Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 24
öðru lagi að Albert hafi talað af sér við Flugleiðir. Er þá tvennt nefnt: Annað hvort hefur Albert misst til- boð Birkis út úr sér við Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, sem gekk á fund fjármálaráðherra sama dag og tilboð Birkis barst. Eða þá, og það þykir mönnum sennilegra, að Albert hafi óvart tjáð Leifi Magnússyni, framkvæmdastjóra stjórnunarsviðs Flugleiða, innihald tilboð Birkis. Leifur og Albert eru gamlir vinir og sátu m.a. saman áð- ur fyrr í flugráði og hafa mikið sam- band. En auðvitað eru þetta allt get- gátur... U Á kgreiningurinn innan Banda- lags jafnaðarmanna er nú að brjót- ast út á fullu. Hefur lengi kraumað milli frjálshyggjuhópsins og jafnað- armanna í BJ en upp úr sauð fyrir al- vöru eftir að Kristófer Már Krist- insson, formaður landsnefndar, lýsti því yfir í morgunútvarpi í fyrra- dag, að nefndin hafnaði fulltrúalýð- ræði og engir innan BJ hefðu um- boð til að bera fram skoðanir nema þingmenn bandalagsins. Vöktu um- mæli Kristófers mikla reiði meðal jafnaðarmanna í BJ og hefur verið ákveðið að jafnaðarmannavængur- inn, undir forystu Garðars Sverris- sonar, hittist á lokuðum fundi í kvöld, fimmtudag (sennilega á Torf- unni), og stofni sérstakt félag jafnað- armanna. Þegar Valgerður Bjarnadóttir, sem talin hefur verið til frjálshyggjuhópsins ásamt Kristó- fer Má, frétti af þessum fundi í morg- un, hafði hún samband við jafnaðar- mennina í BJ og spurði hvort henni væri boðið á fundinn. Var henni þá tilkynnt að nærveru hennar væri ekki óskað og hún fengi ekki að- gang. Það sama mun gilda um Krist- ófer Má og aðra frjálshyggjumenn í BJ. Þá spurði Valgerður hvort hún gæti gengið í tilvonandi félag jafn- aðarmanna ef það yrði stofnað í kvöld. Fékk þá Valgerður þau svör, að hún gæti reynt að sækja um inn- göngu og henni yrðu send umsókn- areyðublöð, þótt því fylgdu engin loforð um inngöngu í hið nýja fé- lag... G. agnrýnisraddir þær, sem deila á málsmeðferðina við sölu hlutabréfa ríkissjóðs í Flugleiðum, verða æ háværari. Er almennt talað um söluna sem fjármálahneyksli þar sem tilboðsaðilum hafi verið mismunað. Er hér átt við að Flug- leiðum hafi verið kunnugt um inni- hald tilboðs Birkis Baldvinssonar og getað á þann hátt sniðið sér stakk eftir vexti. Sá sem misst hefur andlitið einna mest í þ.essu máli er Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra. hann hefur áður lýst því yfir, að hagstætt væri fyrir Flugleið- ir að fá nýtt blóð inn í fyrirtækið, menn með nýjar hugmyndir. Hins vegar gekk hann þvert á þær hug- myndir með því að selja Flugleiða- 32 HELGARPÓSTURINN mönnum hlutabréf ríkissjóðs. Mikið er nú rætt um hvernig lekinn frá fjármálaráðuneytinu og yfir í her- búðir Flugleiða hafi átt sér stað. Á lofti eru aðallega tvær kenningar. í fyrsta lagi að Albert hafi talað um innihald tilboðs Birkis á vikulegum fundi Þorsteins Pálssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, með ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. I r bankaheiminum heyrum við að allir stærstu bankarnir, með ríkisbankana í forystu, hyggist nú einangra Iðnaðarbankann og um- svif hans. Hefur Iðnaðarbankinn farið mjög fyrir brjóstið á banka- stjórum annarra banka, einkum vegna þess að bankinn hefur farið eigin götur í vaxtamálum. Er þess skemmst að minnast að bankinn fylgdi markaðslögmálum í sumar og hækkaði vextina, þvert á sfefnu ríkisstjórnarinnar. Var Steingrím- ur Hermannsson forsætisráð- herra mjög óhress með þessa sjálf- stæðu vaxtastefnu bankans sem þó reyndist hárrétt, enda fylgdu aðrir bankar í kjölfarið. Þá var Iðnaðar- bankinn fyrstur banka með tölvu- banka sem gerir viðskiptavinum kleift að taka út peninga allan sólar- hringinn. Iðnaðarbankinn hefiir heldur ekki látið vel að stjórn í aug- um hinna bankanna og fylgt sjálf- stæðri stefnu sem gert hefur bank- ann sterkan og vakið athygli í við- skipta- og fjármálaheiminum. Nú finnst öðrum bönkum nóg komið, og ekki síst ríkisreknu fyrirgreiðslu- bönkunum, þar sem pólitík skiptir meiru en viðskipti. Hafa bankarnir nú tekið sig saman og munu með ýmsum ráðum reyna að skáka Iðn- aðarbankanum. Fyrsta skrefið í- þessa átt verður að stofna sameig- inlegan tölvubanka allra bankanna, þannig að viðskiptavinur t.d. í Landsbankanum getur tekið út pen- inga í tölvubanka Búnaðarbankans o.s.frv. Þetta mun náttúrlega þýða margfalt auðveldari og handhægari tölvubankaþjónustu en Iðnaðar- bankinn býður upp á, einfaldlega vegna þess að bankarnir og útibúin eru margfalt fleiri en Iðnaðarbank- ans. Og fleira er víst í deiglunni í baráttunni gegn Iðnaðarbankan- um... liár Ijárveiting til framhaldsskólanna hefur verið af skornum skammti og óttast nú margir skólastjórar að einkaskólarnir verði það sem koma skal. Menntaskólarnir hafa verið best settir hvað fjárveitingu snertir, svo og varðandi kennsluhúsnæði, heimavist og kennaraíbúðir. Sem dæmi um vanda annarra framhalds- skóla, heyrum við að skólastjóri Iðn- skólans á ísafirði, Jón Ingi Har- aldsson, hafi sagt upp eftir eitt ár í starfi vegna þess að húsnæði fyrir hann og fjölskyldu hans hafi ekki verið fyrir hendi. Hins vegar hefur Jóni Inga snúist hugur, þar eð skól- inn útvegaði honum íbúð í Hnífsdal. Ekki munu húsnæðismál skólans heldur vera í góðu standi. Kennt er í gömlu frystihúsi, Sandfelli, og hef- ur aðstaðan verið sérstaklega erfið. Hafa forráðamenn skólans nú ákveðið að reyna að fá bóklega kennslu færða í menntaskólann en notast við Sandfell undir verklega kennslu... Við rýmum fyrir '86-LÍIMUNNI HLJÓMTÆKJUNUM STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN ÁÖLLUMELDRI HLJÓMTÆKJUM Nú rýmum viðtil fyrir 86-línunni frá Marantz og seljum öll eldri Marantz-hljómtœki ó 10—15% lœgra verÖi á útsölunni. *******++***++***+**+**+**+**+*++*+*+*x++++*+x* Nú er kjörið tœkifœri til að endurnyja hljóm- tœkin, fá sér nýjanplötuspilara, nýjan magn- ara, stœrri hátalara, betra útvarp, nýtt segulband eða skáp utan um samstœðuna, nú eða nýja hljómtœkjasamstœðu. ++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++Z iVið tökum vel á móti b Skipholti 19, sími 29800

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.