Helgarpósturinn - 15.08.1985, Qupperneq 9

Helgarpósturinn - 15.08.1985, Qupperneq 9
Brottrekstrarmálið á Keflavíkurflucfvelli lykilvitnið Helgarpósturinn hafdi sam- band viö Valborgu Einarsdóttur, sem kvartadi yfir framkomu Jónasar M. Gudmundssonar í sinn garð föstudagskvöldið 21. júní s.l. Valborg vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið. Eftir ýmsum leiðum og mjög áreiðanlegum heimildum mun Valborg hins vegar hafa komið að máli við staðgengla starfs- mannastjórans, Þórð Einarsson og Rebekku Ingvarsdóttur, eftir þessa helgi, og óskað eftir að fá flutning í starfi — fá að losna úr fjármálastofnuninni, en fá ann- að starf hjá hernum. Þegar ósk- að var eftir skýringum á þessari ósk Valborgar, þá mun hún hafa greint frá viðskiptum sínum og Jónasar í leigubifreið að aflokn- um dansleik í KK — húsinu í Keflavík. Var Valborg þá beðin um þessa kvörtun skriflega og varð hún við þeirri ósk. I skýrslu sinni ber Valborg að Jónas hafi ekið henni heim í leigubifreið að afloknum dans- leik. Hann hafi viljað fara með henni inn á heimili hennar, en þegar hún hafi neitað því, þá hafi hann reiðst heiftarlega og hótað henni öllu illu, þar á með- al uppsögn í starfi. Þetta hefur HP frá mjög áreið- anlegum heimildum, en eins og fram kemur annars staðar í blaðinu, þá neitar Jónas þessari frásögn staðfastlega og segir at- burðarásina hafa verið aðra. Lykilmaðurinn í þessu máli er því umrœddur leigubílstjóri. Jónas kveðst ekki þekkja þann mann, en aðspurð neitaði Val- borg að tilgreina leigubifreiða- stjórann. Sagðist ekkert um mál- ið vilja tala. Það vœri úr sögunni frá hennar hendi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst Helgarpóstinum ekki að hafa uppi á huldumanninum, umrœddum leigubílstjóra, sem varð vitni að hinum afdrifaríku samskiptum og orðrœðum milli Valborgar Einarsdóttur og Jón- asar M. Guðmundssonar, sem beint eða óbeint leiddu til tafar- lausrar uppsagnar þess síðar- nefnda. Bíllinn mun ekki hafa verið pantaður af stöð. Samkvœmt athugunum HP ber kunnugum ekki saman um það hvort leigubílsmálið hafi verið eina orsök uppsagnarinn- ar eða hvort það hafi aðeins ver- ið mál af því tagi, sem yfirmenn Jónasar hafi beðið eftir að geta notað, til að koma honum úr starfi. Allt að einu er Ijóst að samkvœmt íslenskum lögum gœti kvörtun eða skýrsla stúlk- unnar ekki réttlœtt uppsögn starfsmanns, nema annað og meira lœgi fyrir í málinu; gamlar syndir starfsmanns og fleira. eftir Guðmund Árna Stefónsson myndir Jim Smart o.fl. Jónas M. Guðmundsson segir Ijóst að hann hafi verið látinn fara vegna ósannrar og tilbúinnar sögu ungrar stúlku, sem hafi fárra mánaða starfsaldur að baki og að auki ótrygg í sessi (starfi sínu; yfirmenn hennar höfðu rætt möguleikann á að segja henni upp vegna vanhæfni í starfi, að sögn Jónasar. „Ekki rétt á skýringum" — segir Friðþór Eydal blaðafulltrúi hersins „Herinn hefur mjög ákveðnar reglur í málum af þessu tagi,“ sagði Friðþór Eydal, blaðafull- trúi bandaríska hersins. „Starfs- menn eiga ekki rétt á skýring- um, þegar um uppsögn er að ræða eins og í tilfelli Jónasar Guðmundssonar, þar sem hon- um voru greidd laun út allan uppsagnarfrestinn, þótt nær- veru hans hafi ekki verið óskað allan þann tíma. Þetta vita menn þegar þeir ráða sig til starfa hjá hernum. Um það er ekkert meira að segja." „Ekki óstæða til andmæla" — segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson hjá varnarmálaskrifstofunni „Ég hef farið ofan í þetta mál; skoðað fyrirliggjandi gögn í því og mitt mat er það að ekki sé ástæða til að andmæla ákvörð- un yfirmanna hersins," sagði Sverrir Haukur Gunnlaugsson, deildarstjóri hjá varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytis- ins. Sverrir sagðist hafa fengið gögn í hendur vegna þessa máls, þegar fulltrúar frá FISK hefðu óskað eftir að varnarmálaskrif- stofan tæki á málinu. „Ég hef rætt við fulltrúa frá FISK og lagt spilin á borðið. Mitt mat er það, að ekki sé grundvöllur til að- gerða í málinu og yfirlýsing FISK gengur í sömu átt. Það koma stundum mál af þessu tagi inn á mitt borð, þótt sjaldnast verði þau að blaðamáli. Ég met hvert og eitt þeirra eftir eðli þeirra og afstaða mín byggist á fyrirliggj- andi upplýsingum. Svo er einnig í þessu tilfelli “ „ FISK fær ekkert að vita" — segir Theódór Magnússon „Við höfum ekkert fengið að sjá og engar upplýsingar fengið, hvorki hjá starfsmannahaldi hersins og þaðan af síður hjá varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins," sagði Theodór Magnússon, sem hefur rekið mál Jónasar með öðrum fyrir FISK, Félag íslenskra stjórnunarstarfs- manna á Keflavíkurflugvelli. „Hjá starfsmannahaldi var að- eins sagt við okkur að löglega væri að uppsögninni staðið og að engar skýringar þyrftu að fylgja, og hjá varnarmáJaskrifstof- inni aðeins að málið væri búið og afgreitt." Theódór sagði að yfirlýsingu FISK bæri ekki að skilja þannig, að félagið sættist á niðurstöður málsins, heldur væri þar einung- is lýst staðreyndum, þ.e. að FISK kæmist ekkert áfram með málið, þrátt fyrir vilja félagsmanna til að fá fram skýrar línur og svör. „Okkar staða er einfaldlega ekki nægilega sterk, enda ekki verka- lýðsfélag á ferðinni," sagði Theó- dór. „Þess vegna teljum við til- raunir okkar fullreyndar — því rniður." HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.