Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 8
Brottrekstrarmálið á Keflavíkurflugvelli Leigubílstjórinn er KK-húsið í Keflavík. I þessu húsi byrjaði ballið, millikaflinn var í leigubifreið á leið heim til stúlkunnar, en málinu lyktaði með brottrekstri skrifstofustjórans. Vdr rekinn skýringarlaust eftir 25 ár hjá hernum: „Slúðrið er mínar einustu upplýsingar" — segir Jónas Guðmundsson, skrifstofu- stjóri f jármálastof nunar hersins „Nærveru þinnar er ekki óskað eftir 2. júlí." Þannig leit hún út lyk- ilsetningin í uppsagnarbréfi, sem Jónasi M. Guðmundssyni, skrif- stofustjóra hjá fjármálastofnun bandaríska hersins á Keflavíkur- flugvelli, var afhent síðla þennan sama dag, 2. júlí. Þetta var á þriðjudegi. Fyrr um daginn hafði Jónas verið kallaður til fundar við commander Malone, ofursta í bandaríska hernum, hæstráðanda í fjármálastofnuninni. Viðstaddir þann fund voru, auk Malone og Jónasar M. Guðmundssonar, Þórð- ur Einarsson aðstoðarstarfs- mannastjóri og Jónas Nordquist, aðstoðarmaður fyrrnefnds Mal- one. Á þessum fundi hafði ofurst- inn orðið. Hann rétti Jónasi blað og sagði, að það væri uppsagnar- bréf, þar sem Jónas M. Guðmunds- son lýsti því yfir að hann segði upp af fúsum og frjálsum vilja. Bætti Malone því við, að ef Jónas gengi ekki að þessum skilmálum og segði upp af sjálfdáðum, þá yrði honum sagt upp störfum með upp- sagnarbréfi. Jónas kvaðst ekkert hafa til saka unnið og gæti því ekki undir neinum kringumstæðum sagt upp störfum sínum. Malone lokaði þá málinu; sagði ástæður þessa málarekstrar ekki vera til umræðu, en Jónas gæti átt von á uppsagnarbréfinu innan tíðar. Það liðu tvær klukkustundir frá þess- um orðaskiptum, þar til Jónas var á ný kallaður fyrir Malone. Þar var honum rétt uppsagnarbréfið und- irritað af títtnefndum ofursta. Jón- asi var gert að kvitta fyrir móttöku bréfsins, sem hann og gérði. Nokkrum mínútum síðar hafði skrifstofustjórinn tekið til á skrif- borðinu sínu, gengið út úr skrif- stofunni og síðan ekið út af vallar- svæðinu. 25 ára starfsferli Jónasar M. Guðmundssonar, skrifstofu- stjóra fjármálastofnunar banda- ríska hersins, var lokið með snubbóttum hætti. Þannig lýsir Jónas M. Guð- mundsson efnislega síðustu klukkustundunum í starfi sínu hjá bandaríska hernum. Jónas hefur unnið hjá hernum í tæp 25 ár; hóf þar störf 16 ára gamall, þá sem lagermaður. Síðan gerðist hann af- greiðslumaður hjá stórmarkaði hersins, en 18 ára að aldri hóf hann störf hjá fjármálastofnun- inni, þar sem hann hefur unnið síðan. Jónas hefur sinnt flestum þeim störfum er finna má hjá um- ræddri stofnun, en á þessu tutt- ugu og þriggja ára tímabili hefur hann unnið sig upp í starf skrif- stofustjóra, sem er ein æðsta staða sem íslendingur sinnir á Vellinum. Úr lausu lofti gripnar ,,Ég hef helgað þessari stofnun alla mína starfskrafta og finnst æði súrt í broti að vera kastað á dyr með þessum hætti, bæði fyrir- varalaust og án allra skýringa," segir Jónasí samtali við Helgar- póstinn. „Ég hef gengið frá Heródesi til Pílatusar og leitað skýringa, en engar fengið. Það eina sem ég hef getað stuðst við er bæjarslúðrið og vangaveltur starfsmanna hjá hernum, sem mér hafa borist til eyrna. Slúðrið er mínar einustu upplýsingar. Allar ganga þær út á það," segir Jónas, „að stúlka nokkur, Valborg