Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSÝN Grænfriðungar á grænfriðunga ofan. Fyrst komu hingað 20 meðlimir samtaka Græn- friðunga (Greenpeace) á litlu sætu skipi í öll- um regnbogans litum. Eftir nokkurra daga dvöl var áhöfnin komin í hár saman um stefnuna í hvalamálum og flestir orðnir and- snúnir stefnu eigin samtaka. Meira um það hér síðar. Á mánudaginn renndi svo Sea Shepherd, skip samnefndra samtaka, inn í Reykjavíkur- höfn á leið til Faereyja þar sem til stendur að stöðva „ólöglegar" grindhvalaveiðar fær- eyskra. Skipstjórinn, Paul Watson, stærir sig af því að hafa sökkt þremur hvalveiðiskipum um ævina og ekki af baki dottinn í þeim vinnubrögðum. íslendinga kvaðst hann láta vera fram að næstu áramótum, en vantaði hér vistir ti) þess að geta herjað á Færeyinga, olíu sérstaklega. í samtali við HP kvaðst Watson þessi reyndar 'hafa nóga olíu til þess að komast til Færeyja, en þar í landi kæmi hann ekki í höfn. Bjóst ekki við að fá þár annað en árásir innfæddra á sig, ofbeldi og skemmdarverk. „Þú veist jú að Islendingar eru siðmenntuð þjóð en það eru Færeyingar alls ekki," sagði kapteinninn við blaðamann. I fyrstu leit svo út að olíufélögin hér heima myndu ekki selja þessum herskáu „náttúru- verndarmönnum" olíu. En á þriðja degi gekk lögreglan í málið og Olíuverslun Islands seldi áhöfninni umbeðið magn, 5 tonn af olíu. Erlendur Sveinsson lögregluvarðstjóri sagði í samtali við HP að lögreglan hefði aðstoðað Watson eins og aðra friðsama ferðamenn og ekki séð neinn tilgang með því að halda skip- inu í höfn. Miklu frekar hefði lögreglunni verið akkur í að losna við þessa menn sem væru, þrátt fyrir allt, til alls vísir. „Færeying- ar verða að sjá um sig sjálfir. Við getum ekki leyst þeirra vandamál" sagði Erlendur. Hjá Olís kom mál þetta inn á borð Svan Friðgeirssonar ráðgjafa og ákvað hann strax að selja þeim olíu, enda taldi hann annað brjóta mjög í bága við eðlilegar reglur um samskipti þjóða. Þá benti Svan á að mennirn- ir hefðu aðeins beðið um 5000 lítra og með því magni gætu þeir tæpast farið í aðgerðir gegn færeyskum hvalbátum. • Skoðanir flestra skipverja ganga þvert á stefnu þeirra eigin samtaka... eftir Bjuma Harðarson Til liös vid öf gaf ulla græningja? Eftir standa yfirlýsingar Watsons sjálfs. ís- lendingar verða væntanlega að gera það upp við sig hvort þessar grannþjóðir eigi að taka höndum saman í baráttunni gegn Paul Watson og hans líkum eða ekki. Það hefur lengstum verið mikið álitamál hversu mikil áhrif samtök eins og „Sea Shepherd", sem Watson stendur fyrir, og Grænfriðungar, hafa. Sjálfur segir Watson við HP að samtök sín telji aðeins um 10.000 meðlimi í mörgum þjóðlöndum. Þau séu fyrst og fremst „lögregla" sem taki gæsluna í sínar hendur þegar yfirvöld bregðist. Græn- friðungar eru aftur á móti fjöldasamtök með meðlimi á aðra milljón. Samtök sem berjast gegn hvalveiðum eru fjölda mörg, 100 lætur nærri, og telja fjölda meðlima og stuðnings- manna. Það hversu mikil áhrif þau hafa haft hefur að mestu farið eftir því hvernig stjórn- málamenn hafa metið stöðuna. Hvort þeir hafa séð ástæðu til þess að hræðast hótanir og hversu mikla áhættu þeir hafa þorað að taka. Margir telja að það hafi verið samtök sem þessi, sem eyðilögðu markaði fyrir selskinn og selaafurðir. En geta þau með sömu að- ferðum eyðilagt markaði fyrir íslenskan fisk eða knúið bandarísk stjórnvöld til þess að loka á innflutning? Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. í Hvalfirði bendir í þessu sambandi á að Bandaríkjamenn hafi tekið þá ákvörðun að hætta ekki innflutningi á norskum sjávar- afurðum þegar Norðmenn neituðu að hætta hvalveiðum, þrátt fyrir bandarísk laga- ákvæði sem heimiluðu slíkar viðskiptahöml- ur. Um áhrif Græningja á almenning sagði Kristján að sú feikilega fjölmiðlaathygli sem þeir vektu víða um heim gæti að sjálfsögðu orðið þeim til framdráttar. En hvað sem líður möguleikum Grænfrið- unga til efnahagsþvingana þá er víst að slík vinnubrögð hafa þegar vakið illan bifur liðs- manna á þeirra eígin samtökum. Eftir sögu- legan fund Grænfriðunga með íslendingum á mánudagskvöldið þar sem skipverjar á Síríusi fengu að heyra sjónarmið íslendinga, runnu tvær grímur á marga þeirra. Eftir fundinn stóðu deilur þeirra innbyrðis fram undir morgun án þess að nokkur lausn sé enn í sjónmáli. Loftskeytamaðurinn Berent van Assen frá Hollandi sagði í samtali við HP að hann teldi hvalveiðar ekki verri en aðrar veiðar ef tryggt væri að stofninn væri ekki í hættu. Auðvitað væri forkastanlegt að beita sér fyr- ir efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Is- landi vegna hvalveiða. Hann vildi aðeins beita sér gegn veiðunum vegna þeirrar ein- lægu trúar sinnar að stofninn þyldi engar frekari veiðar næstu árin. En þessutan væri auðvitað óskandi að íslenskir vísindamenn hefðu rétt fyrir sér og óhætt væri að veiða 200 hvali á næsta ári. Berent kvaðst hins veg- ar Iitla trú hafa á að svo væri og þessutan taldi hann ákvörðunina brjóta í bága við al- þjóðasamþykktir. Það sem athyglisverðast er í þessum mál- flutningi, sem stærstur hluti áhafnar Síríusar virðist taka undir, er að hann gengur þvert á stefnu samtakanna. Aðspurður hvort hann teldi sér vært í samtökum sem færu með hót- anir á borð við þær sem heyrst hafa frá for- ingjum Grænfriðunga, voru svör Berents og fleiri skipverja harla óljós. Að lokum taldi hann þó að samtökin yrðu að standa saman, þrátt fyrir að meirihlutinn vildi beita því sem gengi næst „terrorist action" gegn smáþjóð- um. Michael Nilson, opinber talsmaður Græn- friðunga, sem opnað hefur skrifstofu á Hótel Loftleiðum, svaraði því til í samtali við HP að stefna samtakanna væri ekki mótuð af 20 manna áhöfn Síríusar og ekkert benti til að Grænfriðungar væru að klofna, þótt vissu- lega væri þessi ágreiningur þekktur. Vel má taka orð Nilsons trúanleg. Ungir og bláeygir Evrópubúar sem elska allt og alla, verða að vonum svekktir þegar þeim er sagt uppi á íslandi að samtök þeirra beiti svívirði- legum vinnubrögðum og ógni atvinnu smá- þjóðar. En stærstur hluti Grænfriðunga er á kafi í baráttu gegn súru regni, kjarnorku- mengun og öðru þvíumlíku. Sá sami fjöldi kynnist aldrei öðru um hvalveiðar en foryst- an telur hollt. Stefnubreyting er því tæpast á næsta leiti, þótt nokkrir skipverjar á Síríusi hafi bilað í trúnni. ERLEND YFIRSYN eftir Magnús Torfa Ólafsson í vor skipaði stjórnskipaður hópur fræði- manna á ýmsum sviðum félagsvísinda í Suð- ur-Afríku álitsgerð um þjóðfélagsþróun í