Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 16
KVIKMYNDIR A hjartanu Tónabíó; Lovechild (Barn ástarinnar) -kk Bandarísk. Árgerð 1982. Leikstjórn: Larry Pearce. Framleiöandi: Paul Maslansky. Handrit: Anne Gerard/Katherine Specktor. Tónlist: Charles Fox. Aðalhlut- verk: Amy Madigan, Beau Bridges, Mackenzie Phillips, Albert Salmi og fl. Hér er á ferðinni enn ein „sönn" sagan. Terri Jeari Moore (Amy Madigan) er hand- tekin fyrir aðild að vopnuðu ráni í Flórída eftir Ingólf Margeirsson og Sigmund Erni Rúnarsson 1977, hlýtur 15 ára dóm, þar af rúm 7 ár í fangelsi. Eftir uppsteit í fangelsinu lendir hún á betrunarhæli fyrir konur, verður ástfangin af einum varðanna og ólétt í þokkabót. Terri kemst að því að vörðurinn er kvæntur (hann stingur af frá öllu), leynir þunguninni uns fóstureyðingartíminn er liðinn hjá. Með seiglunni grefur hún u'pp lögfræðing (sem er kona) og í sameiningu undirbúa þær mála- rekstur gegn fangelsisyfirvöldurn og hengja Fjölbreytt skólasálfrœði Laugarásbíó; Morgunverðarklúbburinn (Breakfast ClubJ: kkk. Bandarísk, árgerð 1984. Framleiðendur: Ned Tanen og John Hughes. Leikstjórn og handrit: John Hughes. Tónlist: Keith Forsey. Aðalleikarar: Emilio Estevz, Paul Gleason, Anthony Michael Hall, Judd Nelson, Molly Ring- wald, Ally Sheedy. Sannast sagna bjóst ég við því að leiðin lægi á enn eina háskólamyndina, þegar ég leit á útstillingar að afþreyingu kvöldsins, Morgunverðarklúbbnum í Laugarásbíói. Hún sýnir fimm krakka til alls líklega að sprella með kynlíf og kennara. Búið og basta. En raunin er allt önnur. Breakfast Club kemur þægilega á óvart. Þetta er allt að því athyglisverðasta unglingamyndin sem kom- ið hefur að vestan á síðustu fimm árum eða svo. Leikstjórinn John Hughes virðist svo sann- arlega vera farinn að kunna tökin á ungling- Flippað samsafn brandara Regnboginn; Hernaðarleyndarmál fTop Secret): k Bandarísk, árgerð 1984. Fram- leiðendur: Jon Davison og Hunt Lowry. Leikstjórn og handrit: Jim Abrahams, David og Jerry Zucker ásamt Martin Burke. Kvikmyndun: Christopher Challis. Tónlist: Maurice Jarre. Aðalleikarar: Val Kilmer, Lucy Gutteridge, Warren Clarke, Jeremy Kemp, Omar Sharif. Þeir Zuckerbræður ásamt Jim Abrahams áttu náðuga daga eftir gerð myndarinnar „í lausu lofti" sem sýnd var hérlendis fyrir fám misserum við ofboðslega aðsókn, enda mal- aði hún þeim gull víðar en hér. „Flying High" var að mörgu leyti vel gert gaman og virð- ingarverð tilraun til að bægja frá frekari stór- slysamyndagerð. En það var varla við því að búast að þessir brandarakallar gætu lengi setið á sér. Og hérna er hún, nýjasta myndin þeirra; Top Secret. Rétt eins og Flying High einkennist Top Secret af runu óskildra brandara, endalaus- um útúrdúrum úr handriti og óspöruðu gríni að sjálfu viðfangsefninu. Hér er þó söguþráð- urinn öllu meira aukaatriði en í fyrri mynd þessara félaga. Svo virðist reyndar sem þeir hafi sest niður eina kvöldstund og rutt út úr sér öllum aðskiljanlegustu skopsögum sem þeir hafi heyrt eða búið til sjálfir frá því síðast á bak við vélina og þrætt þær síðan saman, afar lauslega. sig á gamla lagaklausu sem segir að í vissum tilfellum geti kvenfangi haldið barni innan