Helgarpósturinn - 15.08.1985, Qupperneq 11

Helgarpósturinn - 15.08.1985, Qupperneq 11
Bíla- og birgðageymsla Landsbankans við Höfðatún í Reykjavík. Lítið áberandi hús, enda leynileg geymsla; og skortur á mannasiðum að leggja leið sína þangað og taka myndir, sagði Jónas Haralz bankastjóri við blaðamann HR ans þegar svo ber undir. Munu þeir Jónas Haralz og Helgi Bergs einna helst notfæra sér þá þjónustu þegar þeim þykir ástæða til. En þá setjast þeir inn i Peugeot-fólksbílinn, þann elsta í flotanum, sem að öllum lík- indum verður seldur á næsta ári. Range Rover-jepparnir eru notað- ir til ferða út um landið á veturna, til eftirlits varðandi afurðalán, en eitt- hvað er þó notkun þeirra á huldu, nema hvað vitað er að þeir eru not- aðir í Iax. Nauðsynlegt þykir að nota framhjóladrifna bíla til vetrarferða. Þetta eru dýrustu bílarnir í flotan- um; gangverðið á þeim yngri er 1,4 milljónir króna og þeim eldri 950 þúsund. Þeir Jón og Jakob sögðu að bílar Landsbankans væru einungis not- aðir í þágu bankans, og starfsmenn, hvort sem um bankastjóra eða bíl- stjóra væri að ræða, notuðu þá aldrei að loknum vinnudegi. Þeir sögðu líka að viðhald bíla væri án efa hvergi jafn mikið og í bíla- geymslunni, enda stöðugt liaft að markmiði að bílarnir hröpuðu ekki í verði þrátt fyrir mikla notkun sumra þeirra. Og ekki sögðu þeir laust við að þeir væru stoltir af útliti bílanna, þótt enginn bílstjóranna væri haldinn bíladellu. Hinir bankarnir eiga líko bíla Og hvað skyldu svo hinir ríkis- bankarnir vera auðugir að bílum? Hjá Seðlabankanum fengust þær upplýsingar að bankinn hefði yfir fjórum bílum að ráða; tveimur jepp- um af gerðinni Range Rover sem notaðir væru til bankaeftirlits og tveimur fólksbílum af gerðunum Audi og Volvo, sem notaðir væru til að flytja bankastjóra og annað fólk þegar ástæða væri til. Þá mun Seðlabankinn hafa einn sendiferða- bíl til flutninga. Hærri tala en þrír fékkst hvorki uppgefin frá Búnaðarbankanum né Útvegsbankanum. Útvegsbankinn notar þrjá bíla af gerðinni Volks- wagen Golf, sem geymdir eru í læstri geymslu bankans, og Útvegs- bankinn notar gamlan Peugeot, sem hefur verið ekið vfir 150 þús- und kílómetra, og tvo litla Ford- fólksbíla í alla flutninga. Frekari upplýsingar um bílaeign og bíla- notkun þessara banka fengust ekki. Og þegar kvölda tekur lokast rammgerðar dyr að baki þessa bíla- flota ríkisbankanna, sem ætti nú tæplega að teljast launungarmál, en hitt vitum við ekki, hvort bílarnir eru alls staðar jafn vel þrifnir og þeirra í Landsbankanum. Eitt er þó víst; að ábreiðan verður ekki tekin - af Olds Mobile-bílnum fyrr en næsta gest ber að garði, því það má ekki falla rykkorn á gljáfægt svart „boddíið". sendiferðabíll, tveir Galant „station- bílar“, annar árgerð 1985 og hinn ár- gerð 1983, Peugeot „station-bíll“ frá árinu 1980, og elsti bíllinn í flotan- um er fólksbíll af Peugeot-gerð frá árinu 1978. Þá er ótalinn sá bíll sem óneitanlega hlýtur að teljast sá glæsilegasti; Olds Mobile árgerð 1981, og geymdur er undir ábreiðu utan þá sjaldan hann er notaður. Bílarnir eru mismunandi mikið notaðir eins og eðlilegt hlýtur að teljast. Til dæmis er búið að aka elsta bílnum yfir hundrað þúsund kílómetra, en kílómetramælirinn í Olds Mobile-bílnum sýnir undir 15 þúsund kílómetra. Bílakostur upp á fimm milljónir Og hvað kostar þetta nú, spyrja menn að vonum? Eftir að hafa feng- ið upplýsingar um gangverð þeirra bíla sem hér um ræðir á bílasölum í borginni, er verðmæti bíla Lands- bankans um fimm milljónir króna, lauslega áætlað. Og miðað við upp- lýsingar bílstjóranna Jóns G. Jóns- sonar og Jakobs Matthíassonar, selj- ast bílarnir aldrei undir gangverði, því þess er vandlega gætt að gæði þeirra séu sem best þegar að endur- sölu kemur. Liðir í því eru gott viðhald og þrifnaður. Það er í verkahring bíl- stjóranna að sjá um minni háttar viðhald, en þurfi að kalla til fag- menn er leitað til starfsmanna Höfðanausts, sem er verkstæði við hliðina á bílageymslunni. Þvottaaðstaða er í húsinu, og þó svo mest þurfi að þrífa yfir vetrar- tímann, er aldrei skilið svo við bíl- ana að kvöldi að þeir hafi ekki verið þvegnir og pússaðir eftir notkun dagsins. Það eru því gijáfægð farar- tæki sem aka úr geymslunni að morgni. Að sögn þeirra Jóns og Jakobs eru það óskráð lög að bílarn- ir séu vel þrifnir, og umsjón með því hefur sá fyrrnefndi. Verkaskipting er nokkuð jöfn meðal bílstjóranna átta, og að sögn þeirra tveggja eru þeir allir í fullu starfi hjá Landsbankanum við að aka og annast bílana. Sögðu þeir verkefni næg fyrir bílana, og sáu ekki ástæðu til að ætla að um nokk- urt bruðl væri að ræða. Bílarnir væru þó mismikið notaðir, t.d. væri Olds Mobile-bíllinn lítið hreyfður. Hann er ætlaður til fólksflutninga, svo sem þegar erlenda gesti ber að garði, og er einn áttamenninganna sérstaklega með það hlutverk að aka bílnum undir þeim kringum- stæðum. Sá sami annast reyndar alla fólksflutninga; þar með talið flutninga bankastjóra Landsbank- „Nauðsynlegt að hafa framhjóladrifna bfla yfir vetrartímann". Annar tveggja Range Rover jeppanna sem bflageymslan hýsir. Og svo eru þeir líka notaðir til að skreppa í lax... Olds Mobile árgerð 1981 og ekinn undir 15 þúsund kflómetrum. Við hátíðleg tækifæri og þegar erlenda gesti ber að garði er hann dreginn fram í dagsljósið. Þess á milli er yfir honum ábreiða, þvf ekki má setjast rykkorn á lúxuskerruna (flotanum. HELGARPÖSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.