landinu. Niðurstaða hópsins var, að reynsla undanfarinna áratuga sýndi að tilraun ríkis- stjórna Þjóðernisflokks Búa til að fram- kvæma aðskilnað kynþátta og einskorða borgararéttindi við fólk af evrópskum ættum hefði mistekist. Óframkvæmanlegt væri í flóknu iðnaðarþjóðfélagi að stía kynþáttum sundur með aðskilinni búsetu og halda yfir- gnæfandi meirihluta landsmanna réttlaus- um. Atburðarásín síðustu mánuði hefur undir- strikað réttmæti niðurstöðu fræðinganna. Fram eftir sumri mögnuðust erjur milli íbúa í bæjum svertingja og lögreglunnar. PW. Botha forseti tók það úrræði 21. júlí að lýsa yfir neyðarástandi í 36 Iögsagnarumdæm- um, aðallega um austanvert Höfðafylki og austurhluta Rand nálægt Jóhannesarborg. Alræðisvald lögregluyfirvalda á þessum svæðum til að handtaka fólk og takmarka fréttaflutning af aðförum sínum hefur hing- að til aðeins gert illt verra. Dag hvern spyrst af mannfalli, og ókyrrðin hefur breiðst út til Durban, höfuðstaðar Natalfylkis. í dag ætlar Botha forseti að flytja stefnu- ræðu á þingi Þjóðernisflokksins, og gefið hefur verið til kynna að þar muni hann boða pólitískar ráðstafanir til að friða landið. Eftir fund Pik Botha, utanríkisráðherra Suður-Afr- íku, með Robert McFarland, öryggismála- ráðherra Reagans Bandaríkjaforseta í Vínar- borg í síðustu viku, létu talsmenn Banda- ríkjastjórnar í veðri vaka að forsætisráðherr- ann væri líklegur til að boða verulegar ráð- stafanir til að mæta kröfum svertingja. Stjórnin í Pretoria var ekki sein á sér að bera þær bollaleggingar til baka. Síðustu tvö ár hefur stjórn P.W Botha leit- ast við að slaka smátt og smátt á aðskilnað- arstefnunni, án þess þó að fyrirgera fylgi meirihluta Búa, og bæta sambúðina við vest- ræn ríki, sér i lagi Bandaríkin, án þess að hætta íhlutun í nágrannaríkjum og áhlaup- um á þau. Tvískinnungurinn í þessari stefnu hefur leitt Suður-Afríku í ógöngur. Landið logar í ófriði og efnahagsþvinganir af hálfu umheimsins vofa yfir. Botha fékk stjórnarskránni breytt til að i&, Botha forseti (t.h.) og nafni hans utanríkis- ráðherrann leggja á ráðin. Botha reynir í senn ad frida Bandaríkjaþing og Búa veita fólki af indverskum ættum og kyn- blendingum kosningarétt, sérstakar þing- deildir og aðild að ríkisstjórn. Var þar með komin á svipuð skipan og ríkti áður en að- skilnaðarstefnan var tekin upp vaðandi rétt- indi þessara kynþátta. Lagabann við hjúskap og mökum fólks af mismunandi kynþáttum var numið úr gildi. Aukin réttindi Indverja og kynblendinga urðu til að magna óánægju svertingjanna, sem ekki eru einungis réttlausir í stjórnmál- um, heldur hafa einnig unnvöpum verið reknir burt úr hefðbundnum heimkynnum sínum á undanförnum áratugum í nafni að- skilnaðarstefnunnar. Heimili þeirra, lóðar- réttindi og bújarðir hafa verið af þeim tekin bótalaust og fólkinu vísað á hrjóstrugar lend- ur eða skúraþyrpingar, sem hróflað hefur verið upp án vatnsveitna, frárennslis eða raf- magns. Ur þessum jarðvegi eru sprottin ung- mennin sem grýta og brenna kynsystkini sín í þjónustu hvítra yfirvalda. Foringi Afríska þjóðarráðsins, hejstu sam- taka svertingja, Nelson Mandela, hefur setið í fangelsi á annan áratug, og flokkurinn er bannaður. Sameinaða lýðræðisfylkingin, sem vill sameina fólk af mismunandi