Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 23
ym.iuOwi: Hringbraut 121 Sími 10600 Glcesilegt úrval hjónarúma Rúmteppi Rúmfatnaður Sœngur, koddar Verslið þarsem úrvalið er mest og kjörin hest. þJota ma kortin til útborgunar á samningi. húsið Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 segja. Er það Valur Arnþórsson, forstjóri KEA. Margir hafa löngum talið að Valur hygði á þingmennsku, en það er alls ekki ólíklegt að hann hafi mun meiri áhuga á bankastjóra- stól í Landsbankanum. KEA hefur ennfremur haft góð viðskipti við Landsbanka Jóns Sólness á Akur- eyri og mál Landsbankans því for- stjóra KEA ekki alveg framandi. Við bíöum og fyigjumst með... o pnun IKEA-verslunarinnar hjá Hagkaupum fór af stað með pompi og prakt í fyrri viku. Gekk salan á hinum sænsku vörum IKEA betur en forráðamenn Hagkaupa höfðu þorað að gera sér í hugarlund. A fyrstu fjóru dögunum seldu Hagkaup hvorki meira né minna en fyrir 10 milljónir og ekkert lát virðist vera á fyrirspurnum og sölu á IKEA- vörunum. .. l kjölfar stofnunar Félags kúa- bænda hugsuðu sauðfjárbændur sér til hreyfings, — einnig orðnir þreyttir á öldungaveldi bændamafí- unnar. Landssamtökum sauðfjár- bænda var komið á laggirnar og ný- lega ákváðu þau að láta útflutnings- mál kindakjöts til sín taka. Tveir kjötfróðir menn fóru ti! Bandaríkj- anna og komu heim hneykslaðir á lélegri sölumennsku þeirra sem nú sjá um þessi mál og sannfærðir um að betur mætti gera. í framhjá- hlaupi urðu þeir svo varir við áhuga Kana á- íslenskum ostum, enda þykja þeir fínni og hreinni en ostar úr menguðum milljónalöndum. Osta- og smjörsalan á kannski bjarta framtíð fyrir höndum. . . rátt fyrir heyannir bænda, heldur róleg yfirtaka yngri og rót- tækari manna á valdastöðum í stétt- inni áfram. Eins og mörgum mun í fersku minni stofnuðu sunnlenskir kúabændur með sér hagsmunafé- lag og gáfu þá ástæðu helsta að Stéttarsambandið væri þeim alls ekki nóg og forystan þar löngu sofn- uð. I stjórn þess félags settust korn- ungir bændur sem hvergi höfðu áð- ur komist að í trúnaðarstöður hins gamla félagskerfis. Nú í sumar tókst svo einum þess- ara stjórnarmanna að ná undir sig fulltrúasæti Rangæinga á Stéttar- sambandsþingi og sá gamli fulltrú- inn sitt óvænna þegar nær kosningu dró. Sá gaf því ekki kost á sér og Bergur Pálsson, kúabóndi í Hólmahjáleigu, hreppti sætið. . . v Wf eitingahúsið Rán hættir starfsemi sinni von bráðar, nánar til- tekið 25. ágúst. Hefur Helgarpóstur- inn fregnað að Ómar Hallsson, jafnframt eigandi Nausts, hafi selt húsnæðið Þóri Jónssyni bílainn- flytjanda og konu hans, og mun sú síðastnefnda ætla að opna vefnað- arvöruverslun í húsnæðinu við Skólavörðustíg. . . isagið um hana, sem var „ung, gröð og rík“ hefur farið misjafnlega í eyrun á fólki, en þó trónað ofarlega á vinsældalista Rásar 2. Útihátíða- gestir verslunarmannahelgarinnar virtust líka kunna að meta það, því heyra mátti lagið óspart sungið í tjöldum og á danspöllum. En flytj- endurnir sjálfir, hljómsveitin PS og Co., var víðs fjarri góðu gamni. Að- standendur Atlavíkurhátíðar- innar ku hafa óskað eftir nærveru hljómsveitarinnar, sem m.a. er skip- uð Björgvini Gíslasyni og Ásgeiri Óskarssyni, fyrir fargj^ld og uppi- hald að launum en ekkert aukreitis. Við það kom hinn mesti kurr í hljómsveitarmeðlimi, og höfnuðu þeir slíku tilboði, vitandi það að aðrir skemmtikraftar áttu að hafa miklu meira upp úr krafsinu... þykir ekki ólíklegt að Matthías Mathiesen viðskiptaráðherra vilji hægja á þingmennskunni og bjóða sig til starfans sem bankastjóri Landsbankans. Framsóknarmenn- irnir eiga að sjálfsögðu stól Helga Bergs. Nefndir hafa verið ráðherrar og þingmenn Framsóknar í því sam- bandi og ýmsir verið taldir líklegir. Nafni Jóns Helgasonar dóms- málaráðherra hefur heyrst fleygt í þessu sambandi. En annað nafn hef- ur flogið upp, utan þingflokks Fram- sóki’. *-, og þykir miklu sigurstrang- legre ins og íþróttafréttaritarar N ■ ú mun starfstími tveggja bankastjóra Landsbankans farinn að styttast. Bæði Jónas Haralz og Helgi Bergs munu vera á förum á næsta ári. Er ljóst að margir munu um hituna, enda bankastjórastólar Landsbankans eftirsóttir. Þótt enn sé ekki farið að tala opinberlega um væntanlega kandídata, þykir ljóst að fyrir valinu verði pólitíkusar en ekki gamlir og velmetnir starfs- menn bankans. Þó er talað um Sig- urgeir Jónsson, aðstoðarbanka- stjóra og dyggan sjálfstæðismann, sem hugsanlegan arftaka Jónasar Haralz, en flestum þykir þó líklegra að leitað verði í raðir þingmanna Sjálfstæðisflokksins. í þeim hópi VEÐRIÐ Fremur hæg norðan- og norð- austanátt á landinu. Skýjað við norður- og austurströndina en víða bjart veður annars staðar. BOENPARKET a sumartilboOl fermetrinn fra kr.1.080 Boen parket er framleitt úr náttúrulegum við og kemur fu11 lakkað og tíIbúið til ásetningar frá verksmiðjunni í Noregi. Við höfum á boðstólum 15 útlitsgerðir. Greiðslukjör: allt að 12 mánaða lánskjör. innréttingahúsið Háteigsvegi 3 — s. 27344 Reykjavík HELGARPÓSTURINN 31 Formhönnun

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.