Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 7
HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Elín Edda Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goögá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Jakob Þór Haraldsson Innheimta: Garðar Jensson Afgreiðsla: Guðrún Hasler Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, simi 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Áimúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval «/f Prentun: Blaöaprent h/f Mannasiðir Fyrir nokkru var Helgarpóst- inum bent á, að við Höfðatún í Reykjavík væri til húsa vegleg bílageymsla Landsbankans, undir sama þaki og skjala- og birgðageymsla bankans. Átta bflar í eigu bankans eru þar geymdir, þrír til flutninga milli útibúa bankans en fimm undir bankastjóra og erlenda við- hafnargesti. Bankaráðsmenn hafa einnig not af þessum bíl- um, einkum Range Rover jepp- unum, í lax á sumrin. Helgarpósturinn kannaði þessa geymslu og rædJi við nokkra af þeim átta starfs- mönnum sem vinna fulla vinnu við að aka bflaflota Landsbank- ans og halda honum við. Blaða- manni og Ijósmyndara blaðsins var vel tekið af elskulegum starfsmönnum í þessari heim- sókn, þeir veittu fúslega upp- lýsingar um starf sitt og höfðu ekkert við myndatökuna að at- huga. Það kom hins vegar annað hljóð í strokkinn þegar ofar kom í valdapíramída Lands- bankans. Þegar biaðið hafði samband við Jónas Haralz bankastjóra með fyrirspurnír um nánari upplýsingar varð- andi bílageymsluna, var svarað af hroka og lítilsvirðingu. Jónas Haralz neitaði alfarið að veita nokkrar upplýsingar um bíla- kost bankans nema skriflega og að viku liðinni. Til þess þyrfti blaðamaður að hringja fimm dögum síðar í bankann og panta sérstaklega viðtal við bankastjórann. Varðandi heim- sókn HP í bflageymsluna, spurði bankastjórinn hvort blaðamaður legði það í vana sinn að ganga óboðinn inn á einkaheimili og sakaði hann síðan á harkalegan hátt um skort á mannasiðum. Þessi viðbrögð Jónasar Har- alz eru dæmigerð fyrir þann valdahroka sem því miður ein- kennir marga háttsetta emb- ættismenn, og ekki síst banka- stjóra ríkisbankanna. Þjóðin er ekki aðeins orðin langþreytt á braski þessara manna með fjár- muni þjóðarinnar, heldur býður öllum sómakærum mönnum við einkasukki bankastjóranna. Hér nægir að minna á afhjúpan- ir í vetur um bflastyrk banka- stjóranna og ellilífeyri sem þeir ákveða sjálfir, að ótöldum mál- verkagjöfum, laxveiðiferðum o.s.frv. Nú bætist leynilegur bílafloti við listann. Þessir herr- ar hafa fyrir löngu gleymt því hverra þjónar þeir eru. Hið pólitíska samtryggingarkerfi sem fleytir mönnum eins og bankastjórum Landsbankans á toppinn, hefur fyrir löngu rofið allt samhengi þeirra við alþýðuna í landinu. Jónas Haralz líkir bflageymslu Landsbankans við einkaheimili. Þau orð segja í rauninni allt. Var einhver að tala um mannasiði? BRÉF TIL RITSTJORNAR Dómurinn yfir Treholt Það var fleirum en mér sem dám- aði ekki dómurinn yfir Treholt. Þessum efnilega ungkrata, sem eitt sinn var, að hann hafi bara verið ein- hver versti maður í Noregi síðan Quisling leið, og Mogginn búinn að útlista hvílíkt óbætanlegt tjón hann hafi unnið öryggi og vörnum Nor- egs, sem auðvitað hangir svo saman á hornunum við öryggi og varnir fs- lands. Treholt var öfgamaður. Að flytjast að heiman og fara að vinna fyrir sér 12 ára gamall til að skáka ekki í skjóli pabba síns, þingmanns og ráð- herra. Og þegar íslenskir ungkratar, sem oftar en ekki voru einmitt, eins og Treholt, toppkratabörn og vildu ekki falla of nálægt eikinni, fundu upp á því snjallræði að vera á móti hernum, þá var Treholt ekki nóg að vera á móti aðild Noregs að NATO, heldur fór hann að halda með Rúss- um í alþjóðamálum. Hélt því meira að segja áfram eftir að hann var orð- inn njósnari og