Einarsdóttir, hafi kvartað yfir framkomu minni í sinn garð, föstu- dagskvöldið 21. júní s.l. Hún ber að ég hafi með offorsi hótað henni brottrekstri ef hún lyti ekki vilja mínum í einu og öllu. Með þetta í farteskinu virðast yfirmenn hjá hernum, með fyrrgreindan Mal- one í broddi fylkingar, sjá ástæðu til að láta mig fara. Ostaðfest ásök- un ungrar stúlku með nokkurra mánaða starfsreynslu að baki hjá hernum virðist nægileg til að reka mig úr starfi skýringarlaust. En þessar ásakanir stúlkunnar eru al- gjörlega úr lausu lofti gripnar. Satt er það, að ég hitti stúlkuna þetta umrædda kvöld á dansleik í KK — Keflavík. En að ég hafi sýnt henni kynferðislega áreitni eru hreinir og klárir hugarórar hennar. Það sem gerðist var þetta: Ég ók stúlk- unni heim í leigubifreið. Fljótlega eftir að lagt er af stað spyr hún mig hvort yfirmenn hennar séu ekki ánægðir með störf hennar hjá fjár- málastofnuninni. Það hafði þá gerst áður, að ég sem skrifstofu- stjóri og deildarstjóri hennar, Þor- steinn Þorsteinsson, höfðum nokkru áður rætt um störf þessar- ar stúlku. Þau voru ekki eins og best verður á kosið; stúlkan gat ekki valdið starfi sínu, eins og gengur á vinnumarkaðnum. Það hafði því verið ámálgað og reynt að koma því þannig fyrir, að stúlk- an færi i störf annars staðar, þar sem hún gæti ráðið við þau verk- efni er fyrir lægju. En stúlkan hóf sem sagt umræðu í leigubílnum þetta kvöld um þessi mál. Ég svar- aði því til, að það væri ekkert laun- ungarmál, og það vissi hún, að við yfirmenn hennar værum ekkert alltof ánægðir með hennar störf. Hún spyr þá hvort íyrír dyrum standi að reka hana. Eg svara því til að möguleikar séu á slíku. Það er þá sem hún segir að yfirmenn hennar hafi engan rétt til að láta hana fara. Ég segi eitthvað á þá leið, að vitanlega hafi yfirmenn hennar rétt til að segja henni upp með löglegum fyrirvara ef fullgild- ar ástæður séu fyrir hendi. Og það séu nægjanlegar ástæður ef hún skili ekki starfi sínu eins og til sé ætlast. Þetta voru þau orðaskipti í bílnum sem einhverju máli skipta. Því miður kem ég umræddum leigubílstjóra ekki fyrir mig, en hann gæti vafalaust vottað öll þau orð er fóru okkar á milli í bílnum þetta kvöld." Á námskeiði ytra — síðan uppsÖgn Jónas segist síðan hafa spurt Guðna Jónsson, starfsmanna- stjóra hjá hernum, um þessa meintu kvörtun stúlkunnar, en Guðni hafi svarað því til að hún hafi ekki ráðið úrslitum um upp- sögnina. „Mér finnst það hins veg- ar dálítið furðulegt, því ekkert annað hef ég hönd á fest sem gæti hafa leitt til umræðna um mín störf og mína stöðu." Og síðan segir Jónas: „Stað- reyndin er nefnilega sú, að daginn eftir að umrædd leigubílsferð var farin, fór ég utan, til Pensylvaníu, vegna vinnu minnar, fór á nám- skeið þar ásamt tveimur starfs- mönnum öðrum í fjármálastofn- uninni. Annar þeirra var fyrr- greindur Jónas Nordquist, aðstoð- armaður Malones. Á þessu nám- skeiði var okkur kynnt nýtt bók- haldskerfi sem taka á í notkun hjá fjármálastofnuninni 1. október í haust, þannig að þegar ég var sendur utan, þá var það bersýni- lega ekki á dagskrá að reka mig. Eða myndi einhver vinnuveitandi senda starfsmann sinn á námskeið til að auka við þekkingu hans, en reka hann svo um leið og hann kæmi til baka? Það þætti mér kjánaleg fjárfesting. Það er því augljóst að eitthvað