fangelsisveggjanna fyrstu 18 mánuðina af ævi barnsins. Lovechild er orðin þriggja ára gömul mynd og var frumraun leikkonunnar Amy Madi- gan, sem margir muna eftir sem töffu stelp- unni í rokkhasarmyndinni Streets of Fire. Madigan leikur á hjartanu í Lovechild og ber uppi myndina, sem raunar er snoturlega unum eftir gerð fáeinna mynda um þetta við- kvæma en viðfelldna lífsskeið mannsins. Hann skrifar sjálfur handritið að þessari nýj- ustu mynd sinni, sem einfaldlega segir frá því þegar fimm ólíkir krakkar koma að morgni laugardags í skólann sinn til að sitja af sér refsingar í einar átta stundir, með umsjónar- kennarann á næsta leyti. Aðal þessarar myndar er vel skrifaðar samræður, góð uppskipti í framsetningu og r Vegna þessa er samfellan lítil í Top Secret. Áherslan er öll á hvern brandara hverju sinni, þeir eru í engu byggðir upp, heldur skellt bláköldum framan í áhorfendafésin frammi í sal, sem að sönnu vita ekkert hvað bíður þeirra næst og allt þar til flippið endar. gerð og eiginlega í sjónvarpsmyndastíl, bæði hvað uppbyggingu, töku og lengd (93 mín) varðar. En einhvern veginn nær myndin ekki að sannfæra áhorfandann um að kerfið hafi verið alvont við Terri — að dómnum undanskildum. I fangelsinu mætir hún skiln- ingi og stuðningi, bæði frá gæslufólki og föngum. Og baráttan fyrir að halda barninu fær alltof stutta umfjöllun í lok myndarinnar. -IM afbragðs leikstjórn. Sjaldan hefur sést til jafn sjarmerandi leiktilþrifa ekki eldra fólks en þessara sextán ára krakka sem halda verk- inu uppi út í gegn. Hughes nær öllum sér- kennum þeirra fram á lúmskan og líflegan hátt. Og miðað við unglingamynd er fyndnin aldrei þessu vant fjölbreytt. Víst er að skóla- sálfræðin er hér í fyrirrúmi, en það er farið að henni með fínum aðferðum. -SER. Leikendum myndarinnar er vorkunn, en þeim er lítið liðsinnt í hlutverkum sínum, enda vonlegt að hlutaðeigendur ruglist í rím- inu við þessar þúsundir ólíku sena sem myndin býður upp á. -SER. Ofan og (mest) neðan mittis Stjörnubíó; Bleiku náttfötin (She'll Be Wearing Pink Pyjamas): ~k-k. Bresk, árgerð 1984. Leikstjórn: John Goldschmidt. Handrit: Eva Hardy. Aðalhlutverk: Julie Walters, Anthony Higgins, Janes Henfrey. Þetta er ekki góð mynd. Og alls ekki vond. Bleiku náttfötin sigla lygnan sjó allan sinn út- sendingartíma. Það sem vantar er djarfari leikstjórn, skarpara handrit, já og barasta betri hugmynd að bíói. Maður er hálfpartinn gramur fyrir hönd Julie Walters sem átti svo afbragðsgóðan leik í jafn afbragðsgóðri mynd og síðasta mynd hennar var, Educat- ing Rita. Hér segir af nokkrum konum — ýmist mis- skildum eða skildum að borði og sæng — sem fara á nokkurs konar námskeið í því að endurheimta fyrra sjálfstraust. Kúrsinn er meðal annars í því fólginn að klífa fjöll og skila sér til byggða einar á yfirgefnum stöð- um. Lífið sem þær hafa Iifað fram að þessu er með ýmsu móti, eins og lunginn úr myndinni lýsir með samtölum þeirra. Sem sagt; „kvennareynsluheimurinn" er að mestum hluta viðfangsefni þessarar myndar. Og samkvæmt handriti hefur hann einkanlega fengist neðan mittis; um það vitna misklúrir brandarar söguhetjanna. Að vísu nær Goldschmidt fram býsna skörpum persónum í þessum