átti þess vegna helst engar skoðanir að hafa. Ekki hefur komið skýrt fram hvort það var nokkurt lykilatriði í njósnamáli Treholts að honum varð á að eignast — eða hélt hann ætti — barn fyrir austan tjald óþægilega skömmu áður en hann gekk í sitt fyrra hjónaband í Noregi. Hann njósnaði a.m.k. ekki næstu árin, heldur fékk útrás í að styðja gríska jafnaðarmenn og skipuleggja áróð- ur gegn grísku herforingjastjórninni á Norðurlöndum. En sigur málstað- arins, fall herforingjanna, skildi bar- áttumanninn Treholt eftir í lausu lofti. Þá hefði hann vantað sjálfstætt og verulegt hlutverk í alþjóðamál- um, eitthvað líkt því sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið að leika að undanförnu. Það fann Tre- holtekki. En hann bjó sig undir starf í utanríkisþjónustunni og gerðist síðan aðstoðarmaður Evensens, áratug réttum áður en hann var handtekinn. Sá tími var minna en hálfur liðinn þegar á hann féll njósnagrunur. En óljóst er af fréttum hvað á hann hefur sannast af þeim upphaflegu grunsemdum. Hann virðist aðallega dæmdur fyrir yngri brot, framin undir eftirliti norsku og bandarísku gagnnjósnaþjónust- unnar, og við þau eiga rosafullyrð- ingarnar um hið stórfellda tjón sem hann hafi valdið með njósnum sín- um. Nú skyldi maður ætla að það væri æðsta skylda hverrar löggæslu að koma í veg fyrir afbrot. Þess vegna þykir viðkunnanlegt að setja upp hér og þar skilti um radarmælingar, fremur en að leggjast bara umsvifa- laust í leyni, sem ætti þó í rauninni að vera virkari aðgerð. Það tíðkast að vísu að láta eiturlyfjasmásala meira og minna óáreitta til þess að slíta ekki þá þræði sem gætu leitt til stórlaxanna í heildsölunni; og eins er í reyfurum höndlað með smáspí- óna, þeir látnir smáleka sínum smá- leyndarmálum meðan verið er að ríða netið um stórlaxana. En nú er Treholt dæmdur eins og hann hafi sjálfur verið stórlaxinn í sínu máli. Þá fer nú að sýnast meira en lítið vafasamt að láta hann halda skað- semdariðjunni svona lengi áfram, jafnvel eftir að gagnnjósnaþjónust- an norska var komin með nefið svo djúpt ofan í hvern hans kopp að kalla má að hann hafi lekið hinum viðkvæmustu leyndarmálum til Rússa inn um aðra nösina á henni og út um hina. Bara til þess að geta neglt hann á pottþéttum sönnun- um. Eins og það hefði nú ekki verið nær að stoppa manninn bara á fyrstu grunsemdum og gera hann að sendiherra hér á íslandi, þar sem óþægð hans og óeirin afskiptasemi hefði líklega gert hann að miklum áhrifavaldi um maraþonhlaup, ung- kratapólitík og guð veit hvað. En þessi mishöndlun Norðmanna á Treholtsmálinu er auðvitað al- vörumál fyrir okkur vegna sameig- inlegra öryggishagsmuna. Það er . ekkert grín að vera í hernaðar- bandalagi með svona slúbbertum. Nú vilja ungir sjálfstæðismenn ólm- ir láta Geir blessaðan sýna eitthvert frumkvæði í hernaðarsamstarfi NATO. Gæti hann ekki gengist fyrir því að Norðmenn sættu hæfilegum kárínum fyrir klaufaskapinn? Eða hvað ætli það sé annars í hernaðar- bandalagi sem samsvarar rauða spjaldinu í fótbolta? __________ ¦H Helgi Skúli Kjartansson Arni Gunnarsson og Alþýdu- flokkurinn í tveimur síðustu tölublöðum Helgarpóstsins hefur nokkuð verið fjallað um málefni Alþýðuflokksins. Par hefurnafn undirritaðs komið við sögu. í bæði skiptin hefur höf- undur pistlanna skrifað um „innri" mál Alþýðuflokksins, og fullyrt að uppi væri mikill ágreiningur á milli mín og formanns flokksins, Jóns Baldvins Hannibalssonar. Það er nauðsynlegt að leiðrétta rækilega það sem f ram hefur komið. í fyrsta lagi er það rangt, að formað- ur flokksins hafi farið þess á leit við ritstjóra Islendings á Akureyri, að hann taki sæti á framboðslista flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. í öðru lagi er það rangt, að uppi sé ágreiningur á milli mín og formanns flokksins. í þriðja