Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 10
HP svipfir hulunni af leynilegri bílageymslu landsbankans: ÁTTA BÍLAR AÐ VERÐMÆTI FIMM MILLJÓNIR! I eftir Eddu Andrésdóttur Þegar dyrum bíla- geymslu Landsbankans við Höfðatún i Reykja- vík er skellt í lás a kvöldin, geta lands- menn svifið inn í svefn- inn í öruggri vissu um það, að hvergi má finna rykkorn né óhreinan blett á gljá- andi fimm millióna króna farartækjunum, sem þar eru vendilega geymd, uns dagur ns á I umræddu húsi, sem er grátt að lit og vekur litla eftirtekt, nema þá helst fyrir viggerðar læsingar og snyrti- mennsku, er skjala- og birgðageymsla Lands- bankans, auk fyrr- nefndrar bílageymslu. Og þar eru geymdir átta bílar i eigu bank- ans, sem jafnmargir starfsmenn sjá um að aka og annast. Helgarpóstsmönnum var vel tek- ið af tveimur þessara starfsmanna, þegar þeir í forvitni sinni lögðu leið sína í bílageymsluna, eftir að f regnir um tilvist hennar höfðu borist til blaðsins. Var þá bílageymslan opin út á götu, og verið að dytta að ein- um bílanna. Hvað gerðist innan- dyra fór því ekki framhjá nokkru mannsbarni. Er bílageymslan einkaheimili? Frekari upplýsingaöflun hjá for- ráðamönnum Landsbankans gekk því síður en svo greiðlega daginn eftir. Jónas Haralz sakaði viðkom- andi blaðamann harkalega um skort á mannasiðum, og spurði m.a. hvort hann legði það í vana sinn að ganga óboðinn inn á einkaheimili. Kvaðst Jónas geta gefið skriflegar upplýsingar um málið í næstu viku, þ.e. um notkun bílanna, fjölda þeirra og starfsmanna. En til þess þyrfti blaðamaður að hringja í bankann á mánudagsmorgun og biðja um við- tal. Hjá Helga Steingrímssyni, for- stjóra tæknisviðs Landsbankans, fengust hins vegar þær upplýsingar, að þrír bílar önnuðust alla flutninga á njjlli útibúa bankans á hverjum degi, og væru í stöðugum flutning- um. Helgi kvaðst hins vegar eðli- lega ekki vilja upplýsa hvernig þeim ferðum væri háttað. Vinnudagur ökumanna hæfist því átta á morgn- ana, og oft væri eícið fram á kvöld. Einn sendiferðabíll er í flutningun- um og tveir litlir bílar. Helgi sagði að um fleiri flutninga væri að ræða, en 10 HELGARPÓSTURINN þetta væri hið eiginlega flutninga- kerfi. Um fjölda bílstjóra sagði hann það ófrávíkjanlega reglu að tveir menn væru í hverjum bíl, þ.e. sex menn á þrjá bíla. Hins vegar væru þetta atriði sem ekki væri ákjósanlegt að upplýsa mikið um. Helgi vildi ekki greina frá því hvort simar væru í bíl- unum eða ekki. Mannasiðir Helgi sagði að þjónusta þyrfti tíu afgreiðslustaði allan daginn, en kvaðst aðspurður ekki hafa upplýs- ingar um rekstrarkostnað þessara þriggja bíla. Hann tók það fram að með fjölgun afgreiðslustaða væri á mörkunum að fjöldi bílanna nægði tíl að sinna flutningakerfinu sem bankinn þyrfti að hafa í gangi á hverjum tíma. — En þad eru átta bílar þarna, ekki rétt? ,Ég hef ekki upplýsingar um það. Ég veit ekki hvað þeir eru margir. Eins og ég sagði, þá eru þetta bílarn- ir sem undir mig falla og annast gagnaflutninga fyrir bankann." — Er þetta eitthvaö sem veriö er að leyna? Helgi vísaði að öðru leyti til bankastjóra. Eins og áður sagði varð Jónas Haralz fyrir svörum, og var þá m.a. spurður: — Er þetta eitthvað sem verið er að leyna? „Nei, það er ekki verið að leyna nokkrum sköpuðum hlut. En það liggur í augum uppi að menn fará ekki í húsakynni sem þeir ráða ekki yfir, og taka myndir eða gera nokk- urn skapaðan hlut án þess að biðja um leyfi. Það eru sjálfsagðir manna- siðir." Jónas kvaðst ennfremur vera að yfirgefa bankann, og blaðamaður gæti því hringt eftir helgi. Hann var þá spurðurhvort hann ætlaði að koma í veg fyrir að upplýsingar um f jölda bílanna, starfsmanna og notk- un bílanna birtust í þessu blaði: „Þetta eru nú rannsóknarblaða- mennskuvinnubrögð í heldur betra lagi; að biðja um upplýsingar um til- tölulega flókna hluti, — þótt þetta sé nú einfalt mál í sjálfu sér, þá liggur það ekki alveg fyrir, — og biðja um það klukkan rúmlega þrjú daginn áður en blaðið á að koma út... Þetta má alveg eins bíða til næsta blaðs." Átta bilar Staðreyndin er samt sem áður sú, að í bílageymslu Landsbankans eru geymdir átta bílar; tveir jeppar af Range Rover gerð, annar þriggja ára og hinn eins árs, tveggja ára Benz- Jakob þrífur Benzinn að loknum akstri, eins og gert er á hverjum eínasta degi. Lúxuskerran falin undir ábreiðu í baksýn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.