Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 15
Edda Erlendsdóttir hefur verið önnum kafin við æfingar að undan- förnu, því að framundan er fjöldinn allur af einleikstónleikum — og allir erlendis. Hún hóf framhaldsnám ár- ið 1973 og lærði í ein fimm ár, en settist síðan að i Frakklandi og býr nú í París ásamt fjölskyldu sinni. Við forvitnumst aðeins um hvað er á döfinni hjá Eddu. ,,I september fer ég til Berlínar og verð með tvenna tónleika þar. Eg spila verk eftir Schönberg, Alban Berg, Webern, Schubert og Schu- mann; prógramm sem ég kem til með að spila meira í haust en hef ekkert spilað s.l. ár. Staður sá sem ég leik á í Berlín er rekinn af konu nokkurri frá Vín en þar er alls konar tónlist leikin, bæði klassísk, framúr- stefnutónlist og þjóðlagatónlist. Mjög opinn og skemmtilegur staður. í október leik ég svo í Kúltúrhús- inu í Stokkhólmi og spila eingöngu moderne verk. Þar tek ég þátt í lista- hátíð þar sem aðaltema hátíðarinn- ar er Vínarskólinn síðari. Ég er með stórt prógramm með músík frá þess- um skóla sem tengist honum bæði- beint og óbeint, eiginlega í kringum Schönberg. Ég spila þrjú af siðustu verkum Liszts, sem eru mjög nú- tímaleg miðað við þann tíma sem mynd Jim Smart „Kœri mig ad vera á ekkert um þeytingi“ — Edda Erlendsdóttir heldur samt einleikstónleika víöa um lönd á nœstunni þau eru samin á. Ennfremur spila ég verk eftir Hans Eisler sem hann samdi þegar hann var ennþá nem- andi Schönbergs og æskuverk Alb- an Bergs, sem er nýkomið út í fyrsta skipti og verður frumflutt í Stokk- hólmi, og svo verk eftir Webern og Schönberg. Eftir þessa ferð verð ég með sex tónleika í Suðvestur-Frakklandi, í kringum Toulouse, en það er eitt af verkefnum frönsku stjórnarinnar í tilefni af evrópsku tónlistarári. Tem- að er Alban Berg og ég leik sama prógramm og í Berlín." — Þú ert kannski að sérhæfa þig í Vínarskólanum? ,,Ég hef verið beðin um að spila eftir þá en hef sjálf ekkert ætlað mér að fá stimpil; hann hefur kannski komið til vegna þess að fyrir einu og hálfu ári gaf ég út plötu með þessum verkum og út frá því hafa komið beiðnir um þessi verk sérstaklega." — En ertu ekki að fara eitthvað lengra? „Það stendur til að ég fari til Rúss- lands í vetur, í fjórtán daga ferðalag. En á þessu stigi málsins vil ég ekkert segja nánar um það.“ — Sú tónlist sem þú spilar á tón- leikum ; er það þín uppáhaldstón- list? „Mín uppáhaldstónlist er yfirleitt sú tónlist sem ég er að æfa og hef æft en það getur alveg eins verið eitthvað allt annað. Það er svo mikið til af góðri tónlist frá misjöfnum tíma.“ — Er einhver sem skipuleggur tónleikahaldið hjá þér? „Nei, nei, eitt leiðir að öðru og þetta hefur smám saman hlaðið ut- an á sig. Það er ýmislegt á döfinni hjá mér en ég kæri mig ekkert um að vera á þeytingi. Ég er með fjöl- skyldu og vil ekki verða farandpían- isti, þótt það sé auðvitað ágætt svona öðru hverju." — JÞ. „Eyrarbakki er hrífandi staður“ Tolli opnar sýningu þar á laugardaginn „Ég sýni 30—40 verk, þjóðleg málverk, fjöll og firnindi og bækur í bruna eða frosnar í ís,“ segir Þorlák- ur Kristinsson um leið og hann snar- ar sér inn til hægri og býður Helgar- póstinum á myndlistarsýningu sína á Eyrarbakka sem verður opnuð á laugardaginn kl. 16. — Á Eyrarbaka? „Já, Eyrarbakki er hrífandi staður og ég hef verið að sýna svolítið úti á landi, reyna að hafa dálítil tengsl við veruleikann; svo er ég ekki frá því að Eyrarbakkafélagið hafi átt drjúgan þátt í vali mínu á staðnum," bætir Tolli við og glottir út í annað og er um leið farinn að tala um allt annað og með naumindum að mér tekst að ná því út úr honum að hann sé á leiðinni til Berlínar þar sem hann hefur verið viðloðandi í tvö ár, þar af eitt í skóla, rétt svona til að klóra í múrinn, eins og hann orðar það, en Tolli ætlar að halda sýningu í Berlín frá 4. október til 2. nóvemb- er ásamt kóreönskum listamanni, Bong Kyu Im, og halda þeir sýning- una — sem ber yfirskriftina Treff- punkt im Berlin — í Gallery Roho. Við sem ekki komumst þangað get- um fengið forsmekkinn að verkum Tolla í Samkomuhúsinu á Eyrarbaka dagana 17. til 25. ágúst . Sýningin verður opin um helgar kl. 14—22 og virka daga kl. 18—22. -JÞ HELGARPÖSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.