lagi er það rangt, að ég sé einn helsti and- stæðingur formanns flokksins. Frásagnir Helgarpóstsins eru rang- ar, og hlýtur eitthvað annað að vaka fyrir heimildarmanni en að koma fréttum á framfæri. Efni síðari pistilsins, þ.e. um væntanlega fundi usljuii sieinm a rrarrra rrrrran jjan- tæðisflokksins. Þá þykir mönnum iinnig undarlegt að Jón Baldvin skuli ekki leggja neina sérstaka áherslu á að fá Arna Gunnarsson, fyrrv. þingmann Alþýðuflokksins í kjördæminu, í framboð. Almanna- rómur segir að Árni njóti mikils fylg- is. En allt er þetta spurning um hver eigi upp á pallborðið hjá formannin- um og eftir því sem HP hefur síðast írétt velta Jón Baldvin og hans helstu ráðgjafar því nú fyrir séi hvort ekki væri ráðlegast að Bryn- dís Schram tæki fyrsta sæti Al- býðuflokksins í kjördæminu... I í hlutafélögum flokksins, er mjög fá- um kunnugt; varla öðrum en stjórn- armönnum og tveimur til þremur öðrum. Það verður því að draga þá ályktun, að hér sé flokksmaður að efna til óvinafagnaðar, og er það illt verk. Vegna hugleiðinga blaðsins um hugsanlegt framboð mitt í Norður- landskjördæmi eystra, sem vart eru tímabærar þar eð fátt bendir til kosninga á næstunni, vil ég taka fram, að ég hef fullan hug á því að endurheimta þau liðlega 40 at- kvæði, sem skorti til að ég næði kosningu sem kjördæmakjörinn þingmaður í síðustu Alþingiskosn- ingum. En endanleg ákvörðun er í höndum fólksins, sem fer með vald- ið í þessu máli. Með góðum kveðjum, Árni Gunnarsson. Verzlunarráð íslands auglýsir eftir umsækjendum um starfsnám hjá fyrirtækjum innan ráðsins, sem fram fer 1. september til 30. nóvember næstkomandi. Hvað er starf snám? Starfsnám er kynning á starfssviði og einstökum þátt- um í starfsemi fyrirtækis. Nemendur fá yfirsýn yfir starfsemina og verða þannig betur í stakk búnir að velja sér starf við hæfi eða ákveða frekara nám. Ekki er veitt þjálfun í neinu einu starfi. Markmið Markmið með starfsnámi Verzlunarráðs íslands er að auka tengsl atvinnnulífs og skóla með því að bjóða hagnýtt nám innan veggja fyrirtækja. Pramkvæmd Starfsnámið tekur 3 mánuði. Unnið er eftir námsáætlun sem liggur fyrir áður en nám hefst. Á námstímanum fá nemar styrk sem samsvarar rúmum hálfum lágmarks- launum. Fyrir hverja? Starfsnámið er einkum ætlað ungu fólki sem er að velja sér framtíðarstarf eða ákveða námsleiðir. Ennfremur gæti starfsnámið verið vettvangur fyrir fólk á öllum aldri, sem hefur í hyggju að skipta um starf. Stefnt er að því að 15 starfsnemar komist að. Fyrirtækin Fyrirtækin sem bjóða starfsnám eru úr ýmsum greinum atvinnulífsins, tryggingum, tölvuþjónustu, iðnaði, innflutningsverslun, samgöngum .o.fl. Þau eiga það sammerkt að vera með umfangsmikla og fjölbreytta starfsemi. Umsókn Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Verzlunarráðs ís- lands ásamt öllum nánari upplýsingum. Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu Verzlunarráðsins sem fyrst. Umsóknum þarf að skila fyrir 1. ágúst 1985. 4 LAUSNA SKÁKÞRAUT Schutzendubel: Svartur má ekki komast til að skáka, sú staðreynd hjálpar manni á sporið: 1. Rd8 Hxd8 Hvítur hótaði Hc8 mát, og því dug- ar Dxd5 ekki. 2. Dxd8+ Db8 3. Dd5+ Db7 4. Hc8 mát. Keres — Gligoric: 1. Hxd3 ! cd3 (Hf72+! Rh6+) 2. Bb3+ Kh8 3. Rxf6+! Hxf6 4. Rg5 Hxf2+! 5. Kgl (Kxf2? Dc5+) Hf 1 + 6. Kh2 og svartur gafst upp. BIIALEIGA VERZLUNARRAÐ (SLANDS Húsi verslunarinnar 108 Reykjavik, sími 83088 REYKMVÍK: 91-31815/686915 AKURIiYRI: 96-21715,23515 BORGARNES: 93-7618 VÍOIGERDI V-HUN.: 95-1591 HIONDUÓS: 95-4350/4568 SAUDÁRKRÓKUR: 95-5884/5969 SIGLUIJÖRDUR: 96-71498 HÚSAVÍK: 9(.-4194()/41594 EGILSTADIR: 97-1550 VOPNAI-JORDUR: 97-3145/3121 Sl-YDISI -'JÖRDUR: 97-2312/2204 IÁSKRUDSI JÓRDUR: 97-5366/5166 HÖI-'N HORNAHRDl 97-8303 interF tent HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.