hefur gerst í millitíðinni, sem hefur sett málin í gang og þá er ekkert um annað að ræða en fyrrgreinda kvörtun stúlkunnar. Samferðamaður minn úti í Bandaríkjunum, aðstoðar- maður Malone, Jónas Nordquist, hafði heldur ekki hugmynd um þennan málarekstur fyrr en heim var komið. En það var hann sem sagði mér það á mánudeginum 1. júlí, fyrsta vinnudeginum uppi á Velli eftir Bandaríkjaferðina, að eitthvað alvarlegt væri á döfinni hvað mig varðaði. Annað sagði hann ekki. Daginn eftir fékk ég hins vegar uppsagnarbréfið. Þessi kvörtun Valborgar Einars- dóttur hefur ekki verið studd nein- um rökum né vitnum, því ég spurði Guðna Jónsson starfs- mannastjóra hvort umræddur leigubílstjóri hefði ekki verið kall- aður fyrir sem vitni í málinu. Hann neitaði því. Þaðan af síður hef ég verið beðinn um skýrslu um það mál. Það vill sýnilega enginn yfirmaður vita sannleikann, held- ur réttlæta þeir uppsögn mína með ósannri frásögn þessarar stúlku. Samt neita þeir því að kvörtun stúlkunnar hafi ráðið úr- slitum um brottrekstur minn. En hver er hin raunverulega ástæða? Um það fæ ég engin svör. Félagar mínir í FISK, Félagi íslenskra stjórnunarmanna á Keflavíkur- flugvelli, hafa leitað eftir skýring- um, bæði hjá starfsmannahaldi og varnarmálaskrifstofunni. Þeim hefur verið sagt að það sé bunki af áminningum á mig í gegnum tíð- ina. Sannleikurinn er sá, að á 25 ára ferli hef ég tvisvar sinnum fengið áminningu. Fyrir ári og í annan stað fyrir sex árum. Báðar þessar áminningar voru vegna áfengisneyslu. Ég vil ekki draga neitt undan, heldur koma hreint fram í þessu máli. Ég hef beðið um opinberar skýringar, en fæ ekki; er tilbúin til að öll spil er mig varða hjá hernum séu lögð á borðið. En eina svariðsem ég fæer þögnin.", „Bið um skýringar" Jónas Guðmundsson segir að það versta í þessu máli sé að engar skýringar séu fyrirliggjandi. „Mér er sagt upp og fæ greidd laun til þriggja mánaða samkvæmt samn- ingi, en er hins vegar sagt að hypja mig af vinnustað þegar í stað. Það er farið með mig eins og glæpa- mann. Og ég get ekki borið hönd fyrir höfuð mér, vegna þess ég veit ekki hvaðan höggið kemur og hver það veitir. Hitt veit ég gjörla að yfirmaður minn hjá fjármála- stofnuninni, John Malone, hefur lengi viljað losna við mig. Hann er hermaður og hefur verið hér um fimm ára skeið. Strax fyrir þremur árum sagði hann mér, að vísu und- ir áhrifum áfengis, að hann færi ekki af landi brott fyrr en hann væri búinn að koma mér úr starfi. Og honum tókst það einum mán- uði áður en hann hvarf af landi brott. Tókst ætlunarverkið. Mér finnst ekki ósanngjarnt að biðja um skýringar á brottrekstr- inum eftir að hafa starfað fyrir þennan sama vinnuveitanda í ald- arf jórðung — allan minn starfsald- ury' sagði Jónas Guðmundsson. „Eg veit satt að segja ekki hvort ég hefði áhuga á því að snúa til minna gömlu starfa á nýjan leik eftir allt þetta, en ég er í atvinnu- leit. Það sem huggar í þessu er þó sá stuðningur sem samstarfsmenn mínir á skrifstofu fjármálastofnun- ar hafa veitt. Allir þeir sem þar störfuðu, nokkrir voru að vísu frá vegna sumarleyfa,mótmæltu upp- sögn minni harðlega og báðu um skýringar. Hótuðu jafnvel upp- sögn. En þetta samstarfsfólk mitt fékk engar skýringar, frekar en ég sjálfur." 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.