samtalssenum og yfir- leitt ágætum leik, en allt yfirbragð myndar- innar er engu að síður slappt. Og innihaldið dauft. -SER. JAZZ eftir Vernharð Linnet Siggi Flosa, Al og Cab og Tania María I kvöld skemmtir píanistinn og söngvarinn Cab Kay í síðasta skipti í Nausti. Hann er ætt- aður frá Ghana en býr í Amsterdam. Cab kom hingað 1953 og minnist enn snilldar- leiks Gunnars heitins Ormslevs. Cab er óhemju sjarmerandi músíkant. Efnisskráin samanstendur af standördum, blúsum og djassópusum — það var sjóðandi húmor í Louis Jordan ópusnum Five guys named Moxe og mjúkur King' Cole blær á hinum rómantískari lögum. Svo var búgginn á fullu og rosa sveifla í Stompin at the Savoy. Oscar Peterson sagði eitt sinn við konu Cabs er hann heimsótti píanóbarinn þeirra í Amster- dam: „Gættu hans vel Janette — þeir eru ekki margir eftir með þessa sveiflu!" Sigurður Flosason í Norrœna húsinu. Sá ágæti saxafónleikari Sigurður Flosason er heima í sumarleyfi, en hann stundar nám í Bloomington eins og margir vita. Það er alltaf gaman þegar pilturinn kemur heim og leikur með vinum sínum og á mánudags- kvöldið verða tónleikar í Norræna húsinu þar sem Sigurður blæs með Eyþóri Gunnars- syni píanista, Friðriki Karlssyni gítarleikara, Tómasi R. Einarssyni bassaleikara og Gunn- laugi Briem trommara. Þarna verða flutt verk sem íslenskir djassmenn hafa ekki glímt við áður, s.s. af efnisskrá Step Ahead. Svo verða að sjálfsögðu gamlir kunningjar á dag- skrá. Vitað er að æft hefur verið stíft fyrir þessa tónleika, enda þeir félagar metnaðar- fullir og bera ekki hvað sem er á borð fyrir áheyrendur sína. Það verður gaman að heyra árangur erfiðis þeirra. Tania Maria: Made in New York — Manhattan Records 24 0321 1 Al Di Meola: Cielo e Terra — Manhattan Records 24 0332 1. Dreifing: Fálkinn. Þetta eru ólíkar skífur og ólíkar því sem við þekkjum best til listamannanna. Tania Maria er braselísk og sló í gegn á ís- landi þegar hún kom hingað með Niels- Henning Orsted Pedersen og hélt tónleika í Háskólabíói 1980. Þá bjó hún í Frakklandi en nú er hún flutt til Bandaríkjanna og gerir það gott — plötur hennar eru ofarlega á metsölu- listum Billboards og stundum fá þær fimm stjörnur í down beat. Nýjasta skífan er indæl. í grundvallaratriðum hefur fátt breyst en tón- listin er færð í sölubúning svo að hinn magn- aði sjarmi dofnar. Hljóðgervlar og rafmagn breyta bakgrunninum og trylltur suður- ameríkuryþmi er fjarri, eins og portúgalsk- an. Aftur á móti má finna samstiga spuna raddar og píanós, sömbu og hita í flestum verkanna og þau eru ljúf. Góð skífa til að setja á þegar upphefja þarf notalega strauma við vinnu eða leik. Al Di Meola leikur á klassískan gítar á nýju skífunni sinni og skreytir stundum með gervilsgítar eða fær Airto til að slá á trumbur alls konar. Tónlistin er öll eftir Meola, utan verk Keith Jarretts: Corale. Allt er þarna vel gert og klassísk hrif mikil. Kammerbragð og ECM. Ljóðið í fyrirrúmi og gott á síðkvöldum að bregða skífunni á, kveikja á kertaljósum og komast í Jónasarskap og passa sig á myrkrinu. Það er meiri Spánn en djass í þessari tónlist en bræðingsræturnar sjúga samt safann enn. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.