kyn- þáttum til baráttu fyrir afnámi aðskilnaðar- stef nunnar, hefur ekki verið bönnuð, en sext- án foringjar hennar voru handteknir í ár og bornir landráðasökum, sem líflát Iiggur við. Eftir að allt var komið í bál og brand í sumar, neitaði Botha forseti boði Desmond Tutu biskups um viðræður í því skyni að binda enda á blóðsúthellingarnar. Svo er að sjá að Botha forseti hafi á önd- verðu þessu ári gefið herskáum foringjum lögreglu og hers frjálsar hendur að fara sínu fram. Innanlands urðu þáttaskil við eftirmál- in eftir manndráp í Uitenhage nærri Port El- izabeth í mars. Þar skaut lögreglusveit 20 svertingja til bana. Skýrsla virts dómara, Donald Kannemeyer, um atburðinn leiddi í ljós, að frásögn lögreglumálaráðherra um að lögreglumenn hefðu átt hendur sínar að verja var uppspuni, hin föllnu voru skotin í bakið. Þar að auki áfelldist Kannemeyer þá sem bjuggu lögreglusveitina á vettvang fyrir að fá henni aðeins í hendur hlaðna riffla og haglabyssur en ekkert táragas né gúmmíkúl- ur. Skýrsla dómarans veitti stjórnvöldum tækifæri til að lægja spennuna meðal svert- ingja, en það var ekki notað. Ráðherrann sem laug að þinginu þurfti ekki að standa frekar fyrir máli sínu, og Iögregluforingjarn- ir, sem stofnuðu til blóðsúthellinganna með því að búa menn sína svo að mannfall hlaut að verða hve lítið sem í odda skærist, voru engri ábyrgð látnir sæta. Eftir þetta mögnuð- ust átökin jafnt og þétt. Her Suður-Afríku hóf á þessu ári á ný her- hlaup inn í Angóla, þrátt fyrir samkomulag ríkjanna um brottför suðurafrískra hersveita gegn því að skæruliðar SWAPO frá Suðvest- ur-Afríku hefðu ekki lengur griðland í Ang- óla. Hámarki náðu aðgerðir Suður-Afríku- hers í Angóla með tilraun víkingasveitar til að sprengja í loft upp olíumannvirki banda- ríska Gulf olíufélagsins, sem vinnur olíu í Cabinda nyrst í Angóla, og svo fjarri landa- mærum Suðvestur-Ai'ríku sem verða má. Skömmu síðar gerði víkingasveit úr Suður- Afríkuher árás á bækistöðvar útlaga í Gabor- one, höfuðborg Botswana, og drap 15 manns. Varð það til að Bandríkjastjórn kall- aði heim sendiherra sinn í Pretoria. Botha svaraði með því að setja á laggirnar stjórn í Suður-Afríku án tillits til samþykkta Samein- uðu þjóðanna um framtíð Iandsins, sem Bandaríkjastjórn hafði sett sér að fá Suður- Afríkustjórn til að virða. Við þetta kom upp hreyfing á Bandaríkja- þingi að beita Suður-Afríku efnahagsþving- unum, og þegar þinghlé var gert átti sú til- laga yfirgnæfandi fylgi í báðum þingdeild- um, þrátt fyrir andstöðu Reagans forseta. í Öryggisráðinu beitti Bandaríkjastjórn neit- unarvaldi til að hindra samþykkt ályktunar, sem hefði skyldað aðildarríki SÞ til að slíta viðskiptasambönd við Suður-Afríku. Verkefni Botha á flokksþinginu er að boða tilslakanir á aðskilnaðarstefnunni sem veiti íhaldsstjórnum Bandaríkjanna, Bretlands og Vestur-Þýskalands viðspyrnu við kröfunni um efnahagsþvinganir, án þess þó að leggja keppinautsínum umkjörfylgi Búaskæðvopn í hendur. íhaldsflokkur Andries Treurnicht vill herða framkvæmd aðskilnaðarstefnunn- ar. Óöldin í landinu er vatn á myllu íhalds- flokksins í baráttunni um fylgi Búa, og í sept- ember fara fram aukakosningar í fimm kjör- dæmum. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.