fyrir þessu láni Hús- næðisstofnunar, sem átti að vera til að bjarga fólki í greiðsluvand- ræðum.“ Og hjónin fengu þrátt fyrir þetta ekki þá ábendingu frá ráðgjöfum Húsnæðisstofnunar að þau ættu að selja hið snarasta. „Þeir hjá Húsnæðisstofnun sáu vitanlega, eins og við vissum, að húseign okkar er óseljanleg eins og er,“ sagði Halla Arnar. „Það fæst eng- inn kaupandi til að taka yfir hús þar sem allir veðréttir eru fullir, vanskil á skuldbindingum, stefnur hér og þar og nauðungaruppboð innan seilingar. Slík fasteign selst ekki.“ Sjá enga leiö Halla Arnar, maður hennar Egill Baldursson og þrjú ung börn, geta því hvorki farið né verið. Þau segjast ekki sjá neina leið út úr þessum vanda. „Og víst höfum við leitað allra mögulegra og ómögu- legra leiða," sagði Halla. „Ég hef farið vítt og breitt um kerfið og leitað ráða. En það er engin svör að fá.“ En hver er ástæðan fyrir því að svona er komið fyrir þessum ungu hjónum? Er hér um óráðsíu að ræða af þeirra hálfu? Óraunsæi í byrjun? „Ekki lifum við hátt og höfum aldrei gert,“ svaraði Halla ofangreindum spurningum. „Eða sérðu lúxus hér innanhúss, pluss- sófasett og málverk á veggjum? Nei, við eyðum engu og höfum engu eytt í óþarfa. Við getum ein- faldlega engu eytt, því við eigum ekkert. Sannleikurinn er sá, að þetta leit ekki svo illa út þegar við settum dæmið niður fyrir okkur í upphafi. Síðan þá hafa bara allar aðstæður breyst til hins verra, án þess að við hefðum neitt um það að segja. Þar er fyrst og fremst um að ræða hin verðtryggðu lán, á sama tíma og launin stóðu í stað; voru óverðtryggð. Það liggur hreinlega við að maður biðji um óðaverðbólguna aftur, þótt ekki hafi hún verið góð.“ Halla Arnar og Egill Baldursson kváðust vera víða á svörtum list- um. „Það eru svartir listar alls staðar. Við erum alls staðar dærnd," segja þau. „Allur okkar máttur og allir okkar peningar hafa farið í að reyna að grynnka á skuldum, en þó jafnframt að draga fram lífið. Þetta hefur þó stundum ekki tekist betur en svo, að við höfum fengið lögfræðinga á bakið vegna smærri skulda. Ekki hefur farið hjá því að lögfræðingar hafi gert vart við sig með kröfur upp á vasann. Þeir eru mjög misjafnir. Sumir sýna skilning og vilja gefa svigrúm, en aðrir eru ekkert nema yfirgangur og frekja. Eitt sinn gjaldfelldu þeir heilt lán fyrir okkur, þegar okkur tókst ekki að greiða afborganir af því á réttum gjalddaga. Við vorum því dæmd til að gera allt lánið upp á einu bretti — 70—80 þúsund krónur. Það tókst okkur með herkjum, en þau útlát komu niður á öðru." „Viö erum ráðalaus“ „Þannig hefur þetta allt verið. Það hefur allt gengið okkur í mót. Við erum ráðalaus. Við ákváðum á sínum tíma að reyna að festa kaup á íbúð eftir að við höfðum hrakist úr einni leiguíbúðinni í aðra. Það gekk vel til að byrja með, en ætlar greinilega að enda með ósköpum. Það virðist ekkert geta orðið okk- ur til bjargar. Við munum reyna einhvern veginn að bjarga húsinu okkar frá uppboði, sem verður að öllu óbreytt í október. Það er seinna uppboð. Ef okkur tekst það, þá verður það bara gálgafrestur. Hins vegar sé ég ekki fram á ann- að en að við missum eign okkar þá. Menn hafa sagt okkur að lík- lega myndi þetta hús fara á um eina milljón króna. Þá standa eftir kröfur upp á eina og hálfa milljón. Við værum gjaldþrota." „Það er mikil niðurlæging sem fylgir þessu öllu,“ sagði Halla Arnar. „Hér koma kröfuhafar og banka upp á, gera fjárnám og lög- tak. Hér fór fram fyrra uppboð í júní s.l. og ekki verður sagt að fólk eins og við eigum mikla samúð hjá þjónum kerfisins. Þeir fóru hér um íbúðina eins og þeir ættu hana. Ég var eins og gestur á eigin heimili; illa gerður hlutur.“ „Við sjáum hvergi ljós í þessu myrkri," voru lokaorð þessara 27 ára gömlu hjóna og foreldra þriggja barna á aldrinum 3ja til 10 ára. Gjaldþrot blasir við. „Mál Höllu og Egils ekkert einsdæmi77 — segir Anna Kristjánsdóttir, formaður Lögverndar „Dæmi Höllu og Egils er að- eins eitt af mörgum svipuðum. Við höfum fengið mörg mál af þessu tagi inn á okkar borð; fólk sem bókstaflega er að missa allar eigur sínar og sendir út SOS — biður um hjálp í neyð,“ sagði Anna Krist- jánsdóttir, formaður Lög- verndar, sem er nýstofnaður félagsskapur fólks sem heimtar mannréttindi í landinu. Halla Arnar og Egill Baldursson leituðu á náðir þessara sam- taka, þegar engin svör var að finna í kerfinu. Lögvernd hefur eftir ýmsum leiðum reynt að vekja athygli á ýmsum mis- fellum í kerfinu, og þá ekki síst því óréttlæti sem ríkir í hús- næðismálum. Anna Kristjánsdóttir sagði 250 félaga vera í Lögvernd og að þeim færi fjöigandi með degi hverjum. „í Lögvernd er fólk úr ýmsum þjóðfélags- hópum, fólk sem á það sam- eiginlegt að vilja réttlæti og mannúð. Við fáum mörg mál til okkar; mannréttindabrot, fólk sem hefur tapað ölium sínum fjármunum og eignum, fólk sem hefur leitað allra hinna venjubundnu leiða en ekki fengið neina lausn á sínum málum. Við teljum mikilvægt að hinn almenni maður láti ekki traðka á sér og taka af sér þau réttindi sem stjórnarskráin og lög í landinu veita. Framkvæmdin í þjóð- félaginu, í kerfinu, vill þó oft verða á annan hátt en eðli laga og réttar gefur tilefni til. í Lögvernd öflum við okkur upplýsinga um rétt almennings og komum sjónarmiðum okkar á framfæri við rétta aðila. Ég er þess fullviss að meðlima- fjöldi okkar mun margfaldast á næstu mánuðum og afl fjöld- ans getur orðið sterkt. Kerfið verður að hlusta á okkur og taka tillit til okkar. Hjá því verður ekki kornist." Anna Kristjánsdóttir sagði að Lögvernd hefði tekist að leysa vanda margra þann stutta tíma sem félagið hefur starfað. „Hinu er þó ekki að leyna að fjölmörg mál liggja enn óleyst. En að þeim er unnið. Við ýtum ekki fólki og vandamálum þess frá okkur, heldur reynum að rétta öllum hjálparhönd sem sannanlega hafa fengið óeðli- lega og óréttláta meðferð hjá þjóðfélagskerfinu. Það er full þörf fyrir félagsskap af þessu tagi. Starfsemin fyrstu mán- uðina og áhugi fólks á Lög- vernd hefur sýnt það og sannað,“ sagði Anna Kristjáns- dóttir, formaður Lögverndar. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.